Alþýðublaðið - 30.05.1931, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.05.1931, Blaðsíða 5
Laugardaginti 30. maí 1931. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Samtðk alpýðimiiap. I 16 ár hafa jafnaðarmenn atarfað skÍDulega hér á landi, o§ befir starfsemin hér eins og ann- ars sfaðar í heiminum aðallega v'eriö á prennan hátt, með stétt- arfélögum verkalýðsins, stjórn- málasamtökum hans og sam- vinnuféfögum. Verkamála- og stjórnmála-samtökin eru saimein- iíð í Alþyöusambandi ísland's eða Alþýðuflokknum. Samvinnufélög verkalýðsins eru enn á byrjunar- stiginu og hafa ekki samband sín í milli, þótt sum kaupfélög werkamanna séu vel á veg kom- in og samhand þurfi fljótlega að mynda milli þeirra. Síðustu árin hafa jafnaðarmenn rutt nýjar brautir hér á landi í samvinnu- málunmn með stofnun samvinnu- félaga um útgerð, verkamanna- bústaði o. fl. Mikill vöxtur mun veTða á öllu þessu sviði á næstu árum og það mun sýna sig hé sem annars staðar, að verkalýð- uxinn og jafnaðarmienn verða að ryðja sínar eigin . brautir og bjarga sér sjálfir með alpýðusam- tökum á þessu sviði, án þess að láta aðrar stéttir eða flokka leiða sig. Verkamákisamtökin eru sterk- ust orðin af þessari þrenningu og munu þeir menn orðnir fáir, sem viðurkenna ekki, hver lyftistöng þ.au hafa reynst alþýðunni við sjávarsíðuna, bætt hag hennar, aukið 'sjálfstraust hennar '^og völd yfir atvinnuskilyröunum. Mikið verkefni liggur framundan verkamálasamtökunum, þótt þau séu þegar orðin beittasta vopn alþýðunnar í baráttu hennar fyr- ir nýju þjóðskipulagi, þar seni hver maður sé jafnrétthár, njóti fullra ávaxta iðju sinnar og fram- fara þjóðfélagsins. Sambandið milli félaganna innbyrðis og hvert einstakt félag þarf enn mikið að eflast Allir sjá það þó, að þessi samtök hefir verkalýðurinn sjálf- ur og einn skapað sér og stýrir þeim sjálfur. Með sameiningu í eina heild og trú á eigin samtök hefir hann unnið sigra sína. Stjórnmálasamtök verkalýðsins og jafnaðarmanna, Alpýduflokk- nrinn, hafa verið nokkru veikari en verkamáliasamtökin, og hefir margt valdið. Fyrst og ífremst tekur nokkuð lengri tíma fyrir aiþýðuna að skilja nauðsyn þeirra heldur en verkamálasamtakanna, þar siem áhrif löggjafar og ríkis- stjóxnar á afkomu verkalýðsins eru fjarlægari en kaupgjaldsmál o. þ. u. L, þótt þau séu eins víðtæk, og stéttaharáttan sé ekki síður þar í algleymingi. Þá hafa og klofningstilraunir sumra kom- múnistanna („Kommúnistafliokks íslands“) spilt nokkuð fyrir, þeirra, er ekki hafa skilið nauð- synina á sameiningu allra jafnað- armanna og álþýðu í einn flokk, ef sigri á að ná. Þessir klofn- ingsmenn hafa nú frambjóðend- ur í 5 kjördæmum, en fylgi þeirra er lítið og engin sigurvon. Það eina, sem þeim getur áunnist, er að skaða eitthvað Alþýðuflokk- inn. En sérstaklega hefir aðstaða flokksins verið erfið vegna úr- eltrar og vísvitandi ranglátrar kj ör dæmaskipunar. Alþýðuflokkurinn hefir átt á síðasta kjörtímabili 4 þjóðkjörna þingmenn og 1 landkjörinn. Eftir síðustu kosningum átti flokkurinn 20,2o/o af kjósendum í landinu, og komiu þó ekki öll atkvæði hans til skila. Ætti Alþýðuflokkurinn samkvæmt því