Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 13 „Kjörbúð Bjarna“ verður „Kjörbúðin Kaupangi“ Akureyri. 16. júni. BJARNI Bjarnason, kaupmaður, hefir nú hætt rekstri Kjörbúðar Bjarna í Kaupangi við Mýrarvejc en leigt húsnæðið Kaupfélagi Ey- firðinga, sem rekur þar áfram verslun undir nafninu „Kjörbúðin Kaupangi“. Verslunarstjórar eru Einar Árnason og Jens ólafsson, en starfsmenn eru 12. Jafnframt hefir KEA hætt rekstri tveggja matvöruverslana, i Brekkugötu 47 og Grænumýri 9. Fréttamður Mbl. spurði Bjarna, hvers vegna hann hefði lagt niður kjörbúð sína og leigt KEA húsnæð- ið. — Það var einfaldlega enginn rekstrargrundvöllur fyrir henni lengur og hefur reyndar ekki verið lengi. En ástandið hefur farið versnandi ár frá ári, og það er almennt viðurkennt, að það er yfirleitt enginn grundvöllur fyrir rekstri smásöluverslunar, a.m.k. ekki matvöruverslunar, hér á landsbyggðinni. Tókstu eftir, hvað Valur kaupfélagsstjóri sagði í skýrslu sinni á aðalfundi KEA um daginn? Nákvæmlega þetta. Og þetta er alveg rétt. Miðað við alla þá vinnu, sem ég lagði í verslun- arreksturinn, fannst mér alls ekki borga sig að standa í þessu lengur. Það var miklu betra að hætta alveg og sætta sig við blákaldar stað- reyndir. — Er reksturinn þá ekki vonlaus hjá Kaupfélaginu líka? — Það horfir svolítið öðruvísi við. Það á sínar eigin vinnslustöðv- ar, mjólkursamlag, kjötvinnslu- stöð, sláturhús, brauðgerð o.s.frv. Þær vörur, sem það getur þannig keypt úr eigin hendi eða með öðrum orðum framleitt sjálft, þurfti ég að kaupa af öðrum. Aðstaða Kaupfélagsins er að þessu leyti allt önnur. — Fékk starfsfólk þitt atvinnu áfram á sama stað? — Ég held að tvennt hafi fengið vinnu í nýju búðinni. Aðrir urðu að leita annað, og ég er hræddur um að þeir hafi ekki allir getað fengið atvinnu enn sem komið er. Það er nokkuð erfitt um þessar mundir að fá atvinnu, því er nú verr. — Hvað ertu að fást við þessa dagana? — Nú er ég að innrétta 300 fermetra húsnæði í Kaupangi, á hæðinni yfir Kjörbúðinni og jafn- stórt henni, og ætla að leigja það út. Dúkaverksmiðjan hefur þegar flutt saumastofu sina þangað inn, og seinna í sumar flytur svo blaðið Islendingur bækistöð sína þangað. Svo verða þar líka skrifstofur Sjálfstæðisflokksins. — Hvað ætlarðu svo að taka þér fyrir hendur? — Það vil ég ekki segja þér strax. Það skýrist kannski með haustinu. Já, það kemur allt í Ijós á sínum tíma. Sv.P. rbúðln Kaupangí Jens Ólafsson og Einar Árnason verslunarstjórar hinnar nýju kjörbúðar KEA. I Xf/I Bjarni fyrir framan kjörbúðina sína i fyrra. Hið nýja félagsheimili. I jósm. Mhl. Sijf. P. ttjörnsson. F élagsheimili vígt i Aðaldal FELAGSHEIMILIÐ í Aðaldal verður vígt við hátíðlega at- höfn, sunnudaginn 21. júni kl. 14.00. Félagsheimilið er staðsett hjá Hafralækjarskóla og er þar fullkomin aðstaða til íþróttaiðkana, enda er skólinn eignaraðili að húsinu ásamt hreppnum og starfandi félög- um sveitarinnar. Auk félags- aðstöðu er í húsinu bókasafn sveitarinnar og skrifstofa hreppsins. Bygging hússins hófst 1974 og má nú heita að það sé að fullu frágengið, þó eitthvað sé eftir að ganga frá lóð og annað smávegis. Arki- tekt hússins er Skúli Norðdal, og formaður byggingarnefnd- ar frá upphafi hefur verið Stefán Skaftason, ráðunautur. Til vígslunnar er boðið öll- um Aðaldælingum heima og að heiman fluttum, og verður þá húsinu gefið nafn. Fréttaritari LANDSSMIDJAN Félag sjálfstæðis- manna í Flóa: Aðalfundur í kvöld Aðalfundur Trausta, félags sjálfstæðismanna í Flóa, verð- ur haldinn i hjórsárveri í kvöld og hefst hann kl. 21.00. A dagskrá eru venjuleg að- alfundarstörf og önnur mál. í lok fundarins mun Helgi ívarsson bóndi á Hólum flytja ávarP Gunnar AKil.VSINf, \ SÍMINN KH. 22480 Stíhrein og sterk sófasett á ótrúlega lágu verc5i AKLÆÐIÐ ER KANVAS SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT VALHÚSGOGN TEGUND X 31 VERO: STÓLL TVEGGJA SÆTA SÓFI BORD Í SAMA STÍL 75x1.20 60x60 KR. 580.- KR. 1.150.- KR. 700.- KR. 370 ARMULA 4 - SIMI 82275 LITID í GLUGGANA UM HELGINA IOFT- MÖPPUR Allar stærdir fyrir verktaka og iðnfyrirtæki. Einnig ræsiloftsþjöppur fyrir skip. LANDSSMKUAN SIMI20680 fs, vðrnkynniiig ss í SS búóinni lóufelli í dag kl 2-7 Komið og bragðið é

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.