Morgunblaðið - 30.05.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.05.1981, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI 1981 Skoðanakönnun Vísis um ríkisstjórnina: 55,9% töldu verð- stöðvunaraðgerð- irnar gagnslitlar í SKOÐANAKÖNNUN Vísis um síAustu hcliíi voru 700 manns spurðir álits á vorðstóAvunaraA- (forðum ríkisstjórnarinnar. Var spurninKÍn orðuð þannÍK: Alitur þú að verðsti)ðvunarað){crðir rík- isstjórnarinnar heri tilætlaðan ár- anuur eða að þær komi að litlu sem en(?u Kasni? Þeir sem töldu að aðgerðirnar baeru árangur voru 200 eða 28,7%, 389 eða 55,9% töldu aðgerðirnar gera lítið sem ekkert gagn og 107 voru óákveðnir eða vildu ekki svara, en það er 15,4% þeirra. I skoðanakönnun þessa var fengið 890 manna úrtak, sem Reiknistofn- un Háskólans tók saman og náðist til um 700 manns af úrtakinu. Þá var í skoðanakönnuninni spurt um afstöðu manna til aukins frjálsræðis í rekstri útvarps. I niðurstöðum könnunarinnar af landinu öllu kemur fram að 28,8% vildu einungis ríkisrekið útvarp, 63,6% vildu einnig veita öðrum heimild til útvarpsrekstrar, óákv- eðnir voru 6,7% og 0,9% neitaði að svara. Sé aðeins litið á svör Reyk- víkinga eru tölurnar þessar: 24,1% vilja einungis ríkisrekið útvarp, 69,5% vilja einnig veita öðrum leyfi, 4,6% eru óákveðnir og 1,7% neitaði að svara. Ólafur Ragnar: Efnahagsstefnan ber svipmót stefnu Alþýðubandalags - meira tillit tekið til Alþýðubandalags nú „EFNAHAGSSTEFNA ríkis- stjórnarinnar ber mjög svipmót þeirrar afstoðu. sem Alþýðu- handalagið hefur haft síðan 1978“, segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins í viðtali við Þjóðviljann í fyrradag. I viðtali þessu segir formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, að meira tillit hafi verið tekið til efna- hagsstefnu flokks hans í núver- andi ríkisstjórn en vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar 1978—1979. Þannig segir Ólafur Ragnar orð- rétt: „Sú afstaða varð undir i ríkisstjórninni 1978—79. Nú hef- ur hins vegar verið tekið tillit til sjónarmiða Alþýðubandalagsins og árangurinn er að koma í ljós.“ Engar viðræður við lækna VH) höfum talast við í síma og hist nánast af tilviljun. en engar form- legar viðra“ður hafa átt sér stað, sagði Þróstur Ólafsson aðstoðar- maður fjármálaráðherra er Mbl. Forsætisráðherra til Svíþjóðar GUNNAR Thoroddsen, forsætis- ráðherra, hélt í gær til Svíþjóðar, þar sem hann mun sitja fund forsætisráðherra Norðurlanda. Forsætisráðherra er væntan- legur heim á sunnudag. spurði hvort nokkrar viðræður hefðu farið fram milli fulltrúa rikisvaldsins og lakna um kjör lækna. Þröstur Ólafsson kvað enga skipulagða fundi vera framundan, hugsanlega yrðu mál þessi rædd um helgina, en það væri þó allt óvíst. Sigurður Hektorsson framkvæmda- stjóri Læknaþjónustunnar sagði að læknar, sem hætt hefðu störfum, væru kallaðir til starfa af yfirlækn- um, sem skrifuðu upp á reikninga. Á mánudag kæmi í ljós hver yrðu viðbrögð fjármálaráðuneytisins við reikningum lækna, en fyrstu reikn- ingarnir hefðu verið lagðir inn í ráðuneyti fyrir viku. Ólafur P. Er- lendsson látinn Ólafur P. Erlendsson ÓLAFUR P. Erlendsson, fulltrúi hjá Flugleiðum, lézt í Kaup- mannahöfn síðastliðinn fimmtu- dag. en í Kaupmannahnfn hafði hann viðkomu á leið til Berlinar á ílvrópuþing Kiwanis-manna. ólafur fæddist i Reykjavik þann 27. júni 1924 og var því 56 ára gamall er hann lézt. Ólafur starfaði í fjölda ára að málefnum íþrótta og þá einkum knattspyrnunnar. Hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Knattspyrnufélagið Víking og síðastliðin 11 ár var hann formaður Knattspyrnuráðs Reykjavíkur. Eftirlifandi kona Ólafs er Dag- mar Gunnlaugsdóttir og áttu þau fjögur born. Holunxarvík. 27. maí 1981. 