Morgunblaðið - 03.07.1981, Side 3

Morgunblaðið - 03.07.1981, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981 3 Ncmcndur IIlíAaskóla ásamt forsvarsmönnum skólans. kcnnurum ok listamönnum, scm unnu að hinni skemmtilcKU veggskreytingu á framhlið íþróttahúss skólans. Nemendur Hlíðaskóla skreyta skólann siálfir Á framhlið hins nýja íþrótta- húss lllíðaskóla má sjá einkar skcmmtilcgt myndvcrk. scm unnið hcfur vcrið af nemendum skólans í samráði við mynd- mcnntakcnnara skólans og nokkra listamcnn. Aðdragandinn að þessu verki var sá að vorið 1978 fóru arkitekt- arnir Guðmundur Kr. Guðmunds- son og Ólafur Sigurðsson þess á leit við Jón Gunnar Árnason lista- mann, að hann sæi um listskreyt- ingu íþróttahússins, sem þá var í byggingu. Eftir nokkrar umræður og að fengnu samþykki fræösluráðs var ákveðið aö gera þá nýstárlegu tilraun, að nemendur ynnu hug- myndir og tillögur að veggskreyt- ingu jafnframt því sem þeir fengju víðtæka myndlistarfræðslu. Vegna þessa verkefnis fékk Jón Gunnar nokkra listamenn til liðs við sig, þá Þór Vigfússon, Rúrí og síðar Guðjón Ketilsson og í sam- vinnu vð myndmenntakennara skólans, Hrafnhildi Bernharðs- dóttur, var samin kennsluáætlun fyrir alla nemendur skólans á aldrinum 9—15 ára. Til að auðvelda nemendum myndbygginguna voru steypt ein- föld form í vegg íþróttahússins og gert kennslulíkan af húsinu. Síðan tóku nemendur sig til um Nýstárlegri tilraunakennslu lokið veturinn og unnu tillögur að veggskreytingunni og um vorið Reykjavikur með nemendum Hlíðaskóla nú í júní og var þá lágu svo fyrir um það bil 500 tillögur og var haldin sýning á verkunum innan veggja skólans. Skipuð var dómnefnd með full- trúum nemenda, kennara, arki- tekta og listamanna, sem síðan valdi eina tillögu til frekari úr- vinnslu. Síðastliðinn vetur var svo hafist handa af fullum krafti með úr- vinnslu tillögunnar, sem valin hafði verið vorið 1979. Nemendurnir unnu upp full- komna vinnuteikningu fyrir skreytinguna í öllum smáatriðum og prófuðu sig áfram með mismun- andi liti og gafst blaðamönnum tækifæri til að sjá þessar teikn- ingar á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni þess að verkinu var lokið. Endahnúturinn á þetta skemmtilega framtak var svo rek- inn þegar stofnaður var vinnu- flokkur á vegum Vinnuskóla hafist handa við að teikna upp skreytinguna á íþróttahúsið í rétt- um hlutföllum og hún síðan máluð. Við ræddum við nokkra krakka um hvernig þeim hefði þótt að vinna að þessu myndverki. Kváð- ust þau ánægð með útkomuna, enda gert þetta sjálf. Kváðu þau myndlistarkennsluna óvenjulega og skemmtilegt hefði verið að færa hugmyndir sínar af blaði yfir á stóran vegg. Þeir sem aðstoðuðu krakkana við gerð veggskreytingarinnar sögðu að árangurinn væri mjög góður hjá svo ungum krökkum, en þau sem unnu endanlega að verkinu voru áhugafólk úr eldri bekkjum Hlíðaskóla. Sögðu leið- beinendurnir, að áhersla hefði ver- ið lögð á að þroska vitund nemend- anna á umhverfi sínu og vekja hjá þeim tilfinningu fyrir samspili árstíða, náttúru, mannvirkja, mannlífs og leikja. Jafnframt því sem það mætti teljast eðlilegt, að krakkarnir ákvörðuðu sjálfir það umhverfi, sem þeir leika og starfa Væntanlega verður framhald á myndmenntakennslu með svipuðu fyrirkomulagi í Hlíðaskóla. Búast má við, að á næstu árum muni nemendur vinna að gerð þrívíddar- skúlptúra, sem bæði má nota sem