Morgunblaðið - 30.05.1981, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1981
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freystemn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Hótanir
Sovétmanna
Er það tilviljun, að röksemdafærsla talsmanna Alþýðu-
bandalagsins þeirra Svavars Gestssonar og Ólafs R.
Grímssonar er hin sama og hjá Belski ofursta, sem birti grein
um varnarmál Islands í málgagni sovéska hersins, Rauðu
stjörnunni, í síðustu viku? Sumir kunna að svara þessari
spurningu á þann veg, að fyrir milligöngu sovéska sendiráðsins
í Reykjavík hafi Belski ofursti, hver sem hann nú er, fengið
sendar þingræður þeirra Svavars Gestssonar og Ólafs R.
Grímssonar, sem fluttar voru 11. og 15. maí. Ofurstinn hafi
síðan samið grein sína í Rauðu stjörnuna, sem birtist 22. maí á
grundvelli þess, sem fram kemur í ræðunum. Boðskapur
Alþýðubandalagsins um öryggismál íslands sé þess eðlis, að
óhætt sé að þýða hann beint í málgagn sovéska hersins til að
koma því á framfæri við lesendur þess, að ísland sé ríki, sem
Sovétmenn þurfi að varast. Þessi kenning fær þó tæplega
staðist, þegar til þess er litið, að þeir kaflar úr ræðu Svavars
Gestssonar, sem falla saman við grein Belski ofursta, hafa
hvergi birst opinberlega. Svavar Gestsson sleppti þeim, þegar
hann birti ræðu sína í Þjóðviljanum. Ræða Ólafs R. Grímssonar
hefur hvergi birst. Auðvitað er hugsanlegt, að sovéska
sendiráðið í Reykjavík hafi fengið afrit af ræðunum í Alþingi,
þar sem þær eru afritaðar af segulböndum til birtingar í
þingtíðindum og blaðamönnum til afnota. Hér er um forvitni-
legt rannsóknarefni að ræða, sem æskilegt væri, að þeir Svavar
Gestsson og Ólafur R. Grímsson upplýstu.
En getur ekki verið, að röksemdir sínar um öryggismál
íslands hafi þeir Svavar Gestsson og Ólafur R. Grímsson fengið
með því að fara í smiðju hjá sovéska sendiráðinu í Reykjavík?
Er ekki þar að finna skýringuna á því, hve margt er líkt með
ræðum þeirra og grein Belski ofursta? í ræðu, sem Benedikt
Gröndal fyrrum utanríkisráðherra flutti á Alþingi 11. maí sl.,
sagði hann meðal annars: „Það leynir sér ekki, að allur
undirtónn í hinni nýju áróðurssókn Alþýðubandalagsins er
stuðningur við Sovétríkin og fordæming á hinum frjálsu
ríkjum." Grein Belski ofursta er staðfesting á því, að
herforingjar í Sovétríkjunum fagna röksemdafærslu Alþýðu-
bandalagsins um að „eðli“ varnarstöðvarinnar á Keflavíkur-
flugvelli hafi breyst. Þessi „eðlisbreyting“ er kjarninn í
hræðsluáróðrinum, sem Alþýðubandalagið ákvað að hefja á
landsfundi sínum í nóvember. í ræðu sinni 11. maí sagði Svavar
Gestsson: „Herstöðin í Keflavík er að verða eins konar
miðpunktur í kjarnorkuvopnakerfinu á Norður-Atlantshafi..
í ræðu sinni 15. mai sagði Ólafur R. Grímsson, að varnarstöðin
í Keflavík hafi verið gerð „að einhverjum mesta lykilþætti" í
kjarnorkuvopnakerfi Bandaríkjanna á Norður-Atlantshafi. í
grein sinni 22. maí sagði Belski ofursti: „Sérlega varasöm er sú
staðreynd, að Pentagon hyggst gera eyríkið að einni kjarnorku-
stöðva í varnarkerfi USA.“
Þessa dagana dvelst sendinefnd frá Alþingi í Sovétríkjunum.
Úr því að þingmennirnir ákváðu að fara í þessa ferð eiga
umbjóðendur þeirra kröfu til þess, að þeir ræði við þá
fyrirmenn, sem þeir hitta, þau málefni, sem hæst ber í
samskiptum þjóðanna. Greinilegt er, að samspil Alþýðubanda-
lagsins og sovéskra stjórnvalda hefur leitt til þess, að
Sovétmenn telja sér henta að hafa í hótunum við Islendinga. í
stað blíðusvips sýnir sovéska áróðursvélin nú vígtennurnar,
þegar hún lítur í áttina til íslands. Þingmennirnir eiga að fá úr
því skorið, hvað þessari stefnubreytingu veldur. Þeir eiga að
æskja þess að fá að hitta Belski ofursta að máli. Til dæmis gætu
þeir fellt niður ferðalag til Eistlands og þess í stað leitað svara
við því, hvort það sé að beiðni Alþýðubandalagsmanna, sem
Sovétmenn eru teknir til við að láta í það skína, að á íslandi séu
kjarnorkuvopn.
Islenskir ráðamenn verða að bregðast rösklega við hótunum
Sovétstjórnarinnar. Hún kann að líta þannig á, að málflutning-
ur hennar falli í góðan jarðveg, af því að Alþýðubandalagið
hefur gert hann að sínum. Þennan misskilning verður tafarlaust
að leiðrétta. Einnig verður að gera Sovétstjórninni ljóst í eitt
skipti fyrir öll, að hótanir hennar í garð íslendinga eru til þess
eins fallnar að spilla sambandi ríkjanna. Mætti í því sambandi
benda Kremlverjum á það, að verði framhald á þessum hótunum
skuli þeir búa sig undir að flytja stóran hluta sendiráðsstarfs-
manna sinna á brott frá Reykjavík eða loka áróðursskrifstofu
Novosti hér á landi.
Ingvar Valdimarsson bendir á svæðiö sem lögö veröur áhersla 6 aö leita á í dag, en merl
sýna allt svæöiö sem um 25 flugvólar hafa leitað á auk hundruöa leitarmanna á landi. Ljó
Ingvar og Jóhannes Briem fjalla um staöarmerkingar þar sem fólk á sveitabæjum varö
vart við TF—ROM á miðvikudagskvöld á austurleiö.
Elíeser Jónsson gengur frá flugvól sinni, en hann leitaöi allan fimmtudaginn meö hóp
manna um borö.