að hafa átt rúm- lega 7 þjóðkjöma þingmenn auk rúmlega 1 landkjörins þingmcnns, ef landkjör væri — og í land- inu væri jafn og almennur kosb-t ingaréttur og réttlát kjördæma- skipun. Eftir kjósendatölu hvers flokks við kjördæmakoisningar 1927 standa á bak við hvern þing- mann þessi tala flokksatkvæða: 1 Alþýðuflokknum 1525 - Ihaldinu 1047 - Framsókn 561 - Frjálslynda flokknum 1858 Meðaltal 889 Alþýðuflokkurinn hefir pridj- ungi fleiri kjósendur á bak við hvern þingmann sinn heldur en íhaldið og prefalt fleiri en Fram- sókn. Ef kjördæmaskipunin væri Alþýðuflokknum eins mikið í þag og hún er fyrir Framsókn, hefðu á síðasta þingi verið móti 17 þjóðkjörnum' Framsóknarmönn- um 11 jafnaðarmenn í stað fjög- urra. Alþýðuflokkurinn er flokkur verkalýðsins og yfirleitt alþýð- unnar við sjóinn og í sveitinni, jafnaðarmannaflokkur. Tölur þessar sýna ljóslega hvernig verkalýðnum er haldið niðri með kjördæmalöggjöfinni og stjórnar- skránni til hagsmuna fyrir and- stæðinga jafnaðarmanna um alt, sem snertir þátttöku í stjórn landsins og löggjöf. Atkvæði 3 Alþýðuflokksmanna telst ekki meira virði en 2 íhaldsmanna og 1 Framsóknarmanns við þing- kosningar. Jafnrétti fyrir löigunum fyrir verkalýðinn er því ekki til. Kosningarétturinn er kosninga- órétturinn. Þetta hefir tekiist enn vegna þess, að Alþýðuflokkurinn er enn þá aðallega mannmargur í kaupstöðunum, sem eru sér- stök kjördæmi, og kauptúnunum, en þar er liann í minni hluta umluktur af meiri hluta hinna flokkanna, og atkvæði hans falla því að miklu leyti niður ónýt. Alt þetta hefir haft í för með sér óhreinar línur og óheilbrygt stjórnmálalíf. Verkamenn og jafn- aðannenn sem fylgja Alþýðu- flokknum, hafa oftsinnis í þeim kjördæmum, þar sem þeir eru í mdnni hluta, í vantrausti þess. að koma eigin flokksmanni að, kos- ið þann frambjóðandann úr and- stæðingaflokki, er þeir hugðu skárri. Með því lagi hafa aldrei öll flokksatkyæði Alþýðufl'okksins komið til skila og eðlilegur vöxt- ur hans tafist til hagsmuna fyrir þann andstöðuflokkinn, sem hann á venjulega í minni deilum við. Af þessu hefir einnig sprottið hin nána samvinna við Fram- sóknarflokkinn í kjördæmunum og á þingi. Reynslan hefir nú sýnt Alþýðki- flokknum, að þegar Framsókn þykist örugg á valdastóli, hegðiar hún sér að eins sem stórbænda- armur íhaldsins, sem alþýðán get- 'ur ekkert treyst á og engra bjarg- ráðia vænst frá. Það er að verða öllum verkalýð landsins og jafnaðþrmönnum ljóst, að traðkað hefir verið „vís- vitandi" á rétti hinnar vinnandi stéttar og jafnaðlarstefnunnar, og Alþýðíuflokkurinn heimtar nú jafnrétti og möguleika fyrir vexti stefnu sinnar og valdatöku á lýð- ræðfilegan hátt. Enginn annar flókkur en Alþýðiuflokkurinn berst fyrir hagsmunum verkalýðjs á sjó og landi og hinna fátæku í bændastéttinni, og alþýðan verð- ur því að hugsa eingöngu um eflingu síns flokkis, eins og gert er á verkamálasviðinu með stétt- arsamtökunum, svo einnig á stjórnmálasviðinu með Alþýðu- flokknum. Alþýðan verður að bjarga sér sjálf. Þess vegnn eru sjálfstæð framboð nauðsynleg, hvar sem því er hægt við að koma, og Alþýðuflokksmenn kjósa sína frambjóðendur hvar sem