Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.05.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981 .* 4 Danska tyrirtækið Hesselhaj Design hefur í vor sýnt kvenfataframleiðslu sína í Svíþjóð, Noregi, Bret- landi, Þýskalandi og víöar, en núna seinast í Kaupmannahöfn. Kjólarnir á myndinni eru fíla- beinslitaöir og prjónaöir á sérstakan hátt, prjónaaöferöin nefnist „Birds Eye's". Síöar peys- ur og þröngar buxur, eins og sést lengst til vinstri, er enn geysilega vinsælt svo og síöir prjónafrakk- ar. Skemmtilegar samsetningar gefa ónu- istíl í marzmánuði kynntu kvenfata- hönnuðir tízkuna fyrir næsta haust og vetur í ýmsum löndum Evrópu, svo sem Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Þýzkalandi, í Benelux- löndunum svo og í Danmörku. Á geysistórri sýningu í Kaupmanna- höfn kynntu hönnuðir innkaup- endum frá flestum löndum Evrópu framleiðslu sína. Og það var skoðað og skoðað og keypt einhver ósköp inn. Ekki væri úr vegi að hnýsast eilítið í hvað það er, sem kvenþjóð- in má vænta að sjá í verzlunum næsta haust og vetur, en úrvalið á sýningunni var hreint út sagt svo stórkostlegt, að ómögulegt væri að gera því öllu skil hér. Hinni stóru sýningarhöll, Bella Center, var skipt niður í fimm aðalsýningar- deildir og þar var hægt að skoða tæplega sex hundruð sýningar- bása, sem fylltir voru með allra- allra nýjustu tízku. Og hvaða nýjungar eru það svo, sem kven- þjóðin má vænta haust og vetur 1981/1982? Það sem nokkuð sameiginlegt var hinum mörgu og ólíku fata- hönnuðum eru eðlilegir náttúru- litir, skemmtilegar samsetningar í mjúkum og hlýjum efnum. í lita- skalanum er áherzla lögð á milda liti, en einnig einfaldar, ljósar og skýrar litasamsetningar og mögu- leikarnir eru óendanlegir. Þá virð- ast frjálsleg mynstur vera meira áberandi en áður, einnig köflótt og rúðótt efni, sem þó verða með minni röndum eða rúðum en áður. Efnin hafa jú mest að segja, og ullarefnin eru líka yfirráðandi og eiga að vera hlý, létt, mjúk og umfram allt þægileg. Efni eins og tweed, flannel, svo og létt baðm- síöasta mánuöi voru barnaföt, sem koma á markaöinn næsta haust og vetur, sýnd í Noregi, Svíþjóö og Danmörku. Þessi fatnaöur er frá KG-Bornetej, Danmörku og allar Ijósar rendur á fatnaöinum eru sjálflýsandi. umræddri kvenfatasýningu í 'aupmannahöfn, sáust einnig nokkrir herrafrakkar, þessi er ættaður frá fyrirtækinu Stenberg, Randers í Danmörku og er saumaöur úr ensku lamba skir ■ etta er finnsk framleiösla frá fyrirtækinu Norlyn OY og allir kannast við vatteruöu frakkana og buxurnar, eða „ dýnufötin" svokölluöu. Þetta er ekki dónalegur fatn aöur, sérstaklega þegar fariö er á skíöi eöa í göngu feröir upp í fjall. H ler sest sænski hönnuöurinn Margareta Forslund sýna einn af kjólum sínum. Mörgum finnst framleiösla hennar minna um of á finnsku Marimekko kjólana en hvaö um þaö, kjólar hennar eru frjálslegir, þægilegir í skemmtilegum mynstrum. ullarefni eru*enn vinsæl, ásamt poplin, canvas, gabardine, denim og fleiri. Kvöldfatnaðinn einkenna léttir prjónakjólar og oft eru prjónaefn- in með gull- eða silfurþráðum, sem eru ofin/prjónuð í efnið. Yfirleitt virðist sem prjónaflíkur af öllum gerðum og stærðum verði ráðandi á markaðnum næsta haust og vetur. Og fatahönnuðirn- ir nota óspart hugmyndaflugið í litasamsetningum og sniðum. Síð- ar, lausar peysur, sem ná niður að hnjám við þröngar buxur, eða handprjónaðar sokkabuxur í öll- um regnbogans litum, sem notað- ar eru við hálfsíða „málara“- kyrtla eða „rússa“-blússur. Utlínur í fatnaðinum eru lausar og þægilegar. Axlirnar eru breið- ar, rúnnaðar og oft notaðar djúpt ísettar ermar, sem eru víðar með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.