Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 5 Auðarbók Auðuns kemur í dag -19. júní AFMÆLISRIT til heiðurs Auði Auðuns sjötugri kemur út i dag, 19. júni. Utgefendur eru Samtök sjálfstæðiskvenna. Afmælisritið, sem hefur hlotið nafnið „Auðar bók Auðuns" og er safn greina, flestra fræðilegs eðlis eftir 18 höfunda, er 210 síður í Skírnisbroti auk 16 myndasíðna. Á 70 ára afmæli Auðar hinn 18. febrúar sl. tilkynntu útgefendurn- ir, Landssambands sjálfstæðis- kvenna og Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, um afmælis- ritið og að 19. júní hefði verið valinn sem útgáfudagur. Sá dagur minnir á baráttuna fyrir réttindum kvenna, en þann dag 1915 öðluðust íslenskar konur kosningarétt og kjörgengi. Stund- um hefur þótt á skorta, að konum nýttust þessi réttindi, en á því sviði er Auður Auðuns tvímæla- laust brautryðjandi í hópi ís- lenskra kvenna á 20. öld, bæði í menntun og stjórnmálum. Síldveið- um Norð- manna mótmælt RÍKISSTJÓRN íslands hefur sent Norðmönnum mótmæli vegna fyrirhugaðra síldveiða Norðmanna i haust. Norðmenn hafa leyft veiðar á 11 þúsund tonnum af síld úr norsk-islenzka síldarstofninum i ár, en fiski- fræðingar hafa lagt til algjört veiðibann á þessum stofni. ítrekað hefur verið fjallað um þennan síldarstofn í Alþjóða haf- rannsóknaráðinu og hafa vísinda- menn komizt að þeirri niðurstöðu, að veiðar úr stofninum séu óæski- legar. Þá hafa íslendingar mót- mælt þessum veiðum í norsk- íslenzku fiskveiðinefndinni, sem sett var á laggirnar er Jan May- en-samkomulagið var gert. Auk þessara síldveiða Norð- manna úr norsk-íslenzka stofnin- um, hefur Efnahagsbandalag Evr- ópu leyft mikla aukningu síldveiða í ár, bæði í Norðursjónum og fyrir norðan Skotland, en þar er um aðra síldarstofna að ræða. INNLENT Ritnefnd skipuðu þau Elín Pálmadóttir, Hannes Gissurarson og Ragnhildur Helgadóttir, sem stýrði verkinu og reit Ragnhildur formála, þar sem gerð er grein fyrir ævi og starfi Auðar Auðuns. Fremst í bókinni er listi heilla- óskenda og geta þeir vitjað bókar- innar á skrifstofunni í Valhöll, Háaleitisbraut 1, næstu viku á tímanum 9—17. Ennfremur verð- ur afmælisritið til sölu í Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. Pálmi BA með 1160 tonn Auður Auðuns í skrá Morgunblaðsins í Sjómannadagsblaði um þá báta á landinu sem fiskuðu yfir 1000 tonn, féll niður nafn Pálma BA 30 frá Patreks- firði, sem fiskaði 1160 tonn og hefði því átt að vera nr. 14 í röðinni yfir þá 24 báta, sem fiskuðu yfir 1000 tonn. Um- rædd skrá Fiskifélags íslands /ar birt með þeim fyrirvara ?rá Fiskifélaginu að hugsan- ega hefðu ekki borist ennþá tpplýsingar um alla báta sem hefðu fiskað yfir 1000 tonn á vetrarvertíðinni og var Pálmi ekki á skrá Fiskifélagsins. Olíumöl hf. lagt niður Nýtt fyrirtæki tekur við IIRAÐBRAUT hí. er nýtt fyrir- tæki er stofnað hefur verið i stað Olíumalar hf. sem lagt hefur verið niður. Það voru stærstu kröfuhafar Oliumalar hf. sem stóðu að stofnun þessa fyrirtækis en þeir eru: Framkvæmdastofn- unin, rikissjóður, Útvegsbankinn og olíufélagið Norsk Fina. „Þetta var skárri kosturinn af tveimur, en hinn var að láta Olíumöl hf. verða gjaldþrota," sagði Benedikt Bogason verkfræð- ingur hjá Framkvæmdastofnun- inni er Mbl. spurði hann nánar út í þessi mál. „Við vildum alls ekki,“ sagði Benedikt, „að fyrirtæki sem þetta dytti uppfyrir vegna þess að það yrði spor afturábak í þeirri tækni- þróun er átt hafði sér stað með stofnun Olíumalar hf. Aðrar stöðvar framleiða einungis malbik og er ekki hægt að nota það nema á litlu svæði við stöðvarnar þar sem malbikið þolir ekki langa flutninga. Sveitarfélög þurftu með öðrum orðum á þessu fyrirtæki að halda. Sveitarfélög í nágrenni Reykjavíkur hafa lagt bundið slitlag á allt að 55 prósent vega og með óbreyttu ástandi væri hægt að reka þetta. Málið er það, að Olíumöl hf. lagði í miklar fjárfestingar við stofnun þess og bjuggust við að markaðurinn væri nægur til að borga þær upp. Raunin varð hins vegar sú, að markaðurinn reyndist miklu minni, en þeir gerðu ráð fyrir í sínum fjárfestingum og lentu þeir í erfiðri greiðslustöðu