1>ETTA bjarg íéll á óshlíðarveg í gær, en Óshlíðarvegur er þekktur fyrir grjóthrun og skriðuföll. Þrátt fyrir frægð sína á þessu sviði er það ekki á hverjum degi sem slík björg rúlla úr hlíðinni og á veginn. Talsverðar umræður hafa verið undanfarið um aðgerðir á óshlið til að minnka þá hættu sem vofir yfir vegfarendum af völdum þessa ofanhruns, og hefur verið mikið fjallað um svokallaðar vegsvalir í því samhandi. Óshlíðarvegur er mikilvægasta samgönguæð okkar Bolvikinga þar sem vegurinn er eina tenging byggðarlagsins á landi við önnur byggðarlög, og er því talsverð umferð um veginn nánast allan ársins hring. Það liggur fyrir að Vegagerð Rikisins hefur gert athuganir á hugsanlegum vegsvölum á Óshlíðarveg fyrir allnukkru, en síðan gerist ekkert meir. Þykir Bolvíkingum vera þarna á ferðinni undarlegur seinagangur í þessu máli sem snertir svo mjög öryggi og einnig tryggari samgungur um þessa aðal samgönguæð byggð- arlagsins. Óshlíðarvegur er einn af þessum svokölluðu (>-vegum ásamt Ólafsvíkurenni og Óiafsfjarðar- múla. sá sem fyrir þessu bjargi hefði orðið hefði sennilega ekki einu sinni ná að segja Ó. Gunnar Reykjavikurborg: Undirritaðir samning- ar um kaupaukakerfi við 7 verkalýðsfélög REYKJAVÍKURBORG hefur undirritað ramma- samning við nokkur verkalýðsfélög um kaupaukakerfi, sem tekið hefur verið upp og gildir samningurinn í ár. Að undanförnu hafa staðið yf- ir margháttaðir útreikn- ingar og tilraunir með slík kaupaukakerfi hjá mörg- um stéttum. Magnús Óskarsson hjá Reykjavíkurborg tjáði Mbl. að samningurinn næði til eftirtal- inna félaga: Félags járniðnað- armanna, Félags bifvélavirkja, Trésmiðafélags Reykjavíkur, Starfsmannafélags Reykavíkur- borgar, Sveinafélags húsgagna- smiða og Félags bifreiðasmiða og Verkstjórasambands íslands. Sagði hann einn heildarsamning vera gerðan fyrir öll félögin og mætti telja margt í þessum samningum nýmæli. Magnús Óskarsson sagði að Tvær sölur í Englandi TVÖ fiskiskip lönduðu afla sín- um í Bretlandi í gær. Freyja seldi 51,7 lestir í Fleetwood fyrir 282,2 þúsund krónur, meðalverð á kíló 5,48 krónur. Álsey seldi 67,2 tonn fyrir 507,5 þúsund krónur, með- aiverð á kíló' 7,56 krónur. Afli beggja skipanna var metinn 1. flokks af umboðsmönnum. tilraunir og útreikningar hefðu staðið lengi yfir og reyndar gilt lengi t.d. í sorphreinsun. Nú væru teknir inn í slík kaupauka- kerfi ýmsir vinnuflokkar á veg- um gatnamálastjóra, starfs- menn hitaveitu og vatnsveitu, vélamiðstöðvar, umferðarmerk- inga, starfsmenn við malbikun, trésmíði, pípugerð, efnisflutn- inga og fleiri. Sagði Magnús kosti slíkra samninga þá, að með auknum afköstum og hagræð- ingu myndaðist hagnaður, sem báðir aðilar skiptu með sér. Stefán Ásgrímsson. Erfitt væri að nefna nokkrar tölur, en þetta kæmi t.d. í ljós þar sem hægt væri að sinna auknum verkefnum án þess að fjölga starfsmönnum, en um leið og þessir kaupaukasamningar eru teknir upp verður ekki um uppsagnir að ræða. Þá sagði Magnús að með aukinni rcynslu af slíkri samningagcrð væri unn- ið að frekari útvíkkun og mætti t.d. 'nugsa sér að koma henni við í margs konar skrifstofustörf- um, t.d. vélritun og götunar- vinnu. STEFÁN Ásgrímsson. bóndi á Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi lézt hinn 27. þessa mánaðar. Stefán var mikilvirkur félagsmálamað- ur. hreppsnefndarmaður um ára- bil og cin driffjöðrin I Héraðssam- bandi Ungmennafélaganna á Snæfellsnesi og stjórnarmaður þar um árabil. Stefán fæddist 28. nóvember 1919 að Borg í Miklaholtshreppi, sonur hjónanna Önnu Stefánsdótt- ur og Ásgríms Þorgrímssonar bónda þar. Hann hóf búskap á Stóru-Þúfu 1949 ásamt konu sinni Laufeyju Stefánsdóttur frá Hrísum í Fróðarárhreppi. Stefán lét mikið málefni æskulýðs og íþróttamála til sín taka. Þau hjón eignuðust tvö börn og hefur sonur hans Ásgrímur tekið við búi föður síns, en dóttir hans er búsett í Borgarnesi. Stefán Asgrímsson bóndi látinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.