Morgunblaðið - 03.07.1981, Side 10

Morgunblaðið - 03.07.1981, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981 Fjölmenn Islendinga- messa í Heidelberg I>að bar til tíðinda þann þriðja maí síðastliðinn. að messað var á íslensku í kirkju hcilaK-s Tómasar í Hasenleiserhverfinu í HeidelberK- Prestur var séra Kristján Valur Inxólfsson. fyrrum sóknarprestur á Raufarhófn, en hann stundar nú framhaldsnám í litúrKÍskum fræð- um við háskólann i Heidelberg. Þennan atburð bar þannig að, að seint í apríl sendi séra Kristján út dreifibréf til kristinna og kaffiþurf- andi íslendinga í nágrenni við sig og boðaði þá til messugjörðar og á eftir skyldi borið fram kaffi á heimili þeirra prestshjóna að góðum og gömlum íslenskum sið. Þetta framtak mæltist vel fyrir og dreif Islendinga að úr öllum áttum og létu menn sig ekki muna um að aká langan veg. Kirkjan var því þéttsetin og taldist mönnum að Séra Kristján Valur Ingólfsson Tómasar í Heidelberg. kirkjugestir hefðu verið um áttatíu og fór þessi tala langt fram úr þeim fjölda sem búist hafði verið við. Athöfnin þótti hin hátíðlegasta og í stólræðu sinni lagði klerkur út af dæmisögunni um góða hirðinn sem gætir hjarðar sinnar og yfirgefur hana ekki, þegar háska ber að höndum. Við athöfnina söng Margrét Bóas- og messugestir i kirkju heilags dóttir sópransöngkona einsöng, en hún er eiginkona séra Kristjáns Vals. Organisti var Hörður Áskels- son, en kona hans, Inga Rós Ingólfs- dóttir, lék einleik á selló. Á eftir kom svo allur þessi stóri hópur saman á heimili prestshjón- anna, eins og áður segir, þar sem prestsfrúin veitti kaffi og meðlæti af mikilli rausn og skörungsskap. nífapör ftmefa Hollensk hnífapör úr 18/8 gæðastáli — Gerið verðsamanburð. „ Múrsteinsmunstur“ m/24 karata gulli Án gull- húdunar Gaffall, hnífur, skeiö Kr. 160.- 105.- 6 manna sett og 6 tesk. Kr. 1.104,- 726.- 6 m. sett og 6 tesk. og gafflar Kr. 1.248.- 822.- 6 kökugafflar Kr. 156.- 102- 6 teskeiðar Kr. 156.- 102,- 6 deserthnífar Kr. 270,- 180.- 6 desertskeiöar Kr. 270,- 180,- ávaxtaskeiö Kr. 100,- 80,- sósuausa Kr. 88.- 70,- súpuausa Kr. 175.- 155.- salatsett (2 stk.) Kr. 135,- 98,- grænmetisskeið Kr. 88.- 70,- — og margir aörir fylgihlutir. ALLTIGJAFAKÖSSUM - - ENNFREMUR ALLT SELT í STYKKJA TALI. Gjafavörur fyrir þá sem meta fagra muni. TEKK'* KRISmi Laugavegi 15 Reykjavík Simi 14320 Kór heilags Lárentíusar Lárentíusarkórinn var fyrir skömmu á ferð um Island í boði Tónlistarskóla Rangæinga. Það fer sannarlega lítið fyrir kyn- slóðabilinu í kórnum, því jafn- framt því sem börn, bæði dreng- ir og stúlkur syngja með, svo og nokkrar stúlkur á táningaaldr- inum, er kórinn þar fyrir utan fullskipaður blandaður kór. Auk þessa hefur kórinn á að skipa all þokkalegum einsöngvurum og gefur slík kórskipan mjög mikla möguleika til fjölbreytni í verk- efnavali. Með kórnum var og orgelleikari sem lék verk eftir Erbach (1573—1635), Slögedal og Gottfred Pedersen. Efn- isskráin hófst á Gregóíönsku Halelúja, þá mjög gömlu fjór- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON rödduðu lagi Rex coeli, þar næst voru tvö lög