Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 + Eiginmaður minn og faöir okkar, GUÐNI ÖRVAR STEINDÓRSSON, lézt 17. júní. Fyrir mína hönd og barna hans, Björg Guölaugsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, MAGNÚS KRISTJÁN INDRIÐASON, kaupmaöur, Lundahólum 6, Reykjavík, sem fórst meö flugvélinni TF-ROM, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 22. júní nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á aö láta björgunarsveitir njóta þess. Er)a L6a jónsdóttir og synir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, KJARTAN STEINGRÍMSSON, Miklubraut 66, varð bráökvaddur aö kvöldi 16. júnt'. Ingibjörg K. Jónsdóttir, Kristín Kjartansdóttir, Guörún L. Kjartansdóttir, Kjartan Kjartansson. Móöir okkar, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR fré Hjélmholti, andaöist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 16. júní. Guöbjörg Þorsteinsdóttir, Þórarinn Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson. + Móöir okkar, GUÐMUNDÍNA SIGURBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, Garöavegi 7, Hafnarfiröi, veröur jarösett frá Þjóökirkjunni föstudaginn 19. júní kl. 2. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, GUNNAR SÖRENSEN, útvarpsvirkjameistari, Skipholtí 26, lést aö morgni 17. júní. Jaröarförin auglýst síöar. Judith Jónsdóttir og börn. + Öllum er sýnt hafa hluttekningu vegna fráfalls móöur minnar, SIGURRÓSAR JÓNSDÓTTUR, Fornhaga 26, sendi ég mínar innilegustu þakkir. Fyrir mína hönd, ættingja og vandamanna, Víöir H. Kristinsson. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og bróöur, BJARNA GÍSLASONAR fyrrum stöövarstjóra. Guóný Gestsdóttir, Jóhanna Gísladóttír. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur, SIFJAR BJARNADOTTUR Bjarni Ómar Guömundsson, Ragnhildur Ólafsdóttir, Ólafur Ragnarsson. Minning Hjörleifur Einars- son frá Mýnesi Fæddur 28. nóvember 1955. Dáinn 27. maí 1981. Hjörleifur Einarsson var fædd- ur 28. nóvember 1955, foreldrar Laufey Guðjónsdóttir og Einar Örn Björnsson, Mýnesi, Eiða- hreppi, S. Múlasýslu. Systkini hans eldri eru Arnljótur, Sigríður Laufey, Björn, Áskell Gunnar, Úlfur og Guðjón. Hjörleifur var af hinni kunnu vefaraætt á Héraði og ættstofni sem kenndur er við Flögustaði í Álftafirði í föðurætt, en í móðurætt af Gunnarsætt sem kennd er við Skóga í Axarfirði. Ættstofnar þessir eru sterkir á Austurlandi en koma víða saman. Hjörleifur bar heiti forfeðra sinna, séra Hjörleifs á Undirfelli í Vatnsdal og séra Hjörleifs frá Krossi í Landeyjum er var bróðir Jóns vefara. Hjörleifur ólst upp hjá foreldr- um sínum, en 11 ára gamall fór hann með systur sinni, Sigríði, og manni hennar, Jóni Snæbjörns- syni, og börnum þeirra þrem til Noregs, og stundaði nám í barna- skóla í einn vetur. Lærði hann þar norsku og kom heim að vori með góðan vitnisburð. Hann stundaði síðan nám í Eiðaskóla í tvo vetur, en innritaðist í Verzlunarskóla Islands og lauk verzlunarprófi vorið 1974. Síðan fór hann til Englands ásamt Gunnari Vignis- syni skólabróður sínum til fram- haldsnáms í ensku og verzlunar- fræðum í nokkra mánuði og kom heim rétt fyrir jólin 1974. Á skólaárunum starfaði Hjör- leifur í