Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 17 ** arða Jóns Sigurðssonar. Forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir og Gunnar lahöldin jög vel 15.30 lagði skrúðganga af stað frá Hlemmtorgi og var gengið niður Laugaveginn og Bankastræti niður á Lækjatorg. Lúðrasveit verkalýðsins lék undir og var stjórnandi hennar Ellert Karlsson. I miðborginni voru skemmtiatriði á fimm stöðum og var þar m.a. Barba- paba og um fimmleytið götuleikhús við Bernhöftstorfuna. Hátíðahöldunum lauk með kvöld- skemmtun í Laugardalshöll þar sem spiluðu fyrir dansi hljómsveitirnar Brimkló og Grýlurnar. Talið er að um fimm til sjö þúsund unglingar og eldra fólk hafi verið þar á staðnum. Að sögn Þorsteins Eggertssonar tókst þessi dansleikur með miklum ágætum þrátt fyrir einhverja ölvun og þurfti ekki að fjarlægja nema þrjá og ein stelpa meiddist lítillega. Vildi Þor- steinn koma á framfæri þakklæti til Páls Eiríkssonar varðstjóra og manna hans frá Þjóðhátíðanefnd og einnig til mannanna er stóðu að dansleiknum. Dansinn stóð til eitt en þá óku strætisvagnar Reykjavíkur fólki í hverfin. Helga Stephensen leikkona flutti ávarp Fjallkonunnar. ir læknir Nú er öldin önnur, sem betur fer. Nú þarf læknir naumast að hafa teljandi áhyggjur af hýbýl- um né rekkjubúnaði sængur- kvenna. Og vel mátti starfsað- staða íslenzkra lækna batna til muna. Enda eru framfarirnar á nokkrum áratugum ævintýri lík- ar. Þar hafa ýms öfl lagzt á eitt; en ekki veit ég hvort margir læknar hafa þar betur að unnið en Jónas Kristjánsson gerði á sínum vettvangi. Og mér er sem ég heyri þann mann hafa við orð að sniðganga læknishérað vegna „erfiðrar aðstöðu", rétt svo sem læknisþjónustan væri vegna læknisins fremur en hinna sjúku. Og enn síður hefði hann ætlazt til sérstakrar uppbótar umfram sæmileg laun fyrir það eitt að vinna af vandvirkni og kunnáttu það verk sem hann hafði lært til og tekið að sér. Það hygg ég hann hefði kallað að láta múta sér til að gera skyldu sína. Og mér er sem ég sjái þennan öðling hlaupast frá sjúklingum, sem þurftu á þjónustu hans að halda og áttu ekki annarra kosta völ, og neita að sinna þeim fyrr en hann fengi laun sín hækkuð. Jónas Kristjánsson var ann- álaður handlæknir; hann hafði sívakandi áhuga á nýjungum í læknisfræði og lagði í kostnað- arsamar utanferðir í því skyni að fylgjast með þeim sem bezt. En aldrei hefði það hvarflað að honum að stökkva úr landi frá skyldunni við sína eigin þjóð, til þess eins að geta kreist meiri peninga út úr erlendu fólki en löndum sínum. Og að hafa úppi beinar eða óbeinar hótanir um slíkt í fjárkúgunar skyni hefði verið sjálf andstæðan við manngildi hans. Víst var Jónas Kristjánsson einstakur maður um margt. Þó er mér vel kunnugt um menn í læknastétt fyrr og síðar, sem að mannkostum líktust honum. Það voru menn sem báru virðingu fyrir samfélagi sínu; og þess vegna báru aðrir virðingu fyrir þeim. Slíkir menn hafa aflað stétt sinni álits og vinsælda. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra: Þjóðin öll verður að búast til varnar gegn vímugjöfum og eiturefnum Gunnar Thoroddsen. forsætisráðherra, flytur ávarp sitt. Ljósm. Mbl. Kristján. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra flutti þjóðhátíðarávarp á Aust- urvelli á þjóðhátíðardag- inn, 17. júní. Ávarp for- sætisráðherra fer hér á eftir: „Forseti íslands. góðir áheyrendur. Komið hafa þau tímabil í sögu íslenskrar þjóðar, er framför hefur lítil sem engin orðið, eða mönnunum munað aftur á bak. Önnur tímaskeið hafa skilað þjóðinni ágætlega áleiðis til frelsis, farsældar og menning- ar. Stundum áttar fólk sig ekki á því til fulls, hver árangur hefur orðið af starfi og striti um árabil, fyrr en staldrað er við um stund og skyggnst um öxl. I dag eru liðin þrjátíu og sjö ár síðan er landsmenn endur- reistu lýðveldi á íslandi og tóku öll sín mál í eigin hendur. Hvernig hefur þjóðinni vegnað á þessum rúma þriðj- ungi aldar? Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Lítum á fjögur meginmál. A næstu árum eftir stofnun lýðveldis mótaði Alþingi stefnu í utanríkismálum. í öryggis- og varnarmálum var ákveðin þátttaka íslands í varnarbandalagi vestrænna þjóða 1949 og varnarsamning- ur gerður 1951. Sú stefna er enn í góðu gildi og verður ekki frá henni hvikað. Annað meginmál er sú auð- lind, sem fólgin er í fiskimið- um umhverfis ísland. Fyrir aldarþriðjungi höfðu útlendir togarar lengi látið greipar sópa um hin íslensku mið, svo að fiskstofnarnir voru aðfram- komnir. En lýðveldið ísland hefur fært út fiskveiðilögsög- una úr þrem sjómílum í tvö hundruð. Fiskimiðin eru kom- in undir íslensk yfirráð. Nú höfum við valdið yfir þeim, íslendingar, og skulum reynast menn til að beita því bæði af kappi og forsjá. I þessum átökum um stækk- un landhelginnar létu íslend- ingar um hríð svo hressilega að sér kveða, að undir tók víða um lönd. Þá er hið þriðja stórmál: Auðlind okkar í orku fallvatna og jarðhita. Við stofnun lýðveldis voru rafvirkjanir á íslandi 26 mega- vött að afli, en eru nú 670 megavött. Virkjanir hafa meira en tuttugu og fimm faldast að afli og orku. Um áramótin 1943 og ’4 var Reykjavíkurborg að tengja hin fyrstu hús við hitaveituna. Nú hita nær eitt hundrað og sjötíu þúsundir landsmanna hús sín með jarðhita. Stórfelldar nýjar virkjanir standa fyrir dyrum. I fjórða lagi nefni ég at- vinnumál. Á þann veg hefur verið staðið að uppbyggingu- at- vinnuvega í landinu, að Islend- ingar eru lausir við atvinnu- leysi, meðan flestar grann- þjóðir búa við þann vágest, sums staðar svo að geigvæn- legt er. Hinn árstíðabundni atvinnuskortur á nokkrum stöðum í landinu, sumpart af völdum veðurfars, og sumar- vinna fyrir skólafólk, eru mál, sem sérstaklega þarf að huga að. í dag eru liðin 170 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Öll sín manndómsár barðist hann fyrir frelsi landsmanna á öllum sviðum: Stjórnfrelsi í stað erlendrar yfirstjórnar — verslunarfrelsi í stað einokun- ar — einstaklingsfrelsi í stað átthaga- og athafnafjötra. Fáir menn hafa lagt jafn- þunga áherslu á frelsið og gildi þess. Fáir menn hafa fært jafnsterk rök og sannfærandi fyrir því, hvílík undirstaða frelsið væri undir velferð þjóð- ar og þegna. En jafnframt varaði Jón Sigurðsson við misnotkun frelsisins og var ekki myrkur í máli: Hann sagði, að eitt af skil- yrðum fyrir því að geta orðið nýtur maður væri það að þola stjórn og bönd, þau væru jafn nauðsynleg fyrir líf einstakra manna sem þjóða. Frelsið án takmörkunar væri ekki frelsi, heldur agaleysi og óstjórn. Svo mælti Jón Sigurðsson. Þessi orð komu mér í hug um daginn, þegar Hvítasunnu- helgin var vanvirt og friðhelgi hinna fegurstu griðastaða rof- in með smánarlegu framferði, áfengisæði og spellvirkjum á viðkvæmri náttúru landsins. Sumir tala um vandamál æskunnar. Nú er íslenska þjóðin svo lánsöm að eiga vel gefið, glæsi- legt og dugandi æskufólk, þótt sum ungmenni rati í þá ógæfu að gerast brotleg við sitt innsta eðli og samvisku. En útbreiðsla og áhrif vímu- gjafa og eiturefna eru orðin slíkt vandamál, að þjóðin öll verður að búast til varnar. Æskan sjálf fyrst og fremst, æskulýðsfélög og önnur félags- málasamtök, kirkja, skólar, sveitarstjórnir, ríkisvaldið, allir verða að leggjast' á eitt í þessu fyrirbyggingar- og björgunarstarfi. Á silfurskjöld við útför Jóns Sigurðssonar voru letruð þessi orð: Óskabarn íslands, sómi þess, sverð og skjöldur. Sómi Islands. Sérhver íslenskur æskumað- ur, piltur og stúlka, þarf að ásetja sér og ástunda það, að vera Islandi til sóma, hvar sem er, hvenær sem er. Góðir áheyrendur, ég óska ykkur öllum gleði- legrar þjóðhátíðar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.