Alþýðublaðið - 30.05.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.05.1931, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vðrubílastððin f Reykjavfk. Sfmar: 970, 971 og 1971. ar verður sennilega haldinn næst' komandi þriðjud-agskvöld og verður haldið fróðlegt erindi á íundinum. Kjóseadafundurinn á morgun verður i „porti*"* barnaskólans gamla, ef veður teyfir, og hefst kl. 3. Þar tala trambjóðendur allra flokkanna. Ákveðið verður í dag, hvort ræðunum verði útvarpað, og veröur útvarpsnotendum þá' til- kynt pað í kvöld. Bni?t með kjallaraholurnar. Upp með verkamannabú' staðinn! Kjóssðí'A-Ilstann. Hvað er að fréttaY Nœturlœknir er í nótt Sveinn Gunnarsson, Óðinsgötu 1, síini 2263, og aðra nótt Valtýr Al- bertsson, Austurstræti 7, uppi, sími 751. Nœturvördur er næstu viku í lyfjabúð Laugavegar og Ingólfs- lyfjabúð. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 annað kvöld. Togamrnir. I nött komu ,af veiðum i,,Gieir“, „Max Pember- ton“, „Baldur“ og „Ólafur“, allir ágætlega fiskaöir. „Þór“ kom í morgun með fisk- afla. „Óðinn“ kom hingað í gær til hreinsunar,- „Suourland“ kom úr Borgar- nessför seint í gærkv-eldi. Vedrir). Kl. 8 í morgun var 7 stiga hiti í Reykjavík. LJtlit hér á Suðvesturlandi: Hægviðri. Sums staðar smáskúrir. 1 Hjálprœðisherinn. Samkomur á morgun: Helgunarsamkoma kl. IO1/2 árd., sunnudagaskóli kl. 2, útisamkoma á Lækjartorgi kl. 4 og í Vesturbænum kl. 7 e. m„ hjálpræðissamkoma kl. 8V2 e. m. Axel Olsen kapt. og frú hans stjórna. Lúðraflokkurinn og strengjasveit •aðstoða. Allir vel- komnir! Hjónaband. I dag verða gefin saman í hjónaband af séra Árna Sigurðssyni ungfrú Guðrún Guð- bjartsdóttir frá Viðey og Grírnur Grímsson verzlunarmaður, Braga- götu 36. Heimili brúðhjónanna verður á Bragagötu 36. Sjónmnnastofan. Guðsp>jónusta á morgun kl. 6 e. m. Útvarpið á rnorgun: Kl. jli: Messa í dómkirkjunni (séra Fr. H.). Kl. 19,30: Veðurfregnir. Kl. 20,15: Einsöngur (Sigurður Birk- is). Ki. 20,35: Erindi: Scoresby- sund (Arsæll Árnason bóksali). Kl. 21: Fréttir. Kl. 21,25: Hljóm- leikar (söngvél). Löfl Alþýðusambands Islarads. 1. Nafn og starfsemi. 1. gr. Sambandið heitir .Alpýöusamband Islands. 2. gr. Það er tilgangur sambandsins að styrkja og auka samstarf íslenzkra alþýðu- félaga, þeirra, er byggð eru á grundvelli jafnaðarstefnunnar og miða að þvi að efla •og bæta hag alþýöunnar, andlegan og likam- legan. 3. gr. Samkvæmt þessuin tilgangi eru þetta höfuðatriði í starfsemi sambandsins: a. Greiða fyrir stofnun verklýðsfélaga og halda félögum til að vera í sambandinu, b. Efla samvinnufélagsskap. c. Gefa út blöð, bækur og ritlinga, sem eru vekjandi og leiðbeinandi um jafnaðar- stefnuna (sodalismus), alþýðusamtök og samvinnuf élagsskap. d. Stuðla að því, hvar sem við verður komið, að kosnir séu til opinberra starfa fyrir bæjarfélög, sveitafélög og landið ait að eins þeir menn, sem játa og fy-lgja fram stefnuskrá Alþýðuflokksins. 11. Réttindi sambandsfélaga. 4. gr. Rétt til þess að vera tekin í Alþýöu- sambandið hafa öll íslenzk verklýðsfélög og stjórrimálaiélög, sem vilja hlíta stefnu- skrá Alþýðuflokks'ins, þó ekki fleiri en eitt atvinnufólag úr sömu atvinnugrein á sama stað og- ekki nema eitt stjórnmálafélag á sama stað, enda hafi þau stjórnmálafélög í bæjum og kauptúnum utan Reykjavíkur minst 20 félaga og í Reykjavík minst 50 félaga. Ef félag óskar að ganga i siambandið, getur sambandsstjórn veitt því viðtöku með fulluxn réttrodum til næsta sambandsþings, en þar skal lagður fullnaðarúrskurður á það mál. Þetta gildir þó ekki um félög, sem hafa meðal félaga sinna atvinnurekendur. Þau félög má ekki taka í samband/ið nema á sambandsþingi og þá þvi að eins, að tveir þriðju þingmanna greiði atkvæði með því. Umsókn skal fylgja afrit af lögum félags- ins og steínuskrá þess. 5. gr. Hvert félag í sambandinu hefir fult og ótakmarkað frelsi um sin innri mál, þó svo, að ekki komi í bága vi'ð sambands- löigin, stefnuskrána eða samþyktir sambands- þinga. 