Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 51 HERÓÍN Tízkulyf efri millistéttarinnar í Kaliforníu Heróín er ekki nýtt af nálinni, en til skamms tíma hefur út- breiðsla þess verið mjög tak- mörkuð og hefur orðið eitt valdið skelfingu meðal almennings og jafnvel þeirra sem neyta ann- arra vímugjafa svo sem mari- juana, LSD og kókaíns. Nýlega hefur orðið mikil aukning á heróinneyslu hér vestur í Kali- forníu og er lyfið orðið nokkurs konar tiskulyf hjá þeim sem næga peninga hafa til að sóa í slíka „skemmtiiðju". Kókaín er nú svo algengt að það þykir ekki eins eftirsóknarvert og áður, þegar svo að segja ógerlegt var að komast yfir það. Heróínið hefur tekið við sem stöðutákn af kókaíninu vegna þessa, og eins að það er mikið dýrara. Eitt gramm af kókaíni kostar 80— 100 þúsund krónur (gamlar) en eitt gramm af heróíni frá 200— 500 þúsund krónur (gamlar). Einn meginmunur er á notkun heróínsins nú og áður og er hann sá, að hinir velefnuðu borgarar, sem neyta þess, sprauta því ekki i æð, heldur sjúga það upp í nefið eða reykja. Ahrifin eru því ekki eins sterk og hættan af lyfinu minni þegar þess er neytt á þennan hátt. Þó er aðeins um stigsmun að ræða en ekki eðlis- muaen því miður eru þeir of fáir sem gera sér grein fyrir því. Það er ekkert launungarmál að þessar nýju neysluaðferðir urðu vinsælar í Víetnamstríðinu. í Víetnam var heróín ódýrt og auðvelt var að komast yfir það. Aftur á móti var erfiðara að ferðast með hin nauðsynlegu áhöld sem þurfti til að sprauta því í æð. Þess vegna fundu menn upp hinar nýju aðferðir. Eiturlyfjalögreglan i Los Ang- eles segist samt ekki verða mikið vör við heróín. Virðast lyf eins og kókaín og PCP (englaryk) koma mun meira við sögu hjá yfirvöldum en heróínið. Vilja talsmenn lögreglunnar halda því fram að heróínneysla sé á und- anhaldi. Undanfarna tvo áratugi hafa fjölmiðlar fjallað mikið um notkun lyfja eins og marijuana, LSD og kókaíns. Vilja sumir halda því fram að fjölmiðlarnir hafi stórlega ýkt vandann sem af neyslu þessara lyfja stafaði. En hvað heróín varðar, sniðganga fjölmiðlar og yfirvöld algerlega þá breyttu þróun sem hefur átt sér stað í meðferð og neyslu þess. Skýringin er að öllum líkind- um sú að fjölmiðlar og yfirvöld vitna til tölfræðilegra rann- sókna og skýrslna, en efri milli- stéttar-heróínneytandinn kemur yfirleitt ekki fram á neinum slíkum skýrslum. Yfirleitt lenda neytendur á slíkum skýrslum af tvenns konar orsökum. í fyrsta lagi ef þeir eru handteknir og komast þannig undir hendur lögreglunnar. í öðru lagi ef þeir fara sjálfviljugir í meðferð hjá ríkisspítölum eða stofnunum. Hinn velefnaði neytandi lendir yfirleitt ekki í höndum laganna þar sem hann þarf ekki að kaupa lyfið af okursala á fjölförnu götuhorni. Hann hefur sín sér- sambönd sem eru tiltölulega örugg. Sömuleiðis fer þessi sami neytandi ekki á ríkisspítala til meðferðar. Ef hann leitar með- ferðar, þá er það hjá einkaaðil- um. Af þessum fyrrgreindu ástæðum er ekki mikil von til að geta fylgst með útbreiðslu lyfs- ins hjá þessum þjóðfélagshópi, og er ógerlegt að segja til um hversu algengt heróín er meðal þessarar stéttar, en þeir sem til þekkja fullyrða hins vegar að neyslan sé meiri en nokkurn gruni. Heróínið kemur aðallega frá þremur stöðum, Mexíkó, Suð- austur-Asíu og Miðausturlönd- um. Hinar þrjár mismunandi tegundir sem koma frá þessum svæðum nefnast brúnt mexík- anskt heróín, kínahvítt og persn- eskt. Tvær fyrrnefndu tegund- irnar eru aðallega í duftformi en perskneskt heróín er i litlum molum. Hið mexíkanska er ódýr- ast og því algengast, en það persneska er dýrast og jafn- framt hættulegast. Lögreglan berst árangurslítilli baráttu við eiturlyfjasmyglara og kvartar yfir mannfæð og eins því að yfirvöld í þeim löndum sem heróínið er framleitt séu ekki samvinnuþýð og vilji lítið gera til að stemma stigu við framleiðslu lyfsins. Það sem veldur hvað mestum áhyggjum varðandi þessa aukn- ingu á neyslu heróíns meðal efri millistéttarinnar er að hún muni breiðast út til annarra þjóðfé- lagshópa, því að ekkert lyf er meira vanabindandi og hættu- legra en heróín. Lögreglan óttast einnig að ýktar frásagnir fjöl- miðla yfirleitt, á áhrifum, út- breiðslu og afleiðingum skað- minni lyfja, geti leitt til þess að þegar reynt verður að sporna við neyslu jafns skaðsams lyfs, sem heróín er, þá muni aðvaranir þeirra ekki teknar til greina. Aðalfundur Félags pípu- lagningameistara AÐALFUNDUR Félags pípu- lagningameistara árið 1981 var haldinn fostudaginn 8. maí sl. Formaður félagsins, Axel Bender, setti fundinn og skipaði Sigurð Grétar Guðmundsson og Stefán Jónsson fundarstjóra. Formaður flutti síðan skýrslu stjórnar og ber hún með sér mikið starf á sl. ári. Á vegum stjórnarinnar hefur verið starfandi menningar- og fræðslunefnd undir forustu Stefáns Jónssonar og hefur hún séð um kynningarferðir í ná- grenni Reykjavíkur og fræðslu- fundi þar sem fjölhæfir menn hafa flutt erindi um ýmsa þætti pípulagna, svo og önnur áhuga- verð málefni. Sl. sumar kom til okkar í heimsókn hópur sænskra pípu- lagningameistara og eigin- kvenna þeirra samtals 46 manns. Auk bygginga í Reykja- vík, voru þeim sýndar fjar- varmaveitur í Reykjavík og Svartsengi. Forráðamenn Sví- anna væntu þess að geta endur- goldið heimsóknina sem fyrst. Stjórn félagsins var endur- kosin, en hana skipa: Axel Bender, formaður, Bjarni Guð- brandsson, varaformaður, Tryggvi Gíslason, ritari, Elvar Bjarnason, gjaldkeri, Einar Guðmundsson, meðstjórn. # S , hvílíkur munur. Ajax þvottaefni losar bletti og óhrei forþvotti. Það er sama hvort uni hvítan, mislitan eða mjög viðkvæm sama hvaða hitastig er notað eða þvottasti| Ajax skilar tandurhreinum og blettalausum þvotti. Ajax lágfreyðandi þvottæ fyrir allan þvott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.