Morgunblaðið - 03.07.1981, Side 1
40 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
145. tbl. 68. árg.
FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Begin og Peres
reyna báðir að
mynda stjórn
Jcrúsalem. 2. júlí. AP.
ENDANLEG úrslit í kosninKunum í ísrael í fyrradaK eru enn ekki
kunn. en allt bendir nú til þess að Verkamannaflokkurinn ok
LikudhandalaKÍð fái jafnmarKa þinKmenn, eða 49 hvor flokkur.
Verkamannaflokkurinn hefur þó fenKÍó örlítið fleiri atkvæði en
LikudhandalaK BeKÍns forsætisráðherra.
Begin átti í dag fundi með
leiðtogum þriggja smáflokka
heittrúaðra Gyðinga, en ný stjórn
mun þurfa á stuðningi þeirra að
halda til að ná meirihluta í
þinginu, Knesset, en þar sitja 120
þingmenn. Begin og stuðnings-
menn fullyrða að þeir muni verða
búnir að mynda nýja ríkisstjórn
eftir örfáa daga, en Peres, leiðtogi
Verkamannaflokksins, hefur neit-
að að viðurkenna að sér sé ókleift
að mynda ríkisstjórn og hefur
ákveðið fundi með leiðtogum smá-
flokkanna.
Fái Begin stuðning fiokka
heittrúarmanna mun hann vænt-
anlega hafa tryggt sér eins til
þriggja atkvæða meirihluta í
þinginu.
Tilkynnt var í Washington í
dag, að Bandaríkjastjórn hefði
ákveðið að senda til Israels tíu
herþotur af fullkomnustu gerð,
sem þeir hafa pantað, en afhend-
ingu flugvélanna var frestað eftir
árás Israelsmanna á kjarnorku-
verið í Irak á dögunum.
Franska þingið komið saman:
Louis Mermaz
kjöriim þingforseti
París. 2. júlí. AP.
FRANSKA þingið kom saman í dag í fyrsta sinn eftir þingkosn-
ingarnar í síðasta mánuði. Eina málið. sem var á dagskrá þingsins í
dag var kjör þingforseta. Kjorinn var jafnaðarmaðurinn Louis
Mermaz og tekur hann við af gaullistanum Jacques Chaban-Delmas,
sem verið hefur þingforseti undanfarin þrjú ár.
Gert er ráð fyrir því að þingið
standi í tvær vikur, en það kann
þó að verða framlengt til júlíloka
vinnist stjórninni ekki tími til að
leggja fram öll þau mál, sem hún
leggur áherzlu á, innan tveggja
vikna. Næstu daga verður gengið
frá kjöri embættismanna þingsins
og nefndarformanna, en Mitter-
and Frakklandsforseti mun
ávarpa þingið nk. miðvikudag.
Sáma dag mun Mauroy forsætis-
ráðherra flytja stefnuræðu stjórn-
arinnar og leggja fram fjögur
meiri háttar frumvörp, að því er
greint var frá í dag.
Mauroy mun væntanlega leggja
fram endurskoðað fjárlagafrum-
varp á miðvikudag, frumvarp um
náðun fólks, sem gerzt hefur sekt
um minni háttar afbrot, frumvarp
um fyrstu aðgerðir til að dreifa
valdi ríkisins til héraðsstjórna og
loks frumvarp um niðurlagningu
hins umdeilda öryggisdómstóls.
Ráðagerðir um þjóðnýtingu
banka og fyrirtækja verða geymd-
ar þar til þingið kemur saman til
reglubundinna funda í október-
mánuði.
Við setningu þingsins í dag
flutti aldursforseti þess, gaullist-
inn Marcel Dassault, ræðu, en
hann er þekktastur fyrir flugvéla-
verksmiðjur sínar og iðnfyrirtæki,
sem hin nýja stjórn hefur í hyggju
að þjóðnýta. Dassault lagði í ræðu
sinni ríka áherzlu á nauðsyn þess
að vinna bug á atvinnuleysinu í
landinu.
(Simamynd-AP)
Grímubúnir andstæðingar Khomeinis trúarleiðtoga i íran tóku
ræðismannsskrifstofu írans í Paris á sitt vald i gær til að mótmæla
fjoldaaftökunum i heimalandi þeirra. Mennirnir höfðu skrifstof-
una á valdi sínu i þrjá tíma. en fóru siðan út að tilmælum
lögreglunnar. Á myndinni sjást tveir mannanna við glugga
ræðismannsskrifstofunnar.
Nýtt ráð
f jallar um
málefni
N-Irlands
London. 2. júlí. AP.
BIÍEZKA stjórnin tilkynnti í
dag. að hún hefði ákveðið að
skipa sérstakt 50 manna ráð tii
að vera stjórninni til ráðuneyt-
is í málefnum Norður-írlands.
í ráðinu eiga að sitja þing-
menn N-írlands á hrezka þing-
inu og Evrópuþinginu auk
nokkurra manna er gegna
emhættum í héraðsstjórnum á
Norður-írlandi.
Humphrey Atkins, sem fer
með málefni N-írlands í brezku
stjórninni, sagði í dag í brezka
þinginu, að ráð þetta fengi
ekkert löggjafarvald, en það
vald hefur í einu og öllu verið í
höndum brezka þingsins frá
árinu 1972 er héraðsþing
Norður-íra var lagt niður. At-
kins sagði, að knýjandi nauðsyn
bæri til að koma ráðinu á og
tengja heimamenn sjálfa stjórn
landshlutans í ríkari mæli en
verið hefði.
