Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 198: 31 Valsmenn höfðu betur eftir vítaspyrnukeppni — vel heppnuð þjóðhátíðargleði Valsmanna VALSMENN sÍKruðu öllum á óvart stjörnuliðið i knattspyrnu á Laujíardalsvellinum í íyrradag. Að vísu var staðan eftir venju- legan leiktíma jöfn, eða 2—2, en ákveðiö hafði verið að knýja fram úrslit með vitaspyrnukeppni ef jafnt yrði. Allir 14 leikmenn hvors hóps tóku vítaspyrnu, eða samtals 28 viti ojí skoruðu Vals- menn úr 12 vítum, en stjörnuliðið úr 11. Valsmenn sigruðu þvi 14—13 ef vítin eru lögð við markatölu leiksins!! Tæplega 11.000 áhorfendur mættu á völlinn og sáu á köflum nokkuð fjörugan leik, þó svo að stjörnuliðið hafi greinilega ekki leikið af þeim hraða sem flestir leikmenn liðsins búa yfir. Annað slagið sýndu atvinnumennirnir hvers þeir voru megnugir og léku þá frábærlega, en oftar voru þeir Valur: Úrval 14:13! þó ekkert að beita sér meira en nauðsyn var á. Valsmenn stóðu vel fyrir sínu, rólegheit atvinnumann- anna gaf þeim rúm og næði til að ná upp góðum samleik og því var leikurinn á köflum mjög fjörugur. Fyrsta markið kom þó ekki fyrr en á 55. mínútunni, er Hilmar Harðarson óð upp allan völl og skoraði fram hjá Sigurði Dags- syni, sem stóð í marki úrvalsins í síðari hálfleik. 15 mínútum síðar veiddi Teitur vítaspyrnu og Simon Tahamata skoraði af öryggi. Á 78. mínútu náði Valur enn forystu og var markið afar glæsilegt, þrumu- skot Hilmars Sighvatssonar af 25 metra færi þaut í netið með viðkomu undir þverslánni. En aðeins tveimur mínútum síðar náði úrvalið glæsilegri sóknarlotu sem endaði með álíka glæsilegu marki Theo Schneiders, sem vipp- aði knettinum yfir Sigurð Har- aldsson í marki Vals. Og eftir 90 mínútur var staðan enn 2—2 og því gripið til vítakeppninnar. Simon Tahamata var kjörinn maður leiksins og þó hann hafi verið latur í leiknum, sýndi hann stundum ótrúlega leikni. Sérstök verðlaun voru veitt þeim leik- manni sem skoraði fyrsta markið, Hilmar Harðarson hreppti þau og allir leikmennirnir sem skoruðu í venjulegum leiktíma fengu einnig aukaverðlaun. • Theo Schneider skorar glæsilega annað mark stjörnuliðsins, Sigurður Haraldsson kemur engum VÖrnum VÍð. Ljósm Kristján. Asgeir klæðist peysu Bayern í fyrsta sinn! Á meðfylgjandi mynd klæðist Ásgeir Sigurvinsson búningi vestur-þýska stórliðsins Bayern Múnchen í fyrsta skiptið, en hann mun væntanlega oft eiga eftir að draga slika peysu yfir höfuðið á næstunni. Ásgeir hélt utan til Þýskalands í gærmorgun og varð frí hans hér á landi því styttra en ætlað var. Varð hann. meðal annars af aðlaðandi laxveiðiferð norður í Víðidal. Ástæðan fyrir hinni skjótu brottför eru meiðslin sem hann hlaut í bikarúrslitaleikn- um gegn Lokeren á dögunum. Sérfræðingar Bayern hafa gert Ásgeiri að koma beint út þar sem hann verður meðal annars undir umsjá eins frægasta íþróttalæknis þeirra Vestur- Þjóðverja. Sá sér meðal annars um þýska skíðalandsliðið. Mynd- ina að ofan tók SS í húsagarði í Reykjavík. 3 sólarhring- ar milli innbyrðisleikja KA og Þórs! 1. DEILDAR leik KA og Þórs i knattspyrnu sem fram átti að fara fyrr í vor, en var frestað vegna slæmra vallarskilyrða nyrðra, hefur nú verið holaö niður. Hann skal fara fram föstu- dagskvöldið 3. júli. Væri ekki nema gott eitt um það að segja, ef ekki kæmi i Ijós við nánari lestur mótabókarinnar, að síðari viður- eign Akureyrar-risanna fer fram mánudaginn 6. júli!! Mbl. hefur skilist að óánægja með þessa tilhögun sé nokkuð almenn á Akureyri, en féiögin munu hafa fengið einhverja ákveðna tíma- setningu frá KSÍ og tiikynningu um að ljúka leiknum fyrir við- komandi tíma. Drengja- landsleikur við Skota Drengjalandsleikur fer fram gegn Skotum i knattspyrnu á Kopavogsvellinum sunnudaginn 21. júní, sá fyrsti sinnar tegund- ar hér á landi, en leikurinn er fyrir stráka á aldrinum 16 ára og yngri. Er hér um undankeppni fyrir Evrópukeppni að ræða. Nánar verður frá þessu greint i blaðinu á morgun. Skynsamleg sælgælisneysla = ódýrari hirðing á tönnum C\ROXI\er gott á bragðið og sykuriaust CAROXIN er bæði til meö piparmyntu- og lakkrísbragði. Að tyggja CAROXIN gefur sérstakt, frískandi og hreint í munninn. CAROXIN inniheldur ”brintoverilte’; snnurnar enn hvítari. CAROXIN Grensásvegi 8 Slml 84166 ..... í apotfkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.