Morgunblaðið - 03.07.1981, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Gúömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 80 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Ráðuneyti deila
Það er ekki vani opinberra starfsmanna að deila hver á
annan á síðum dagblaðanna. Ég lít á aðra opinbera
starfsmenn í öðrum ráðuneytum sem mína samstarfsmenn og
okkur beri í sameiningu að koma markaðri stefnu ríkisstjórnarinn-
ar til framkvæmda." Þannig kemst Jafet S. Ólafsson deildarstjóri í
iðnaðarráðuneytinu að orði í upphafi greinar, sem birtist hér í
blaðinu í gær og hefur að geyma vörn fyrir þá afstöðu
iðnaðarráðuneytisins, að rétt sé að afnema aðlögunargjaldið á
iðnaðarvörur í áföngum. í málsvörninni felst mjög harkaleg
gagnrýni á viðskiptaráðuneytið og starfshætti þess. Verður grein
Jafets S. Ólafssonar ekki skilin á annan veg en þann, að
viðskiptaráðuneytið sé svo andvígt tillögum iðnaðarráðuneytisins
um aðlögunargjaldið, að það sé jafnvef harðvítugri andstæðingur
en EFTA og Efnahagsbandalag Evrópu.
Undir þau orð Jafets S. Ólafssonar má taka, að það er ekki vani
opinberra starfsmanna að deila hver á annan á síðum dagblaðanna.
Deilan um aðlögunargjaldið hefur tvær hliðar, önnur snýr að
afkomu iðnaðarins og hin að þætti íslenskra stjórnvalda. Um
fyrrnefndu hliðina hefur Morgunblaðið þegar fjallað. Um hina
síðarnefndu má í stuttu máli segja, að hún lýsir síður en svo festu
í landsstjórninni. Það er sjaldgæft, að ráðuneytisstarfsmenn sjái
sig knúna til að verja hendur sínar opinberlega gagnvart
samstarfsmönnum í viðkvæmum málum, sérstaklega þeim, sem
snerta samskipti við önnur ríki. Raunar er ákvörðunin um
aðlögunargjald eða ekki aðlögunargjald pólitísk en ekki í
verkahring embættismanna. Það er vegna skorts á samræmdri
pólitískri forystu, sem deilan milli iðnaðarráðuneytisins og
viðskiptaráðuneytisins er komin í slíkt hámæli og starfsmaður
Efnahagsbandalags Evrópu lendir þar á milli eins og heypoki.
Oftar en einu sinni hefur verið á það bent hér á þessum stað, að
hvorki Hjörleifur Guttormsson né Tómas Árnason eru þeim vanda
vaxnir að stjórna þeim málum, sem eru á verksviði þeirra. Öll mál,
sem Hjörleifur hefur á sinni könnu, týnast að lokum í möppum
hans. Tómas segir eitt í dag og annað á morgun og er einkar lagið
að flækja hin einföldustu mál. Um aðlögunargjaldið sagði Tómas
Árnason í Morgunblaðinu 20. júní sl.: „Ég persónulega er líka
frekar andvígur því, að þetta gjald verði sett á.“ En í Þjóðviljanum
1. júlí sl. sagði sami Tómas Árnason: „Það er því rangt að ég sé
persónulega á móti gjaldinu." Það er furðulegt, að þingmenn skyldu
iáta sér nægja í desember sl. að afgreiða aðlögunargjaldið með
heimildarlögum til ríkisstjórnarinnar. Rúmu hálfu ári eftir
samþykkt þingsins er málið í meiri hnút en nokkru sinni fyrr.
Viðskiptaráðuneytið hefur sagt, að framlenging aðlögunargjalds-
ins spilli stöðu okkar gagnvart EFTA og Efnahagsbandalaginu.
Hvað sem um það má segja, er hitt víst, að meðferð Hjörleifs
Guttormssonar og Tómasar Árnasonar á málinu spillir tvímæla-
laust fyrir íslenskum stjórnvöldum hjá þessum stofnunum. Eru
ráðherrarnir svo skyni skroppnir, að þeir átti sig ekki á því, að
nákvæmlega er fylgst með opinberum deilum þeirra og starfs-
manna þeirra í þessum stofnunum? Bæði EFTA og Efnahags-
bandalagið hljóta að draga þá ályktun af þessum deilum, að
pólitísk forysta í íslensku ríkisstjórninni sé mjög veik. íslendingar
vita af langri reynslu, að nauðsynlegt er að standa vel að öllum
málatilbúnaði, þegar rætt er um viðkvæm mál við erlenda aðila, þó
sérstaklega þegar skrifstofubákn Efnahagsbandalagsins er annars
vegar. Nú hafa þeir Hjörleifur Guttormsson og Tómas Árnason
veikt stöðu okkar verulega að þessu leyti.