frystihúsum á Austur- iandi, fór í sjóróðra og var hjá Rafveitum ríkisins sem flokks- stjóri við langingu háspennulína og á skrifstofunni. I ársbyrjun 1975 hóf Hjörleifur störf hjá Samvinnutryggingum í Reykjavík og fékk það verkefni að ferðast um landið í svokölluðu umboðaeftirliti í tengslum við skrifstofustarf í aðalstöðvum Samvinnutrygginga. Á ferðum sínum öðlaðist Hjörleif- ur mikla reynslu, hafði kynni af fjöida fólks og reyndi eftir megni að auka samhug og skilning á gildi Samvinnutrygginga fyrir fólkið í landinu. Þessu starfi gegndi Hjörleifur þar til yfir lauk. Hann hafði mikinn áhuga á félagsmálum og allri samhjálp og þjoðmálum. Honum var falin formennska í Starfsmannafélagi Samvinnutrygginga og var virkur í félagsskap J.C. manna í Reykja- vík. Hjörleifur gekk að eiga Höllu Björk Guðjónsdóttur og voru þau gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju 22. ágúst 1976 af séra Pétri Sigurgeirssyni vígslubiskup. Þau stofnuðu heimili í leiguíbúð að Vesturbergi 10 í Breiðholti, en 1978 keyptu þau hæð í húsinu að Langholtsvegi 14, Reykjavík og fluttu þar inn sumarið 1979. Þar hefur heimili þeirra staðið síðan. Börn þeirra eru Sigurður Birgir f. 24. júní 1972, sem Hjörleifur ættleiddi og gekk í föður stað, Einar f. 22. október 1977 og Guðjón f. 23. apríl 1979. Hjörleifs er sárt saknað af eiginkonu og börnum, foreldrum, systkinum, systkinabörnum og öðrum vandamönnum sem nutu samveru við hann í aldarfjórðung, en ljúfar endurminningar munu milda hinn sára harm og eins vonin um að lífið endurnærist í þeim sem eftir lifa á hverri tíð. Ég vil í nafni Hjörleifs og fjölskyldunnar senda innilegar þakkir til forstjóra Samvinnu- trygginga Hallgríms Sigurðssonar og samstarfsfólks hans fyrir þann tíma er hann starfaði meðal þeirra, og veit að vera hans og störf þar munu bera ríkulegan ávöxt. Einnig sendum við alúðar- þakkir til Samvinnutrygginga og J.C. félaga fyrir þeirra mikla framlag, svo og til allra annarra er þátt tóku í leitinni sem var hin umfangsmesta í sögu flugsins hér á landi. Slík fórnarlund og sam- hugur, er háska ber að höndum, ætti að vera hið leiðandi afl á öllum sviðum þjóðfélagsins. Það var raunabót og minnkaði þá martröð er yfir hvíldi þegar áhöfnin á TF RÁN fann flugvélar- flakið og mennina fjóra. Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda þeirra þriggja félaga Hjörleifs er fórust með TF ROM. Við biðjum þeim blessunar almættisins. Draumurinn hefur fylgt mann- kyninu frá upphafi og er svo máttugur að með þeim hætti er hægt að ferðast um heima alla, en verustaðurinn bíður í svefninum þar til ferðinni er lokið í hvert sinn. Þess vegna eru líkurnar sterkar fyrir því að lífið sé æfinlega viðbúið til brottfarar úr bústað sínum, mannslíkamanum, hvernig svo sem dauðann ber að. Nóttina sem ég frétti af hvarfi flugvélarinnar fór ég að leita að Hjörleifi í huganum og festi að- eins blund um miðja nótt. Dreymdi mig þá að ég var staddur á ókunnum stað þar sem hann birtist með ferðatöskuna í annarri hendi og lítinn poka í hinni. Ég spurði hann hvort ég ætti ekki að halda á töskunni og hvort hann væri ekki meðal okkar eins og áður. Hann svaraði að svo væri ekki, hann væri kominn á hærra