Morgunblaðið - 17.06.1981, Page 16

Morgunblaðið - 17.06.1981, Page 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1981 Á myndinni sést yfir fisk- eldiskerin 3 sem eru á Húsatóftum. Fyrirhuttaó er að byKKð verði 7 i viðbót í sumar. I framtiðinni er svo ætlunin að stækka fisk- eldisstöðina enn meir og jafnvel gert ráð fyrir að kerin verði um hundrað. Hvert svona ker er um 100 fermetrar og tekur um 100 teninKsmetra af vatni. Frá hjarðmennsku til búskapar Rætt vid Sigurd St. Helgason, um fiskeldi og rekstur fiskeldisstöðvarinnar á Húsatóftum Að Húsatóftum skammt fyrir vestan Grindavík, hefur síðastliðin þrjú ár verið starfrækt fiskeldisstöð þar sem fram fer fiskeldi með öðrum hætti en nokkurs staðar annars staðar hér á landi. Fyrirtæki þetta nefnist Eldi hf. og var stofnað árið 1976. Helzti hvatamaðurinn að stofnun þess var Sigurður St. Helgason, lífeðlisfræðingur. Hafa þau hjónin, Sigurður og Guðrún Matthíasdóttir, reist veglegt íhúðarhús að Húsatóftum. skammt frá fiskeldisstöðinni. þar sem þau búa ásamt 10 ára syni sinum, Matthíasi Sigurðarsyni. Sigurður var áður lektor i lifeðlisfræði við Háskóla íslands og starfaði i fyrstu við fiskeldisstöðina að rannsóknum sem starfsmaður Háskólans en sagði síðan því starfi sínu lausu og starfar nú einvörðungu við Eldi hf. Reyndar segir hann meginástæðuna til þess að hann fór út i stofnun þessa fyrirtækis á sínum tima, að hér á landi hafi alveg skort rannsóknaaðstöðu þar sem væri unnt að hafa fulla stjórn á hinum ýmsu umhverfisþáttum sem hafa áhrif á viðgang eldisfisks s.s. seltu og hitastigi eldisvatns. Slik aðstaða er að sjálfsögðu skilyrði þess að hægt sé að stunda þessar rannsóknir að gagni — en augljóslega er mjög þýðingarmikið að niðurstöður slikra rannsókna liggi fyrir ef íslendingar hyggjast leggja út i mikil umsvif í fiskeldi i næstu framtið. Ætlunin með stofnun Eldis hf. var þannig að sameina slika rannsóknastarfsemi rekstri fiskeldisstöðvar er skapaði nokur verðmæti jafnframt þvi að tilraunaniðurstöður fengjust. Flotkvíaeldi — strandkvíaeldi — Þar sem fiskeldi er tiltölu- lega ný atvinnugrein hérlendis verður ekki komist hjá að fjalla nokkrum orðum um tilhögun fisk- eldis áður en við förum að ræða starfsemina hérna, sagði Sigurður St. Helgason er blaðamaður Morg- unblaðsins var sestur við eldhús- borðið í Húsatóftum og búinn að taka til blöð og skriffæri. Orðið fiskeldi hefur eiginlega tvíþætta merkingu — annars vegar er átt við seiðaeldi, þar sem seiðin eru ætluð til hafbeitar og sleppt í ár, en hins vegar eiginlegt fiskeldi þ.e. fiskurinn er alinn upp í kjörstærð í sjókvíum en síðan slátrað og komið á markað. Sjókvíaeldi getur verið með tvennu móti og hef ég notað orðin flotkvíaeldi og strandkvíaeldi. Með strandkvíaeldi er átt við að fiskurinn sé alinn í kvíum — kerjum — á ströndinni — þannig er tiltölulega auðvelt að hafa stjórn á ýmsum umhverfisþáttum eldisfisksins s.s. hitastigi sjávar- ins í kvíunum og seltustyrk, en þessir þættir hafa ásamt fleirum áhrif á vaxtarhraða og viðgang fisksins. Með flotkvíaeldi er átt við að fiskurinn sé alinn í kvíum úti í sjónum — flotgirðingum úti á fjörðum eða við fjarðarbotna. Stofnkostnaður við flotkvíaeldi er tiltölulega lítill en mjög takmark- aða stjórn er hægt að hafa á umhverfisþáttum með þessari að- ferð og eru þeir því staðbundnir. Þar við bætist að eldistíminn verður mun lengri en í strandkvía- eldi þar sem unnt er að skapa hámarksvaxtarskilyrði. Frá hjarðmennsku