6. gr. Hvert sambandsfélag hefir rétt til að skjóta öllum ágreiningsmálum, sein risa kunna upp i félaginu, til sámbandsstjórnar. Áfrýja má úrskurði stjömarinnar til sam- bandsþings. 111. Skyldur sambandsfélaya. 7. gr. Ekki má félag vera i sambandinu, nema það hafi félaga sína skuldbundna til þess að halda kauptaxta annara verklýðsfé- laga, sem í sambandinu eru á þeim stað og á því svæði, sem lcauptaxti þeirra nær til. 8. gr. Ekkert verklýðsfélag innan sam- bandsins má hafa sem aðalmeðlim -nann, sem er í öðru verklýðsfélagi innan sam- bandsins, en taka má hann inn sem auka- meðlirn. Sama gildir um jafna'ðai-mannafé- lög. Aukameðlimir hafa tillögurétt og mál- frelsi, en ekki atkvæðisrétt, og geta ekki fengið fulltrúaréttindi. 9. gr. Allir meðlimir í jafnaðarmannafé- lögum skulu undirrita stefnuskrá Alþýðu- flokksins, og er engum meðlimum annara stjórnmálaflokka en Alþýðuflokksins lieimílt að vera 1 jafnaðarmannafélögum. 10. gr. Hvert félag í sambandinu skal senda &ambandsstjórn skýrslu yfir starf sitt, félagafjöLda og fjárhag síöast liðið alman- aksár, og á skýrslan að vera komin til sambandsstjórnarinnar fyrir 31. marz ár hvert. Jafnaðaimannafélög skuiu greina á skýrslu sinni, hve margir félagsmenn eru í fleiri félögum innan sambandsins og í hvaða fé- lögum þeir eru. 11- gr. Ríisi ágieiningur eða ósamkomulag milli einhvers félags í sambandinu og at- vínnurekenda, iskal félagiö þegar í stað til- kynna það sambandsstjórn, er leitast við að semja milli málsaðila, ef skrifleg krafa um það kernur frá félaginu. 12. gr- Sambandsstjórn hefir rétt til að víkja félagi úr sambandinu, ef hún^ lítur svo á, að það hafi gert sig sekt í athöfn, sem sé sambandinu til tjóns eÖa vanvirðu, eða sem komi í bága við stefnuskrána, sambandslögin eða samþyktir sambands- þinga, en leggja skal næsta sambandsþing fullnaðarúrskurð á það mál. IV. Fulltrúar. 13. gr. Hvért félag í sambandinu hefir rétt til að kjósa fulltrúa til sambandsþings úr hópi félaga sinna. Tala fulltrúa miðast við tölu félagsmanna, eins og hún er .ilfærð ' síöustu ársskýrslu t:l sambandsstjórnar, þannigf Fyrir rivert heilt hundrað félags- manna einn fulltrúi, fyrir brot úr hundraði einn fulltrúi; þó skulu iðnfélög, sem hafa fleiri en 20 og færri en 100 félagsmanna, hafa rétt til að kjósa 2 fulltrúa. Kjósa slcal jafnmarga til vara. Nýstofnuð félög miði fulltrúatöluna við tölu félagsmanna, eins cg hún er, þegar kosning fer fram. Kosning skal vera leynileg. Félög, sem ekki hafa starfað á tímabilinu milli þinga, hvorki kosið stjórn né haldið minst 4 fundi á árinu, hafa ekki rétt til fulltrúa. Kjörtímabil full- trúa er tímabilið milli reglulegra þinga, og má félag ekki kjósa oftar en einu sinni á kjörtímabilinu. Ef félag er í skuld við sam- handið um sambandsskatt, þegar þing kem- ur saman, missir það rétt til fulltrúa á þinginu, unz skatturinn er greiddur. 14. gr. Kjörgengi fulltrúa í fulltrúaráð, á fjórðungsþing, sambandsþing og aðrar ráð- stefnur innan sambandsins, svo og í opinber- ar trúnaðarstöður fyrir sambandsins eða flokksins hönd, er bundið við, að fulltrúinn sé AJþýðuflokksmaður og tilheyri engum öðrum stjómmálaflokki. Hver fulltrúi er skyldur til, áður en kosning hans er sam- þykt í fulltrúaráði, á fjórðungsþingi eða á sambandsþingi, að skrifa nafn sitt undir stefnuskrá Alþýðuflokksins hjá forseta sam- komunnar og skuldbinda sig til þess að starfa í öllu samkvæmt henni og lúta lcg- um sambandsins. 15. gr. I hverju kjördæmi, sem sambands- félög eru. í, mynda fulltrúar félaganna, þeir, sem hefndir eru í 12. gr., fulltrúaráð. Full- trúaráðin setja sér sjálf reglur um verka- skifting og annast miJli þinga þau mál, sem sérstaklega snerta hvert kjördæmi um sig. Hvert fulltrúaráð ákveður fyrir sitt kjör- dæmi, hverjir vera skuli frambjóðendur til kosninga í opinherar stöðui’. (Frh.) Setið kross við A>listann. A-iisiinn er listi Eðglannastéttanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.