Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1981 Kjaradeilu starfsmanna graskögglaverksmiðja visað til sáttasemjara KJARADEILU Landnáms ríkis- ins veKna KrasköKKlaverksmiðja ok VerkalýðsfélaKsins Rangæ- intrs ok Verkamannasambands íslands hefur verið visað til sáttasemjara. Sigurður Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Rangæings, sagði í samtali við Mbl., að verkalýðsfé- lögin hefðu lagt fram kröfur um nýjan kjarasamning 13. maí sl. og hefðu kröfurnar verið miðaðar við kjaraatriði samninga ríkisins og ríkisverksmiðjanna, sem undirrit- aður var 13. febrúar. Síðan hafa verið haldnir tveir samningafundir, en samkomulag ekki náðst og hefur deilunni því verið vísað til sáttasemjara, sem hefur boðað fyrsta fundinn á mánudaginn kemur. „Ekki ástæða til aðgerða“ — segir í bókun útvarpsráðs vegna kæru VSÍ „MÁLIÐ VAR rætt og sá ráðið ekki ástæðu til aðgerða. en beinir því til fréttastofu að taka fyrir skattamál fyrir- tækja. þegar tilefni gefst, með tilliti til álagningarseðla sem koma nú í sumar fyrir síðasta ár,“ segir í fundargerð útvarps- ráðs frá 16. júní um bókun vegna heiðni Vinnuveitenda- sambands íslands til ráðsins þess efnis að útvarpsráð taki fyrir afgreiðslu fréttastofu út- varpsins á tilmadum VSÍ um frekari útfa-rslu í fréttatíma vegna umfjöllunar fréttastof- unnar á skattamálum fyrir- tækja. Að sögn Guðmundar Jónssonar, framkvæmdastjóra Ríkisútvarps- ins, verður fundargerð þessi lögð fyrir útvarpsráðsfund til staðfest- ingar í dag. Hann sagði einnig, að þá mætti ef til vill vænta frekari bókana, en málið er ekki afgreitt fyrr en eftir staðfestingu fundar- Þyrla sótti veikan skipverja Skafta PYRLA varnarliðsins sótti sl. mið- vikudag veikan mann um borð i skuttogarann Skafta SK 3 þar sem hann var á siglingu um 20 milur undan Stafnesi og var hann fluttur á spitala í Reykjavik. Hafði hann fengið botnlangakast og var skorinn upp skömmu eftir komuna til Reykjavíkur. Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins tjáði Mbl., að beiðni hefði borist frá Útgerðarfé- lagi Skagfirðinga, að tvítugur veikur skipverji yrði sóttur af þyrlu Land- helgisgæzlunnar. Var haft samband við gæzluna og varnarliðið, en þyrla þess var þá stödd í æfingaflugi skammt frá Garðskaga. Bauðst varn- arliðið til að senda hana strax á staðinn og var það þegið. Hjálpar- beiðnin barst kl. 14 og um kl. 15:10 var þyrlan lent í Reykjavík og maðurinn kominn í Landakotsspítala nokkrum mínútum síðar. gerðarinnar. „VSÍ sendi bréf sitt ekki fyrr en 10 dögum eftir að umrædd frétt var lesin, þannig að það stendur svolítið þversum í útvarpsráðsmönnum, að fara að gera eitthvað svo löngu seinna," sagði hann. Þyrlan á myndinni er af Boeing-gerð, framleidd í Bandaríkjunum, en hún var á ferð i Reykjavik i fyrradag og staldraði áhöfn hennar við yfir nótt. British Airways rekur sérstaka þyrluþjónustu við olíubormcnn undan ströndum Skotlands og með þessum 44 manna þyrlum eru þeir fluttir milli borpalla og Aberdeen. Kom þyrlan frá Kulusuk og átti að halda til Færeyja í gær og síðasta áfangann, til Skotlands, í dag. i.júsm. KríKtján. Reikningar BÚR ekki í samræmi 1600—2000 milljónir gkr. halli á fyrirtækinu væri lögum fylgt, segir Davíð Oddsson „ÞAÐ ER