til búskapar Raunverulega má líkja fiskeldi við þróunina sem var er hjarð- mennska breyttist í hefðbundinn búskap hér á öldum áður. í fiskeldinu byrjuðu menn að fást við sjálft klakið — auka árangur þess og minnka afföll þannig að fleiri hrogn kæmust á kviðpoka- stig. Næsta þrepið var svo seiðaeldið sem er vel þekkt atvinnugrein hér á landi. Seiði sem alast upp í ám við náttúruleg skilyrði eru 3—4 ár að ná þeim þroska að þau gangi i sjó, en það er fyrst eftir það sem þau fara að vaxa verulega. I seiðaeldisstöðvum hefur tekist að stytta þennan feril niður í 1 ár og eru þó þau seiði sem þannig eru ræktuð jafn stór og álíka hraust og hin sem alast upp i ám þó margt bendi til að endurheimt á þeim fyrrtöldu sé meiri en á seiðum úr eldisstöðvum. En með því að hafa stjórn á umhverfisþáttum — það er hita- stigi vatns í eldisstöðvum — höfum við náð það langt að stytta hinn náttúrulega vaxtarferil um 2—3 ár. Þessi aðferð miðast þó við hafbeit og er því eiginlega enn á hjarðmennskustigi.. í mínum augum er það alveg eðlilegt framhald að halda áfram að stjórna vexti fisksins áfram alveg uppúr — og bæta þannig nýjum búpeningi í kvikfjárstofn- inn. Það er einmitt hugmyndin með stofnun þessarar fiskeldis- stöðvar hér á Húsatóftum. Kjörskilyrði allt árið — Hvernig er það hægt? Meiri- hluti laxins hér við Island hundr- aðfaldar þyngd sína á fyrsta ári eftir að seiðin ganga úr ánum — þ.e. úr 35 g í 3,5 kg, og er þá sama hvort þau koma 1 árs úr eldisstöð eða 3—4 ára úr ám. Sé laxinn hins vegar alinn í flotkvíum má reikna með að meðalvöxturinn á ári sé úr 35 g í rúml. 1 kg — meiri árangur næst varla með þeirri aðferð hér við land. Strandkvíaeldi hefur hins vegar það framyfir að þar er hægt að viðhalda kjörskilyrðum til vaxtar allt árið sé stöðin vel útbúin. Hér á Húsatóftum hef ég náð fram vexti úr 100 g í 1,5 kg á sjö mánuðum — sem trúlega sam- svarar vexti úr 35 g í rúmlega 3 kg á ársgrundvelli. Það er athyglis- vert að jafnvel við kjörskilyrði næst ekki alveg jafn góður árang- ur og við náttúruleg skily.rði en í því sambandi verður auðvitað að hafa í huga að með strandkvíaeldi verða afföllin mjög lítil, 10—15 prósent ef vel tekst til, en með hafbeit verða heimturnar aðeins 5—10 prósent. Það mætti svo skjóta því inn að um 40 prósent þess fisks sem ég var með hér í fyrra náði vaxta- hraðanum frá 100 g í 2,5 kg á þessum sjö mánuðum — sem er svipað og úti í náttúrunni. Ef til vill mætti með tímanum auka vöxtinn enn og ná betri árangri og að því miða einmitt þær tilraunir og rannsóknir sem ég vinn að hérna núna. Áður en lengra væri haldið væri ef til vill ekki úr vegi að lýsa starfsemi fiskeldisstöðvarinnar á Húsatóftum svo lesendur átti sig á hvernig eldið þar fer fram og bið ég Sigurð að greina frá helstu þáttum hennar. Staðarval strand- kvíaeldisstöðvar — Orkunotkun er töluverður kostnaðarliður í strandkvíaeldi og þess vegna mjög heppilegt að velja því stað þar sem jarðhiti er til staðar — þess vegna eru strendur Reykjaness víða hentugar undir slíka starfsemi. Hér á Húsatóftum er alveg kjörinn staður fyrir strandkvía- eldi, en áður en við hófum að reisa stöðina gerðum við umfangsmikl- ar rannsóknir á hvar hagkvæmast væri að staðsetja hana. Staðurinn hér er á mörkum jarðhitasvæða: efst er ferskvatnslinsa 10 til 15 metrar á dýpt, og hitinn um 7,5°C. Þar fyrir neðan tekur við blöndun- arsvæði þar sem selta jarðvatns- ins eykst smám saman og hita- stigið einnig. Árið 1977 og 78 