Morgunblaðið - 23.06.1981, Side 44

Morgunblaðið - 23.06.1981, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ1981 Ast er... ... að leyfa honum aðfara í knattleik á afmœlisdaginn sinn. TM Raa U.S. Pat. Oft.-all rtghts rasarved e 1981 Los Angefes Times Syndicate Er þá kominn rétti timinn fyrir ábætinn? HÖGNI HREKKVlSI „ ÞURPTIRPU AO /JI9A UMbÚ” Fordómar hafa hamlað þekk- ingaröflun og framförum Olafur St. Pólsson skrifar og svarar Guðmundi Magnússyni: „Varðandi skrif Guðmundar Magnússonar í Velvakanda 12. þ.m. langar mig að segja eftirfar- andi: Ef nokkuð hefur hamlað þekk- ingaröflun og framförum í ald- anna rás og fram á okkar tíma, eru það að líkindum fordómar og áhrif fólks, sem fyrirfram „veit“ svörin við óleystum gátum og vandamálum vísindanna. Þetta fólk tekur trúariega afstöðu, þ.e. a.s. afstöðu sem það byggir á eigin skoðun, en ekki er studd neini sönnun. Þetta fólk reynir á allan hátt að koma i veg fyrir hlutlausar og vísindalegar rann- sóknir eða reynir að sveigja niðurstöðu þeirra að eigin skoð- un. Þessir eru þeir, sem neyddu Kópernikus til að samþykkja að jörðin væri flöt og púuðu á George Stephenson (þann er smíðaði fyrstu gufudrifnu járn- brautina) í breska þinginu, er hann flutti tillögu um lagningu fyrstu járnbrautanna. Jafnvel færustu vísindamenn geta fallið í þá gryfju að taka trúarlega afstöðu og eru mörg dæmi um slíkt. T.d. lýsti sir Harold Spencer Jones, forstjóri Greenwich stjörnuathugunar- stöðvarinnar, því yfir 1957, að „maðurinn mun aldrei drepa fæti á mánann eða Mars“. Aðeins 12 árum síðar (20. júlí 1969) lenti Appolo 11 á mánanum. Það er því greinilegt, að þegar fjalla á um eitthvað óþekkt, einhverja ráðgátu, skiptast menn mjög í tvo hópa. Annars vegar eru þeir, sem taka trúarlega afstöðu — hafa ákveðna skoðun, vita, og hins vegar þeir, sem eru hlutlausir — safna upplýsingum, búa til kenningar, en bíða með fullyrðingar uns sönnun er feng- in. Svo ég yfirfæri þetta á umfjöll- unina um tilveru fljúgandi furðu- hluta (FFH=UFO=Unidentified Flying Objects), þá ættu menn fyrst af öllu að gera sér grein fyrir því að þar hefur enn ekki nokkur óyggjandi vísindaleg sönnun né afsönnun fengist. Því er grundvöllur málflutnings þeirra, sem fullyrða að fljúgandi furðuhlutir séu til og þeirra, sem lýsa því yfir að þeir séu ekki til, sá sami — byggður á þeirra persónulegu skoðunum og aðeins studdur völdum rökum, sem falla vel að trú þeirra. Það fólk sem þannig telur sig vita svarið við óleystri gátu, er óhæft í allri alvarlegri rökræðu um fljúgandi furðuhluti. Þess utbreidda misskilnings hefur lengi gætt, að einstaklingar og samtök, sem rannsaka gátuna um fljúgandi furðuhluti, trúi ávallt á tilveru þeirra. Fátt er fjær þvi að vera sannleikanum samkvæmt. Þeir sem (halda sig) „vita“ svarið, þurfa ekki að liggja yfir gátunni. Yfirleitt er afstaða rannsakendanna hlutlaus og án forvals. Þeir mynda kenningar og safna upplýsingum, en gefa ekki svar fyrr en þeir geta fært sönnur á það. Þetta er sú afstaða, sem ég hef kosið að taka. Það er nokkuð ljóst, að ef kosin er rökum studd umfjöllun, þá er ekki hægt að afgreiða þessi mál á jafneinfaldan hátt og Guðmund- ur gerir. Enn velta færustu og fremstu menn heimsins í vísind- um, stjórnmálum og fleiri svið- um, þessum málum alvarlega fyrir sér og því er greinilegt að langt er frá þvi að endanleg lausn sé fengin. Ætla ég nú að nefna örfá dæmi þessu til stuðnings. Sameinuðu þjóðirnar virðast hafa látið þessa ráðgátu þó nokk- uð til sín taka undanfarið. Meðal annars hélt Kurt Waldheim, að- alritari SÞ, fund 14. júlí 1978, þar sem rætt var um hugsanlegan stuðning SÞ við furðuhlutarann- sóknir. Fundinn sátu meðal ann- arra nokkrir þekktustu FFH-fræðingar á Vesturlöndum (þ.