Morgunblaðið - 03.07.1981, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981
Kvennasögusafni íslands afhent
úrklippusafn um forsetakjör
KVENNASÖGUSAFNI íslands
hefur verið fært að Kjöf safn
úrklippa um kjör Vijídisar
PinnhoKadóttur í emhætti for-
seta íslands fyrir réttu einu
ári.
Það voru þær Gerður Stein-
þórsdóttir cand. mag. og Sigríð-
sýnishorn þess sem birtist í
erlendum blöðum. Hér er um að
ræða blaðaefni um framboð
Vigdísar svo og kosningaúrslitin
sjálf, auk efnis um forsetakjörið
almennt. Safnið nær yfir tím-
ann frá ársbyrjun 1980 til þess
er Vigdís Finnbogadóttir tók við
embætti 1. ágúst. Úrklippurnar
inguna. Við þetta tækifæri sagði
Gerður Steinþórsdóttir meðal
annars, að kjör Vigdísar Finn-
bogadóttur til forsetaembættis
hefði verið mikilsverður áfangi
og táknrænn sigur í réttinda-
baráttu kvenna, væri því vel við
hæfi að heimildir um slíkan
atburð varðveittust á Kvenna-
TEKIN er til starfa hljómsveitin
„Þrælarnir“, og mun hún
skemmta danshúsgestum lands-
ins i sumar.
Tónlist „Þrælanna“ er nýbylgju-
rokk og önnur rokktónlist, frum-
samin að hluta. Annað kvöld,
laugardaginn 4. júlí, skemmtir
hljómsveitin í samkomuhúsinu
Vestmannaeyjum.
Meðlimir hljómsveitarinnar
eru: Halldór Bragason, söngur og
gítar, Rikharður Friðriksson, gít-
ar, mandólín, flauta og söngur,
Guðmundur Sigmarsson, gítar og
söngur og Ólafur Ægisson, bassi.
Sigurður Hannesson er fimmti
liðsmaður hljómsveitarinnar og
leikur hann á trommur.
ur H. Jónsdóttir, fjölmiðlafræð-
ingur, sem afhentu Kvennasögu-
safninu þetta safn. Efnið hafa
þær tekið saman úr dagblöðum
og öðrum innlendum blöðum,
auk þess sem þar er nokkurt
límdu þær Gerður og Sigríður
inn á spjöld og létu binda í þrjár
stórar bækur, samtals rúmar
350 blaðsíður að stærð.
Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, var viðstödd afhend-
sögusafninu. Það má geta þess,
að áður hefur verið tekið saman
hliðstætt verk með blaðaefni um
kvennafríið 1975 og var það
einnig gefið Kvennasögusafn-
inu.
Stórglæsilegt úrval af roccocosófasettum og stólum
Ótrúlega hagstætt verð KM húsgögn Langholtsvegi 111 Reykjavík Símar 37010 — 37144
Hljómleikar
í Höllinni
1 KVÖLD. föstudaginn 3. júlí.
verða haldnir tónleikar í Laugar-
dalshöll og hafa þeir fengið
yfirskriftina: „Annað hljóð i
strokkinn.“
Þar gefst tækifæri til að sjá og
heyra í a.m.k. tólf hljómsveitum,
sem allar tilheyra, á einn eða
annan hátt, hinni nýju bylgju í
rokktónlistinni. Þekktustu
hljómsveitirnar sem fram koma
eru Þeyr, Fræbbblarnir, Tauga-
deildin og Baraflokkurinn. Af öðr-
um má nefna Fan Houtens Kókó,
Nast, Box, Spilafífl, Clitoris og
Tappa Tíkarrass. Þá má og geta
þess að sætaferðir á tónleikana
verða frá Selfossi, Keflavík og
Akranesi.
Á myndinni eru „Þeyr“.
Kabul:
Sex sovésk-
ir hermenn
skotnir
Nyju Dflhí. 1. júlí. AP.
ÚTVARPIÐ i Kabúl greindi frá
því í dag, að Babrak Karmal,
forseti Afganistan. mun dveljast
nokkrum dögum lcngur í Tékkó-
slóvakíu en ætlunin var í upphafi
ferðar hans þangað. til að gangast
undir læknisskoðun. Heyrst hefur,
að Karmal muni koma við i
Austur-Þýskalandi og Búlgariu á
leiðinni heim.
Sex sovéskir hermenn voru
skotnir á götu í Kabul í tveimur
ólíkum árásum 22. júní sl. sam-
kvæmt upplýsingum vestrænna
sendiráðsstarfsmanna í Nýju Deihí.
Ekki var sagt, hvort hermennirnir
hefðu látist. Árásarmennirnir flúðu
skotstað á mótorhjólum.
Harðir bardagar héldu áfram
milli friðarsveita og sovéskra og
pólskra hersveita í Paghman og
Mazari-Sharif. Fréttir hcrmdu, að
flugárás sovéskra hersveita hefði
valdið verulegum skemmdum í
Paghman nýlega.
Frá vinstri: Anna Sigurðardóttir, Vigdís Finnbogadóttir, Sigríður H. Jónsdóttir, Gerður Steinþórsdóttir og
Svanlaug Baldursdóttir.
Þrælarnir
„Þrælarnir“, ný hljómsveit