Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 /■ Irar eltu Karl með mótmælum um New York Ixindon 18. júni. AP. ÍRSKIR lýðveldis8innar eltu Karl Bretaprins um New York i gær ok höfðu í frammi mót- mæli, vegna ástandsins á Norður-írlandi. Karl dvaldi einn sólarhring i opinberri heimsókn i New York. Hann skoðaði borgina úr þyrlu, snæddi hádegisverð með Nancy Reagan, forsetafrú, og var heið- ursgestur á sýningu konung- lega ballettsins i Metropolitan- óperunni. Lögreglan hafði öflugan ör- yggisvörð um Karl í New York og gætti vandlega óperuhússins, meðan hann dvaldist þar. Þó tókst fjórum írum að komast þangað inn og náðu því að hrópa „morðingi“ að prinsinum áður en þeim var kastað út. Prinsinn virtist varla taka eftir Irunum og mótmælum þeirra. Að lokinni sýningunni var efnt til dansleiks. Karl var einn á ferð í New York. Kirkjan á Englandi hefur nú gefið Karli og unnustu hans, lafði Díönu Spencer, leyfi til að ganga í hjónaband. Erkibiskup- inn af Kantaraborg mun gefa þau saman í St. Páls-kirkjunni í London 29. júlí nk. ! MfíUGA GRÓF Vitretex sandmátningin er hæfilega gróf utanhússmálning. Ekki grófari en það að regn nær að skola ryk og önnur óhreinindi af veggjum. Og Vitretex sandmálning er óhemju sterk utanhússmálning ! og endingargóð, það sanna bæði veðrunarþolstilraunir og margra ára reynsla NÝ UTAKORTUM Á ÖLLUM SÖLUSTÖÐUM S/ippfélagið í Reykjavík hf MálningarverksmiÖjan Dugguvogi Simi 33433 Dæmdur í 3 ára útlegð Moskvu. 18. júni. AP. SOVÉSKI gyðingurinn og and- ófsmaðurinn Viktor Brailovsky var dæmdur i rúmlega þriggja ára útlegð fyrir að ófrægja Sovét- ríkin, að sögn konu hans, Irinu Brailovskys. Brailovsky var handtekinn 13. nóvember sl. Réttarhöldin yfir honum fóru fram í Moskvu og tóku tvo daga. Erlendum fréttamönnum og stuðningsmönnum Brailovskys var bannaður aðgangur að réttar- HUNDRUÐ kúbanskra kenn- ara hafa snúið frá Nicaragua að því er virðist, vegna mikilla árekstra við heimamenn að sögn bandariska utanrikisráðuneytis- ins. Talsmaður ráðuneytisins sagði að Bandaríkjamenn litu ekki á brottflutning kennaranna sem meiriháttar þróun því enn væru hundruðir kúbanskra hernaðar- ráðgjafa og annarra sérfræðinga í landinu. salnum en Irina og sonur hennar, Leonid, fengu að vera viðstödd réttarhöldin. Brailovsky er 45 ára. Hann sótti um leyfi til að flytja úr landi árið 1973 en fékk neitun. Við réttar- höldin flutti hann 45 mínútna varnarræðu þar sem hann sagðist vera saklaus. Hann neitaði að þiggja aðstoð lögfræðings sem ríkið ætlaði að útvega honum og neitaði einnig að svara við yfir- heyrslur, að sögn konu hans. „En við gleðjumst yfir því að íbúar Nicaragua vilja bera ábyrgð á menntunarmálum í landinu," sagði hann. Ráðuneytið telur að brottför kennaranna sé ekki meiriháttar pólitískt vandamál fyrir stjórn Sandinista. „En andstaða fólksins við Kúb- ani er vissulega orðið mikið vandamál fyrir stjórnina," sagði talsmaðurinn. Veður víða um heim Akureyri 15 skýjaó Amsterdam 16 rígning Aþena 35 heióskírt Barcelona 24 lóttskýjaó Berlin 16 rígning BrUssel 18 skýjaó Chicago 25 skýjaó Dyflinm 16 skýjaó Feneyjar vantar Frankfurt 13 rigning Færeyjar 10 alskýjað Genf 22 •kýjaó Helsinki 18 skýjaó Hong Kong 30 heióskirt Jerúsalem 24 heióskírt Jóhannesarborg 1Q heióskírt K aupmannahöfn 18 heióskírt Las Palmas 23 skýjaó Lissabon 33 heiöskírt London 19 heióskírt Los Angeles 40 heióskírt Madrid 37 heióskirt Malaga 26 heióskírt Mallorka 25 léttskýjaó Mexicoborg 20 rigning Miami 34 skýjaó Moskva 21 heióskírt New York 29 heióskirt Nýja Delhi 44 heióskírt Osló 15 heióskírt París 16 skýjaö Reykjavík 10 alskýjað Ríó de Janeiro 28 skýjaó Rómaborg 31 heióskírt San Francisco 26 heióskírt Stokkhólmur 14 skýjaó Sydney 17 skýjaó Tel Avív 28 heióskírt Tókýó 26 heióskírt Vancouver 15 skýjaó Vínarborg 18 rigning Kúbanskir kennarar flýja Nicaragua vegna árekstra við heimamenn Washington. 18. júni. AP. Hua í endurmenntun PekinK. 18. júní. AP. IIUA Kuo-feng, formaður kínverska kommúnista- flokksins útskrifaðist ný- lega úr skóla flokksins eftir átta mánaða stjórnmáialegt endurmenntunarnám. Hann situr nú fundi þar sem miðstjórnarfundur flokks- ins er undirhúinn, að því er diplómatískar heimildir herma. Sem formaður kommún- istaflokksins er Hua einnig yfirmaður skólans. Heimild- irnar segja að hann hafi numið við skólann vegna þess að hann hafi ekki verið talinn iðrast vinstri villna sinna nægjanlega. Heimildirnar segja einnig að búast megi við því að Hua IIua Kuo-feng verði lækkaður mjög í tign í flokknum. Hann verði líklega settur í framkvæmdanefnd stjórnmálaráðsins en fái ekki stöðu varaformannsins eins og áður hefur verið álitið. Þessar upplýsingar eru sagðar koma úr röðum háttsettra embættismanna í Kína. * Skóli kínverska kommún- istaflokksins er fyrir eldri embættismenn flokksins og unga embættismenn sem þykja lofa góðu. Stundum er það heiðursvottur að fá að setjast þar á skólabekk en stundum er hann notaður til að kenna mönnum aga og endurmennta þá í hug- myndafræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.