Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 6
Á síðastliðnum áratug hefur atvinnuástand á Islandi verið talið mjöggott. Gott í þeim skilningi að allir hafa haft nægjanlega at- vinnu og tekjur hafa verið mikiar. Þó hefur í raun verið um að ræða dulbúið atvinnuleysi, sem hefur verið falið fyrir okkur með ýmsum hætti. Ofmönnun hefur verið í at- vinnulífinu. Ofmönnun, sem ekki hefur þótt skipta ýkja miklu máli kostnaðarlega séð, vegna óðaverðbólgu og skrumskælds efnahagskerfis. Opinbera stjórnkerfið, þ.e. ríkið, sveitarfélögin, bankar, fjármagnskerfið og ýmsar hálfopinberar stofnanir, hafa verið verulega ofmannaðar. Nærtækast er að nefna hve myntbreytingin er farin að draga fram ofmönnun banka- kerfisins og fjármagnsmark- aðarins. Hjöðnun verðbólgu mun draga þessa ofmonnun enn frekar fram í dagsljósið. Atvinnuleysið hefur verið flutt út til annarra landa í stórum stíl og þá einkum til Norðurlanda, þar sem brott- fluttir íslendingar eru víða atvinnuleysisbótaþegar. Nú eru hins vegar nokkur teikn á lofti um að atvinnulífið og framleiðslan í landinu muni drag- ast saman, með þeim afleiðingum að til atvinnuleysis kunni að koma, og það jafnvel þótt reynt verði að flagga gömlu verðbólgu- -lausnunum, eða ef til vill vegna þess að tæpast er von á öðrum úrræðum. Iívað hefur „full atvinna“ kostað? Ég ætla fyrst að ræða þá spurningu hvert það pólitíska markmið hefur leitt okkur, sem hér hefur ráðið ferðinni sl. 10 ár, þ.e. markmiðið að tryggja fulla atvinnu án tillits til þjóðhagslegs gildis starfanna. Á þessum árum hefur starfs- mönnum í opinberri þjónustu fjölgað jafnt og þétt, þannig að árið 1978 voru þeir orðnir 20% vinnuafls í landinu, eða fimmti hver maður. Árið 1963 voru opin- berir starfsmenn hins vegar 10,2% vinnuaflsins. Mikill hluti hinna nýju starfa er tilkominn vegna þess pólitíska markmiðs að tryggja fulla atvinnu og hefur þá ekki verið horft til þjóðhagslegs gildis þeirra starfa sem til hefur verið stofnað. Til- gangurinn hefur helgað meðalið. Verðbólgan er vond, en atvinnu- leysið verra, og þannig hafa menn stungið hausnum í sandinn og reynt að telja sjálfum sér og öðrum trú um að verðbólga og atvinnuleysi fari aldrei saman. Verðbólgan forði atvinnuleysi en framkalli það ekki. Og að vissu leyti hefur tekist að blekkja fólk með því að fjölga atvinnutækifær- um með ofmönnun í ýmsum grein- um. Landflótti yfir 5.000 íslend- inga hefur einnig tafið fyrir opin- berun atvinnuleysisins. Jafnframt fjölgun opinberra starfsmanna og sem bein afleiðing hennar, hefur skattheimta hins opinbera vaxið jafnt og þétt og er hún nú 45% af þjóðartekjum á móti 33% árið 1963. En það hefur að sjálfsögðu ekki leyst vandann til lengdar. Fleira þurfti til að koma. Þannig hafa stjórnmálamenn gripið til gegndarlausrar aukning- ar erlendra lána, ekki eingöngu fjárfestingarlána til skynsam- legra fjárfestinga í atvinnutækj- um, heldur og eyðslulána og óarð- bærra fjárfestingarlána.Hér hef- ur verið á ferðinni pólitísk at- kvæðakeppni, sem m.a. kemur fram í fjármögnun ómótaðrar byggðapólitíkur, sem í hnotskurn hefur leitt til þess að helst á að byggja hvern blett án tillits til landkosta og annara raunhæfra atriða. Skuttogara á hvert heimili, hefur stundum verið sagt. Þar sem allt þetta hefur ekki dugað til, hefur loks þurft að grípa til þess að flytja þjóðarauðinn til með neikvæðum og niðurgreiddum vöxtum til að tryggja betur grundvöll ýmissa þeirra fáránlegu fjárfestinga sem lagt hefur verið út í. Neikvæðir vextir hafa leitt til þess að kaupmáttartilfærsla í þjóðfélaginu á árunum 1972—1980 nemur um 550 milljörðum gamalla króna á verðlagi ársins 1980. Þ.e.a.s. kaupmáttur sparifjáreig- enda hefur verið rýrður um þessa fjárhæð og kaupmáttur skuldara aukinn að sama skapi. Þessi fjár- hæð hefur beinlínis verið svikin út úr sparifjáreigendum og afhent skuldurum og hafa þeir flokkar, sem þykjast mestir málsvarar lítilmagnans gengið harðast fram í þessari pólitík. Nokkrar afleiðingar þessarar stefnu eru þær, sem ég ætla að reyna að gera grein fyrir nú. Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað mjög og skattar hækkað að sama skapi, eins og áður segir. Erlendar og innlendar lántök- ur opinberra aðila hafa vaxið og afborganir og vextir hækk- að jafnt og þétt og það leitt aftur til skattahækkana til að standa undir þessum afborg- unum. Sparifé landsmanna hefur rýrn- að stöðugt vegna neikvæðra vaxta. Eftirspurn hefur reynst langt um- fram framboð, það ástand hefur síðan alið af sér pólitíska pen- ingaskömmtunarstjóra, sem reyna að kaupa atkvæði með gæðaút- hlutunum í formi ódýrra lána. Hinn stórlega skekkti fjár- magnsmarkaður hefur síðan leitt til þess að þjóðin hefur nú um nær 10 ára skeið stundað fjárfestinga- og eyðslukapphlaup, þar sem þeir hagnast mest sem hrað- ast hlaupa. Öll skynsamleg fjárfestingarpólitík hefur ver- ið látin lönd og leið, með þeim afleiðingum að stór hluti fjár- festingarinnar á síðasta ára- tug skilar þjóðnni engum arði og þarf hún jafnvel að borga með henni. Nú er fróðlegt að reyna að meta áhrif þessarar stefnu á atvinnulíf- ið í landinu og hver áhrif hún hefur haft á þjóðarframleiðsluna. Við skulum bera saman þjóðar- framleiðslu á mann á árunum 1966, 1972, 1975 og 1979 á föstu verðlagi. Allar tölur eru í dollur- um á verðlagi ársins 1975. Fróðlegt er að athuga hér sam- bærilegar tölur frá Vestur-Þýska- landi, þar sem verðbólga hefur verið í lágmarki allan tímann og raunhæf fjárfestingarpólitík hef- ur ráðið ríkjum vegna styrkrar efnahagsstjórnar. Þjóðarframleiðsla á mann í Bandaríkjadollurum á verðlagi 1975. V-Pýskaland Island 1966 5251 4680 1972 6590 5470 1975 6800 5676 1979 8000 6470 Á þessum árum jókst þjóðar- framleiðslan á mann hér á landi á föstu verðlagi um 38,2% á sama tíma og þjóðarframleiðslan á mann í Vestur-Þýskalandi jókst um 52,4% á sama verðlagi eða næstum þriðjungi hraðar en hér á landi. Jafnframt blasir við sú staðreynd að Islendingar fram- leiða 19% minna á hvern íbúa en Vestur-Þjóðverjar, þrátt fyrir þá auðlindagnægð, sem við eigum í fiskimiðum okkar og orkulindum. Einnig þarf að hafa í huga við mat á tölum þessum, að inni í þjóðar- framleiðslu eru allir óbeinir skatt- ar. Þegar það er virt, að á tímabilinu hafa óbeinir skattar hækkað mun meira á íslandi en í Vestur-Þýskalandi, er ljóst, að raunframleiðsla okkar hefur vaxið hlutfallslega minna en taflan gef- ur til kynna. Stóraukin skattheimta virkar letjandi á framleiðslu Þegar við reynum að meta þessar tölur og leita skýringa á þeim mismun, sem við btasir, verða fyrir okkur eftirfarandi staðreyndir: Sparnaður í V-Þýskalandi hefur verið í stöðugri aukningu þessi ár, en á sama tíma hefur sparnaður á Islandi stórminnkað. Þannig var sparnaður í bankakerfinu í þess- um löndum sem hér segir, miðað við hlutfall af þjóðartekjum: V-Þýskaland fsland 1970 46,5% 42,5% 1979 60,1% 30,9% Neikvæðir vextir á íslandi hafa leitt til óraunhæfrar fjárfestingar hér á landi, sem ekki skilar arði og er oft á tíðum beinn baggi á þjóðinni. Dæmi um slíkar skömmtunarstjórafjárfestingar þekkja allir. Stóraukin skattheimta ásamt stórfelldri skattaálagningu á frumstig framleiðslu hér á landi heldur aftur af allri þróun og virkar framleiðsluletjandi. Hér á landi má enn finna mýmörg dæmi um tolla, vörugjöld og söluskatt af fjárfestingarvörum atvinnufyrir- tækja og hlýtur slík stefna að teljast stórskrýtin á sama tíma og allir stjórnmálaflokkar tala um nauðsyn þess að auka og efla framleiðslu í landinu. Benda þeir gjarnan sérstaklega á iðnað sem vaxtarbrodd, en hann hefur sl. 10 ár háð harða baráttu við kerfið um leiðréttingu og afnám ýmissa skekkjuþátta og hemla, sem halda enn þann dag í dag aftur af iðnþróun. Hefur getuleysi stjórnmála- manna á þessu sviði, sem ýmsum öðrum sviðum atvinnumála, leitt til þess að margir íslendingar eru nú bókstaflega hættir að taka þá alvarlega í umræðum um atvinnu- mál. Önnur hlið á skattheimtunni er sú, að stjórnmálamennirnir hafa í síauknum mæli seilst til þess að leggja veltu- og