Alþýðublaðið - 02.06.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.06.1931, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ liungur og neyð fyrir hundruð ef eítki þúsund verkamannafjöl- skyldna og þa'ð víðs vegar um Jandið. Það er ekltí hægt að neita því, að ríkjandi Framsóknarstjórn á hér mesta sök á. Þetta eru ;hennar dauðasyndir, þótt nokk- urn veginn sé vist, að ef Sjálf- stæðisíhaldið hefði haldið á stjórnartaumunum, hefði útkom- an orðið litlu betri. Alþýðuflokkurinn telur það skyldu sína að setja atvinnumál verkalýdsins, ásamt kröfunum um jáfnrétti lians í piódfélaginu med jöfnum kosningarrétti, efst á stefnuskrá sína vid pessar kosningar. Um þau verður barist og kosið þar sem jafnaðarmenn og verkalýður er til hér í landi. Með sterku fylgi við Alþýðu- fiokkinn nú við kosningamar, með því að koma frambjóðend- um hans á þing, er trygð örugg barátta á næsta þingi íyrir bætt- um atvinnuskilyrðum. Miklu er enn hægt að bjarga. Enginn ann- ar flokkur, sem möguleika hefir fyrir að fá þingsæti, bersí fyrir þessum málum. En aðstaða Al- þýðuflokksins, ef sterkt fylgi er á bak við, getur á sumarþinginu knúð fram opinberar ráðstafanir, er mildi afleiðingar skeytingar- leysis og fjandskapar íhaldianna beggja um þessi mál. Þess vegna hlýtur öll alþýða að ganga sam- einuð til %osninga með flokki sínung Alþýðuflokknum. Hédinn Valdimarsson. Kjósendar ndur í Hafn- arfirði. Kjósendafundur var haldinn í Hafnarfirði á laugardagskvöldið að tilhlutun beggja þingmanns- efnanna. Höfðu þeir komið sér saman um að fundurinn skyldd eingöngu vera fyrir Hafnfirðinga. Fékk Bjarni læknír Jón Þorláks- son hingað suður ertir til að minna sig á í ,stjórnmálunum, því hann vissi, að hann myndi annars verða þar algerlega „á gati“. — Fundurinn fór vel fram, en eftirtektarvert var, hversu Bjarni læknir forðaðist eins og heitan eld að minnast á nokkur þa-u mál, er ágreiningi gátu vald- ið milli jafnaóarmanna og í- haldsins. Sogsvirkjunina, þingrof- ið og stjórnarskrárbreytinguna mintist hann að ei ns á vegna þess, að íhaldið hafði í þeim málum snúisit frá villu síns vegar og hnigið að skoðunum jafnaðar- manna. Gekk þessi „heilaga ein- feldni“ læknisins svo langt, að hann svaraði engu þó á hann og flokk hans væri af Stefáni Jóh. og fleirum harölega deilt vegna afstöðu þeirra til fjölda merkra stórmála og umbótamála. Fátt sýnir betui’ fylgisieysi flokks hans hér í Hafnarfirði heldur en þeksi framkoma hans á fundin- um, að hann þorði ekki að koma fram siem málsvari þess flokks nema í þeim málum, sem hann hafði falliist á skoðanir jafnaðar- manna. Gekk þetta jafnvel svo langt, að hann lét á sér skilja, að hann myndi beita \þhrlfum sínurn á þingflokk sinn til þess að fá hann til fylgis við jafnað- armenn í umbótamálum alþýð- unnar. Kjartan Ólafsson b æjar- fulltrúi sýndi íram á nneð sögu- legum rökum, hvernig íhaldiö heföi algerlega gieypt Bjarna lækni í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar, þrátt fyrir hans „góða vilja“ i upphafi, og hversu xnikil fjar- stæða væri að æitía pað, að Bjarni læknir gæti umsnúið þing- flókki íhaldsins, sem áreiðanlega myndi eiga mjög hægt með að nota hann sem „eitt haldreipiö til að herða að hálsi alþýðunn- ,ar í landinu“. Af Iiafhfirðingum töluöu á fundinum auk frambjöð- enda: Guðm. Jónasson verkstj., Emil Jónsson bæjarstjóri og Kjartan Ólafsson bæjarfiultrúi af hálfu jafnaðarmanna og Ásgr. Sigfússon framkv.stj., Þórleifur Jónsson ritstjóri og Einar Þor- gilsson kaupjn. af hálfu íhalds- ins. Engum duldist það, seim áð- ur var vitanlegt, að Stefán Jó- hann átti meirihlutafyigi fundar- manna. Hafnfirdingur. Mamaimafélae stofnað að SláliiM á Langanesi. Þaöan er skrifað: Nýlega befir verið stofnað hér verkamannafélag. Guðmundur Ó. Ólafsson frá Vestmannaeyjum stofnaöi það. Formaður félags- ins er Haraldur Jónsson. Félagiö mun bráðlega sækja um upptöku í Alþýðusambandið. Er hver og einn einasti verkamaður hér > félaginu. Hefir félagið þegar búið taxta og er að semja við at- vinnurekendur. Fnndir í Barðastrandasýsln. Þaðan er AJþýðúblaðinu símað í dag: Otlitið er gott. Héldum verklýðsfund á Bíldudal á laug- ardaginn, þingmálafund á Bakka á sunnudaginn, en á Bíldudal í gær. Árni er hraðmælskastur þeirra, er hér hafa látið til sín heyra. Talað er iyrir Bergi á þeim grundvslli, að hann s>é af- komandi Jóns Sigurðssonar(!). Helgi Hermann aðsitoðar Hákon. Páll. Samband Mi5-Ame r iknrí kj a. Washington, 1. júní, UP.