Morgunblaðið - 03.07.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.07.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1981 Alþjóðlegt ílug' hlýtur að vera líflína Islands — segir Knut Hammerskjöld, aðalforstjóri IATA „I»AR SEM ísland er eyja hlýtur alþjóðlcgt ÍIuk að vcra líflína landsins <»g því ætti ríkið aft styðja við bakið á flujírekstri hér meðan á núver- andi erfiðleikum stendur. sé það talið þjóna einhverjum tilKangi fyrir landsmcnn. Ilins vesar er það alltaf spurninK hvort ríkisreka eisi fluKfélög. Þau eru venjulega rekin sem sérstök rekstrarheild <»k sam- kva*mt almennum markaðslöK- málum og ég er á móti of miklum ríkisafskiptum af slík- um rekstri," sagði Knut Hammerskjöld, aðalforstjóri IATA, Alþjóðasambands fluK- félaKa. sem nú er staddur hér á landi, meðal annars í samtali við MorKunhlaðið. IJósmynd Mbl. Emilía Hjorg. Knut Ilammerskjöld, aðalforstjóri IATA, ásamt fjölskyldu sinni og Agnari Kofoed-Hansen, flugmálastjóra. Hann sagði ennfremur að tilgangurinn með komu sinni hingað væri að ræða um flug- mál við samgöngumálaráð- herra, Steingrím Hermannsson, og hitta gamla kunningja eins og Agnar Kofoed-Hansen, en annars væri hann á leið frá Svíþjóð til Kanada, þar sem höfuðstöðvar IATA væru. Hvert er meginhlutverk IATA? „IATA, Alþjóðasamband flugfélaga, er eins konar um- ræðusvið þeirra 110 flugfélaga, sem mynda sambandið. Þar ræða stjórnarmenn flugfélag- anna hin ýmsu mál flugrekstr- arins, svo sem markaðsmál, farmiðaverð, öryggismál og fleira. Sambandið tekur hins vegar engar beinar ákvarðanir, en beinir á hinn bóginn tillög- um sínum til aðildarfélaga og ríkisstjórna þeirra, en sam- bandið hefur samstarf við ríkis- stjórnir allra aðildarfélag- anna.“ Hver eru helztu vandamál flugrekstrar í dag og hverjar eru framtíðarhorfurnar? „Síðan 1973 hafa verið tals- verðir erfiðleikar vegna örra hækkana á eldsneyti og hefur það hækkað 10 til 11 sinnum síðan þá. Því er eldsneytis- kostnaður orðinn allt of stór hundraðshluti af rekstrarkostn- aði flugfélaganna. Þá hefur erfitt efnahagsástand í heimin- um valdið því að fólk hefur Efni: canvas Litir: Ijósbrúnt, khaki, dökkblátt, vínrautt. Verð: kr. 239 7.144 AÐALSTRÆTI4 BANKASTRÆTI 7 Iðnaðarframleiðsla á 1. ársfjórðungi: Nokkur minnkun f rá fyrra ári Niðurstöður Hagsveiflu- vogar iðnaðarins benda til þess að iðnaðarframleiðsla hafi verið nokkru minni á fyrsta ársfjórðungi 1981 en á sama ársf jórðungi árið á und- an. Áætlaður magnsamdrátt- ur er 1,8%. Hjá fyrirtækjum með 61,2% mannaflans var dregið úr framleiðslustarf- semi á þessu tímabili, en fyrirtæki með aðeins 21% mannaflans juku starfsemi sína. Hér er um töluverð umskipti að ræða frá því sem verið hefur á undanförnum árum. Þannig er talið, að á fyrsta ársfjórðungi ársins 1979 hafi iðnaðarfram- leiðslan aukizt um 5,0% frá því sem var á sama árstíma árið á undan, og að framleiðslan á fyrsta ársfjórðungi síðastliðins árs hafi enn verið 4,5% meiri að magni til en fyrstu þrjá mánuði ársins 1979. Sé fyrsti fjórðungur þessa árs borinn saman við seinasta fjórð- ung síðasta árs kemur í ljós, að fyrirtæki með 62,1% mannafl- ans hafa orðið að draga úr framleiðslu, en fyrirtæki með aðeins 24% mannaflans hafa aukið hana. Aætluð framleiðslu- minnkun er 4%. Á sama árstíma í fyrra hélzt framleiðsla hins vegar óbreytt miðað við næsta ársfjórðung þar á undan og árið 1979 minnkaði framleiðsla lítilsháttar, eða um 1%. Svol* þátttakenda í könnun- inni benda meðal annarra orða eindregið til þess, að iðnaðar- framleiðslan hafi dregizt saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hvort sem miðað er við næsta ársfjórðung á undan eða sama tíma í fyrra. Selt magn virðist hafa minnk- að heldur meira en framleiðslan og hefur sú þróun leitt til talsverðrar söfnunar birgða. Álíta fyrirtæki með 46% mann- aflans (nettó) að birgðir fullunn- ina vara hafi aukizt. Fyrrinótt: Brotist inn á tveimur stöðum BROTIST var inn í verslanirnar Borgarljós við Grensásveg og Glöggmynd í Hafnarstræti í fyrri- nótt. Stoiið var ljósmyndavörum í Glöggmynd, en ekki var ljóst hvort einhverju hefur verið stolið í Borgarljósum, samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar. Einhverjar skemmdir voru unn- ar á báðum stöðunum, en engir hafa verið handteknir enn og er málið í rannsókn. Týndi tölvuúri UNG stúlka, Bryndís Hrafnkels- dóttir, kom að máli við Morgun- blaðið og kvaðst hafa týnt spánýju tölvuúri á göngu sinni frá iðnaðar- bankanum að veitingahúsinu Óðali síðastliðið föstudagskvöld. Þeir sem fundið hafa úr Bryndísar sem er af gerðinni Pallas, eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við stúlkuna í síma 84681.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.