Morgunblaðið - 22.05.1981, Page 23

Morgunblaðið - 22.05.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ1981 23 Guðráður Davíð Bragason - Minning Fæddur 9. nóvember 1966. Dáinn 16. maí 1981. Við kveðjum elskulegan bróður okkar Guðráð Davíð með sárum söknuði. Skilnaðarstundin kom svo skjótt og óvænt. Við, sem áttum svo margar góðar stundir með honum, bárum þá von í brjósti að enn myndum við eiga eftir saman svo margar gleði- stundir í lífi okkar. í sárum söknuði biðjum við góðan Guð að blessa minninguna um bróður okkar og varðveita hann. .Drottinn er minn hirftir. miic mun ekkert brenta. Á xrtenum icrundum lætur hann miic hvllaxt. leiftir mÍK að vötnum. þar sem ég mé næðin njóta. Ilann hressir sál mina. leiðir mÍK um rétta veuu (yrir sakir nafns sins. Jafnvel þútt ég (ari um dimman dal. úttast én ekkert illt. þvi aA þú ert hjá mer. spruti þinn ok stafur huKKa mÍK Já. Ktefa ok náA fyÍKja mér alla a vidaKa mina. uk i húsi Drottins bý éx lanKa ævi.“ Vigdís, Stefania, Sigríður, Ilelga og Erla. Það er stundum svo óskiljanlega stutt á milli gleði og sorgar, lífs og dauða, að menn standa orðvana frammi fyrir þessari torráðnu lífsgátu. Menn spyrja hvers vegna og til hvers, og þeim gengur oft erfið- lega að finna viðunandi svör. Svona var okkur mörgum farið, kennurum og nemendum í Víði- staðaskóla, þegar við heyrðum þá hörmulegu fregn að einn úr hópi okkar, Guðráður Davíð Bragason, hefði lent í slysi og væri ekki lengur í tölu lifenda. Hann, þessi ljúfi og jákvæði félagi og vinur, væri horfinn á burt yfir móðuna miklu aðeins 14 ára að aldri. Þetta var svo ótrúlegt — en þó samt sem áður bitur og miskunnarlaus sannleikur. Guðráður, eða Go/fi eins og félagar hans kölluðu hann, var horfinn úr þessum heimi. En eftir sat minningin um hugþekkan og glaðan félaga. Og það er hún sem eftir lifir í hugskoti okkar, þegar lengra líður og sárasta sorgin sefast. Guðráður Davíð Bragason var fæddur 9. nóvember 1966, sonur hjónanna Ernu Þorleifsdóttur og Braga Guðráðssonar. Hann ólst upp á góðu heimili foreldra sinna og naut ástúðar þeirra og um- hyggju. Þar undi hann sér vel með foreldrum sínum og systrum. Guðráður Davíð hóf skólagöngu sína í Grindavík en flutti til Hafnarfjarðar með foreldrum sín- um árið 1976 og hefur verið nemandi í Víðistaðaskóla síðan. Ekki kom Guðráður í Víðistaða- skóla feginn og fagnandi, frjáls og léttur í spori, þegar hann lagði þangað leið sína fyrst. Nei, þá var hann bæði kvíðinn og vansæll, því að vini og kunn- ingja hafði hann skilið eftir í Grindavík og þar var hugur hans allur. Hann vildi helst alls ekki koma í Víðistaðaskóla. En Guðráður vissi, að oft verður maður að gera fleira en gott þykir. Og i skólann kom hann. Hann kynntist brátt skóiasystkinum og kennurum og ekki leið á löngu þar til hann var orðinn einn í hópnum, góður og gegn skólaþegn í Víði- staðaskóia, hress og glaður dreng- ur og góður félagi. Guðráður reyndist dagfarsprúð- ur og jákvæður nemandi og bæði kennurum hans og skólafélögum féll hann vel í geð og þótti vænt um hann. Námshestur var hann enginn, en hann seig á bæði í námi og kynningu