sem magnaðist upp. Ef markaður- inn hefði verið eins og þeir reiknuðu með, hefði ekki þurft að koma til þessara erfiðleika. Fram- leiðslan var ekki nógu mikil til að borga afborganir og vexti. Hraðbraut hf. verður ekki rekin með alveg eins sniði og Olíumöl hf. Við erum búnir að gera samning nú á þessu ári við Miðfell hf. um að reka þetta fyrirtæki í ár. Við töldum ekki heppilegt að fara út í að byggja eigið rekstrarlið í sumar og gengum því frá rekstrarsamn- ingi við Miðfell, en þeir hafa mikla reynslu á þessu sviði. Við teljum okkur hafa valið öruggustu og bestu leiðina og teljum að þetta geti gengið, þar sem markaðurinn er þekktur og nokkuð stöðugur á næstu árum. Það er reiknað með heldur minnk- andi framleiðslu næstu tvö ár, en síðan aukningu aftur. Sveitarfélög um alit land sem eru á miðri leið að byggja bundið slitlag á sínar götur, er helsti markaðurinn og einnig er fyrirsjáanleg talsverð vöntun á olíumöl hjá Vegagerð ríkisins," sagði Benedikt að lokum. Skiptir „Flakkar- inn“ um eigendur? Akureyri. 15. júní. SKIPIÐ sem Slippstöðin hf. á og legið hefur óselt við bryggju mánuðum saman kynni nú brátt að skipta um eigendur og fara að draga björg i þjóðarbúið. að sögn Stefáns Reykjalín, stjórnarfor- manns Slippstöðvarinnar hf. Nokkrir útgerðaraðilar eru að velta fyrir sér kaupum á skipinu án þess að nokkurt ákveðið tilboð hafi komið fram enn. Framkvæmdastjóri Slippstöðv- arinnar hf., Gunnar Ragnars, er væntanlegur heim frá útlöndum eftir miðjan þennan mánuð og þá munu málin skýrast og ákvarðanir teknar. Ekki þykir koma til mála að Slippstöðin hf. leigi skipið eða geri það út á eigin spýtur. Skipinu hefur ekki verið gefið nafn, en það gengur almennt undir nafninu „Flakkarinn", bæði af því að skipsskrokkurinn hefur oft skipt um eigendur og farið víða og af hinu að hingað til lands var hann dreginn frá Flekkefjord í Noregi. Hann var lengdur á Akra- nesi, en síðan var skipið fullsmíð- að og frágengið í Slippstöðinni hf. Sv.P. „Þetta bónuskerfi er alltof strangt" „ÞAÐ ERU næstum tvær vikur síðan við sögðum þcssu bónus- kerfi upp. en þeir hafa ekki haft samband við okkur síðan.“ sagði Ilerdís Gisladóttir, trúnaðarmað- ur starfsfólksins á saumastof- unni Akraprjóni á Akranesi, er Mbl. hafði samband við hana vegna neitunar starfsfólks þar að vinna eftir Isinuskerfi sem átti að setja i gang á saumastof- unni. „Það var bara ætlast til of mikils af okkur. Við hefðum þurft að ná 40 prósent meiri afköstum til að fá eitthvað í okkar vasa. Þetta bónuskerfi, sem er enskt, er svona strangt. Við viljum hafa það eins og þeir í Borgarnesi og víðar, en þar eru verkin tíma- mæld. Þeir voru í sjö eða átta mánuði að koma þessu kerfi hér á og við unnum eftir því í einn mánuð en hættum því svo. Núna erum við á tímakaupi. Ég held,“ sagði Herdís, „að þeir hafi varla efni á að láta okkur vinna eftir bónuskerfi hér vegna verkefna- skorts. Annars bíðum við bara eftir þeirra viðbrögðum. Það má kannski taka það fram, að með þessu kerfi hefði orðið 100 prósent framleiðsiuaukning en aðeins 16 prósent kaupaukning," sagði Her- dís að lokum. Svæðismót í Kaupmannahöfn: Islendingar mega senda 3 skákmenn ÍSLENDINGAR hafa rétt til að senda þrjá keppendur á svæðis- mót, sem haldið verður í ná- grenni Kaupmannahafnar i haust. Aðrar þátttökuþjóðir á þessu móti verða Danir, Norð- menn og Sviar, með 2 skákmenn hver þjóð, og Finnar og Færey- ingar með 1 skákmann hvor. Mótið hefst 5. september og greiðir danska skáksambandið kostnað við mótshald, en þátt- tökuþjóðir greiða ferðakostnað sinna keppenda. í skáktíðindum frá SÍ segir, að þrír keppendur verði að öllum líkindum sendir á mót þetta. litni bfll-STÖR BlLL? Þaó gildir einu...._ Philips framleiðir bíltækið í bílinn hvort sem hann er lítill eða stór, gamall eða nýr. Þú getur valið milli útvarpstækja, kassettutækja, eða sambyggöra útvarps- og kassettutækja i fjölmörgum mismunandi geröum og verðflokkum. ✓ *~r~' Þú getur verið viss um gæðin ... ef tækiö er frá PHILIPS. i rKí E c*««rTe »tmco .12JSð 1JL-, , heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.