Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.06.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ1981 71 Hér eru íslendinxarnir með meistaranum Alexandre de Paris. Frá hægri: Guðjón Sævar, SÍKriður Finnbjornsdóttir. Alexandre, Elsa Haraldsdóttir, Bára Kemp og Marteinn R. Guðnason. fclk í fréttum Með Alexandre de Paris + Intercoiffure heitir virtur al- þjóðlegur klúbbur hárgreiðslu- meistara og er einn af kóngun- um í faginu, Alexandre í París, forseti samtakanna. Hann var einmitt viðstaddur og með hár- greiðslusýningu á Norðurlanda- fundi samtakanna í Kaup- mannahöfn nýlega. Annar at- burður, sem veður var af gert á fundinum, var að íslendingar voru í fyrsta sinn teknir í Intercoiffure klúbbinn. Og voru íslenzku hárgreiðslumeistararn- ir í hópnum í hávegum hafðir af því tilefni. Að vísu er ekki gengið í samtökin skyndilega og á einum degi. Innganga íslend- inganna hefur verið í undirbún- ingi síðan 1978 og þeir verða deild í norsku samtökunum fyrstu 4 árin, áður en þeir verða fullgildir aðilar. Fær fólk inn- göngu samkvæmt boði til ein- staklings. En klúbburinn hefur að markmiði að efla vináttu í þessari stétt milli einstaklinga, sem vilja fylgjast með og vinna stöðugt að þróun á hártískunni. Og ekki ætlast til þess að meðlimir komi til að sækja tízkulínuna, heldur til að bera saman stíl sinn og leggja eigin hugmyndir fram. + Þessi unga Akureyrarmær heitir Inga Bryndís Jónsdóttir og vann af kappi sl. þriðjudag við málun gatna í miðbæ Akureyrar. í stuttu spjalli við blm. Mbl. sagði hún að henni líkaði bæjarvinnan ágætlega og væri þetta annað sumarið hennar í þessu starfi. Málunin tekur aðeins nokkra daga, síðan tekur við steypuvinna og ýmislegt sem til fellur. „Er það ekki það sem við viljum — jafnrétti á báða vegu?“ sagði hún, er blaðamaður ympraði á því, hvort starfið væri ekki erfitt og eitt af þeim sem talist hafa til hefðbundinna karlastarfa. Næsta vetur fer Inga Bryndís í iðnskólann á Akureyri. Ekki þó í járnsmíði né til að læra múrverk eða húsasmíði. Hún sagði reikna með að velja uppeldisbraut. Hið besta sambýli + Einar borleifsson hcitir þessi ungi piltur. Þeir sem hafa á þessum góðu vordögum verið á ferðinni upp úr kl. 5 á morgn- ana kring um tjörnina. hafa kannski séð hann á ferli. Þá segir hann að best sé að telja mófuglana i Vatnsmýrinni, þar sem nú eru m.a. um 20 stelka- pör. mikið af þúfutittlingi u.fl. Auk þess sem endurnar verpa flestar i Vatnsmýrinni og koma þaðan með ungana sina á Tjörn- ina. Þrátt fyrir nokkra truflun af mannaferðum, hefur varpið gengið skaplega. Einar var í vor ráðinn af garðyrkjustjóra til að fylgjast með fuglalífinu á Tjörninni, eins og venjan hefur verið undanfar- in ár. Hann er menntaskólanemi og á ekki langt að sækja áhuga sinn og þekkingu á náttúrufræði, því hann er sonur Þorleifs Ein- arssonar jarðfræðings og Stein- unnar Ólafsdóttur, annálaðrar ræktunarkonu, og eru býsna margar tegundir blóma og jurta í garðinum þeirra við Langholts- veg. I vor hefur Einar verið vakinn og sofinn við að hlynna að fuglalífinu á Tjörninni. Álftirn- ar, sem ekki hafa fengist til að liggja þar á undanfarin ár, eru nú komnar með 5 egg í hreiður í stóra Tjarnarhólmanum, Einar flutti til dyngju þeirra, svo að þær væru ekki í miðjum hólman- um, því þá ganga þessir stóru fuglar á hreiðrum kríunnar og traðka niður eggin hennar á leið sinni á vatnið. Stundum hefur verið reynt að gera þeim hreiður í litla hólmanum, en það gengið misjafnlega. Þær fara þá bara á lón og tjarnir í nágrenni borgar- innar og koma með