Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 63 eftirlit gott en það mætti vafa- laust vera töluvert betra og kom- ast í fastari skorður. Er nú unnið að undirbúningi þessara mála og væntum við okkur mikils af því í framtíðinni. Félagið hefur reynt að aðstoða ýmsa krabbameinssjúklinga sem þurft hafa að leita lækningar erlendis. Hér hefur sú þróun orðið á undanförnum árum, sem á öðrum sviðum, að tryggingakerfið hefur í vaxandi mæli séð um slíkan kostnað. Auk þess hefur sjaldan þurft að senda krabba- meinssjúklinga utan. Ávallt koma þó dæmi þess og reynir Krabba- meinsfélagið að styðja við þá sem þess þurfa. Fjármál Leitast verður við að hver ein-- stakur rekstrarþáttur standi und- ir sér fjárhagslega. I því sambandi verður unnið að viðurkenningu Tryggingastofnunar ríkisins og sjúkrasamlaga á því að sjúkra- tryggingar greiði kostnað við sjúkdómaleit og aðrar fyrirbyggj- andi ráðstafanir frjálsra félaga- samtaka, í samræmi við það sem nú tíðkast varðandi lækninga- starfsemi utan sjúkrahúsa. Það hefur verið höfuðverkefni stjórnar Krabbameinsfélagsins að koma fjármálum félagsins á traustan grundvöll á ný eftir að sígarettupeningar hafa verið tekn- ir af félaginu. Það skal játað að fjárveitinganefnd Alþingis hefur brugðist vel við og hækkað veru- lega fast tillag til félagsins á ári hverju en það hefur hvergi nærri dugað eða haldið í við verðbólg- una. Húsnæði Eitt er það verkefni, sem ég vil sérstaklega geta hér, en það eru húsbyggingamál félagsins. Eins og raunar hefur komið fram í árs- skýrslum síðastliðinna ára, þá er húsnæði okkar að Suðurgötu 22 og 24 fullnýtt. Nánast er ómögulegt að taka upp neina nýja starfsemi eða auka þær skoðanir sem fyrir eru vegna skorts á rými. Við höfum því fengið arkitektastofu hér í bænum til að kanna hvaða möguleikar væru fyrir hendi á að fá stækkun á húsnæðinu í Suður- götunni. Hafa verið teiknaðar og ræddar ýmsar hugmyndir, aðal- lega í því fólgnar að stækka húsnæðið að Suðurgötu 22, en byggj a síðan nýtt hús í stað gamla hússins í Suðurgötu 24, en það hús er mjög illa farið, máttarstoðir slæmar og eru því ekki tök á að gera það upp svo vel sé. Einnig var fyrirhugað að tengja þessi hús saman með lágri byggingu sem gæti að einhverju leyti verið nýtt um leið, einkum kjallarahæð og neðsta hæð. Haft hefur verið samband við Borgarskipulag Reykjavíkur og hefur sú stofnun talið tormerki á því að við gætum fengið það rými úr þessum húsum tveim sem gæti dugað. Á sl. vori var fyrirsjáanlegt, að við myndum alls ekki geta fengið að byggja við á Suðurgötunni svo að dygði okkar starfsemi í framtíðinni. Þá var hafist handa um að kanna aðrar leiðir. Bent hafði verið á þann möguleika, að krabbameinsfélögin gætu e.t.v. fengið lóð í nýja miðbænum í Kringlumýri. Var þegar skrifað bréf til borgarstjóra og síðan rætt við borgarráðsmenn og höfum við góðar vonir um það, að Krabba- meinsfélagi Islands verði veitt lóð í nýja miðbænum. Að öðrum kosti hefur stjórnin kannað marga aðra möguleika, m.a. með makaskipti á húsnæði, kaup á húsnæði, við höfum sem sagt haldið öllum leiðum opnum þó þessi áðurnefndi væri efst á baugi hjá stjórninni undanfarnar vikur. Uppbygging krabba- meinssamtakanna Stjórn Krabbameinsfélags ís- lands hefur í huga að endurskoða uppbyggingu krabbameinssam- takanna. Félagið er nú byggt upp af 24 félögum sem voru stofnuð á árunum 1949 til 1973. Lætur nærri að starfssvæði þeirra séu nokkurn veginn þau sömu og heilsugæslu- umdæmi. Rætt hefur verið um að fjölga