Morgunblaðið - 03.07.1981, Síða 5

Morgunblaðið - 03.07.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981 5 Hlaut meiðsl á höfði við veitingahús UNGUR maður slasaðist nokkuð fyrir utan voitintfahúsið óðal fyrir nokkru, en hann varð fyrir manni sem dyraverðir veitinna- hússins fleyjíðu út. Unsi maður- inn var staddur fyrir utan Óðal ásamt kunninnjafólki sínu. þegar atburður þessi átti sér stað. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar, sem vinnur að rannsókn málsins, segja vitni sem á þetta horfðu, að aðfarir dyravarðarins í Óðali hafi verið allharkalegar. Maðurinn liggur nú á Borgar- spítalanum og sagði Bjarni Hann- esson læknir hann á batavegi, en maðurinn hlaut mar við heila. Bjarni sagði að ekki hefði þurft að gera aðgerð á manninum og kvaðst hann telja að ekki yrði um varanleg eftirköst að ræða. Ungfrú ísland níunda í Ungfrú Evrópu-keppninni Keppir nú um titilinn Ungfrú alheimur I>AÐ MÁ með sanni segja að Ungfrú ísland, Elísahet Trausta- dóttir, sé á faraidsfæti um þessar mundir. Ilún var vart komin til Íslands af keppni um titilinn Ungfrú Evrópa. sem haldin var í Burmingham i Englandi, að hún steig aftur upp í flugvél, sem bar hana til New York i keppni um titilinn Ungfrú alheimur, sem haldin verður á Manhattan-eyju. „Frammistaða Elísabetar í keppninni um titilinn Ungfrú Evr- ópa þykir dágóð, en hún varð í 9. sæti,“ sagði Einar Jónsson um- boðsmaður erlendra fegurðar- samkeppna hér á landi, en hann var jafnframt einn af dómurum keppninnar. „Tuttugu og ein stúlka kepptu um þennan titil og varð Ungfrú Danmörk hlutskörp- ust, í öðru sæti varð Ungfrú Italía, í þriðja sæti Ungfrú Holland, í fjórða sæti Ungfrú Finnland og í fimmta sæti Ungfrú Svíþjóð.“ „Hvað viðvíkur keppninni um titilinn Ungfrú alheimur, þá munu rúmlega 80 stúlkur taka þátt í keppninni og eru þær hvaðanæva að úr heiminum. I. dómnefnd verður margt frægt fólk meðal annarra knattspyrnuhetjan Pele, óperusöngkonan Anna Moffo, sem sungið hefur hér á listahátíð og leikarinn Lee Majors. Úrslit keppninnar verða svo kynnt 20. júlí,“ sagði Einar Jónsson. Hliðarmynd, scð irU Skólabraut „Höfum einfald- lega ekki nægan mannskap í hrotum*' „ÁSTÆÐAN er einfaldlega sú, að við höfum ekki nægan mannskap til að sinna þessu i miklum hrotum." sagði Jóhann Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Framleiðslueftirlits sjávarafurða, i samtali við Mbl., er hann var inntur álits á þeim ummælum Braga Eirikssonar, framkvæmda- stjóra Samlags skreiðarframleið- enda fyrir skömmu, að mjög hægt gengi að fá skoðun á og mat á skreið þeirri, sem flytja ætti úr landi, og af því hlytust miklar tafir. „Það eru yfirleitt sömu mennirn- ir hjá okkur, sem sjá bæði um skreiðina og saltfiskinn, og í ár hefur framleiðslan á saltfiski verið gífurlega mikil og útflutningur verið mjög hraður, þannig að skoðunarmennirnir hafa hreinlega ekki haft undan. Það hafa hins vegar ekki hlotizt óeðlilegar tafir fram að þessu. Þá verður að taka það inn í myndina, að áður fyrr var skreið- arútflutningur fyrst og fremst á haustin, en