á m. stjörnufræðingarnir dr. J. Allen Hynek og Jacques Vallee) og þar lagði Waldheim til að stofnuð yrði alþjóðleg rannsókn- arnefnd um FFH innan Samein- uðu þjóðanna. A.m.k. tveir fundir hafa síðan verið haldnir um þessi mál hjá SÞ. í valdatíð sinni, sem nú er nýlokið, skipaði Jimmy Carter, Bandaríkjaforseti, NASA (Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna) að hefja aftur FFH-rannsóknir, þrátt fyrir öflug mótmæli for- stjóra stofnunarinnar, vegna þess hve dýrar slíkar rannsóknir eru. Þann 18. janúar 1979 urðu heitar deilur um FFH meðal þingmanna lávarðadeildar breska þingsins. Var þá meðal annars fjallað um þá kröfu jarls- ins af Clancarty að bresk yfirvöld hæfu FFH-rannsóknir. Rússneskar furðuhlutarann- sóknir eru líka á mjög háu stigi, þótt Vesturlandabúar hafi lítinn aðgang að niðurstöðum þeirra. Ymsir fremstu vísindamenn Rússa telja gátuna síður en svo leysta, eins og sést á ummælum próf. V.F. Kuprevich, forseta sov- ésku vísindaakademíunnar: „Hver veit — sennilega heim- sækja þessar verur jörðina okkar nú þegar, en vilja ekki hafa samskipti við okkur. Af hverju? Kommaréttlæti „Einn af Nesinu“ skrifar: „Við förum í engar grafgötur með það að nú verður Brunabótafé- laginu stjórnað frá aðalvígstöðvun- um á Grettisgötu 3, þar sem ákvörðunin var tekin um að ganga fram hjá öllum mönnum stofnun- arinnar þegar valið var í embætti forstjóra þess. Miðstýringin er auðsæ. Og alveg er ég hissa á að menn skuli vera svo grænir að gagnrýna Svavar, vorn islenska Bresnjef, þó hann sé ekki að spyrja þá sem félaginu stjórna hvern þeir ósk: að fá og telji koma félaginu að sem bestum notum. Menn hljóta að sjá að það er miklu meira virði að setja hamar og sigð í merki BÍ og það hlýtur að koma nú við skiptin. Þá er það skiljanlegt að Svavar veiti auðjöfri Alþýðubandalagsins þessa stöðu, því láglaunamennirnir rista þar ekki djúpt í vitund hans. Og eins þarf mikill að fá meira, þetta er stefna Alþýðubandalags- ins í raun eins og hún birtist í veruleikanum og þeir enda daglega að afhjúpa sinn innri mann. Þeir eru grænir sem ekki skilja þetta. Þetta allt þjónar framtíðarverk- efnum, þar sem roðinn í austri er táknið sem stefnt er til og það verður sauðsvartur almúginn að skilja að stefnt er að því réttlæti, sem Pólverjar eru svo vitlausir að reyna að flýja undan. Nú tekur BÍ auðvitað þátt í næstu Keflavíkur- göngu með forstjóra sinn í farar- broddi. Sérhvað hefir sinn tíma og kommarnir vita hvað þeir vilja. Því ber að fagna umhyggju ráðherra fyrir þessu „kommaréttlæti" sem nú er á fullu spani með þjóðinni á leið til rússnesks frelsis." Má ekki endurtaka sig B.J. skrifar og vitnar í 17. júní ræðu forsætisráðherra: „Það sem tók hug minn voru þau orð, sem hann lét falla þegar hann leiddi hugann að þeim atburðum, er áttu sér stað þegar friðhelgi Hvítasunnuhá- tíðar var rofin á svo eftirminni- legan hátt eins og öllum er í fersku minni. Slíkir atburðir mega ekki endurtaka sig og það á kostnað okkar æskufólks. Þess fólks, sem kemur svo stælt og vel undirbúið til átaka í mann- legu samfélagi, sem hefur upp á svo mörg tækifæri að bjóða, sé vel og rétt á haldið. Spillum ekki áratuga upp- byggingu. Það var þungi í ákalli forsætisráðherrans, þegar hann hvatti þjóðina og forráðamenn hennar og annarra, sem að æskulýðsmálum standa til að sýna nú einhug og samstöðu með þeim félagasamtökum, sem vinna að fyrirbyggjandi starfi hvað varðar neyzlu hverskonar vímugjafa. En með samstilltu átaki getum við snúið á rétta leið.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.