krabbameinsfélögum, en það er vafasamt, að sú leið sé rétt, heldur að efla og stækka þau sem fyrir eru, það er erfiðara fyrir lítil félög að starfa og fá nægileg verkefni, en hins vegar er það jafn sjálfsagður hlutur, að krabba- meinsfélög séu til um allt landið og myndi eina heild í gegnum heildarsamtök. Stjórnin hefur í undirbúningi ýmis verkefni sem myndu vafa- laust hæfa vel fyrir svæðafélögin í landinu. Ég vil aðeins nefna eitt dæmi. Verði farin sú leið við aukningu á brjóstaskoðunum, að brjóstamyndatökurnar yrðu fram- kvæmdar á staðnum, þá eru for- dæmi fyrir því erlendis frá að útbúa t.d. skoðunarbíl sem hefði- innanborðs röntgenmyndatæki og gæti þá ferðast til ýmissa þéttbýl- issvæða á landinu. Flest krabbameinsfélaganna hafa lagt sitt af mörkum við framkvæmd hópskoðana, og þrátt fyrir tilkomu heilsugæslustöðva virðist full þörf á aðstoð félaganna við krabbameinsleitina. Auka þarf fræðsluhlutverk félaganna og að- stoða þau við að halda fræðslu- fundi með því að senda þeim fyrirlesara. Einnig ætti að athuga á hvern hátt treysta mætti starf- semi félaganna á annan hátt. Að lokum skal minnt á það verkefni svæðafélaganna að styrkja heildarsamtökin fjárhags- lega og styðja þau málefni sem samtökin vinna að. Lokaorð Krabbameinsfélag Islands stendur nú á tímamótum. Það er fullur hugur hjá stjórn félagsins að takast á við þau verkefni sem þegar hefur verið lýst, til þess skortir hvorki hugmyndir né áræði, heldur stuðning þjóðarinn- ar að framgangi þessara mála. Ég vil ljúka máli mínu með hinni ágætu hvatningu sem ég vænti að þið séuð öll kunnug úr auglýsing- um og ekki síst sjónvarpsauglýs- ingum happdrættis Krabbameins- félagsins: Stuðningur ykkar er okkar vopn. 23% lækkun á tómötum TÓMATAR lækkuðu í verði um síðustu helgi og er heildsöluverðið nú 30 krónur kílóið, en var áður 39. þannig að lækkunin er um 23%. Gúrkur lækkuðu fyrir nokkru, en aðrir garðávextir sem ræktaðir eru úti eru ekki komnir á markaðinn enn. Þeirra er ekki von fyrr en í júlímánuði. Menn búast ekki við, að tómatar lækki meira í verði, fram- boð muni ekki aukast frá því sem nú er. Á það m.a. rætur að rekja til óveðursins í vetur, en þá skemmdust mörg gróðurhús. Unglingamót að Hlíðar- dalsskóla Um hvítasunnuhelgina var unglingamót að Hlíðardalsskóla á vegum Ungs fólks með hlut- verk. Var skólinn fenginn að láni undir mót þetta og sóttu það á annað hundrað unglingar frá ýms- um æskulýðsfélögum innan Þjóð- kirkjunnar í Reykjavík og úti á landi. Tókst mótið í alla staði mjög vel, segir í frétt frá Ungu fólki. Farið var í íþróttir og leiki, kvöldvökur haldnar og mikið sungið af léttum kristilegum kór- um við undirleik hljómsveitarinn- ar I KOR. 13. Biblíufræðsla og bænastundir voru einnig á dag- skrá. _ r Frá umræðum um starfsemi Krabbameinsfélags Islands: Eðlilegt að samtök áhugamanna og ríkið hefðu ákveðið samstarf ÞRJÁTÍU ár eru liðin um þessar mundir frá þvi að Krabbameinsfé- lag tslands var stofnað og minntist félagið þessara tímamóta nýverið með sérstökum hátíðarfundi. Flutti dr. Gunnlaugur Snadal formaður félagsins þar ræðu og rakti ýmis atriði frá starfinu og drap á hvað framundan væri. Ólafur Ólafsson landlæknir flutti einnig ávarp svo og Skúli Johnsen borgarlæknir. Að loknum hátiðar- fundi var efnt til pallborðsum- ra-ðna um framtíðarverkefni krabbameinssamtakanna i iand- Leysa þarf f járhagsvanda ef auka á starfsemina Sigurður Björnsson læknir ræddi m.a. um árangur og ávinning af leitarstarfi og það væri sú leið er bestan árangur