Morgunblaðið - 03.07.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981
15
AP-HÍmamynd.
Fred EnKlish, 85 ára gantall oldunKur í East Molesey, skammt
fyrir sunnan London, stcndur hér hinn hreyknasti fyrir framan
húsið sitt, sem hann hefur fært í stand ok skreytt i tilefni af hinu
konunglega brúðkaupi 29. júli nk. English er maður mjöK þjóðleKa
sinnaður ok þykir rísa undir nafni enda hefur hann verið að búa
síií (>k húsið undir brúðkaupið i tvo mánuði samfleytt.
Elsti skátahöfð-
ingi heims látinn
San Dípko. 2. júlí. AP.
SIDNEY Loman, elsti skáta-
höfðingi heims, lést á þriðjudax
101 árs að aldri. Hann sat sinn
síðasta skátafund fyrir þremur
vikum. Loman var sæmdur æðsta
heiðursmerki skátahreyfinnar-
innar. silfurbjórnum. fyrir löngu
síðan.
Loman var fæddur í Texas árið
1880. Faðir hans hafði verið þræll
og móðir hans var Indíáni. Hann
flutti með fjölskyldunni til Kali-
forníu árið 1921 og stofnaði fyrsta
skátafélag svertingja í Imperial-
dalnum sama ár. Tíu árum síðar
stofnaði hann fyrsta skátafélag
svertingja í San Diego.
Loman missti fæturna á tíræð-
isaldri og sat síðustu árin í
hjóiastól. Hann hélt þó áfram að
stjórna skátafundum hvert
fimmtudagskvöld þangað til hann
var fluttur á sjúkrahús fyrir
nokkrum vikum.
Drukku í 10 daga
í þágu vísindanna
^ Toronto. 2. júlí. AP.
ÁTTA menn sátu nýverið að
sumhli í 10 daga samfleytt í
Toronto i þágu visindanna. beir
drukku rúmlega hálfa flösku af
sterku áfengi hver á dag og
sönnuðu, það sem fylliraftar
hafa vitað lengi, að mannslik-
aminn venst áfengi.
Sjálfboðaliðarnir voru athug-
aðir gaumgæfilega fyrir og eftir
drykkjuna. Hjartsláttur þeirra
var mældur, heyrn, viðbrögð,
stellingar, augnahreyfingar og
minni athugað. Áfengið hafði
aðeins veruleg áhrif á minnið.
Fyrstu þrjá daga drykkjunnar
minnkuðu hæfileikar mannanna
til að muna lista af orðum um
40% strax eftir fyrsta glas, en úr
því bættist aftur, þegar fór að
líða á daginn. Eftir 10 daga
minnkaði minnið við fyrsta glas-
ið aðeins um 20% að meðaltali.
Það kom í ljós, að heyrn og
viðbrögð líkamans alls við
óvæntum hljóðum eru mun
meiri daginn eftir drykkju en
aðra daga. Fylleríið hafði ekki
veruleg áhrif á aðra starfsemi
líkamans.
Sjálfboðaliðarnir drukku lítið
áfengismagn miðað við drykkju-
sjúklinga. „Við drukkum í hófi,
af því að við vildum ekki verða
háðir áfenginu," sagði Duane
Zilm, einn vísindamannanna.
„Við urðum sammála um, að
þetta væri bezta leiðin til að
verða afhuga áfengi," sagði
hann.
Vestur-þýskir nýnasistar:
Höf ðu lagt á ráðin um
morð og sprengjuárásir
Nurnberí?, 1. júlí. AP.
TALSMAÐUR ríkissaksókn-
arans í Bæjaralandi sagði i
dag, að „Iloffmann-hópur-
inn“, nýnasistasamtök. hefði
lagt á ráðin um að myrða
logfræðing i Niirnberg, sem
vann að rannsókn á starfsemi
hópsins. Eftir lögregluyfir-
völdum er svo haft, að nýnas-
istarnir hafi fyrirhugað árás-
ir á höfuðstöðvar SÞ í Beirut
og á handarískar herstöðvar i
V-býskalandi.
Foringi nýnasistanna,
Karl-Heinz Hoffmann, var
handtekinn ásamt vinstúlku
sinni fyrir hálfum mánuði og
var hann þá að reyna að
komast úr landi, að sögn
lögreglunnar. „Hoffmann-
hópurinn“ var bannaður á
fyrra ári eftir að lögreglan
hafði lagt hald á mikið af
vopnum, einkennisbúningum
og nasistaáróðri í gömlum
kastala skammt frá Núrnberg.
Rannsókn lögreglunnar nú
snýst einkum um sprenging-
una á „Október-hátíðinni“
Wash'lnKton. 2. júli. AP.
ATVINNULEYSI minnkaði
öllum að óvörum um 0,3% í
Bandaríkjunum í júnimánuði.
Yfirleitt eykst atvinnuleysi, þeg-
ar skólum lýkur að vori og
nrmendur koma út á vinnumark-
aðinn.
Atvinnumálaráðuneytið sagði,
að atvinnuleysi í júní hefði verið
þegar 13 manns fórust og
rúmlega 200 slösuðust. Sá, sem
talinn er hafa ætlað að koma
sprengjunni fyrir, lét lífið þeg-
ar hún sprakk en hann hafði
verið tíður gestur á fundi
„Hoffmann-hópsins".
7,3%, en það var 7,6% í maí. Nú er
atvinnuleysi í Bandaríkjunum
álíka og það var í febrúar, mars og
apríl. Um 7,8 milljónir eru nú
atvinnulausir í landinu.
Talsmaður ráðuneytisins sagði,
að ekki mætti draga neina ályktun
um framtíðarhorfur í efnahags-
málum þjóðarinnar af nýju tölun-
um.
Atvinnuleysi minna
í Bandaríkjunum
Heildsöludreifing
stdrtorhf
Símar 85742 og 85055.
itiSS^ hljomoe.ld
llbnj KARNABÆR
P ~ Laugavegi 66 — Glaesibap — Austurstr.Tti ✓ «
~ Simi frá skiptiboröi 85055