Morgunblaðið - 03.07.1981, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981
Tel nú að ríkið
reikni út hvað
samningar kosta
Kristján Thorlacius formaður BSRB
„ÉG TEL nú að ríkið reikni
oftast út. að minn.sta kosti fljót-
lega. — kannski oftast fyrir-
fram. hvað svona samninnar
kosta, ok í öllu falli þurfa þeir að
reikna þetta út áður en fjárlaga-
frumvarpið er samþykkt. — f»að
er mín skoðun. — Það eru að
minnsta kosti Kerðar einhverjar
áa'tlanir." sagði Kristján Thor-
lacius. formaður Bandalaxs rikis
ok ha'ja. er Mbl. spurði hann um
niðurstöðu fundar. sem haldinn
var í samstarfsnefnd BSRB ok
ríkjsins í Ka“r veicna samninKa
ríkisins við sjúkrahúslækna, en á
fundinum lýsti fulltrúi ríkisins
meðal annars yfir, að sö»n Krist-
jáns, að fjármálaráðherra hefði
ekki á reiðum höndum upplýs-
in«ar um útgjold rikisins vegna
samninKanna.
Um efni fundarins sagði Krist-
ján: „Við fengum afrit af sam-
komulaginu milli Læknafélagins
og fjármálaráðherra og efnislegar
útskýringar á því, en hins vegar
lýsti fulltrúi ríkisins í samstarfs-
nefndinni yfir því, að fjármála-
ráðherra hefði ekki á reiðum
höndum upplýsingar um útgjöld
ríkisins eða mat á því, hvaða
kjarabætur þetta væru fyrir lækn-
ana í peningum talið, að svo
komnu máli. Hins vegar endurtók
hann það, sem hefur komið fram í
fjölmiðlum, að hann myndi vænt-
anlega síðar gefa slíkar tölur út
opinberlega.
Var gefið upp hvenær það yrði?
„Nei, þeir gáfu það ekki upp.“
Hvað ætlið þið að gera í fram-
haldi af þessu?
„Við munum athuga þetta mál,
en eins og ég hef áður tekið fram
eru okkar samningar í gildi til
áramóta. Þeir eru uppsegjanlegir
með þriggja mánaða fyrirvara og
það er ákveðið að halda formanna-
ráðstefnu í septembermánuði og
við munum þangað til safna öllum
mögulegum gögnum sem völ er á
um kjaramálin. Þetta er liður í
því,“ sagði Kristján í lokin.
Frá setningu prestastefnunnar i hátiðasal Háskólans i gær.
Kirkjulegt útgáfufyrirtæki stofnað:
Starfsemin hefst á út-
gáfu blaðsins Víðförli
í RÆÐU þeirri er hann hélt við
setningu prestastefnu íslands i
gær, vék biskup íslands. herra
Sigurbjörn Einarsson. að út-
gáfumálum kirkjunnar og taldi
hlut hennar að jafnaði hafa
Valdimar Þórðarson
kaupmaður látinn
LÁTINN er i Reykjavik Valdi-
mar Þórðarson kaupmaður, en
hann rak um árahil verslunina
Silla og Valda. ásamt Sigurliða
Kristjánssyni.
Valdimar var fæddur 28. janúar
árið 1905 og var hann því 76 ára er
hann lést. Foreldrar Valdimars
voru Þórður J. Þórðarson frá
Rauðkollsstöðum og Anna Helga-
dóttir frá Glammastöðum í
Strandahreppi. Valdimar lauk
prófi frá Samvinnuskólanum árið
1922 og stundaði síðan fram-
haldsnám í Kaupmannahöfn og
Hamborg árin 1922—1923. Hóf
hann kaupmennsku í Reykjavík
árið 1925, en fyrir hartnær áratug
hætti verslunin Silli og Valdi.
Valdimar átti sæti í stjórn
Félags matvörukaupmanna árin
1929—1931. Hann var í stjórn
Fríkirkjusafnaðarins frá árinu
1956.
Valdimar Þórðarson var kvænt-
ur Sigríði Elínu Þorkelsdóttur, en
hún er látin.
verið lítinn í því bókaflóði sem
yfir þjóðina skylli á jólunum.
