Morgunblaðið - 23.06.1981, Page 46

Morgunblaðið - 23.06.1981, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JUNI 1981 Keflavíkurganga á laugardagirm SAMTÖK herstöðvaandstæðinKa st('W)u fyrir KeflavikurKönKU sl. lauKardag. 570 manns Iököu upp frá hliöi KeflavikurfluKvallar kl. níu um morKuninn ok var haldiA til Reykjavikur. Áð var á ýmsum stöðum á leiðinni. ávörp flutt ok sönKvar sunKnir. Um tíuleytið um kvöldið kom fólkið til Reykjavíkur og haldinn var fundur á Lækjartorgi. Að sögn lögreglunnar voru saman komin á torginu um eitt til tvö þúsund manns, en herstöðvaandstæðingar segja að þar hafi verið allt upp í sex þúsund manns. Á Lækjartorgi voru ávörp flutt og töluðu þar m.a. Guðrún Helgadóttir alþingismað- ur, Jón Helgason ritstjóri og Berit Ás, sem er norsk og hefur unnið að undirbúningi Friðargöngu frá Kaupmannahöfn til Parísar. Forsvarsmenn verðlista: Verðkynning Verðlagsstofnunar ekki marktæk sem heildarkönnun á hagkvæmni verðlistaverzlunar MORGUNBLAÐINU hefur b«r- ist eftirfarandi athugasemd frá Lárusi G. Ólafssyni og Birni Maijnússyni: „I verðkynningu Verðlags- stofnunar. sem send var fjölmiðlum nú um helgina. var leitast við að svara spurning- unni: „Er hagkvæmt fyrir neyt- endur að kaupa vörur gegnum p<')stverslun?“ Athugað var sér- staklega hvernig fatnaður kæmi út i þessari könnun enda væri hann u.þ.h. 90% af solu verðlistanna. í tilefni af þvi viljum við forsvarsmenn tveggja verðlista í könnuninni taka fram eftirfarandi: 1. I verðsamanburðinum var verð á 32 tegundum fatnaðar athuguð. Þar af voru hvorki meira né minna en 19 brjósta- höld, nær öll sömu gerðar. Þ.e. brjóstahaldarar vógu 60% í verðkönnuninni, þrátt fyrir að þeir séu innan við 1% af vöru- úrvali verðlistanna. 2. í flestum tilfellum má fá keyptar sambærilegar vörur og eru teknar í könnuninni á mun lægra verði í verðlistunum. 3. Af hagkvæmnis- og hagræð- ingarástæðum fyrir viðskipta- vini okkar, hefur sú leið verið farin, að sama álagningarpró- senta gildi fyrir allan fatnað óháð því hve há aðflutningsgjöld eru. Nær allur sá fatnaður, sem valinn var í könnuninni, bar lægstu hugsanlegu aðflutnings- gjöld, sem kemur óhagstæðar út fyrir verðlistaverðið. 4. í könnuninni er enginn sá fatnaður sem langmest er keyptur og er í mestu úrvali í verðlistunum, svo sem kjólar, jakkar, kápur, skyrtur, blússur o.fl. o.fl. 5. Ávallt er tekið hæsta verð úr verðlista, þótt sama vara sé til á mismunandi verði, en meðalverð í verslunum. 6. Verðið, sem gefið er upp sem „verð í verðlistum", er reiknað út frá gengi krónunnar þann 1. júní sl., eða skömmu eftir geng- isfellingu. Áhrif gengisbreyt- ingarinnar koma að fullu fram í verðlistaverðinu, en ekki í versl- unarverði. Ef reiknað væri út frá samá gengi, væri t.d. hag- kvæmara að kaupa skófatnað úr verðlista. Að framansögðu má ljóst vera að könnunin er alls ekki mark- tæk sem heildarkönnun á hag- kvæmni verslunar gegnum verð- lista. I verðkönnunum sem þess- um kemur oft fram mikill og illa útskýranlegur verðmunur á ein- stökum vörutegundum og verður það sérstaklega kannað í þessu tilfelli. Varðandi ábyrgð á vör- um úr verðlistunum verður að sjálfsögðu farið að landslögum og viðteknum viðskiptavenjum. Að lokum viljum við hvetja viðskiptavini okkar til að fara Kuilsstoóum. 