Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981 1 þetta sinn var stefnan sett á Bretagne-skaga í sumarleyfinu. Og þar sem maður verður dálítið leiður á bið og fólksmergð á stórum flugstöðvum, sem alls staðar eru eins, og alþjóðlegum hótelum, var í upphafi ákveðið að taka þann ferða- máta ekki lengur en nauðsyn krefði og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Tíminn til ferðalagsins var því valinn seint í ágúst, þegar farið er að draga úr ferðamanna- straumi í Evrópu, þar sem byrjun skóla er framundan, og víðast hægt að ganga að gistirými. Nema í stórborgum þar sem ráðstefnur og stórsýningar verða oft þess vald- andi að haustinu að allt hótelrými er upptekið. En þægilegt sumarveð- ur ríkir enn í september sunnar í álfunni. Við iögðum upp laugardag- inn 23. ágúst — að sjálfsögðu fljúgandi fyrsta spölinn til London. Hvernig kæmist maður annars af þessu skeri norður í höfum, ef ekki væru hinar ágætu flugvéiar Flug- leiða? Ekki einu sinni tii Guilfoss lengur! Að haida til Austuriands og dúlla á ferjunni um Færeyjar er nokkuð tafsamt fyrir þann, sem ekki hefur ótakmarkaðan tíma. Við komumst semsagt fljótt og vel til Lundúnafiugvailar laust eftir há- degi á laugardegi. Sú tíð er liðin að farþegar þurfi að aka í sérstökum flugvallarútum inn á West London Air Terminal og taka svo leigubíl þaðan, þegar komið er til London. Neðanjarðar- brautin hefur verið lengd í suður og nær út á flugvöll, svo að auðvelt er að fara beint úr farþegaafgreiðsl- unni niður í lestina. Okkur voru þar og annars staðar allir vegir færir með eina ferðatösku hvor á hjóla- grind, sem auðvelt var að trilla með sér beint í lestina og komast inn í neðanjarðarkerfið í Lundúnum, og upp í nánd við hótelið okkar. Sá útbúnaður sparaði okkur alls staðar leigubíia. Einu erfiðieikarnir eru, ef skipta þarf um lest og fara upp og niður tröppur. En þá er bara að spenna töskuna þannig á grindina að lyfta megi henni á handfanginu. Það var því létt að komast í litla hóteiið í Kensington, þar sem við ætluðum að gista ódýrt eina nótt í Vaughan House og bruðla ekki með gjaldeyrinn í upphafi ferðar. Oft er haft á orði að ekki sé hægt að fá hótelherbergi í London fyrir minna en 20—30 pund, og algengt að búa fyrir 50 pund á dag. En það er ástæðuiaust. Þarna bjuggum við í hreinlegu, óaðfinnanlegu tveggja manna herbergi í litlu hóteli fyrir 12 pund og innifalinn sæmilegur morgunmatur. Eftir að hafa komið okkur fyrir var haldið beint niður á Waterloo- járnbrautarstöðina, þar sem fólkið í ferðaupplýsingunum var ekki mjög uppörvandi. Ógerlegt væri að kom- ast tii St. Malo á Bretagne eða nokkurrar annarrar hafnarborgar sunnan Ermarsunds, þar sem verk- fall sjómanna í Frakklandi væri óleyst og ferjurnar kæmust hvorki fram né aftur. Auk þess væri þetta ForspjaJl að ferðasögu Með vorinu leggja íslendingar loft undir vængi, eins og farfuglarnir. En stefna gjarnan í öfuga átt við þá — í suður. Mislangt eftir efnum og ástæð- um, og ekki síður eftir smekk hvers og eins. Sumir kjósa að liggja á baðströndum og búa á þægilegum hótel- um við flæðarmál- ið. Aðrir vilja fara um og