--FB. I ríkjum Mið-Ameríku er nú mikiö rætt um stofnun sambands í meða.1 Mi'ð-Ameríkurikjanna, enda þótt alment sé taiið, að enn miuni li'ða nokkur tími þ-ang- aö til svo fer, að farið verður að hefja undirbúníng. í þá átt. Líkur eru taldar tii þess, að önn- ur Ameríkuríki og ríkjasiambönd, eins og Mexico og Bandaríkin, ímmi ekki vinna ■þessari hug- m'yrd ógagn. Almennur vilji fyr- ir stofriun ríkiasambands meðai Mib-Ameríkuþjóða hefir lengi verið í Honduras, en áhugi ann- ara Mið-Ameríkuríkja er nú mjög vakinn fyrir málinu. 3Jm éii§ÍH® ©n wenlrna. Linuveiðaxinn „Þormóðui“, áður eign 'Bjarna Ólafssonar á Akranesi, er seldur Samvinnu- féíagi Akureyrar, að sögn fyrir 88 þúsund kr. Hættir veiðum eru línuveiðjararnir „Sigríður“, „Fáfnir“, „Rifsnes“ og „FjöinirA Jón Baldvinsson héfir háldið fundi á Sandi, í Ólafsvík og í Grandarfirði, og íengiö hvarvetna hinar beztu undirtektir, og fer fylgi Alþýðu- ílökksins dagvaxandi í Snæfells- nessýslu. f dag heldur Jón fund í Stykkishólmi. ‘ ! i Vanti ykkur húsgögn, ný og vönduð, einnig noíuð, þá komið á Fornsöluna, Aðalstræti 16. Sími 1529 og 1738. Herrar mmir og frúr! Ef pið hafið ekM enn fengið föt yðar kemískt hreisuð og gert við pan hjá V. Schram klæðskera, pá prófið pað nú og pið munuð halda viðskiftunnm áfram. — Frakkastíg Í6, simi 2256. Mót- tðkustaðir eru á Langavegi 6 hjá Guðm. Benjaminssyni klæð- skera og á Framnesvegi 2 hjá Andrési Pálssyni kaupm. Fundír í Árnessýslu. Framb j ó ðendur A1 þ ýðuf lokks- ins i Árnessýstu, Felix Guð- mumlsson og Einar Magnússon, hafa nú undanfarið haldið fundi með frambjóðéndum hinna flokk- anna á Húsatóítum á Sfeeiðum, í Hruna og að Ásum í Gnúp- vexjahreppi. 1 dag halda þeir iund aó Vatnsléysu í Biskups- tungum. Fuudur Loðdýfaræktarféiagsms getur ekki orðið fyrr en eítir næstu beigi. Ifið aH frétta? Togararnir. 1 nótt komu a! veiöum „Hannes ráðherra“ og „Arinbjörn hersir“. Ármenningar! Glímuæfing verð- tír í kvöld kl. 7 í nýja bama- skólanum. Dánarfregn. Sigurveig Jóna- tansdóttir, fyrrann ljósmóðix í Reykjadal, mððir Jörgens Þor- bergssonar glímumanns, er ný- lega dáin í KlambrasieLi í 'Rieykja- hverfi norður. Skipafréttir. „Lyra“ kom í gær- kveldi frá útlöndum og „Brúar- foss“ fór utan. Fisktökuskip Lindsays fór að taka fisk annars staðar af landinu. Veorio. Kl. 8 í morgun var 9 'sitiga hiti í Reykjavík. ÚtMí: Hæg- viðri um Land alt. Breytileg átt. Víðast Léttskýjað í dag, en sums sitaðar þoka í nótt. Ritstjóii og ábyrgðarmaðiur: Ölafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan. Lðg Alpýðasaaíitosissds Islsraels. --- Frh, 16. gr. 1 Norðlendingafjórðungi, Austfirð- ingafjórðungi og á Vestfjörðum mynda sam- handsfélögin Alþýðusiamband fjórðungsins. Fjórð'ungssambandsþing kýs 3 menn í stjórn fjórðungssambands, en auk þeirra eiga þar sæti 2 rnenn úr stjórn Alþýðusambands Is- lands, sem búsettir eru í fjórðungnum. Fjó:rðungssambönd.in setja sér sjáif reglur u:m verkaskiftingu og starfssvíð, er stjórn Alþýðusambandsins staðfestir. Þau annast útgáfu blaða í fjórðungnum og önnur þau mál, sem sérstaklega snerta fjórðunginn, eftir nánari fyrírmælum sambandsstjórnar. Utan þessara þriggja fjórðungssambanda starfa sambandsstjórnarmenn, búsettir þaT, sem fjórðungsstjórn Sunnlendingafjórðungs, þar til sérstakt fjórðungssamband væröur stofnað, sem þá skal starfa á sama hátt og hin samböndin,. 17. gr. Kostnað við fulltrúafundi og annan óhjákvæmilegan kostnað af starfi fulltrúa- ráðs, greiða félög kjördæmisins í hluífalli við fulltrúafjölda, og getur fulltrúaráð lagt ákveðinn árlegan skatt á félög þau, er full- trúa eiga í ráðinu, þó ekki hærri en 1 kr. af hverjum félaga. V. Fjármál. 18. gr. Sambandið hefir sjóð, sem allar tekjur þess renna í. Hvert félag í Rieykjavík greiði árlega í ;sambandissjóð fyrir karla 2 kr. og fyrir konur 1 kr. 20 au. Félögum utan Reykjiavíkur er eigi skylt að greiða hærxa skattgjald en 1 kr. 50 au, fyrir karla og fyrir konur 90 aura. Af þéirn, sem eigi greiða full iðgjöld, skal greiða hálfan skatt. Frhi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.