svið. Við þetta vaknaði ég og fannst mér að hann hefði látið mig vita af sér og hvernig komið væri, en missti ekki vonina. Ég veit að það er vilji sonar míns að við sýnum þrek og látum ekki bugast, og því ætla ég að hafa það að leiðarljósi og bera minn harm í hljóði. Jarðarför Hjörleifs fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. júní 1981 klukkan 10.30 f.h. Einar Örn Björnsson Mýnesi. Vinur minn og skólafélagi um árabil Hjörleifur Einarsson hefur verið kvaddur brott úr þessum heimi. Kallið kom fyrirvaralaust og þegar síst skildi. Hann var aðeins tuttugu og fimm ára að aldri og lífið virtist blasa við bjart og hindrunarlaust framundan. Það var margt sem átti að gera í framtíðinni, n þó hafði ótrúlega miklu þegar verið komið 1 verk. Hjörleifur var kvæntur Höllu Björk Guðjónsdóttur frá Akur- eyri. Synirnir eru orðnir þrír, Sigurður, Einar og Guðjón. Þau bjuggu hamingjusöm í sinni eigin íbúð og allt kapp var lagt á að gera heimilið sem vistlegast. Hann var í starfi sem hann kunni vel við sig í og lagði sig fram um að rækja vel. Áhugi hans á félagsmálum var mikill og leið hans lá á landsþing Junior Chamber félaga þegar lokastundin rann upp. Hjörleifur var sonur hjónanna Einars Björnssonar og Laufeyjar Guðjónsdóttur í Mýnesi á Héraði og var yngstur af sjö systkinum. Kynni mín af Hjörleifi hófust í Eiðaskóla veturinn 1969—70. Þar tókst snemma með okkur góður kunningsskapur og urðum við samferða í námi það sem eftir var af skólagöngu okkar. Kunnings- skapurinn varð að gagnkvæmu trausti og vináttu sem er mér mikilvæg og minnisstæð og ég er þakklátur fyrir að hafa orðið aðnjótandi. Hjörleifur var einn þeirra manna sem ekki deyja ráðalausir þó á móti blási, hann var eftir- tektarsamur, fljótur að aðlaga sig breyttum aðstæðum og átti auð- velt með að kynnast fólki. Það var því mikil hjálp í því að eiga slíkan vin þegar leiðin lá frá Eiðum til Reykjavíkur í Verzlunarskóla ís- lands. Eftir stutta dvöl í höfuð- borginni var engu líkara en að hann hefði hvergi annarsstaðar búið um ævina og kunningjahóp- urinn var strax orðinn stór. Þessir hæfileikar hans komu þó enn betur í ljós síðar þegar leiðin lá til náms í Englandi í skóla þar sem samankomnir voru nemendur úr nær öllum heimsálfum. Að því námi loknu kvaddi skólastjórinn hann m.a. með þeim orðum að hann hefði skapað í sínum bekk óvenjulega jákvætt og frjálslegt andrúmsloft sem verið hefði mik- ilvægt bæði fyrir skólann og nemendur. Þau þrjú ár sem Hjörleifur stundaði nám í Verzlunarskólan- um, en þaðan lauk hann verzlun- arskólaprófi árið 1974, bjó hann + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, JOHANNESAR E. LEVY, fyrrv. oddvita, Hrisakotí. Vatnsnesi, V-Hún. Jenný J. Levy, Erla J. Levy, Gunnlaugur Guömundsson, Agnar J. Levy, Hlíf Siguröardóttir, Eggert J. Levý, Ingunn Siguröardóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför SIGURDAR GUOMUNDSSONAR, trésmiös, Stekkholti 4, Selfossi. Hanna Jóhannsdóttir, Guöríður Jónsdóttir, Lilja Siguröardóttir, Guörún Siguröardóttir, Valur Þorvaldsson, Hanna Lilja Valsdóttir, Sigríöur Þóra Valsdóttir, Geröur H. Jóhannsdóttir, Egill Sigurösson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.