kynnast svo- lítið nýju um- hverfi, þjóðum og löndum. Ferðamáti er líka nokkuð mismunandi. Sumir kjósa að láta hugsa sem mest fyrir sig, ferðast í flugvélum milli staða og halda beint inn á þægileg hótel með allri þjónustu. Aðrir vilja gjarnan þreifa sig áfram sjálfir, þótt ein- hverja fyrirhöfn kosti og taka ævin- týrið fram yfir öryggi skipulagsins. Einn kýs að ferðast ódýrt, annar að greiða vel fyrir góða aðbúð. Sá árstími er kominn, að ferða- langar af íslandi taka stefnuna. Því hafa margir að undanförnu leitað eftir því hvernig sé að ferðast hér eða þar og spurt: Hvernig fóruð þið? Eftir að hafa tvisvar sinnum útlistað fyrir fólki í ferðahug, hvernig ferðalag um Bretagne í Frakklandi í bíla- leigubíl hafi gengið í fyrra sumar, kom upp sú hugmynd að e.t.v. gæti frá- sögn af ferð tveggja íslenzkra föru- kvenna á þennan stórkostlega skaga, komið fleirum að gagni. Þá átt við undirritaðan blaðamann, Elínu Pálmadóttur og Soffíu Theodórsdótt- ur, sem nokkrum sinnum hafa lagt land undir fót saman og þá ekki endilega farið troðnar slóðir eða haft áhyggjur fyrirfram. ein mesta ferðahelgi sumarsins, verzlunarmannafrídagur, og hvergi hóteipiáss að fá í Bretlandi, hvorki í hafnarborgunum þeim megin sundsins né á eyjunni Jersey, ef við fengjum þá far með ferju og kæmumst svo langt. Þetta var sýnilega þreytt fólk og skapstirt, ólíkt því sem maður á að venjast í Bretlandi. Ekki vildum við þó láta stöðva okkur þarna, ákváðum held- ur að halda í áttina. Keyptum farmiða á 2. farrými í lestinni til strandborgarinnar Weymouth fyrir 20 sterlingspund, sem ferðaskrif- stofufólkinu þótti mesta óráð. Skammt frá Waterloo-stöðinni er á suðurbakka Tempsárinnar hið nýja Þjóðleikhús þeirra Breta með leikhússölum sínum, hljómleika- húsi með konsertsölum, óperu og ballettsýningum og ýmiskonar fyrirlestra- og sýningarsölum. Þessi mikla listahúsasamstæða, sem byggð var á sjöunda áratugn- um, er sannarlega þess virði að eyða þar síðdegi og kvöldi. Og það gerðum við, enda hlýtt veður og notaleg gola af ánni. Tempsáin er • Edintouroh )ublm % \ * E » Cardiff . f •* london J^V þarna fær minni hafskipum, en mest eru það þó skemmtiskip, sem um ána fara. Og þegar rölt er um tröppur og palla listahússins, þar sem líka er sérstakur útsýnisturn, blasir við á bakkanum á móti elsti hluti Lundúnaborgar og frægar byggingar á borð við þinghúsið og aðrar ber við himin, svo sem St. Pauls-kirkjuna með hinu fallega hvolfþaki Christofers Wrens, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að hafa rölt um bygg- ingarnar, fengum við okkur bita í veitingasal í anddyri leikhúsasam- stæðunnar, þar sem fólk gjarnan kemur um sjöleytið og fær sér bita áður en leiksýningar hefjast, enda eru þá tónleikar í anddyrinu. En einnig er þarna í byggingunni glæsilegt veitingahús í dýrari verð- flokki. Fyrr á árinu hafði ég brugðið mér þarna niður eftir að loknu dagsstarfi og séð í Litting- ton-leikhúsinu tvö leikrit eftir Terrence Rattigan, Browning Ver- sion og Harlikinade, seinni þáttur- inn einkum stórkostlega leikinn. Enda óþarfi að láta þessi góðu bresku leikhús í London fram hjá sér