Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 Mjólkursamlag Borgfirðinga í nýtt húsnæði BorKarnesi, 16. júní. Mjólkursamlag Borg- firðinga hefur flutt starf- semi sína í nýtt hús sem samlagið hefur látið byggja fyrir ofan Borg- arnes. Byggingin er ekki fullgerð en fyrirhugað er að ljúka henni í sumar og vígja í haust. Að sögn Indriða Albertsson- ar mjólkurbússtjóra er nýja mjólkursamlagið um fimm þúsund fermetrar að stærð og er það um það bil þrefalt meira gólfrými en samlagið hafði í gamla samlaginu við Skúlagötu og víðar um kauptúnið, auk þess sem aðstæður allar eru betri, til dæmis nefndi hann að gamla samlagið hefði verið á þrettán gólfum. Indriði sagði að Mjólkur- samlagið væri ostagerðarbú og væri framleiðslugeta þess nú um 50 þúsund lítrar á dag í osta, miðað við dagvinnutíma, auk pökkunar á nýmjólk og þess háttar neysluvöru fyrir heimamarkaðinn. Til saman- burðar mætti geta þess að í osta hefði framleiðslan í gamla samlaginu verið um 15 til 20 þúsund lítrar á dag. Mjólk til samlagsins er um 17% minni nú en á sama tíma í fyrra og heldur áfram að minnka, öfugt við það sem er að gerast hjá hinum stóru samlögunum. Hjá þeim flest- um er jafnvægi komið á í mjólkurframleiðslunni á ný. Hjá Mjólkursamlagi Borg- firðinga er nú í undirbúningi framleiðsla á nýjum tegundum osta sem farið Verður að fram- leiða þegar framleiðslan verður komin í eðlilegt horf í nýja húsinu, svo framarlega sem til verður mjólk í slíka fram- leiðslu. - HBj. Fræbblarnir og Bara flokkurinn á Akureyri í KVÖLD verða haldnir hljómleik- ar í samkomuhúsinu á Akureyri. Fræbbblarnir munu leika auk Bara flokksins. Báðar þessar hljómsveitir hafa lokið við að hljóðrita litlar plötur sem koma út nnan skamms og munu lög af þeim plötum verða kynnt á hljóm- 'eikunum. Stúdentar frá MA að lokinni útskrift. 118 stúdentar frá MA Akureyri, 17. júni. MENNTASKÓLANUM á Akur- eyri var slitið i Akureyrar- kirkju í morgun að viðstöddu eins miklu fjölmenni og kirkjan framast rúmaði. Athöfnin hófst með semhalleik Helgu Ingólfs- dóttur. en siðan flutti Tryggvi Gíslason, skólamcistari. yfirlit um skólastarfið. Hann minntist í upphafi Freysteins Guð- mundssonar. nemenda i 1. bekk, sem varð úti ásamt félaga sínum milli jóia og nýárs, en þakkaði síðan kennurum og starfsfólki skólans vel unnin störf á skólaárinu. Skólameist- ari gat þess, að margs konar nýjungar hefðu verið upp tekn- ar i skólanum á siðustu árum, þó að hann væri annars fast- heidinn á fornar venjur. Á þessu skólaári væri sú breyting mest, að upp hefði verið tekin ný námsskrá i 1. bekk, eins og reyndar i öllum framhaldsskól- um á Norðurlandi. Nemendur skólans á liðnum vetri voru 660, þar af 540 í dagskóla, en 120 í öldungadeild. — Á 1. ári voru 197, en prófi luku 141. Hæstu einkunn hlutu Jón Stefán Pétursson og Rún Hall- dórsdóttir, 9,2. í 4. bekk varð efst Árný H. Reynisdóttir 8,6, — í 5. bekk Selma Hauksdóttir, 9,6, — og á stúdentsprófi Hjörtur Steinbergsson, 9,6, og Alma Dag- björt Möller, 9,3. Skólameistari Hjörtur Steinbergsson frá Spónsgerði gat þess sérstaklega, að Hjörtur hefði stundað nám í 3 ár í framhaldsdeild (viðskiptasviði) Gagnfræðaskóla Akureyrar, en verið 4. og síðasta árið í MA. Um Ölmu Dagbjörtu Möller tók skólameistari fram, að hún væri 5. systirin, sem lyki stúdents- prófi frá MA, og hefðu þær allar verið í allra fremstu röð nem- enda og námsgarpar miklir. Af hálfu 50 ára stúdenta Alma Dagbjört Möiler frá Siglufirði talaði dr. Sigurður Þórarinsson og flutti skólanum þakkir og árnaðaróskir. I þeim hópi voru upphaflega 15 stúdentar, en af þeim eru 9 á lífi og 6 staddir við skólaslitin. Einn þeirra, Hörður Bjarnason, húsameistari, gaf skólanum fyrir fáum dögum handrit af