Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 53 Þegar Marzinn frá Vestmannaeyjum starfaöi lentu félagar úr Víkverja í því aö sigla meö líflínu í átt aö landi og síðan synda síðasta spölinn í brimgaröinum. Ef myndin prentast vel má sjá tvo fólaganna í flæöarmálinu. Félagarnir, Þórir Kjartansson, fyrrverandi formaöur, og Björn Friöriksson, formaöur, í birgöa- stöö Víkverja. Á gólfinu má sjá kistu meó fjallabúnaði sveitarinn- ar, sem kvenfélagiö í V(k hefur gefiö sveitinni. Ljósmynd Mbl. Sighvitur Blöndahl. hefur hreppurinn og sýslan hlaup- ið undir bagga, auk þess sem við fengum fjármuni úr gamla spari- sjóðnum, sem hér var starfandi. Til að minnka kostnaðinn vinna menn svo töluvert í sjálfboða- vinnu við ýmis verk í bílnum, en að öðru leyti fer frágangur á honum fram á verkstæði hér í þorpinu." Nú, það er fleira en bílar, sem Víkverji á. I húsnæði sveitarinnar, sem er hið veglegasta, getur að líta báta, vélsleða, fjallabúnað og ýmis konar sjúkrahjálparbúnað svo eitthvað sé nefnt. Þá eiga nokkrir félagar í sveitinni mjög vönduð köfunartæki. Aðspurðir sögðu þeir félagar, Björn og Þórir, að í samandi við búnað, þá færi iangmest vinnan í að halda vél- sleðunum úti. Það þyrfti í raun- inni að liggja í þeim eftir hverja einustu ferð. Aðrir hlutir eins og bátar og ýmislegt þeim tengt væri mun auðveldara í meðförum. Veglegt húsnæði Húsnæði sveitarinnar er eins og áður sagði hið veglegasta, en smíði þess var lokið árið 1970. í stjórn- stöð er góð fjarskiptamiðstöð, sem komð hefur verið upp síðustu árin og þar er ágætisaðstaða til að stjórna aðgerðum og til minni fundarhalda sveitarfélaga. Þá er í húsnæði sveitarinnar góð aðstaða fyrir félaga að gera sig klára í átökin, þ.e. hver maður hefur sinn skáp undir persónulegan búnað. Menn geta bara mætt á staðinn og hoppað siðan af stað. Jafnt á landi og sjó Ég spurði þá félaga Björn og Þóri hvort þeirra aðalstarf væri í kringum sjóslys, sem Slysavarn- arfélagsmenn eru almennt þekkt- astir fyrir, og ennfremur hvort útköll væru tíðari á einum tíma en öðrum. „Það er nú kannski svolitið skrítið, að þrátt fyrir nálægðina við hafið eyðum við ekki minni tíma upp á landi, eða í fjöllum. Ahugi fyrir ferðum á óbyggðir og fjöll hefur aukizt mjög mikið hin siðari ár, þannig að í dag starfa yfir tíu félagar í fjalla- og klifur- flokki, sem eru jafnmargir og eru í hinum harða sjókjarna. Það verð- ur hins vegar að segjast, að þeir sem starfa í fjalla og klifurflokki eru ennfremur vel að sér í sam- bandi við sjóbjörgun, en sjó- flokksmenn hins vegar ekki eins vel inni á hinu sviðinu. Varðandi útköll, þá koma þau á öllum tímum ársins og við lendum í hinum ólíklegustu verkefnum. Fyrir utan sjóströndin lendum við í leitum á landi, aðstoð vegna ófærðar, sjúkraflutningum og við höfum verið beðnir um aðstoð kafara svo eitthvað sé nefnt." Atvinnurekendur liprir „Varðandi leitir og útköll er vert að geta þess sérstaklega, að atvinnurekendur hér í þorpinu hafa verið með eindæmum liðugir við menn. Það hefur aldrei verið neitt mál að fá frí til að hlaupa frá hálfunnu verki." Vestmannaeyjagosið stærsta verkefnið Hver er stærsta verkefni, sem þið hafið tekið þátt í? „Það fer ekkert á milli mála, að þátttaka okkar í björgunarstarfinu í Vest- mannaeyjum 1973, er langstærsta einstaka verkefni sem sveitin hef- ur tekið þátt í. Það fóru nánast allir félagar sveitarinnar til Eyja og voru þar í um vikutíma. Auk þess að vera langstærsta verkefni okkar, þá öðluðust menn alveg gífurlega mikla reynslu þar. Vest- mannaeyjagosið er eflaust bezti skóli, sem björgunarsveitarmenn hafa fengið hér á landi. Það reyndi á þolrifin í mönnum á svo mörgum sviðum. Að Vestmannaeyjagosinu frá- gengnu, þá höfum við tekið