eftir því sem tíminn leið. Guðráður var dulur og hlédræg- Björksaga húsgagnalínan einkennist af þæg- indum, léttu yfirbragði, ásamt styrkleika og góðri endingu. Komdu og prófaðu Björksaga línuna — þú getur valið úr 14 mismunandi gerðum borða og stóla í Ijósum eða dökkum viði meö tau- eða skinnáklæði. „Þú œttir aö prófa aö sitja i þeim” ■ j. ~ 2232 —— "ÆuK' _ KRISTJPfl SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 ur þar sem hann þekkti sig ekki, en hreinskiptinn og hjartahlýr, þegar menn og umhverfi höfðu öðlast trúnað hans og traust. Og áhugamálum sinum sinnti hann hverju sinni af einlægni og áhuga. Nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa óvænt og óundirbúin að kveðja góðan dreng, nemanda og skólabróður, félaga og vin. Okkur er orðs vant, en við kveðj- um með þökk. Við, nemendur, kennarar og annaö starfsfólk Viðistaðaskóla, þökkum Guðráði margar sam- verustundir og góðar minningar um hann sem eftir lifa. Við biðjum honum allrar blessunar og felum hann í forsjá þess sem öllu ræður. Foreldrum hans, systrum og systrabörnum, ömmum hans og öfum, svo og öllum öðrum vanda- mönnum hans og vinum, sendum við samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau og styðja á sorgarstundu. Við kveðjum Guðráður Davíð, nú og ævinlega. Hafi hann þökk fvrir allt. H.Z. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför bróöur okkar, SIGURÐAR VILHJÁLMSSONAR frá Hátúni, Neakaupstaö. Systkinin. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður gfein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. VERZLUNARSKOLI ISLANDS STOFNAÐUR 1905 Innritun næsta skólaár Verzlunarskóli íslands tekur inn nemendur af öllu landinu og úr öllum hverfum Reykjavíkur, án tillits til búsetu. Umsóknir skal senda til Verzlunarskóla islands, Grundarstíg 24,101 Reykjavík. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 9—15. VERZLUNARDEILD Nemendur eru teknir inn í 3. bekk. Inntökuskilyrði er grunnskólapróf. Reynist ekki unnt aö taka inn alla sem sækja um skólavist, verður höfö hliðsjón af árangri nemenda á grunnskólaprófi. Umsóknarfrestur er til 5. júní 1981 og skulu umsóknir þá hafa borizt skrifstofu skólans, en æskilegt er aö umsóknir berist sem fyrst eftir að grunnskólaprófum er lokiö, ásamt prófskírteini eöa staöfestu afriti en ekki Ijósriti. LÆRDÓMSDEILD Nemendur eru teknir inn í 5. bekk. Inntökuskilyröi er einkunnin 6,50 á verzlunarprófi. Umsóknareyöublöö fást á skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur er til 5. júní. NÁMSEFNI Vikulegur fjöldi kennslustunda í einstökum náms- greinum. Verzlun ardeild Lærdé xnsdeild 3. b«kkur 4. bekkur 5. bekkur 6. bekkur íslenska 4 4 4 4 Enska 5 5 5 5 Þýzka 4 4 3 3 Danska 4 4 * Franska 0(4) 0(6) Latína . 0(6) 0(6) Stærðfræði 4 4 8(4) 7(3) Bókfærsla 5 5 3(0) Hagfræði 3 3 5(0) 5(0) Lögfræði 3 Saga 3 2 2 Líff. — efnafr. 5 5 Vélritun 3 3 Tölvufræði 3 3 Leikfimi 2 2 2 2 Valgreinar 0 0 3 3 Samtals 40 40 37(38) 39(39) Tölur innan sviga sýna tímafjölda í máladeild en tölur utan svigasýna tímafjölda í hagfræöideild.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.