gæfi varðandi krabbamein, að leitast við að koma í veg fyrir það og finna það á frumstigi. Hliðstæður mætti nefna, t.d. mælingu augnþrýstings, er mið- aði að því að finna gláku á frum- stigi og mæiingu blóðþrýstings til að koma í veg fyrir hugsanlega hjartasjúkdóma. Þessum rannsókn- um væri sammerkt að þær væru Á þessu línuriti má sjá hvernig farið hefur minnkandi ný- gengi og dánar- tíðni legháls- krabbameins, en miðað er við árlega tiðni á hverja 100.000 íbúa. ísland framarlega í krabbameinsleit í ávarpi Ólafs Ólafssonar land- læknis kom m.a. fram að um 7 milljónir nýrra krabbameinstilfella koma fram á ári hverju í heiminum og sagði hann ísland og önnur Norðurlönd í fararbroddi hvað varðaði krabbameinsleit. Gat hann þess að t.d lækkun dánartíðni og nýgengis leghálskrabbameins á ís- landi síðustu árin væri iðulega notað sem dæmi í kennslubókum um þann árangur, sem mætti ná í þessum efnum. Sagði hann nauð- synlegt að efla enn forvarnir og leit. Skúli Johnsen borgarlæknir sagði brýnt að styðja starfsemi Krabba- meinsfélagsins eftir mætti, það hefði í mörg ár verið í fararbroddi og með fræðslu sinni bent á aðgerð- ir til að forðast lifnaðarhætti er leitt gætu til krabbameins. Á síð- ustu árum hefðu verið auknar framfarir í krabbameinslækning- um, margir hefðu losnað við kvíða sinn og hlotið lækningu. Krabba- meinsfélagið hefði ætíð fylgst vel með nýjungum og sagði hann nauð- synlegt að K-bygging Landspítalans kæmist sem fyrst í gagnið til að standa betur að vígi í baráttu við krabbamein, en henni er ætlað að hýsa krabbameinslækningar. Sem fyrr segir var síðan efnt til paltborðsumræðna um framtíðar- verkefni krabbameinssamtakanna í landinu og stjórnaði þeim Sigmar B. Hauksson. Þátttakendur voru Adda Bára Sigfúsdóttir formaður heilbrigðisráðs Reykjavíkur, Davíð Gunnarsson forstjóri Rikisspítal- anna, Davíð Oddsson borgarfulltrúi og framkvæmdastjóri Sjúkrasam- lags Reykjavíkur, Guðmundur Jó- hannesson yfirlæknir leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, Gunnlaugur Geirsson yfirlæknir frumurann- sóknarstofu félagsins, Hjörtur Hjartarson gjaldkeri, Sigurður Björnsson læknir og Stefán Jónsson alþingismaður og formaður Trygg- ingaráðs. ódýrar og einfaldar, en þær skiluðu ótvírætt árangri. Sagði hann Krabbameinsfélagið nú vilja auka starfsemi sína, en leysa yrði fjár- hagsvanda félagsins áður en til- raunastarfsemi þess og fræðslu- starfsemi yrði aukin. Guðmundur Jóhannesson yfir- læknir sagði leit að sýkingu í leghálsi hafa byrjað árið 1964 og hefði á seinni árum tekist að auðvelda starfið nokkuð með til- komu tölvutækninnar. Væri auð- veldara að hafa betri heimtur á aö konur skiluðu sér til rannsókna og endurskoðunar að ákveðnum tíma liðnum. Við upphaf starfsemi leit- arstöðvarinnar hefðu fundist um 25 ný tilfelli krabbameins í leghálsi á hverjar 100 þúsund konur, en þau væru komin niður í 9 tilfelli á síðasta ári. Einnig hefði dánartiðn- in lækkað úr 14,3 árið 1964 í 5,1 síðasta ár, miðað við 100 þúsund íbúa. Gunnlaugur Geirsson yfirlæknir lýsti í nokkrum orðum hvað krabba- mein væri, þar væri um að ræða stökkbreytingu í frumum sem leiddi til óeðlilegrar frumufjölgunar sem iðulega drægi fólk til dauða. Ljóst væri að krabbamein ætti sér ákveð- ið forstig og með skoðun og rann- sóknum mætti oft uppgötva það á því stigi. Sagði hann að læknar vildu ýta undir aukna fræðslu og upplýsingar um krabbamein og menn leituðust við að finna orsaka- þætti. Kostar ríkið rekstur leitarstöðvanna? Davíð