þátt í björgunaraðgerðum í sambandi við fjölmörg skipsströnd, sem hafa sum hver tekið töluvert á mannskapinn. Þá höfum við tekið þátt í nokkrum leitum á landi við erfiðar aðstæður. Árið 1975 komu nokkrir félagar úr Víkverja fyrst- ir að tveimur flugmönnum, sem bortlent höfðu og farizt á tindi Eyjafjallajökuls, þeir aðstoðuðu síðan þyrlu við að ná líkunum upp. Þá vorum við þátttakendur í leitinni að smáþyrlunni, Agninn, sem fórst fyrir norðan Mýrdals- jökul. Við vorum í samfloti með sveitunum í Meðallandi, Álftaveri, Klaustri og Skaftártungum og komum fyrstir á staðinn. Daginn eftir fóru svo þessir sömu menn og sóttu flak þyrlunnar. Nú síðan eru það auðvitað fjölmargar smærri aðgerðir, sem við höfum tekið þátt í, sem ekki tjáir nöfnum að nefna." Með þessum orðum þeirra fé- laga kvöddum við og óskuðum þeim góðs gengis í framtíðinni, en eflaust verður óskað eftir þeirra aðstoð við hin ólíklegustu og erfiðustu verkefni í náinni fram- tíð. Sighvatur Blöndahl Simamenn: Mótmæla harðlega riftun stjórn- valda á gerðum kjarasamningum AÐALFUNDUR Félags islenskra símamanna var haldinn 14. mai sl. Formaður félagsins, Ágúst Geirsson, flutti skýrslu fram- kvæmdastjórnar fyrir starfsárið. Veigamestu þættir í félagsstarf- inu voru launa- og kjaramál en gengið var frá sérkjarasamningi félagsins í kjölfar aðalkjarasamn- ings BSRB og Fjármálaráðherra. Þá fór talsvert fyrir sumarbúða- málum og einnig erlendu sam- starfi en félagið er aðili bæði að norrænu og alþjóðlegu sambandi símamanna. Mikil umræða fór fram innan félagsins um frjálsan innflutning á símabúnaði en félag- ið er eindregið á móti slíkum hugmyndum. Þá lagði félagið mikla áherslu á menntunar- og skólamál síma- manna og var m.a. unnið að því að komið verði á fót sérstakri náms- braut við Póst- og símaskólann fyrir símaafgreiðslu- og skrif- stofumenn. Gjaldkeri FÍS Bjarni Ólafsson skýrði reikninga félagsins og er fjárhagur þess góður. Aðalfundir eru haldnir árlega, en stjórnar- kjör fer fram annað hvert ár og verður ný stjórn kjörin næst árið 1982. Á aðalfundinum voru sam- þykktar eftirfarandi ályktanir: Aðalfundur Félags íslenskra símamanna varar við hvers konar hugmyndum um að flytja yfir á almennan markað sölu símtækja og þjónustu við þau. Fundurinn telur að framkvæmd slíkra hug- mynda í höndum fjölmargra einkaaðila leiði til verri og dýrari þjónustu en nú er. Þess í stað er skorað á stjórnvöld að gera Pósti og síma kleift að bæta þjónustu sína með auknu framboði á alls kyns símabúnaði. Ennfremur mótmælir fundur- inn harðlega riftun stjórnvalda á gerðum kjarasamningum og stór- skertum kjörum símamanna að undanförnu. Varar fundurinn jafnframt við grófri mismunun á röðun starfsmanna í launaflokka og telur aðkallandi að kerfisbund- ið starfsmat verði lagt til grund- vallar röðun í launaflokka til þess að draga úr því misrétti, sem nú gildir í þessum efnum. Þá varar fundurinn við áberandi launamun eftir því hvort starfsmenn eru félagar í BSRB eða BHM og krefst í því sambandi sömu launa fyrir sömu störf. Fundurinn skorar á Póst- og símamálastjóra að koma á fót, þegar á næsta hausti, námsbraut fyrir símaafgreiðslu- og skrif- stofumenn stofnunarinnar á grundvelli tillagna skólanefndar Pósts- og símaskólans. Jafnframt skorar fundurinn á skólanefnd Pósts- og símaskólans að taka til endurskoðunar tæknimenntun í skólanum í samræmi við auknar kröfur, sem gerðar eru til tækni- manna stofnunarinnar vegna örr- ar tækniþróunar. Gerir þú kröfur? E>á velur þú MEST SELDA LITSJÓNVARPSTÆKIÐ Á MARKAÐNUM BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI 27099 SJÓNVARPSBÚMN CM CM Verö: 9.350.- Staögr.: 8.880.- Útborgurv. 2.500.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.