leiktæki og sem lið í skreytingu umhverfis skólann. Alheimsleiðtogi Hjálp- ræðishersins í heimsókn GENERAL Arnold Brown. yfir- hershöfðingi Hjálpræðishcrsins, kcmur hingað til lands og mun tala á samkomum scm haldnar vcrða i Neskirkju 9. og 10. júlí. Þctta cr í fyrsta sinn scm alheimsleiðtogi Iljálpræðishersins kemur til ís- lands. en Hjálpræðisherinn hefur starfað hér á landi I 80 ár. Gcncral Urown cr lciðtogi tvcggja og hálfr- ar milljónar hermanna um hcim allan. Hjálpra-ðishcrinn starfar í 80 löndum og rekur mikið trúboðs- og liknarstarf. General Brown er kanadískur. Hann útskrifaðist sem foringi úr herskóla Hjálpræðishersins í Tor- onto árið 1935 og hefur síðan gegnt mörgum embættum innan Hjálp- ræðishersins. Hann var í mörg ár næstæðsti yfirmaður Hjálpræðis- hersins, en hefur síðan í júlí 1977 verið alheimsleiðtogi hans. í tilefni af komu hershöfðingjans verður haldið deildarþing Færeyja og íslands hér í Reykjavík. Margir gestir munu koma frá útlöndum og utan af landi. Umdæmisstjórar okkar, kommandör K.A. Solhaug og frú Else Solhaug og brigader Óskar Jónsson ásamt fleiri foringjum koma frá Noregi. Frá Englandi koma ofusti William Clark, alþjóð- legur ritstjóri Hjálpræðishersins, major John Bate, einkaritari hers- höfðingjans og brigader Ruby Guð- mundsson. Samkomurnar sunnudaginn 12. júlí verða haldnar í sal Iljálpræðis- hersins og á Lækjartorgi. General Arnold Brown verður að halda áfram til Lundúnaborgar á laugar- daginn, svo hann mun aöeins vera með á samkomunum í Neskirkju. Biskupinn yfir Islandi, herra Sigur- björn Einarsson, mun einnig tala á samkomunni fimmtudag 9. júlí. Hershöfðinginn og aðrir gestir munu snæða kvöldverð hjá biskupn- um, morgunverð í boði borgarstjórn- ar Reykjavíkur, hádegisverð á Þing- völlum í boði kirkju- og dómsmála- ráðherra og einnig verður móttaka hjá forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, aö Bessastöðum. Arnold Brown yfirhcrshöfðingi Það skal tekið fram, að samkom- urnar í Neskirkju og í Herkastalan- um eru ekki einkasamkomur. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fjórðungsmót hestamanna á Hellu: Lyfting, Gjálp og Glóa ekki með FJÓRÐUNGSMÓT sunnlenzkra hestamanna hófst á Hellu i gær og voru stóðhestar og hryssur mcð afkvæmum dæmdar og lauk því um klukkan 19. Keppni í tölti átti að hefjast um miðjan dag en var frestað til klukkan 20. INNLENT Á annað þúsund manns höfðu keypt sig inn á svæðið um klukkan 18 í gær og fór móts- gestum fjölgandi, samkvæmt upplýsingum fréttaritara Morg- unblaðsins á mótinu. Þrjár þekktar hryssur verða ekki með á mótinu. Hryssurnar Gjálp og Glóa verða ekki með í 350 m stökki og Lyfting verður ekki með í 250 m skeiði. Gjálp tognaði og Glóa er með fyli og Lyfting er meidd. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér á móts- stað eru aðstæður yfirleitt góð- ar, þó hafa sýnendur kynbóta- hrossa kvartað undan slæmri sýningarbraut. MFIUGA GRÓF Vitretex sandmálningin er hæfilega gróf utanhússmálning. Ekki grófari en það að regn nær að skola ryk og önnur óhreinindi af veggjum. Og Vitretex sandmálning er óhemju sterk utanhússmálning og endingargóð, það sanna bæði veðrunarþolstilraunir og margra ára reynsla NÝ LITAKORT Á ÖLLUM SÖLUSTÖÐUM S/ippfé/agió íReykjavíkhf Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi Sími 33433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.