fara, þótt hraðferð sé. Þau eru hvorki meira né minna en 280 talsins. í þetta sinn sáum við ballettsýningu á Copelíu, í Royal Hall, fallega klassíska sýningu. Og það var fagurt þarna við Tempsána þegar við undir miðnætti röltum yfir Waterloo-brúna í neðanjarðar- lestina hinum megin árinnar. Morguninn eftir héldum við aftur af stað með töskurnar á hjólum í neðanjarðarlestinni niður á Wat- erloo-stöð og lá við að við misstum af lestinni kl.' 10.35, því slíkt ferðalag tekur tíma. Það fer nota- lega um mann í þrjá tíma í iest á leið suðvestur frá London meðan ávalar hæðir og akrar, sem örlítið eru byrjaðir að blikna, renna hjá. Leiðin mun vera um 300 km. Weymouth er ein af þessum yndis- legu Ermarsundsborgum með gul- um sandfjörum, við volgan sjó, sem sumardvalarfólk flykkist til. Þær eru fleiri og nánast tilviljun að við héldum þangað en ekki til Ports- mouth, því ferjur ganga frá báðum stöðum yfir Ermarsund. Þessa sömu daga hefur Gísli vinur minn Sigurðsson, ritstjóri Lesbókar, ver- ið að aka með konu sinni í bílaleigu- bíl eftir suðurströndinni, sé ég í grein í Lesbók nýlega. En þau hjónin óku frá Portsmouth vestur um Poole, fram hjá Weymouth og áfram til Torquay og Cornwall, og skruppu með flugvél frá Ports- mouth suður til Jersey. Weymouth er skemmtilegur bær með breiðu „promenaði" í boga með sjónum, langri baðströnd og gulum sandi langt út í flóann, bátahöfn með skútum af öllum stærðum og gerðum, og gömlum fallegum hús- um. Við komum þar upp úr hádeg- inu, skildum farangurinn eftir á brautarstöðinni og röltum niður á ströndina. Þar var sannarlega margmenni þessa verzlunarmanna- helgi, og baðstrandalíf í blóma. Sennilega mesta uppgripahelgi árs- ins hjá þeim sem lifa á ferðafólki. Og í þetta sinn þorðu menn ekki yfir sundið. í gulum sandinum og á gangstéttinni upp af honum voru brezkar fjölskyldur á ferð. Karlarn- ir sátu í sólstólum og lásu blöðin sín meðan konurnar teygðu sig upp í sólina og krakkarnir léku sér í sjónum eða mokuðu upp sandi. Maður við mann, fjölskylda við fjölskyldu. Hörfandi smám saman undan flóðinu síðdegis. Við þótt- umst sjá að rétt væri spáð hjá ferðaskrifstofufólkinu á Waterloo- stöðinni að erfitt yrði um hótelher- bergi á svona stað, og gáfum þá hugmynd strax upp á bátinn. Leigð- um þess í stað sólstóla og blunduð- um í sólinni fram eftir degi. Úti á bryggju, sem skagaði fram vestan flóans, lágu ferjurnar, en ekki hægt að bóka far í næturferjuna fyrr en kl. 11 um kvöldið, 45 mínútum áður en hún færi. Fyrr yrði ekki ljóst hvort allt væri fullbókað. Við höfð- um því heilan dag í Weymouth. urðum þó að taka töskurnar okkar áður en járnbrautarstöðin lokaði um kvöldmatarleytið. Við skiptum Upplagt er aö nýta kvöldstund í London í hinni miklu Þjóöleikhússamstæöu Breta á suöurbakka Tempsárinnar, þar sem er úr mörgum sýningum aö velja, auk þess sem skemmtilegt er aö vera þarna viö ána. Hór er leikhúsbyggingin í smíöum á sl. áratug. Aftur á móti er gamla leikhúsiö í Covent Garden oröin aö smábúöa- miöstöö, sem líka er gaman að heim- sækja og reika um dagstund. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.