Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 Við minnumst nú 30 ára afmæl- is Krabbameinsfélags íslands en það var stofnað 27. júní 1951. Stofnendur voru að vísu fáir en þeir höfðu trú á því sem þeir voru að gera. Raunar var þegar komin tveggja ára reynsla á starfsemi krabbameinsfélags þar sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur hafði verið stofnað árið 1949 en flestir stofnenda þess stóðu á bak við stofnun Krabbameinsfélags ís- lands þó að þá væru fleiri krabba- meinsfélög komin til. Krabba- meinsfélag íslands hefur síðan verið samnefnari fyrir aðildarfé- lögin á landinu sem nú eru 24 að tölu. Ég mun ekki fjölyrða um fortíð- ina, heldur horfa til framtíðarinn- ar. Stjórn félagsins hefur á síð- ustu tveimur árum unnið að mót- un framtíðarverkefna, sem er raunar aðalumræðuefnið á þessari afmælishátíð okkar. Ég mun hér á eftir rekja helstu þætti sem félag- ið vinnur nú að og áformar að vinna að á næstu árum. * Dr. Gunnlaugur Snædal formaður Krabbameinsfélags Islands: Ekki hægt að auka við starf- semina vegna húsnæðisleysis Leitarstarfsemi Síðan 1964 hefur farið fram skipulögð leit að krabbameini í leghálsi hjá íslenskum konum, og síðan 1974 hafa þær jafnframt fengið brjóstaskoðun. Nú nær þessi starfsemi leitarstöðvarinnar til landsins alls og eru skoðaðar 10—12 þúsund konur á ári. Veru- leg lækkun hefur orðið á dánar- tíðni vegna legháiskrabbameins. Á þessum tímamótum er vert að rifja það upp að full tortryggni margra ríkti í upphafi leitarstöðv- arstarfsins hér á landi. Nú hefur hins vegar tekist svo vel til að staðfestur er marktækur árangur, sem hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Við megum því ekki láta merkið niður falla, held- ur auka skoðanir og koma þeim í fast form á næstu árum. Sú hugmynd hefur komið fram, m.a. frá Norðmönnum, að e.t.v. væri heppilegt að miða við nokkuð mismunandi langt skoðunartíma- bil, t.d. að þær konur, sem hafa komið í skoðun með tveggja ára millibili og í bæði skiptin fengið eðlilega útkomu gætu komið held- ur sjaldnar í skoðun, t.d. á þriggja til fimm ára fresti, en þær sem einhverjar breytingar hafa fund- ist hjá, þó á algjöru forstigi séu, komi hins vegar þéttar i skoðun. Við þetta má bæta að Leitarstöð-B vinnur afar merkilegt starf við eftirlit með þeim sem frumubreyt- ingar hafa fundist hjá. Þær konur skipta nú hundruðum sem leitar- stöðin fylgist með. Árangurinn af brjóstaskoðun- um hefur ekki verið mjög greini- legur enda talið að myndunartími brjóstkrabbameins sé mun skemmri en krabbameins í leg- hálsi. Æskilegt væri að stefna að því að konur á aldrinum frá 35—70 ára mæti í sérstaka brjóstaskoðun milli þess sem þær mæta í fyrrnefnda skoðun. Ég get ekki stillt mig um að minna á starfsemi Finna í þessum efnum. Á seinni árum reka þeir nokkrar stórar leitarstöðvar í stærstu borgum landsins. Þar fer fram bæði brjóstaskoðun og skoðun gagnvart leghálskrabbameini. Þar mæta konur gjarnan til hvors tveggja, þær sem uppfylla viss Hér fara á eftir kaflar úr ræðu dr. Gunnlaugs Snædal er hann flutti á hátíðar- fundi fyrir nokkru í tilefni af 30 ára af- mælijírabbameinsfé- lags íslands. Rekur hann hina ýmsu þætti í starfi félagsins og ræðir framtíðarhorf- ur. aldursskilyrði. Éru þá teknar röntgenmyndir af brjóstum hjá vissum áhættuhópum um leið. Brjóstkrabbamein fer vaxandi Brjóstkrabbamein fer því miður vaxandi hér eins og í nágranna- löndunum og verðum við að gera mikið átak til að greina það miklu fyrr, alveg eins og gert hefur verið með leghálskrabbamein. Við höf- um góð sambönd við erlenda aðila, má benda á að á a.m.k. þremur svæðum í Svíþjóð er verulegt átak gert í því skyni að leita að brjóstkrabbameini. Hefur tekist að finna það mun fyrr en áður og væntum við þess að geta leikið sama leik hér með samstilltu átaki. Þá ber að nýta ýmsar fleiri rannsóknir eins og fínnálar- ástungur, sem eru gerðar með góðum árangri nú þegar á vegum frumurannsóknarstofunnar og verður vikið að síðar. Nú er unnið að tölvufærslu á upplýsingum til að tryggja eftirlit með þeim konum sem þurfa að mæta til endurskoðunar og skipu- leggja innkallanir betur en áður. Slíkt starf verður unnið í nánum tengslum við þá lækna sem annast meðferð á krabbameini. Svo hefur löngum verið rætt og ekki síst nú á síðustu kvenrétt- indatímum, að við allt að því brytum jafnréttislögin með því að skoða eingöngu konur. Ástæðan er raunar sú að ekki hafa verið bundnar miklar vonir við fjölda- leit að krabbameini hjá körlum. Það hafa þó verið nefndar nokkrar tegundir krabbameina, sem reynt var að leita að fyrir nokkrum