Gunnarsson var spurður hvort ríkið myndi taka að sér krabbameinsleit þar sem þessi starfsemi hefði sannað ágæti sitt. Sagði hann það vera eðlilega verkaskiptingu að áhugamannafé- lög ynnu að rannsóknum, sem ríkið tæki síðan við og væri eðlilegt að ríkið sæi um skoðanir og leitar- starfsemi af þessum toga. Hjörtur Hjartarson gjaldkeri fé- lagsins upplýsti að rekstur leitar- stöðvanna myndi kosta um 150 til - 160 milljónir gkr., ef ríkið hefði staðið að þeim rekstri, en á síðasta ári hefði félagið fengið 80 m.gkr. styrk frá ríkissjóði til margháttaðr- ar starfsemi. Gjafir, happdrættisfé og önnur fjáröflun brúaði bilið. Sagði hann það skoðun sína, að ríkið ætti að sjá um að kosta þessa starfsemi, þá gæti Krabbameinsfé- lagið varið tekjum frá almenningi til annarrar starfsemi, t.d. krabba- meinsleitar á nýjum vettvangi og aukinnar rannsóknarstarfsemi. Stefáft Jónsson sagði Trygginga- ráð ekki samkvæmt lögum geta styrkt þessa starfsemi, en vel mætti hugsa sér lagabreytingu til þess að svo mætti verða. Með því yrði væntanlega komið í veg fyrir sjúk- dóma, sem hlyti að leiða til minni útgjalda tryggingakerfisins. Kvaðst hann þó vilja vara samtök áhugamanna við því að koma of nærri ríkiskerfinu. Adda Bára Sig- fúsdóttir sagði það ekki hafa verið rætt hvort Reykjavíkurborg styrkti þetta starf, en það myndi rætt. þótt heilsugæslustöðvum bæri að sinna heilsuvernd auk lækninga og mögu- legt væri að uppbygging heilsu- gæslustöðva í Reykjavík gerði þeim kleift að taka að sér krabbameins- leit þá væri ekki þar með sagt að þessari starfsemi, sem gengið hefði svo vel, yrði dreift. Stjórn stöðv- anna ætti að meta hver gerði árangursríkustu og hagkvæmustu verkefnin. Finna þarf verkaskiptingu Davíð Oddsson sagði Sjúkrasam- lagið skv. lögum styðja við heilsu- vernd, en það gæti ekki greitt hlutdeild í hópskoðunum. Stjórnin hefði þó nokkurt svigrúm yfir þau atriði er login ná ekki til. Davið sagði það skoðun sína, að hér þyrfti að finna eðlilega verkaskiptingu milli ríkis og áhugamannafélaga og hlytu heilsugæslustoðvarnar að taka við nokkrum verkefnum áhugamannafélaga. Adda Bára Sig- fúsdóttir tók í sama streng, sagði að vísu ekki eðlilegt að borgin tæki við hverju sem væri sem áhugafélög hefðu staðið að, en benti á þátt heilsugæslustöðvanna og taldi hún eðlilegt að ríkiskerfið og samtök áhugafólks ættu ákveðið samstarf um þessa hluti. Vel kom fram í þessum pallborðs- umræðum, að fulltrúar heilbrigð- iskerfisins voru sammála fulltrúum krabbameinsfélaganna um mikil- vægi starfseminnar, sérstaklega hvað krabbameinsleit varðaði. Voru menn sammála um að félagið hefði sannað gildi leitarstarfsemi, sem hafin var á sínum tíma í nokkurri óvissu um árangur. Nú væri hins vegar eðlilegt að félagið þyrfti ekki að standa lengur straum af kostn- aði við leitarstarfið og gæti snúið sér að nýjum viðfangsefnum. Fram kom í ræðu formanns KÍ, dr. Gunnlaugs Snædal, að húsnæði félagsins að Suðurgötu 22 rúmar ekki lengur alla starfsemi þess, hvað þá viðbót. Var því fagnað þeim ummælum Davíðs Oddssonar í um- ræðunum að umsókn félagsins um lóö undir nýtt hús hefði fengið vinsamlegar undirtektir hjá borg- arráði, enda þótt ákvörðun hefði ekki verið tekin ennþá. Frá pallborðsumræðunum; talið frá vinstri: Davið Oddsson, Davíð Gunnarsson, Adda Bára Sigfúsdóttir, Stefán Jónsson, Sigmar B. Hauksson, Sigurður Björnsson, Hjörtur Hjartarson Guðmundur Jóhannesson og Gunnlaugur Geirsson. , Ljósin. OI.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.