alvarlegt að það er villandi framsetning á reikningum Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en reikn- ingarnir eru ekki gerðir í samræmi við lög,“ sagði Davíð Oddsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á borgar- stjórnarfundi í gærkveldi, en þá voru til síðari umræðu ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1980. eru við lög Davíð benti á, að í athugasemd- um endurskoðunardeildar borgar- innar kæmi fram, að aðferðin sem notuð væri við útreikning verð- bótafærslu væri ekki í samræmi við lög um tekju- og eignaskatt. í skýrslu endurskoðunardeildar kemur fram, að tekjufærslan 1980 sé reiknuð 54,91% af skuldastöðu í ársbyrjun og árslok 1980, þær tölur síðan lagðar saman og deilt í með tveimur. Þannig sé fengin tekjufærsla upp á 2.625 milljarða gkr. en ef þetta væri gert í samræmi við lög um tekju- og eignaskatt yrði þessi tala 1.666 milljarðar gkr., eða 958 milljónum gkr. lægri en upp er fært í reikningunum. Auk þessa ætti samkvæmt lögum að afskrifa eldri gengismun í rekstrarreikningi, en þar væri um tvo möguleika að ræða. Samkvæmt aðferðunum yrðu afskriftirnar annað hvort rúmar 386 milljónir gkr. eða 155 milljónir gkr. Samkvæmt þessu yrði rekstrarhalli á reikningum BÚR upp á rúmar 936 milljónir gkr. eða 1207 milljónir gkr., eftir því hvor aðferðin yrði valin. Davíð Oddsson benti á, að ekki væru reiknaðir vextir af skuld BÚR við Framkvæmdasjóð, en ef það væri gert, yrði hallinn á BÚR mun meiri, eða 1600—2000 millj- ónir gkr., en samkvæmt reikning- um BÚR væri sagt að hagnaður væri af fyrirtækinu upp á tæplega 137 milljónir gkr. Davíð Oddsson gagnrýndi harð- lega þessi vinnubrögð BÚR og það að formaður útgerðarráðs hældist um yfir góðri stöðu fyirtækisins. Það væri ljóst að staðan væri ekki sú sem af væri látið, þegar hún væri borin saman við stöðu út- gerðarfyrirtækja í eigu einstakl- inga. Þá lagði Davíð það til, að afgreiðslu reikninga BÚR yrði frestað til næsta borgarstjórnar- fundar, en á meðan skyldi BÚR gera reikninga sína í samræmi við lög. Að beiðni Sigurjóns Péturs- sonar dró Davíð tillögu sína til baka en hann og Sigurjón fluttu sameiginlega eftirfarandi tillögu: Borgarstjórn er sammála um, að reikningar Bæjarútgerðar Reykjavíkur séu ekki í samræmi við þær reglur, sem felast í tekju- og eignaskattslögum, og athuga- semd í reikningum um það á bls. 103 á því ekki við. Því samþykkir borgarstjórn að leiðréttingarblaði, þar sem þessi mistök séu leiðrétt, verði komið í öll eintök ársreikninga borgar- sjóðs fyrir árið 1980. Sérreikn- ingar Bæjarútgerðar Reykjavíkur verði prentaðir upp og leiðréttir í samræmi við tekju- og eigna- skattslögin, í samráði við borgar- endurskoðanda. Skattskrá í Norðurlandskjördæmi eystra: Álagning nam tæplega 90 milljörðum gkróna SAMKVÆMT skattskrá í Norð- urlandskjorda’mi eystra fyrir árið 1980 sem lögð hefur verið fram. voru lögð gjöld á 16.282 einstaklinga. að upphæð alls liðlega 13.2 milljarðar gkróna, en á 919 börn voru lagðar liðlega 64,3 milljónir gkróna. Þá voru lagðir liðlega 3,3 millj- arðar gkróna á 679 félög. Hækkunin milli ára var 49,4%. Tekjuskattur var lagður á 9.016 fyrirtæki að upphæð tæp- lega 6 milljarðar gkróna og er Sovétsinnar og Kínavinir deila í SHA: Stóraukin barátta gegn Sovét hláleg tímaskekkja „ÓIIUGSANDI er að ætla sér að gera baráttu gegn Rússum og Varsjárbandalaginu jafnhátt undir höfði innan SIIA og baráttunni gegn USA _ og NATO.