22. júni. AÐALFUNDUR Sambands fsl. rafveitna hófst hér á Egilsstöðum í morgun og sitja fundinn um 80 manns víðs vegar að af landinu. Aðalsteinn Guðjohnsen, formað- ur SÍR setti fundinn. en Hjörleif- ur Guttormsson, iðnaðarráð- herra, ávarpaði síðan fundinn. Þá tók Jóhannes Nordal til máls. Umræður í dag hafa snúist um margvísleg málefni, t.d. gagnrýndi Erling Garðar Jónasson, rafveitu- stjóri hér, það sem hann kallaöi einokun Suðvesturlands á raforku og líkti hann því við nýlendu- stefnu Breta, sem hefðu lagt veg frá námu að höfn á sama tíma og innfæddir notuðu skógarstíga. eftir ráðleggingum verðlags- stofnunar og gera sjálfir verð- samanburð." Kolmunnaveiðar gengu erfiðlega hjá Eskifjarðarbátum Kskifirói, 22. júni. STEIKJANDI hiti og sumarbliða hefur verið hér á Eskifirði síð- ustu daga. en í dag var hér 22 stÍKa hiti ok 20 stig í Kær. Gróður er því kominn vel á veg ok Kott hljoð í fólki. enda ekki annað hægt í svo góðu veðri. Kolmunnaveiðar þær sem héðan eru stundaðar hafa gengið fremur erfiðlega og er þeim nú lokið í bili. Ætlunin er að bíða átekta og sjá hvað setur í þeim málum og verður jafnvel reynt aftur seinna í sumar við veiðarnar. Á meðan liggja bátarnir í höfn, því þeir hafa ekki leyfi til að stunda aðrar veiðar. — Ævar Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra, talaði um að jafna þyrfti orkureikninginn fyrir aldamót, en með því er átt við, að þá verði framleidd næg orka, ekki aðeins til heimanotkunar heldur einnig til að selja megi nóg af orkufram- leiddum vörum til þess að greiða allar innfluttar orkuvörur. Rætt var um gjaldskrármál og ýmis rekstrarmál rafveitnanna. Fyrirhugað er að fundinum ljúki annað kvöld, en á miðvikudag verður farið í skoðunarferð um virkjunarsvæði Fljótsdalsvirkjun- ar. — Steindór. Aðalfundur Sambands rafveitna: Fjallað um margvís- leg mál á Egilsstöðum Kaupfélag Króksfjarðar: Rausnarleg gjöf til öldrunarmála ^ MiÓhúsum. A-BarA., 22. júni. Á ÞESSU ári eru 70 ár frá stofnun Kaupfélags Króks- fjarðar. Kaupfélagið er meðal minni kaupfélaga. en stendur þó fjárhagslega allvel. Verzlun- arsvæðið er stórt og fólksfæð mikil, en úr því er heldur að rætast með vaxandi þéttbýli á Reykhólum. Kaupfélagsstjórn- in lagði til á aðalfundi kaupfé- lagsins að gefa 20 þúsund krón- ur til öldrunarmála i A-Barða- strandarsýslu. Þetta er stórgjöf og þakkarverð, sem allir vel- unnarar eldra fólksins fagna. Kaupfélagsstjóri er Friðbjörn Níelsson. Nokkrar villur hafa slæðst í fréttapistla að undanförnu og skulu þær helstu leiðréttar. I þriðjudagsblaðinu 16. júní á að vera í fyrstu málsgrein fréttar „varasjóður" í stað „stofnsjóð- ur“. I blaðinu 17. júní á að vera „kaupfélagsstjórnarmenn“ í stað „sveitarstjórnarmenn" og lögum kaupfélagsins var breytt í hitti- fyrra, en ekki í fyrra eins og sagði í blaðinu. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. — Sveinn Skagafjörður: Grasið þýtur upp, þar sem tún eru ekki kalin Bæ. Hofðaströnd, 22. júni. SKIPT hefur nú um veðurfar frá því sem var er kvöldnepja ok þurrviðri voru á hverjum degi, en nú er komin sunnan gola og rigningarskúrir með hlýviðri. Var sannarlega full- komin þörf á þessum breyting- um því að á túnum var áður aöeins sauðgróður, en nú þýtur grasið upp. þar sem hægt er vegna kals, sem mun vera 40—50%. Er það þó nokkuð misjafnt frá bæ til bæjar. Lik- legast er alls staðar búið að láta kýr út og þá sums staðar vegna foðurskorts því að gjafatimi er óvenju langur orðinn. Mikið er unnið upp af túnum, plægt og herfað, og sáð grænfóðri og grasfræi. Sauðburður gekk yfirleitt vel, enda veðurfar hagstætt til sauð- burðar, og alls staðar er mikil fjölgun j)vi mikið er af tví- lembdu. I Þórðarhöfða voru unn- ir tíu refir á einum sólarhring og tólf minkar hafa verið unnir á skömmum tíma hér um slóðir. Silungsveiði er að byrja, bæði í sjó og vötnum, og er fiskurinn sæmilega feitur. 17. júní voru gefin saman í Dalskirkju í Fljótum af prófasti, séra Gunnari Gislasyni í Glaumbæ, Anna Jónsdóttir, Mýrarkoti, söngstjóri og organ- isti í 5 kirkjum austan Skaga- fjarðar, og Trausti Sveinsson, Berglandi i Fljótum. Laugardag- inn 20. þessa mánaðar jarðsöng séra Ágúst Sigurðsson á Mæli- felli í Hólakirkjugarði jarðnesk- ar leifar frú Kristjönu Guð- mundsdóttur frá Skriðulandi í Kolbeinsdal. Var aska hennar lögð í gröf sonar þeirra Skriðu- landshjóna, sem nú síðari ár hafa búið í Reykjavík. Sjúkrahúsið á Sauðárkróki er alltaf yfirfullt af sjúklingum, en þar er mikið um aldrað fólk, sem bíður eftir húsnæði, er nú á að fara að byggja í Skagafirði. Nokkuð á annað hundrað um- sóknir eru hér á lista um dvöl á þessum heimilum. Togarar Skagfirðinga afla vel, en lítið virðist af fiski inni á Skagafirði. Smásíld mun þó vera komin inn í fjarðarbotn. Grá- sleppuveiði var með besta móti. — Björn Vígsluhátíð að Ýdölum í Aðaldal _ Húsavík. 22. júni. ÝDALIR, hið nýja félags- ok íþróttahús AAaldæla, sem stað- sett er við Hafralækjarskóla, var vÍKt í gær. Athöfnin hófst með helgistund. sem séra Sig- urður Guðmundsson, prófastur að Grenjaðarstað, annaöist með kirkjukórum Nes- og Grenjað- arstaðasókna undir stjórn Frið- riks Jónssonar. Dagur Jóhann- esson, oddviti, ávarpaði síðan fjölmenna samkomu og stjórn- aði henni. Stefán Skaftason, formaður byggingarnefndar, rakti bygg- ingarsögu hússins, sem hófst 1974 og er nú fullgerð svo að allt það, sem húsið er byggt fyrir, getur hafið starfsemi sína. Hluti hússins var tekinn í notkun fyrir þremur árum. Auk venjulegrar félagsheimilisaðstöðu er í hús- inu fullkominn íþróttasalur, veitingasalur og mjög rúmgott leiksvið, bókasafn hreppsins og skrifstofa oddvita. Menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, var viðstaddur vígsl- una og flutti þar ávarp og sömuleiðis skólastjóri Hafra- lækjarskóla, Sigmar Ólafsson. Gat hann þess, að þetta félags- heimili hefði dálitla sérstöðu því hluti þess er skipuiagður sem hluti af aðstöðu fyrir kennslu Hafralækjarskóla. Einnig tóku til máls Indriði Ketilsson, Bald- vin Baldursson og Skúli Norð- dahl, arkitekt hússins, en við- staddir luku lofsorði á skipulag hússins. Karlakórinn Hreimur söng, Lúðrasveit Hafralækjarskóla lék undir stjórn Guðmundar Norð- dahl, tónlistarkennara skólans, og Bjarni Jóhannesson lék ein- leik á nýjan flygil, sem Hafra- lækjarskóli hefur eignast og staðsettur er að Ýdölum. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.