skólablaðinu Gátta- þef, sem 6. bekkur 1930/1931 gaf út. Ritstjórar voru þeir Hörður og Einar Ásmundsson, og flutti blaðið efni bæði í bundnu og óbundnu máli, auk þess sem Hörður myndskreytti það ræki- lega. Þennan vetur var Páll Hallgrímsson, sýslumaður, in- spector scholae, og var hann í morgun sæmdur æðsta virð- ingartákni skólans, gulluglunni. Fyrir hönd 40 ára stúdenta talaði Guðmundur Ingvi Sig- urðsson, hæstaréttarlögmaður, og afhenti gjafabréf fyrir Skarðsbók hinni litprentuðu, sem er rétt ókomin út. Sr. Bolli Gústavsson talaði af hálfu 25 ára stúdenta og til- kynnti peningagjöf frá þeim til eflingar starfi Leikfélags MA í minningu Árna Kristjánssonar, kennara, sem lét sér alltaf mjög annt um leiklistarstarfsemi í skólanum. Inga Jóna Þórðardóttir talaði fyrir hönd 10 ára stúdenta, sem gáfu fjárhæð til eflingar félags- lífi í skólanum, sérstaklega með kaup á hljómtækjum í huga. Loks flutti einn nýstúdenta, Gunnar Snælundur Ingimarsson frá Egilsstöðum, ávarp. í stúd- entahópnum voru að þessu sinni 118, þar af 6 úr öldungadeild. Skólameistari ávarpaði ný- stúdenta og sagði þá m.a.: „Lær- ið að þekkja sjálf ykkur, og verðið vitur." — Síðan sleit hann skólanum. Sv.P. Akureyrarblaðið að hef ja göngu sína — fyrsta óháða fréttablaðið á Akureyri igendur Akureyrarblaðsins. Geir S. Björnsson, prentsmiðjustjóri, inar Pálmi Árnason, prentari, Ragnar Þorvaldsson, bókagerðarmað- r og Guðbrandur Magnússon, blaðamaður. Á myndina vantar þá unnar Þórsson mr Riarna Sisrurösson. l.íikmvnH Mhi nr. INNAN skamms mun nýtt blað á Akureyri, Akureyrar- hlaðið, hefja göngu sína, eða væntanlega 6. júlí næstkom- andi. Það er sameignarfélag- ið Blaðið sf. sem standa mun að útgáfunni og mun blaðið verða prentað í Prentverki Odds Björnssonar á Akur- eyri. Ætlunin er að blaðið komi út á mánudögum og verði 8 síður að stærð og upplag til að byrja mcð verði 2.500 eintök. Ritstjóri og ábyrgðarmaður verður Guð- brandur Magnússon og blaðamenn auk hans Einar Pálmi Árnason og Ragnar Þorvaldsson. sem allir eru meðeigendur i blaðinu ásamt þeim Geir S. Björnssyni, Bjarna Sigurðssyni og Gunn- ari Þórssyni. Blaðamaður Mbl. leit við hjá þeim félögum fyrir skömmu og ræddi við þá: „Þetta verður fyrsta óháða blað- ið, sem gefið verður út á Akureyri og einn megin tilgangur útgáfunn- ar er að vega upp á móti flokks- blöðunum, sem háð eru sínum flokkum og keppast við að fegra þá og ræða því oft aðeins aðra hlið hvers máls. Við munum því leggja áherzlu á að vera með óháðan fréttaflutning og íþróttir munu skipa veglegan sess í blaðinu. Þar sem blaðið kemur út á mánudög- um ættum við að vera fyrstir með fréttirnar, sem jafnframt hlýtur að styrkja stöðu okkar, en blaðið mun einskorðað við fréttir frá Akureyri og þá atburði, sem Akur- eyringa snerta," sögðu þeir félagar meðal annars. Eruð þið bjartsýnir á að þetta gangi? „Við rennum nokkuð blint í sjóinn hvað fjármögnun varðar, en við höfum rætt við auglýsendur og undirtektir þeirra lofa góðu og við höfum þegar fengið auglýs- ingar í fyrsta blaðið. Dæmið verður svo gert upp eftir 4 fyrstu tölublöðin og þá kemur í ljós hvort það gengur upp. Blaðið verður aðeins selt í lausasölu fyrst í stað og þannig skilar fjármagnið sér inn fyrr en með áskriftum. Svo við erum bjartsýnir á að þetta gangi og höfum þegar orðið varir við mikinn áhuga fólks, en segja má að þetta sé fyrst og fremst skemmtileg og áhugaverð tilraun, sem vonandi tekst. Við vonum að fólk treysti betur fréttaflutningi óháðs blaðs og veiti okkur það brautargengi, sem við þurfum, en hvort okkur tekst að gera eins vel og við viljum yerður að koma í Ijós, þegar blaðið kemur út,“ sögðu þeir félagar að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.