“ Þannig kemst Árni Iljartarson að orði I síðasta töluhlaði Dagfara, málgagns Samtaka herstöðvaandstæðinga (SHA), sem út kom nú á dögun- um í tilcfni af svonefndri „frið- argöngu“ samtakanna. Er greinin svar við ádrepu Ara Trausta Guðmundssonar, sem mótar afstöðu sina til utanrík- ismála á svipaðan hátt og kin- verskir kommúnistar og hefur varað við ítökum Sovétsinna innan Samtaka herstöðvaand- stæðinga. I grein sinni segir Árni Hjart- arson: „Herstöðvaandstæðingar verða að horfast í augu við þá staðreynd, hvort sem þeim finnst hún sæt eða súr, að barátta þeirra miðar að því að slæva hernaðarmátt vestur- blokkarinnar. ísland er hernað- arlega mikilvægt og missir herstöðvanna hér yrði Banda- ríkjunum hernaðarlegt áfall, sem Sovétmenn mjög...“ myndu 'fagna Síðar í greininni segir Árni Hjartarson: „Afstaða miðnefnd- ar (SHA innsk.) til Sovétríkj- anna og Varsjárbandalagsins hefur verið hárrétt, að gera ekki kröfu til sameiginlegrar skil- greiningar herstöðvaandstæð- inga á þessum öflum." Þá kemst Árni þannig að orði: „Ef herinn færi og landið segði sig úr Nato', er sovésk innrás hugsanleg, en ólíkleg. Það er þó áhætta, sem herstöðvaandstæðingar gera sér fyllilega ljósa og eru tilbúnir til að taka.“ Undir lok greinar sinnar segir Árni Hjartarson: „Það væri hlá- leg tímaskekkja, ef SHA færu í dag að taka upp stóraukna baráttu gegn sovétblokkinni. Hins vegar kalla auknar viðsjár og stríðsæsingar víða um heim eftir aukinni baráttu gegn heimsvaldastefnu USA. Nú þeg- ar óður maður situr í Hvíta húsinu og hryðja vígbúnaðar og kaldastríðsáróðurs ríður yfir heiminn ...“ þar um að ræða 42,9% hækkun milli ára. Tekjuskattar voru lagðir á 919 börn, að upphæð tæplega 40,5 milljónir gkróna og á 190 félög voru lagðir tekju- skattar, að upphæð liðlega 547,5 milljónir gkróna, sem er 27,9% hækkun milli ára. Eignaskattur var lagður á 2.336 einstaklinga, að upphæð liðlega 191,5 milljónir gkróna, sem er 60,2% hækkun milli ára. Eignaskattur var lagður á 361 félag, að upphæð liðlega 381 milljón gkróna, sem er um 37,7% hækkun milli ára. Af einstaklingum greiddi Leó Sigurðsson, útgerðarmaður, hæst gjöld, eða alls tæplega 32,6 milljónir gkróna. Annar hæsti skattgreiðandinn var Oddur B. Thorarensen, lyfsali, með liðlega 16,2 milljónir gkróna. Þriðji í röðinni var Þorleifur Matthías- son, tannlæknir, með 14,7 millj- ónir gkróna. í fjórða sæti var svo Gauti Arnþórsson, yfirlæknir, með liðlega 14,4 milljónir gkróna. Fimmti í röðinni var Teitur Jónsson, tannlæknir, með liðlega 14,3 milljónir gkróna. Af félögum greiddi Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, langhæst gjöld, eða liðlega 524 milíjónir gkróna. í öðru sæti var Útgerð- arfélag Akureyringa, með tæp- lega 146 milljónir gkróna og í þriðja sæti var Slippstöðin með liðlega 133,5 milljónir gkróna. Útsvör greiddu 14.905 ein- staklingar, alls liðlega 5,7 millj- arða gkróna, sem er 56,7% hækkun milli ára. 689 börn greiddu alls liðlega 15,4 milljónir gkróna í útsvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.