Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 Samband borgfirskra kvenna 50 ára 50. aðalfundur Sambands borg- firskra kvenna var haldinn að Bifröst í Borgarfirði dagana 2. og 3. maí sl. Sambandssvæðið nær yfir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Akranes. Aðalfundirnir eru haldnir til skiptis á ýmsum stöðum í héraðinu. Þegar SBK varð 40 ára gaf það út myndarlegt afmælisrit, og gef- ur þar að líta hve margþætt starf er unnið innan þess og hve miklu það hefur komið til leiðar er til heilla hefur verið fyrir héraðið. SBK átti t.d. frumkvæði að stofn- un Hússtjórnarskólans að Varma- landi, og það átti einnig mikinn þátt í undirbúningi að byggingu Dvalarheimilis aldraðra í Borg- arnesi. Sambandið hefur ávallt reynt að hlú að hvers konar framfara- málum sem á dagskrá hafa verið hverju sinni, stutt við og styrkt félögin í starfi og verið þeim hinn öruggi skjöldur útávið. SBK var stofnað 30. júní 1931 í Borgarnesi og fyrsta stjórn þess var þannig skipuð: Form. Svava Þórleifsdóttir Akranesi, ritari Ragnhildur Ólafsdóttir Borgar- nesi, gjaldk. Sigurbjörg Björns- dóttir Deildartungu. Þessar konur voru allar kjörnar heiðursfélagar á 25. ára afmæli sambandsins, eru tvær þeirra látnar en Sigurbjörg er enn á lífi. Það hefur verið SBK mikil gifta hversu fjölhæfar og víðsýnar kon- ur hafa ætíð valist þar til forystu. Núverandi stjórn þess skipa: Form. Magdalena Ingimundar- dóttir Akranesi, varaform. Hildur Þorsteinsdóttir Borgarnesi, ritari Guðrún Bergþórsdóttir Varma- landi, gjaldk. Gréta Gunnarsdótt- ir Akranesi, meðstjórnandi Dúfa Stefánsdóttir Ferstiklu. Fyrst vóru aðeins 4 félög sem mynduðu sambandið en nú eru 17 félög innan þess með 956 félaga og er það aðili að Kvenfélagasam- bandi íslands. Afmælisfundinn sátu um 60 fulltrúar og nokkrir gestir, þar á meðal formaður KÍ, María Péturs- dóttir. Flutti hún mjög fróðlegt og athyglisvert erindi um starfsemi KÍ á síðastliðnu starfsári. í tilefni af alþjóðaári fatlaðra vinnur SBK að fjáröflun til styrktar sundlaugarsjóði við Sjúkrahús Akraness. Norrænt húsmæðraorlof á veg- um KÍ verður haldið að Hvanneyri dagana 1.—7. júlí nk. og mun SBK sjá um móttökur í héraði og efna til dagskrár fyrir orlofskonur laugardagskvöldið 4. júlí. Enn- fremur mun það sjá um sölubúð, sem þar verður rekin orlofsvikuna með íslenskan heimilisiðnað. Innan SBK starfa margar fastar nefndir og auk þeirra á það fulltrúa í ýmsum nefndum í hér- aðinu, t.d. í stjórn Hússtjórnar- skólans að Varmalandi, Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi, Umhverfisnefnd Borgarfjarðar, Menningarnefnd Borgarfjarðar, Minningarsjóði Guðmundar Böðv- arssonar og Byggðasafni Borgar- fjarðar. Miklar og fjörugar umræður voru á aðalfundinum um hin margþættu málefni sem þar komu fram og fyrir lágu. Samþykkt voru eftirfarandi til- lögur: 1. „Að fagna því að jafnréttismál eru tekin til umræðu á Alþingi og vonar að hún verði til þess að raunverulegu jafnrétti verði komið á fyrr en ella. Fundurinn lýsir stuðningi við frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur um tímabundin forréttindi kvenna til að leiðrétta þá skekkju, sem átt hefur sér stað í sambandi Stjórn SBK. Sitjandi frá vinstri: Kristjana Höskuldsdóttir varaform. Magdalena Ingimundardóttir form. og Hildur borsteinsdóttir gjaldk. Aftari röð: Guðrún Bergþórsdóttir ritari og Gréta Gunnarsdóttir meðstj. við stöðuveitingar, og telur það vera skref í rétta átt, og nauðsynlegt til að vekja fólk til umhugsunar og afskipta um þessi mál. Um leið varar fund- urinn við breytingartillögu Guðrúnar Helgadóttur um enn meiri forréttindi karla um skeið en þeir nú búa við.“ 2. „Að koma á jafnréttisfélagi á sambandssvæðinu sem hafi það hlutverk að gera úttekt á stöðu kvenna í héraðinu, og skapa umræðu um jafnréttismál og sinna hverjum öðrum verkefn- um um jafnréttismál er fram kunna að koma. Aðalfundurinn kjósi 3ja kvenna nefnd sem annist undirbúning að félags- stofnun." 