ungana fleyga á tjörnina. En nú sitja þær hinar ánægðustu utarlega á Hólmanum stóra. Að öðru leyti er hann þéttsetinn hreiðrum kríunnar. Einar taldi þar fyrir meira en viku 26 hreiður, sem nú hefur eflaust fjölgað um helm- ing. í fyrra koma krían ekki upp nema 14 ungum, en hettumáfur- inn 55, þótt krían legði undir sig 132 hreiðurstæði en hettumáfur- inn aðeins 17. Hefur hettumáf- urinn trúlega séð fyrir því. Nú hefur Einar reynt með góðum árangri að fá hann til að flytja, með því að steypa jafnharðan undan honum í stóra tjarnar- hólmanum og hann þá farið með sitt bú á Vatnsmýrartjörnina. Með skipulagðri byggð og ötulli stýringu má sem sagt halda sambýlinu í sæmilegum friði á Tjörninni. Helgi Þorláksson í Vogaskóla Ástráður Sigursteindórsson i Réttarholtsskóla Arnfinnur Jónsson i Fellaskóla Árni Magnússon i Illíðaskóla Skólastjórar kveðja og heilsa + Grunnskólarnir i Reykjavik eru orðnir æði margir, 22 tals- ins eða 24 ef taldir eru með ísaksskóli og Landakot, auk þess sem Kvennaskólinn er i ár að Ijúka sinu grunnskólahlut- verki. Sumir skólastjóranna í þessum skólum eru að ljúka löngu og miklu hlutverki, aðrir að hefja starfið sem skólastjór- ar. t ár er kannski óvenju mikil hreyfing á skólastjórastöðum. Tveir af elstu skólastjórunum, sem eiga að baki langt og mikið starf í skólum — við erfiðar aðstæður meðan skólar þeirra voru að springa utan af nem- endafjöldanum — hafa nú sagt upp störfum. Það eru þeir Ást- ráður Sigursteindórsson í Rétt- arholtsskóla og Helgi Þorláks- son í Vogaskóla. Ástráður kom að Réttarholtsskóla 1963, en var áður skólastjóri gagnfræðaskól- ans í Vonarstræti. En Helgi varð skólastjóri Vogaskóla 1960, þeg- ar hann var stofnaður sem sérstakur skóli. Báðir kunnir og gegnir skólamenn. Tveir nýir ungir skólamenn eru að hefja sinn skólastjóraferil við grunnskóla í Reykjavík, þótt báðir hafi gegnt því starfi í fjarveru skólastjóranna í fyrra. Árni Magnússon hefur verið settur skólastjóri Hlíðaskóla, þar sem hann var yfirkennari og stjórnaði skólanum í vetur eftir að Ásgeir Guðmundsson tók við hinni nýju Námsgagnamiðstöð ríkisins. Hinn nýi skólastjórinn er Arnfinnur Jónsson, sem sett- ur er skólastjóri í Fellaskóla, þar sem hann gegndi því starfi í fyrra í fjarveru Finnboga Jó- hannssonar, sem hefur nú sagt skólastjórastarfinu lausu. Arn- finnur var yfirkennari og hafði áður í eitt ár gegnt skólastjóra- starfi í Hólabrekkuskóla í fjar- veru Sigurjóns Fjeldsted. Hann er mörgum kunnur sem skáta- foringi. 3 konur skólastjórar Loks má geta þess að Kristín Andrésdóttir, sem sett var skólastjóri í Vesturbæjarskóla í fyrra, er nú skipuð í það emb- ætti, en þangað kom hún úr Fossvogsskóla. í Reykjavík verða þá 3 konur skólastjórar við grunnskóla næsta skólaár. Auk Kristínar þær Hrefna Sigvalda- dóttir í Breiðagerðisskóla og Áslaug Friðriksdóttir í Öldu- selsskóla. Hreppsstjórinn er kona + Suðurlandið segir þá frétt úr sinum landshluta að sýslu- maður Rangárvallasýslu hafi sett Guðrúnu Elíasdóttur, Há- bæ. hreppstjóra Djúpár- hrepps. Þar segir: Guðrún hefur starfað mikið að kvenfélagsmálum innan SSK, var í stjórn Kvenfélagsins „Sigurvon" um nærri þrjátíu ára skeið og í orlofsnefnd fyrir Rangárvallasýslu frá upphafi. Jafnréttismál hafa verið mikið í sviðsljósinu að undan- förnu og ekki að ástæðulausu. Gætu Rangæingar verið öðr- um landsmönnum til fyrir- myndar í þeim efnum, því víst er að ekkert annað sveitarfélag en Djúpárhreppur á konur í stöðu hreppstjóra og sóknar- prests.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.