þeirri hátíð sem þó væri gjöí,
sem þjóðin hefði þegið af kirkj-
unni.
Minntist biskup á bókaútgaf-
una Salt, sem ungt kristið fólk
hefur hrundið af stað, og sagði
margar góðar bækur hafa komið
út á vegum þess unga og smáa
fyrirtækis. Ennfremur nefndi
hann að mörg dagblöð væru
opin fyrir kristnu lestrarefni.
Biskup kvað útgáfumál hafa
verið til umræðu á aðalfundi
kirkjuráðs í vetur, með hliðsjón
af kristniboðsárinu, en sagði
síðan: „Eigi að síður er það
skoðun mín og hefur lengi verið,
að kirkjan hafi brugðist þjóð
sinni, ef ég má orða það svo, að
þessu leyti. Hún hafi ekki með
markvissum hætti notað hið
Búid ad reikna út kauphaekkun lækna:
TÍminn 2. Júlí '8l
Minnsta. kkun iækna
en mesta hækkun allt ad 40%
_ camkvæmt nyia
Laun lækna hækka frá 25 til 40%
— segir Tíminn og þó sé ekki allt talið
„Nú er húið að reikna út
hversu mikil ha-kkun verður á
launum lækna vegna nýgerðra
kjarasamninga við riki og borg.
Er Ijóst. að ha'kkunin verður
sjaldnast lægri en 25% á hvern
lækni. þó undantekningar geti
verið þar á. og da'mi munu þess
að hækkunin nemi allt að 40%.
Þessar prósentutölur ná þó að-
eins til þeirra þútta kjarasamn-
ingsins þar sem útgjaldaaukn-
ingin liggur þegar fyrir.“
Þannig hefst frétt í dagblaðinu
Tímanum í gær um kjaramál
lækna í kjölfar nýgerðra samn-
inga þeirra við fjármálaráðu-
neytið. Eins og lesendur Morgun-
blaðsins muna birti blaðið frétt
þess efnis 26. júní sl., að laun
lækna hækkuðu um 30 til 35% við
nýgerða samninga og var þá bæði
miðað við beinar og óbeinar hækk-
anir, það var sem sé miðað við alla
þætti kjarasamningsins. I frétt
Morgunblaðsins sagði einnig, að
láta muni nærri, að bein launa-
hækkun lækna nemi 20 til 25% og
til viðbótar komi svo 10 til 15% í
óbeinum greiðslum og réttindum.
í Tímanum segir, að læknar fái
7,5% kauphækkun vegna símennt-
unar og fræðslufunda. Sá háttur
að greiða læknum laun fyrirfram
þýði 3% hækkun miðað við 50%
verðbólgu. Greiðsla á bílastyrk
þýði ekki lægri en 10% hækkun og
fari oft vel yfir það í 15—20%.
Hækkun um launaþrep þýði 4%
betri kjör. Hins vegar verði að
bíða og sjá, hvað læknar hækki í
launum vegna hækkunar á lífeyr-
issjóðsframlagi. Þar að auki fái
allir læknar á Borgarspítalanum
6% launahækkun umfram aðra
frá 1. des. sl., en þessa hækkun
fengu læknar á ríkisspítölunum
samkvæmt ákvörðun kjaradóms.
Af þessum tölum má sjá að
miðað við 10% hækkun vegna
bílastyrks fá læknar um 25%
„NIÐURSTAÐAN um það hvað
þetta þýðir í heild getur ekki
legið fyrir fyrr en búið er að
greiða samkvæmt þes-sum samn-
ingi í nokkurn tíma.“ sagði
Svavar Gestsson heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra. er Mbl.
spurði hann álits á samningum
rikisins við sjúkrahúslækna og
hvort fyrir lægi niðurstaða um
launahækkun en sé miðað við 15
til 25% hækkun bílastyrks er
hækkunin á bilinu 30 til 35%.
Læknar á Borgarspítalanum fá
því sumir að minnsta kosti yfir
40% launahækkun miðað við tölur
Tímans.
Athygli vakti, að fjármálaráð-
herra, Ragnar Arnalds, sá ástæðu
til þess að veitast að Morgunblað-
inu í fréttatíma útvarpsins að
kvöldi 26. júní vegna frásagnar
þess af kjarabótum lækna. Sagði
ráðherrann, að skrif Morgunblaðs-
ins um kauphækkanir lækna væru
hvað samningarnir þýða hvað
varðar kostnað fyrir ríkissjóð.