Leiðtogar mótmælenda á
N-írlandi fordæmdu þessa
ráðagerð í dag og sögðu hana
alveg gagnslausa. Einn þing-
manna N-íra í brezka þinginu
sagði í umræðum í þinginu í
dag, að stofnun ráðsins væru
heimskulegt bragð af hálfu
stjórnarinnar.
Khomeini trúarleiðtogi:
„Afmáum leifar sovézkra
og bandarískra áhrifa44
Beirut. 2. júli. AP.
AFTÖKUSVEITIR í fran tóku
i dag 17 manns af lifi, þ.á m.
þrjár konur. Talið er að fólkið
hafi verið félagar í leynisam-
tökum vinstri sinna, en það
Gromyko til V ars jár
Varsjá. 2. júli. AP.
ANDREI Gromyko utanrikisráð-
herra Sovétríkjanna er væntan-
legur til Póllands næstu daga.
u.þ.b. tíu dogum áður en mikil-
vægt þing póiska kommúnista-
flokksins hefst í Varsjá. Talið er
að Gromyko hafi í dag rætt
vandamál Póllands á fundi i
stjórnarnefnd sovézka kommún-
istaflokksins og muni færa Pól-
verjum nýjustu viðhorf Sovét-
stjórnarinnar í þeim efnum.
Pólska stjórnin tilkynnti í dag,
að verð á matvælum mundi hækka
síðar á árinu. Madej yfirmaður
áætlunastofnunar ríkisins sagði í
pólska þinginu í dag, að hækkan-
irnar væru óhjákvæmilegar. Hann
sagði einnig að ríkisstjórnin vissi
Matvæli
hækka í
Póllandi
ekki, hvenær núverandi efnahags-
erfiðleikar yrðu að baki. Telja
ýmsir fréttaskýrendur að þessi
ummæli séu vísbending til er-
lendra banka og lánadrottna um
að ekki sé að vænta endur-
greiðslna frá Pólverjum á næstu
árum. Nú er talið að erlendar
skuldir Pólverja nemi
milljörðum dollara.
27-29
í ræðu Madejs kom einnig fram,
að framleiðsla iðnvarnings hafi
minnkað um 18% í maí og að búizt
sé við svipaðri útkomu það sem
eftir er ársins.
Forsætisráðherrar Comecon-
ríkjanna tíu komu saman til
fundar í Sofiu, höfuðborg Búlg-
aríu, í dag til að ræða sameiginleg
vandamál ríkjanna á efnahags-
sviðinu. Búizt er við að efnahags-
vandi Pólverja verði þar ofarlega
á blaði. Tikhonov, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, sagði á fund-
inum, að ríkin yrðu að stefna að
því að stórauka framleiðni í lönd-
unum og tæknilega þekkingu.
hafði allt verið leitt fyrir
hyltingardómstóla og verið
dæmt fyrir „andbyltingarlega
starfsemi“ og fyrir ..baráttu
gegn guði“, að því er útvarpið
í Teheran greindi frá.
Khomeini trúarleiðtogi
hvatti í dag til allsherjar
mannaveiða um allt landið til
að hafa upp á andbyltingar-
mönnum og „afmá allar leifar
bandarískra og sovézkra
áhrifa".
Fimmtíu vinstri sinnar voru
handteknir í Teheran í dag eftir
skotbardaga við íslamska bylt-
ingarverði. Hafa mennirnir
verið sakaðir um að hafa haft í
hyggju að sprengja upp þing-
húsið í borginni. Alls hafa nú
89 menn verið teknir af lífi frá
því mótmælaalda reið yfir
landið í kjölfar þess að Bani-
Sadr forseti var hrakinn frá
völdum fyrir u.þ.b. tveimur
vikum.
Innanríkisráðherra Irans til-
kynnti í dag hvaða reglur gilda
um frambjóðendur í forseta-
kosningunum, sem ákveðið hef-
ur verið að halda 24. júlí n.k.
Væntanlegir frambjóðendur
verða að tilkynna framboð sín
dagana 4.-6. júlí í ráðuneytinu
og skila þangað nauðsynlegum
gögnum, þ.m.t. 12 nýlegum
ljósmyndum af sér.
Brctland:
Frjálslyndir
og jafnaðarmenn
vinna fylgi
Londun. 2. júli. AP.
KOSNINGABANDALAG hins
nýja Jafnaðarmannaflokks i
Brctlandi ok Frjálslynda
flokksins mundi hcra sigurorð
af Vcrkamannaflokknum ok
íhaldsflokknum. væru kosn-
in^ar haldnar nú. að þvi er
fram kcmur í nýrri skoðana-
könnun. scm hirt var i d«K-
KosninKahandalaKÍð mundi fá
39% atkvæða, Verkamanna-
flokkurinn 32%, en íhaldsflokk-
urinn aðeins 27%. Bandalag
jafnaðarmanna og frjálslyndra
hefur bætt við sig 2% fylgi frá
því síðast var gerð skoðanakönn-
un um fylgi flokkanna um miðj-
an júní sl.