kostnaðartengda skatta á atvinnulífið, eins og t.d. aðstöðugjald og launaskatt. Þetta hefur stafað af því, að með minnkandi hagnaði atvinnu- rekstrar, oft vegna pólitískra að- gerða stjórnmálamannanna sjálfra, hafa þeir gefist upp á tekjuskatti atvinnurekstrar sem tekjustofni, en seilst í staðinn til veltuskatta sem eru lagðir á sem gjöld áður en hagnaður er reikn- aður út. Jafnframt hafa svo nokkrir ábyrgðarlausir stjórn- málamenn ástundað þá iðju að væna atvinnulífið um hyskni og svik, þar sem það græddi ekki nóg og greiddi of lága tekjuskatta. Slíkar sjónvarpsstjörnur í „heilög- um stríðum" við að breiða út róg þennan þekkjum við öll frá liðnum árum. Ein ástæða hinnar efnahagslegu hnignunar okkar er eins og áður er fram komið ofvöxtur opinbera kerfisins. Á undanförnum árum hafa stjórnmálamenn aukið skatt- heimtuna hrikalega til að láta undan kröfum hinna ólíkustu þrýstihópa um að hið opinbera geri þetta eða hitt, án þess að tilraun sé gerð til að meta raun- verulegar þarfir í mörgum tilvik- um. Öll þekkjum við eftirfarandi hugtök og kröfur: Félagslegt réttlæti Byggðajafnvægi Jafnrétti kynjanna Dagheimili fyrir öll börn Verðjöfnun og verðjöfnunar- gjöld Umhverfisvernd Vinnuvernd og hollustuhættir og þannig mætti lengi halda áfram. En við verðum að gæta þess, að uppfylling þessara nú- tímaþarfa kostar peninga og það mikla peninga. Peninga, sem við höfum því aðeins efni á að verja til þessara hluta, að hér sé traust og öflugt atvinnulíf, sem geti staðið undir þessum þörfum. Því miður er ég hræddur um að svo geyst hafi verið riðið á undanförn- um árum, að „hrossin" séu farin að þreytast og eigi orðið erfitt með að standa undir þeim böggum, sem þeim er ætlað að bera. Við verðum að hafa það hugfast að bætt lífskjör verða með því eina móti að við aukum fram- 54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 UMSJÓNARMAÐUR HILMAR GUÐLAUGSSON Einstaklingurinn er hæfastur til að sjá sjálfum sér farborða Ræða Víglund- ar Þorsteins- sonar á ráð- stefnu Verka- lýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins 7. marz sl. leiðstuna. Þ.e.a.s. hver einasti Is- lendingur þarf að framleiða meira en hann gerir nú. Hver og einn nýr þátttakandi í atvinnulífinu þarf að framleiða meira en starfsbróðir hans gerði í gær. Þessum staðreyndum getum við ekki horft framhjá og því verðum við að láta þarfir atvinnulífsins ganga fyrir öðrum ef við viljum bæta lífskjör hér á landi og gildir þá einu, þó að kraftaverkapólitík- usar reyni að blekkja fólk og telja því trú um að lífsgæðin spretti á trjánum og ekki þurfi annað en að teygja sig eftir þeim. Bætt lífskjör verða ekki fjármögnuð með seðla- prentun og erlendum slætti. Verðbólgan og ríkisútþenslan hafa á undanförnum árum alið af sér ýmsar óþarfar úthlutunar- og skömmtunarskrifstofur. Kerfi, sem fæst við alls konar úthlutun- ar- og fyrirgreiðslupólitík. Kerfi, sem er óþarft í þjóðfélögum, sem búa við efnahagslegt jafnvægi. í þessu kerfi sitja síðan margir litlir „kerfispúkar", sem hafa gleymt af hverju og fyrir hverja þeir eiga að starfa. Sumir stunda niðrumleysingar. Það er sam- merkt þessum kerfispúkum og púkanum á fjósbitanum forðum, að það fer meiri sögum af því að þeir fitni sjálfir, en að aðrir verði feitir af verkum þeirra. Þar sem tilgangur þessarar ráðstefnu í dag er að ræða at- vinnumál okkar á líðandi stund og í framtíðinni út frá markmiðinu full atvinna, hef ég valið þann kost, að líta til baka til siðaí-ta áratugar, Framsóknaráratugarins svonefnda. Þar var markmiðinu margnefnda: full atvinna, náð, en á þann hátt að öllu var til fórnað og skammtímalausnir réðu ferð- inni allan áratuginn. Neikvæðir vextir, millifærslur, niðurgreiðslur og ýmis önnur mis- notkun á skattfé almennings var ástunduð, gengisfalsanir og frest- anir á að viðurkenna verðbólgu- staðreyndir voru daglegt brauð. Allt var réttlætaniegt, enda allt gert í nafni baráttunnar fyrir fullri atvinnu og eða við verðbólg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.