til heiðurs heilögum Olafi og lauk fyrri partinum með lögum eftir Kodaly og eftir Nanini, eða eins og hann er oftast skráður Giovanni Maria Nanino (1545—1607), nema átt sé við yngri bróður og nemanda Drengjakór Fyrir íslendinga er drengja- kór eitthvað spennandi, fyrst og fremst vegna þess, að slíkur kór hefur ekki komist á laggirnar hér á landi og ef til vill ekki síður vegna frægðar slíkra kóra erlendis, sem hér á landi heyr- ast aðeins af hljómplötum. Hvað því veldur, að ekki er starfandi drengjakór hér á landi, væri fróðlegt athugunarefni og að stofna slíkan kór og þjálfa hlýtur að vera heillandi við- fangsefni fyrir unga og dugandi stjórnendur. Drengjakórinn við dómkirkj- una í Tromsö hélt upp á 25 ára afmæli sitt með ferðalagi til íslands (og Ameríku) og flutti tónlist eftir Bach, Schubert, Frank, Daquin og svo norska kirkjutónlist. Það má deila um það hvernig drengjakór skuli skipaður en til eru tvær gerðir slíkra kóra, þ.e. kór, sem er eingöngu skipaður drengjum eins og Vínardrengja- kórinn og blandaður kór, þar sem drengirnir. syngja sópran- og alt- raddirnar en tenór og bassi eru eins skipaðir og í venjulegum blönduðum kór. Efnisskrá slíkra kóra er auðvit- að mjög ólík, en blandaði Eggjaþjófnaðurinn við Mývatn: Hefur væntanlega aðeins timabundnar afleiðingar - segir Erlingur Ólafsson, náttúrufræðingur „ÞAÐ ER erfitt að segja til um hvort svona eggjarán muni hafa einhverjar langtíma afleiðingar, en það er ljóst að þegar rænt er 26 eggjum undan sjaidgæfri andategund eins og gulöndinni, þá hefur það bæði staðbundin og tímabundin áhrif.“ sagði Erling- ur Ólafsson hjá Náttúrufræði- stofnun ísiands er Mbl. innti hann eftir afleiðingum eggja- þjófnaða eins og upp komst um við Mývatn fyrir skömmu. „Það er því ekki búizt við varanlegum áhrifum af svona þjófnaði, heldur aðeins tímbundn- um, því allar líkur eru á því að þessir fuglar muni verpa aftur hér á landi að ári. Það er á hinn bóginn mjög alvarlegt mál þegar svona lagað á sér stað og ekki er á því nokkur vafi að eggjaþjófnaður er hér algengari, en margir telja þó að í minna mæli sé en þarna við Mývatn. Því verður að sporna við þessu eins og mögulegt er, bæði með aukinni gæzlu og sektum, sem ekki eru hlægilegar," sagði Erling- ur. Langtimaspá bandarísku veðurstofunnar: Ekki aðstaða hérlendis til að meta áreiðanleikann „VIÐ IIÖFUM hreint ekkert um þetta að segja — ég veit ekki einu sinni hvort þetta er satt eða logið. og get ekki gert neinar athugasemdir við það,“ sagði Knútur Knútsen vcður- fræðingur er Mbl. hafði sam- band við Veðurstofuna og spurðist fyrir um álit veður- fræðinga á langtímaspá handa- rísku veðurstofunnar sem fjall- að var um á forsíðu Morgun- blaðsins í gær. Þar er spáð slæmu veðri í júlímánuði — lægri meðalhita og meiri rigningu en vant er hér á Islandi. „Ég get bara ekki sagt neitt um þetta," sagði Knútur, „hvorki á einn eða annan veg — við gerum ekki svona langtíma- spár hérna á veðurstofunni og við fáum þær ekki heldur. Við höfum því enga aðstöðu til að meta áreiðanleika slíkrar spár.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.