„Ég hef að sjálfsögðu fengið í
hendur um hvað var samið við
læknana," sagði Svavar „og það
hefur verið tíundað í fjölmiðlum.
Hins vegar er þetta algjörlega
einstaklingsbundið hvað út úr
þessum samningi kemur í kjara-
bót fyrir læknana og sumt af því
verður aldrei mælt, eins og til
mjög villandi og til þess eins að
rugla fólk með því að gera meira
úr hækkuninni og að skrif þessi
væru ekkert annað en stjórnmála-
legur áróður. Launahækkanir
lækna væru hvergi nærri því að
vera eins háar og Morgunblaðið
teldi sig hafa heimildir fyrir. I
viðtali við Morgunblaðið sagði
Ragnar Arnalds: „Ég álít að þess-
ar tölur séu langt frá sannleikan-
um.“ Miðað við frétt Tímans í gær
sýnast tölur þær, sem Morgun-
blaðið birti sl. föstudag hafa verið
í lægri mörkum.
dæmis hvað það þýðir að fá laun
greidd fyrirfram. Þannig að
niðurstaðan um hvað þetta þýðir í
heild getur ekki legið fyrir fyrr en
búið er að greiða eftir samningn-
um í nokkurn tíma."
Ertu sjálfur ánægður með sam-
ninginn?
„Ég er ánægður með að tekist
hefur að koma á friði á spítölun-
um.“
prentaða mál til uppfræðslu, til
trúvarnar og kynningar á
kristnum sjónarmiðum. Sístæð
kristin öndvegisrit erlend eru fá
til á íslensku. Sjálfur faðir
vorrar íslensku þjóðkirkju,
Marteinn Lúther, hefur lítt ver-
ið kynntur hérlendis. Hafa þeir,
sem vildu afflytja hann, verið
stórum athafnasamari á ritvelli
og í bókagerð en kristnir íslend-
ingar iútherskrar játningar."
Þá upplýsti biskup að kirkju-
ráð hefði ákveðið að hrinda af
stað kirkjulegri útgáfu og hefði
skipulagsskrá verið samþykkt
fyrir hana. Var þetta ákveðið á
grundvelli tillagna frá nefnd er
sett var í málið á síðasta ári. Þá
nefnd skipuðu sr. Eiríkur J.
Eiríksson, sr. Bernharður Guð-
mundsson og Páll Bragi Krist-
jónsson. Ákveðið hefur verið að
útgáfuforlagið verði sjálfseign-
arstofnun undir stjórn 9 manna
nefndar, er kýs úr sínum hópi
þriggja manna framkvæmda-
nefnd. Formaður stjórnarnefnd-
arinnar er frú Rósa Björk Þor-
bjarnardóttir, ritari Ársæll Ell-
ertsson. í framkvæmdanefnd
hafa verið kosnir þeir Jón Sig-
urðsson, skólastjóri, sr. Bern-
harður Guðmundsson og Páll
Bragi Kristjónsson. Aðrir í
stjórninni eru Gísli V. Einars-
son, framkvæmdastjóri, sr. Guð-
mundur Óskar Ólafsson, form.
Prestafélags íslands, sr. Jónas
Gíslason, dósent, og frú María
Pétursdóttir, form. Kvenfélaga-
sambands Islands. Sagði biskup
stjórnarnefndina hafa ákveðið
að hefja starfsemina með útgáfu
blaðs, er komi út á tveggja vikna
fresti. Hefur blaðinu verið valið
nafnið Víðförli, en forlagið heit-
ir Skálholt. Til bráðabirgða hef-
ur Sigurður Pálsson, námsstjóri,
verið ráðinn framkvæmdastjóri.
Að lokum sagði biskup: „Hér
verður farið stillt af stað og byr
mun ráða hvernig beitt verður
og seglum ekið. En heitið skal á
alla kristna menn um skilning á
og liðveislu við þessa viðleitni."
Svavar Gestsson um læknasamninginn:
Niðurstaðan ekki ljós fyrr en greitt hefur
verið samkvæmt honum í nokkurn tíma