Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981 Heimsókn forseta tslands í Dalasýslu Vigdís stendur hér við steinkrossinn á Krosshólum, þar sem talið er að Auður djÚpÚðKa hafi Stundað SÍtt bœnahald. Liwm. Mbl. Kristján Einarswjn. Frá llildi II. SifturAardóttur. hlaóamanni Mortcunhlaósins á llúlmavík. Fyrsta opinbera heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finnbofíadóttur, innanlands hófst á laugardag, er sýslumaður Dalasýslu, Pétur Þorsteinsson, og kona hans, Bjorg Ríkharðsdóttir, tóku á móti forseta og fylgdarliði hennar á Bröttubrekku, sýslumörkum Dala- og Mýrasýslu. Áður hafði forseti haft viðkomu í Bifröst og snætt þar hádegisverð. VÍKdísi var vel fagnað af Dalamönnum á öllum aldri. bessi litla stúlka færði henni blómvönd og hlaut að launum koss frá forsetanum. „Góðar þykja mér gjafir ykkar, en meira þó verð vinátta ykkar“ Farið var um Haukadal og höfð viðkoma skammt frá Stóravatns- horni en þar mótar enn fyrir býli Kiríks rauða Þorvaldssonar, þess er var upphafsmaður að byggð Islend- inga á Grænlandi og mun Leifur heppni fæddur á Eiríksstöðum. Skoðaði forseti tóftirnar og barst talið að sjálfsögðu að landnáms- mönnum, en þeir voru ófáir sem kusu sér Dalina til búsetu á land- námsöld eins og sagan sýnir. Hafði forseti á orði að það væri engin furða að landnámsmenn hefðu leit- að inn til Dala við komuna til Islands þar eð þar hefði verið það landslag er þeir þekktu bezt frá sínum heimahögum í Noregi. Síðan var ekið sem leið lá að Laugum í Hvammssveit þar sem forseti sat sýslunefndarfund í Laugaskóla. Sýslumaður setti fund- inn og bauð forseta velkominn. Reifaði síðan nokkur mál sem verið hafa ofarlega á baugi hjá Dala- mönnum að undanförnu, s.s. bygg- ingu heilsugæzlustöðvar í Búðardal og vinnslu á leir og jarðvegi, en við hana binda Dalamenn töluverðar framtíðarvonir, en frestaði síðan fundi. Þá tók Asgeir Bjarnason frá Ásgarði, fyrrverandi alþingismanni, til máls og þakkaði sýslumaður vel unnin störf, framtakssemi í sýslu- málum, og var fundi síðan slitið. Að aflokinni kaffidrykkju í boði sýslunefndar var Byggðasafn Dala- manna skoðað en það er til húsa í Laugaskóla. í byggðasafninu nutu forsetinn og fylgdarfólk hennar, Vigdís Bjarnadóttir og Guðlaugur Tryggvi Karlsson, leiðsagnar Magn- úsar Gestssonar safnvarðar, en hann hefur átt hvað mestan þátt í uppbyggingu safnsins frá því það var stofnað árið 1968. í Byggðasafni Dalamanna er margt góðra muna, þó að söfnun í það hæfist ekki fyrr en 1968. Var þá enn varðveitt það mikið af munum frá þeim tíma að safnið gefur gott yfirlit yfir starfs- tæki utanbæjar og innan. Minnti á veizl- una á Grund Sjávargagn var lítið stundað í Dalasýslu nema hlunnindi og er því ekki mikið í safninu frá sjávarút- vegi, en mikið af alls konar verkfær- um. Sýndi Magnús Vigdísi m.a. fiskisleggju eina allvolduga, sem hún sagði minna sig á veizluna á Grund, þegar Helga húsfreyja lét þræl sinn berja sleggju við stein meðan hún safnaði liði til að vinna á Smiði Andréssyni og hans mönnum. Þá var gengið til baðstofu sem Magnús Gestsson hefur látið byggja upp og sýslumaður sagði í gamni vilja láta nýta sem brúðarsvítu, enda kannske ekki vanþörf á þar sem brúðkaupum mun fara fjölg- andi í sýslunni eftir að sýslumaður endurreisti Jörfagleðina víðfrægu fyrir sex árum. Er liðið var á daginn var haldið frá Laugum á söguslóðir Landnámu, Laxdælu og Sturlungu, en þær eru allar að finna í Dölum. Fram að þeim tíma hafði veður verið rétt skaplegt, sunnanátt og skúrir, en — sagði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, meðal annars er hún þakkaði Dalamönnum góð- an viðurgjörning þegar komið var að Krosshóli á Borgum tók sólin að skína og hélst það veður fram til kvölds. Hafði Pétur sýslumaður á orði að heppni fylgdi forsetanum því fyrsti laxinn sem veiddist í Dalaá í sumar var laxinn sem Vigdísi var ætlaður í hádegisverð seinni dag heimsóknar- innar í Dalasýslu. Var það sýslu- maðurinn sem fékk laxinn strax í fyrsta kasti, en síðan fengust ekki fleiri. Forsetalaxinn er því fyrsti og eini laxinn sem veiðst hefur í sýslunni það sem af er sumri. í Krosshólaborgum var mjög fag- urt um að litast, er numið var staðar, enda skein sól nú í heiði, þó hvasst væri. Krosshólaborg er allhá klettahæð þar sem sagan segir, að Auður djúpúðga landnámsmaður hafi haft sitt bænahald. Efst á klettaborginni er steinkross