árum, fyrst og fremst maga- krabbamein. Nú hefur svo farið að tíðni magakrabbameins hefur sem betur fer lækkað verulega á síð- ustu árum hér á landi. Hins vegar fer heldur vaxandi krabbamein í ristli, endaþarmi og blöðruháls- kirtli og hefur því vaknað sú spurning hvort hér væri hægt að gera myndarlegt átak og rannsaka t.d. nokkur þúsund karlmenn á ákveðnu aldursskeiði og vita hvort hægt er að flýta greiningu. Stjórn félagsins skipaði nefnd sérfræðinga fyrir nokkrum mán- uðum til að kanna þessi mál. Það starf er vel á veg komið, þeir hafa safnað allmiklum gögnum um reynsiu erlendis frá og væntum við þess að álitsgerð liggi fyrir síðar á þessu ári, þannig að við getum e.t.v. boðað nýja skoðana- herferð gegn krabbameinum hjá karlmönnum, um leið og okkur vex fiskur um hrygg og stækkun á húsnæði hefur farið fram. Fyrr er tómt mál að tala um slíka hluti því húsnæði það sem við höfum nú yfir að ráða er fullnýtt fyrir löngu. SINDRA STALHR Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGAÁL (ALMgSiO,5) Seltuþoliö Fjölbreyttar stæröir og þykktir VINKILÁL FLATÁL Lllll SÍVALT ÁL ÁLPRÓFÍLAR □□□□ Borgartúni31 sími 27222 m m Dr. Gunnlaugur Snædal i ræðu- stól, sitjandi eru Skúli Johnsen borgarlæknir (t.v.) og Ólafur Ólafsson landlæknir. Rannsóknastofa Krabbameinsfélagið rekur frumurannsóknarstofu sem er nú sem stendur hin eina sinnar teg- undar í landinu. Hún er ómissandi þáttur í þágu leitar að krabba- meini í leghálsi en á stofnuninni eru einnig rannsökuð sýni frá ýmsum líffærum, vegna gruns um æxlisvöxt, fyrir sjúkrahús, heilsu- gæslustöðvar og lækna. Sú þjón- usta verður einnig að vera til staðar hér á landi. Með öllum þeim hugmyndum sem við höfum um að stórauka leit verður þörf fyrir mjög aukna starfsemi rann- sóknarstofu. Hér, eins og annars staðar, verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti, við reynum að auka þetta eftir föngum og róum öllum árum að þvi að koma þeirri starfsemi á öruggan rekstrar- grundvöll, eins og raunar leitar- stöðvarstarfinu öllu. Tryggja verður þessa þjónustu vegna vaxandi þarfa en æskilegt væri að tekin verði upp tölvu- færsla á öllum frumurannsóknum og gert verði kleift að vinna úr þeim upplýsingum sem safnað hefur verið. Krabbameinsskrá Unnið hefur verið að skráningu á tíðni krabbameina síðan 1954 og uppgjöri á því. Æskilegt væri að geta einnig unnið upplýsingar um líftíma, algengni og stigun. Rann- sakaðir hafa verið orsakaþættir krabbameina, einkum brjóst- krabbameins. Þessar rannsóknir verður að auka verulega og láta þær ná til sem flestra tegunda krabbameina. Krabbameinsskráin hefur byggt upp læknisfræðileg tölvukerfi (t.d. fyrir Leitarstöð-B). Því starfi verður að halda áfram. í samvinnu við innlenda og erlenda aðila er unnið að ýmsum rann- sóknum sem tengjast þeim upplýs- ingum sem í skránni eru. Stuðla ber að áframhaldi þessara rann- sókna og eflingu þeirra. Vinna verður að því að koma á skráningu á krabbameinsmeðferð. Þörf er á slíku vegna leitar að orsakaþáttum og rannsókna á áhrifum stigunar á líftíma. Sam- vinna við aðra um þetta verk væri æskileg. Eins og þessi upptalning sýnir er hlutverk krabbameinsskrárinn- ar mjög veigamikið. Við væntum okkur afar mikils af þessu starfi, ekki síst upp á framtíðina, þetta opnar okkur möguleika á að gera víðtækar rannsóknir í samráði við erlenda aðila og e.t.v. að fá myndarlega erlenda styrki til hjálpar á þessu sviði. Við höfum til margra ára haft náið samband við hin krabba- meinsfélögin á Norðurlöndum og raunar verið þátttakendur í al- þjóða krabbameinssamstarfi. Þetta samstarf hefur aukist og batnað mjög. Á þingi sem haldið var í Osló í águst sl. gladdi það okkur íslendinga mjög hvað niður- stöður rannsókna héðan hafa vak- ið mikla athygli erlendis. Það kom fram í tilvitnunum ýmissa fyrir- lesara þar og einnig í einkasam- tölum á milli funda, hvað ísland hefði einstæða aðstöðu í heimin- um til að gera ættgengisrannsókn- ir og faraldsfræðilegar rannsókn- ir, bæði á krabbameini sem öðrum sjúkdómum, og vildu raunar margir stuðla að því að þetta starf dafnaði verulega á næstu árum. Ég hef áður getið hvers virði það er að tölvuvæðing upplýsinga um fólk, sem hefur verið með forstig krabbameins, auðveldar allt eftirlit og hvað snertir krabbameinslækningar hefur mikið undirbúningsstarf verið unnið til þess að sama væri hægt að gera varðandi þá sjúklinga, sem þegar hafa hlotið meðferð. Það er ómetanlegt fyrir alla þá sem að meðferð vinna að fylgjast með hvað verður um sjúklingana. Má segja að á mörgum sviðum sé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.