voru boraðar hér 6 misdjúpar borholur Sigurður St. Helgason er þarna inni i bráðabirgðatilraunaskála sem er um 20 fermetrar og hefur verið i notkun þau þrjú ár er Eldi hf. hefur starfað. Þótt ótrúlegt sé er þetta eini staðurinn á landinu þar sem aðstaða er til að stjórna seltu við fiskeldistilraunir. Á myndinni er einnig annar hundanna á Ilúsatóftum og virðist hann vera að gera sinar eigin athuganir á seiðafóðrinu. og má, með því að blanda vatninu sem úr þeim kemur, fá það seltu- og hitastig sem óskað er eftir hverju sinni og getur hitastigið við núverandi aðstæður orðið 10°C. Með dýpri borunum er búist við að ná mætti 15—17°C heitum jarðsjó. Eini kostnaðurinn er þannig að dæla vatninu til stöðv- arinnar og er það töluvert orku- frekt því rennslið í gegnum stöð- ina verður að vera nokkuð mikið — sérstaklega verður vindkæling mikil í vatninu á veturna og verður þá dælingin að vera hröð til að halda uppi hita í vatninu — ég kem nánar að þessu á eftir. Varðandi staðsetninguna er einnig æskilegt að eldisstöðvar af þessu tagi séu í grennd við fisk- vinnslustöðvar — Reykjanesið er einnig heppilegt að þessu leyti því í útgerðarbæjunum hér fellur til mikið af hráefni sem hugsanlegt er að nýta til fiskeldisins. Helstu þættir fisk- eldis í strandkvíum Þessi þrjú ker sem þú sérð hérna voru byggð 1977 og tók stöðin til starfa skömmu síðar. Ég var kominn með þetta á góðan skrið í fyrravor og búinn að ala hér upp og slátra 1 tonni af laxi og 1V4 tonni af sjóbirtingi er sjúk- dómur kom upp í seiðunum. Þetta leiddi til þess að við urðum að drepa allt niður og var stöðin í sóttkví í 3 mánuði — nærri því allt síðastliðið sumar. Þetta kom að sjálfsögðu ilia niður á rekstrinum og erum við fyrst að komast aftur upp úr öldudalnum núna. Þessi seiði sem við erum með eru fengin frá stöðinni í Kollafirði og voru þau við komuna 35 g. Seiðin eru til að byrja með alin á þurrfóðri sem er loðnumjöl að stofni til er hefur verið steinefna- og vítamínbætt. Þetta mjöl hefur verið flutt inn dýrum dómum þó ekkert sé því til fyrirstöðu að framleiða það hérlendis. Þegar fiskurinn hefur náð nokk- urri stærð er fóðrað tvisvar á dag og hefur loðna verið notuð sem fóður. Ég hef fengið hana á góðum kjörum og er það að þakka greiðasemi útgerðarmanna í Grindavík og Keflavík hversu vel mér hefur gengið að fá þetta hráefni. Það væri annars trúlega hægt að nota ýmsan fiskúrgang til fiskeldis — þannig að atvinnu- greinin væri síður en svo á flæðiskeri stödd þótt loðnan brygðist — enda er um tiltölulega mjög lítið magn að ræða, um 5 kg af loðnu þarf til að framleiða 1 kg af laxi. Skilyrði þess að fiskeldi geti skilað arði er hins vegar að fóður fáist á tiltölulega lágu verði. Eftir um sjö mánaða eldi er um helmingur af laxinum kominn upp í 2,5 kg þyngd, en þannig er hann talinn bestur matfiskur hérlendis. Sjóbirtingur vex hins vegar hægar og er hann alinn í 2 kg stærð en ég er eingöngu með lax núna. Þegar fiskurinn hefur náð kjörþyngd er honum slátrað og honum komið á markað. Þannig starfar þessi fisk- eldisstöð í stórum dráttum. Hvað er að segja um arðsemi stöðvarinnar — kemur þetta til með að skila hagnaði? — Með stöð af þessari stærð er það útilokað — en hún verður stækkuð verulega á þessu ári auk þess sem eldishúsið verður tekið í notkun að hluta. Ég er nú þegar með stofn í eldi sem getur alls ekki rýmst hér í stöðinni þegar hann stækkar og má segja að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.