er, án tillits til styrktar í- haldanna beggja innbyrðis. Séu engir Alþýðuflokksframbjóðendur í kjördæmi eiga menn að skila auðum kosningaseðli sínum eða kjósa ekki. Stóru kjördæmin, er sameina Alþýðuflokksatkvæðin, helzt landið alt eitt kjördæmi, ; og hlutfallskosningar gefa verkalýðn- um, jafnaðarmönnum og hverj- um kjósanda í landdnu jafnrétti í þessum málum. Það fyrirkomu- lag gerir hreinar línur í stjórn- málunum, því að þá hlýtur hver kjósandi að kjósa sinn flofck og atkvæði hans kemur að fullu gagni. Um þetta er nú barist af hálfu Alþýðuflokksins, auk atvinnumál- anna, um rétt verkalýðsins í þjóð- félaginu og völd og sjálfstæði hans sem flokks. Því verður hvelf stéttvis verkamaður og hver jafn- aðarmaður, sem skilur nauðsyn alþýðusamtakanna, að standa saman í Alþýðuflokknum og kjósa frambjóðendur hans, hvar sem er á landinu. Enginn má skerast úr leik né svíkjast undan merkjum. Tökum höndum sam- an um land alt og vinnum sam- an, þá er sigurinn vís. Upp úr þessari hörðu baráttu vex sterkur og samhuga Alþýðuflokkur, ser Sbrifstola A>listans er í Edinborg. — Opin allan daginn, Sfmi 1262. Leit- ið þar allra upplýsinga. Kjósið ef þið ætlið burt úr bænum, Kjósið lista verk- lýðsfélaganna. treystir á eigin rnátt og megin, býður báðum íhöldunum, „Fram- sókn“ og „Sjálfstæðisfldkknum", byrginn og tekur völdin í landinu sjálfur innan fárra ára, eins og hvervetna annars staðar í heimin- um. Hédinn Valdimarsson. ÞórsfisKur og aikuæði- „Framsóknar“-flokkurinn lætur blað ,sitt, „Tímann“, gera sér eink- ar dátt við verkamenn og sjó- menn upp á siðkastið. Er það ó- tölulega margt, sem flokkurinn á að hafa gert fyrir þessa menn, og er það feimulaust gefið í skyn, að þar í mót skuli koma atkvæði. Því sú er náttúra þess flokks, að honum hættir nokkuð til þess að ætlast til að hörrd selji hendi — í þeim efnum. Þórsfiskurinn er eitt helzta agn- ið. Sú blessaða björg, sem Þórs- fiskur nefnist, er fengin mieð þeim hætti, að ríkissjóður leggur tii skip og veiðarfæri, gddur mönn- unum kaup og þar fram eftir göt- unu'm. Þessar staðreyndir gera það að verkum, að þessi matur sielst á nokkra aura minna fyrir pundið en fiskur, sem aflað er án beins framlags úr ríkissjóði. Ráð- stöfun þesisi var gerð til þess að létta afkomumöguleika fátækra verkamanna og bænda! Annars hafði flokkurinn ágæta aðstöðu til þess að lækka verð lífsnauðsynja í máklu ríkara mæli, t. d. með því að fylgja frv. Al- þýðuflokksþingmannanna í tolla- málum. Því miður sást flokkn- um yfir þann möguleika, þrátt fyrir áminningar Hermanns lög- reglustjóra um að minka dýr- tíðina. Þórsfiskur fæst nú ekki lengur. Aftur á móti stendur við sama um kaffi og sykurrtoll og aðra slíka, sem koma simávegis \dð daglega afkomu almennings, Enginn maður hefir borðað svo mikið af Þórsfiski og neytt sivo lítils af annari nauðsynjavöru, að hann sé ekki búinn að margborga ríkinu verðmuninn. Eigi að síður er Þórsfiskur sú dýrmæta björg, sem á að fleka alþýðumenn til kosningafylgis við Framsókn. Er vonandi, að fáir hafi neytt hans sér svo til dómsáfellis og háska, að slíkt takist. L.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.