mikill og á hann er letrað: „Auður djúp- úðga bjó í Hvammi. Hafði hún bænahald sitt á Krosshólum. Þar lét hún reisa krossa því hún var skírð og vel trúuð." Vigdís var vel og skynsamlega skóuð og var klifið á brattann upp á borgina þó hvass- viðri væri, en þaðan er útsýni fagurt til Dala og sjávar. Síðasti áfangastaður áður en haldið skyldi til Búðardals var svo landnámsjörð Vuðar djúpúðgu, Hvammur. Þar (ók bóndinn, Sveinn Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sat almenna samkomu í samkomuhúsinu Dalabúð i Búðardal. Hér situr hún við háborðið á samkomunni með Pétur Þorsteinsson sýslumann sér á hægri hönd, og Ásgeir Bjarnason fyrrverandi alþingismann á vinstri. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson. Björnsson, á móti aðkomufólki og var gengið til kirkju og hún skoðuð, en forseti kvaðst hafa mikinn áhuga á gömlum altaristöflum. Sagðist hún meðal ar.nars hafa ferðast um landið á hverju ári með dóttur sinni, áður en hún tók við embætti og höfðu þær mæðgur skoðað kirkjur. Islendingasögurnar komu mjög við sögu í Hvammi bjó einnig Hvamms- Sturla, forfaðir Sturlunga, en segja má að íslendingasögurnar hafi kom- ið mjög við sögu í þessari ferð forseta, Vigdísar Finnbogadóttur, um Dalasýslu, enda vart kostur á öðru í svo söguríku héraði. Sýslu- maður þeirra Dalamanna, Pétur Þorsteinsson, er vel heima í sögu byggðarinnar. Hann er fróður og gamansamur maður og fór hið bezta á með honum og forsetanum. Er bílalestin, lögreglubílar, „lim- osinur", bílar blaðamanna og fleiri, hélt eftir þjóðveginum í átt til Búðardals varð einum ökumanna, sem kom úr gagnstæðri átt, svo mikið um að rekast á forsetann svona fyrirvaralaust, að hann ók út af veginum. Sem betur fer hlutust þó engin slys af og hinn óheppni ökumaöur hélt áfram ferðinni eftir að hafa áttað sig á hverjir voru hér á ferð og Pétur sýslumaður hefði gengið úr skugga um að öllu væri óhætt. Eftir að forsetinn og fylgdarlið hennar, Vigdís og Guðlaugur Tryggvi, höfðu þegið rólegt kvöld- verðarboð sýslumannshjónanna, en hjá þeim gisti forsetinn um nóttina, hófst almenn samkoma í samkomu- húsinu í Búðardal, Dalabúð. Þar fjölmenntu Dalamenn og var hús- fyllir og vel það. í upphafi lék lúðrasveit Tónlistarskóla Dalasýslu og menn nutu veitinga Síðan flutti sýslumaður ávarp og minntist þess sérstaklega hve þáttur kvenna og kvenskörunga hefði verið mikill í sögu Dalabyggðar og sagði meðal annars: „Það er ekki sviplítið fylgd- arlið kynsystra forseta vors, sem Dalamenn geta kvatt til fylgdar þegar farið er um sögusvið Dala- sýslu með okkar ágæta og fágæta gest.“ Minntist sýslumaður síðan þeirra Melkorku, Auðar djúpúðgu, Guðrúnar Ósvífursdóttur og fleiri mætra kvenna. Þeirra hlutur væri það stór, að þær skipuðu bekk með þeim Sturlu og Snorra. En réttur kvenna og einkum vald hefur alltaf verið og er kannske enn í dag einna mest í Dölum. Þá vék sýslumaður að því að uggvænlegt væri ef þau viðhorf sumra ráðamanna, að litlu skipti þott fólk flýði fátækar sveitir, fengju að dafna, „því í fámenni þurfa ekki að vera smámenni". Síðan sagði sýslumaður frá þeirri gjöf er Dalamenn hygðust færa forseta sínum, Jónsbók frá Skarði, og kvað hana mundu verða afhenta daginn eftir. Fór hann nokkrum orðum um þessa höfðinglegu gjöf en lauk máli sínu á þeirri frómu ósk að sagan mætti gera sæmd Vigdísar Finnbogadóttur sem mesta. „Sagt er nú að sólir tvær, séu hér ...“ Héraðskór Dalasýslu söng nokkur islenzk lög undir stjórn Kjartans Eggertssonar. Skjöldur Stefánsson bankastjóri Búnaðarbankans í Búö- ardal flutti forseta frumorta drápu. Sagði þar meðal annars: „Sagt er nú að sólir tvær, séu hér í Dölum." Næstur sté í ræðustól Kristinn Jónsson oddviti í Laxárdalshreppi. Hann drap á það hve söguríkt hérað Dalasýsla er og minntist þess þegar Hvamms-Sturla og hans líkar fóru með vígaferlum um héraðið en kvað Dalamenn núorðið fara með friði og vék aö stöðu atvinnumála og því á hverju væri helst að byggja í þeim efnum í framtíðinni. Dalasýsla væri ekki auðug að orkulindum heldur hefði hún ætíð verið farsælt land- búnaöarhérað og það sem menn byndu nú helst vonir við þegar framtíð og atvinnuuppbygging væri annars vegar, væri leirinn í jörðinni og möguleikar á vinnslu hans. Unn- ið hefur verið að jarðvegsrannsókn- um í sýslunni og þykja að sögn héimamanna miklar líkur á því að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.