aðaltimi saltfisksút- flutnings hefur hins vegar lengi verið frá lokum vetrarvertíðar og fram i júlílok, þannig að þetta hefur ekki svo mikið lent saman,“ sagði Jóhann Guðmundsson enn- fremur. Þá kom það fram hjá Jóhanni, að um sundurlausa vinnu væri að ræða. Hún væri árstíðabundin og því gengi illa að fá menn í þetta. Það væru til fjölmargir menn með réttindi, en þeir vildu bara ekki starfa við þetta. FRÁ CHAMFION USA= sportíatnaður í miklu úrvali BANKASTRÆTI 7 • AÐALSTRÆTI4 7.146 Teikning að hinu nýja safnaðarheimili. Hliðarmynd séð frá Skólabraut. Akranes: Fyrsta skóflustungan tekin að safnaðarheimili á morgun Akranesi. 1. júlí. IIELGISTUND verður í Akra- neskirkju laugardaginn 4. júli kl. 14, og að henni lokinni tekin fyrsta skóflustungan að grunni nýs safnaðarheimilis. Undirbún- ingsvinnu, svo sem hönnun og teikningum er lokið, svo hægt er að hefja framkvæmdir á bygg- ingarstað. Stefnt er að því að koma húsinu undir þak á þessu ári. Safnaðarheimilið verður reist á lóðinni Skólabraut 13, fyrrum Vinaminnislóð, milli kirkjunnar og gamla barnaskólans. Lóð þessi er eign Akranessafnaðar. Húsið verður byggt úr steinsteypu, tvær hæðir. Flatarmál neðri hæðar verður 410 fermetrar og efri hæð- in 152 fermetrar. Rúmmál hússins verður 2.323 rúmmetrar. I húsinu verður samkomusalur, skrifstofa sóknarprests, sóknar- nefndar, kórstjóra, fundarher- bergi, eldhús, snyrtingar og geymslur. Hönnun teikninga og undirbúningsvinnu hefur Verk- fræði- og teiknistofan hf. á Akra- nesi annast. Magnús H. Ólafsson arkitekt, sem vinnur hjá fyrirtæk- inu, hefur að mestu unnið þetta verk. Svo sem kunnugt er hefur kirkj- an litlar tekjur, aðeins sóknar- gjöldin sem gera lítið betur en nægja fyrir rekstri og viðhaldi. Byggingarhraðinn verður því að mestu í hlutfalli við velvilja manna. Sóknarnefnd Akranes- kirkju biður því söfnuðinn að sýna samstöðu og leggja metnað sinn í að styðja þessa framkvæmd með fjárframlögum eða á annan hátt svo hægt verði að ljúka verkinu á sem skemmstum tíma. — Júlíus Rallað á Húsa- vík á laugardag Bifreiðaíþróttaklúbbur Húsa- víkur og Ilótel Húsavik gangast fyrir rallýkeppni laugardaginn 4. júlí na'stkomandi. Allir helstu rallökumenn landsins munu mæta til leiks, þar á meðal Ómar og Jón Itagnarssynir, ásamt Egg- ert Sveinbjörnssyni og Magnúsi Jónassyni. Ilafsteini Aðalsteins- syni og fleirum. Bilarnir verða ræstir frá Hótel Ilúsavík klukk- an 6 á laugardagsmorgun og verður síðan ckið vítt og breitt um Þingeyjarsýslur, samtals um 450 kílómetra. Aætlað er að fyrstu bílar komi í mark um klukkan 16.30 við Hótel Húsavík. Stjórnstöð fyrir keppn- ina verður í félagsheimili Húsa- víkur og verður þar hægt að fá upplýsingar um gang keppninnar. Um kvöldið munu keppendur, starfsmenn og aðrir gestir snæða rallysteik á Hótel Húsavík og síðan verður stiginn dans til klukkan 3 um nóttina. Hljómsveit- in Umrót sér um fjörið. Verð- launaafhending fer fram klukkan 23 á laugardagskvöld og eru glæsi- leg verðlaun í boði. (Fróttatilkynninit.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.