3. „Að beina þeim tilmælum til heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytis og jafnréttisráðs, að endurskoða lög um sjúkradag- peninga til heimavinnandi hús- mæðra og einnig um örorku- bætur þeirra, og að þessar konur njóti til fulls jafnréttis í þessum málum á við aðra þegna þjóðfélagsins en að þær séu ekki taldar hluti af maka sínum og fái bætur eftir tekjum hans.“ 4. „Að beina því til menntamála- ráðuneytisins, að séð verði til þess að Hússtjórnarskólinn að Á myndinni frá vinstri eru Njörður P. Njarðvik formaður rithöfundasambands íslands, Jeremy Franks aðalritstjóri og útgefandi Northern Lights Review, Sigurður A. Magnússon isienskur ritstjóri timaritsins og Rannveig G. Ágústsdóttir framkvæmdastjóri Rithöfundasambands íslands. Ljósm. Mbi.: Emiiia. Nýtt tímarit á ensku um norrænar bókmenntir NÚ ER verið að hefja undir- húning að útgáfu á nýju tíma- riti á ensku sem fjalla á um norrænar hókmenntir. Tíma- ritið mun heita Northern Lights Review og er ráðgert að fyrsta eintakið komi út næsta vor. Á hlaðamannafundi, sem haldinn var til þess að kynna hið nýja tímarit, kom fram að Northern Lights hefði fyrst komið út fyrir tveimur árum, en þá cingöngu fjallað um sænskar bókmenntir. Menn hefðu þá velt þvi fyrir sér hvort ekki væri rétt að hin Norðurlöndin kæmu inn i myndina og var þá ákveðið að breyta Northern Lights þannið að það fjallaði um bókmenntir allra Norðurlandanna á þoirn 8 tungumálum sem þar eru töi- uð. Jeremy Franks, sem búsettur hefur verið í Svíþjóð um fimm- tán ára skeið, verður aðalrit- stjóri og útgefandi Northern Lights, en auk hans verður starfandi sérstakur ritstjóri í hverju Norðurlandanna og mun Sigurður A. Magnússon gegna því starfi af íslands hálfu. Á blaðamannafundi sagði Jeremy Franks meðal annars að hann hefði rætt hugmyndina að baki Northern Lights við ýmsa aðila, þar á meðal Nordisk Kulturfond í Kaupmannahöfn. Undirtektir hefðu hvarvetna verið mjög góðar, en ráðgert er að tímaritið komi út ársfjórð- ungslega eða jafnvel fimm sinn- um á ári ef vel gengur. Fjallað verður jafnt um bundið mál sem óbundið, kynntar verða bækur sem ekki hafa verið þýddar og auk þess verða viðtöl við höf- unda og útgefendur. Að sögn Njarðar P. Njarðvík formanns Rithöfundasambands Islands er ráðgert að lesendur tímaritsins verði áhugafólk um bókmenntir allsstaðar í heimin- um og ætti tímaritið þannig að geta orðið mikilvægur kynn- ingarmiðill fyrir norrænar bók- menntir. Fagnaði Rithöfunda- sambandið mjög hinu nýja tímariti því að með tilkomu Northern Lights væri komið kærkomið tækifæri til þess að kynna íslenskar bókmenntir erlendum þjóðum, en fram til þessa hefur slík kynning ekki verið fyrir hendi á reglubund- inn hátt. Vélsmiðja 01. Olsen: Aðstaða starf sf ólks bætt og endurnýjuð HJÁ VÉLSMIÐJU 01. Olsen í Ytri-Njarðvík hefur nýlega verið lokið við að innrétta nýtt mötu- neyti fyrir starfsfólk fyrirtækis- ins. Þá hefur snyrtiaðstaða verið endurnýjuð, sett upp steypibað og 23 skápar til afnota fyrir starfs- menn. Hefur mikið verið lagt í að gera alla aðstöðu starfsfólks sem bezt úr garði að sögn Karls Olsen forstjóra fyrirtækisins. Athafna- svæðið fyrir framan vélsmiðju- húsið var sléttað í vor og er nú unnið þar að smíði yfirbyggingar á skip fyrir Þorbjörn hf. i Grinda- vík og einnig að smíði stýrishúss. Hið nýja mötuneyti I Vélsmiðju Olsens. Vélsleðaferðir um Langjökul FYRIRT/EKIÐ Snjóferðir hf. hefur nýlega hafið ferðir um Langjökul með vélsleðum. Fastar ferðir eru alla laugar- daga og sunnudaga frá Húsafelli. Farið með fjallabíl að jöklinum og þar stigið á sleðana. Síðan er ferðast vítt og breitt um jökulinn annan daginn, sumir aka sleðunum en aðrir geta látið draga sig á skiðum, en skíðalyfta er einnig starfrækt á jöklinum. Á jöklinum er ýmislegt að skoða eins og til dæmis Þursaborg og Kirkj- an, fyrir utan það geysilega víð- sýni sem er af jöklinum í allar áttir. Að kvöldi er svo ekið að Húsa- felli þar sem gisting er fáanleg. Einstaklingar og fyrirtæki geta leigt sleðana hvaða daga vikunnar sem er ef leigðir eru minnst 5 sleðar. Vanur maður frá Snjóferð- um er með í öllum ferðum, segir í frétt frá Ferðaskrifstofu ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.