Friðarráðstefna um
Afganistan
Leiðtogafundur Efnahagsbandalags Evrópu hefur að tillögu
bresku ríkisstjórnarinnar hvatt til þess, að efnt verði til
alþjóðaráðstefnu í því skyni að koma á friði í Afganistan og losa
þjóðina undan sovéska innrásarliðinu. Carrington lávarður,
utanríkisráðherra Breta, mun í næstu viku fara til Moskvu og ræða
tillöguna við sovéska starfsbróður sinn Andrei Gromyko. Fáum er
tamara en Sovétmönnum að tala um frið og nauðsyn sameiginlegs
alþjóðaátaks til að tryggja hann. Fallist þeir á tillögur
Efnahagsbandalagsins um friðarráðstefnu um Áfganistan, sýna
þeir í verki, að friðarhjalið er meira en orðin tóm. Innrásin í
Afganistan spillti sambúð austurs og vesturs, hernám landsins og
itrýmingarherferðin á hendur Afgönum grefur undan heimsfriðn-
im. Á rúmum 18 mánuðum hefur Kremlverjum ekki tekist að sölsa
\fganistan undir sig og hernaðaraðgerðir þeirra þar hafa spillt
njög fyrir þeim meðal ríkja í þriðja heiminum. Það myndi
jörbreyta stöðu alþjóðamála, ef Sovétmenn fengjust til að kveðja
ner sinn á brott frá Afganistan og unnt yrði að tryggja öryggi
'andsins með alþjóðlegum aðgerðum.
Verður einn þeirra næsti biskup?
Sr. Arngrímur
Jónsson:
Treysti mér
ekki til að
víkjast undan
SÉRA Arngrimur Jónsson þjón-
andi prestur við Háteigskirkju
var tekinn tali i sambandi við
biskupskjör og spurður hvernig
það legðist i hann að biskup væri
að láta af störfum.
— Ég get ekki svarað þvi
hvernig það Ieggst i mig. Hitt er
annað að ég sé mikið eftir honum
og ég held það verði mikil breyt-
ing, þegar hann fer frá.
Hann hefur markað svo djúp
spor í stjórnun allrar kirkjunnar
og mótað menn mjög mikið sem
starfa innan hennar. Margir hafa
áður verið nemendur hans og þeir
hafa líka sumir hverjir tekið hann
sér til fyrirmyndar í ýmsu og
einkum og sér í lagi orðsins list en
allir vita og þekkja að hann hefur
verið manna fremstur þar.
Hvaða verkefni er það, sem
mæta þeim biskupi, sem nú tekur
við?
— Mér er nú heldur örðugt að
segja um það hvaða verkefni mæti
nýjum biskupi, því að þau ákvarð-
rw
'l“
ast ákaflega mikið af hverjum
tíma. Það verður áreiðanlega ailtaf
þetta sama og núverandi biskup
hefur fengist við, hin daglega
stjórnun, það sem kemur upp á
hverjum tíma, það sem þörf kirkj-
unnar kallar á og það frumkvæði
sem biskupinn þarf að hafa í ýmsu
ákvarðast af tímanum, þörfum,
uppástungum og þeim framförum
sem menn vilja hafa í þeim efnum
sem að kirkjunni lúta. Þó vil ég
nefna, að mér þykir skipting lands-
ins í þrjú biskupsdæmi vera eitt af
þeim verkefnum, sem aðkallandi
eru.
Gafst þú kost á þér til biskups-
kjörs?
— Að gefa kost á sér til bisk-
upskjörs þarfnast svolítilla skýr-
ingar við. í fyrsta lagi það, að
biskupskosningar, sem í hönd fara,
eru þannig að allir prestar og
guðfræðingar innan kirkjunnar
eru kjörgengir.
Og þar af leiðandi er hægt að
kjósa hvern sem er. Þetta að gefa
kost á sér er ekki framboð. Hitt er
annað að það hafa nokkrir prestar
og vinir mínir lagt að mér að gera
þetta, og ég hef ætíð svarað því
þannig þegar ég hef verið spurður
að mér hafi fundist það vera
ábyrgðarhluti að segja nei þegar
vinir sýndu þetta traust til mín.
Því treysti ég mér ekki til að
víkjast undan.
Heldurðu að það verði ekki erfitt
fyrir næsta biskup að taka við af
hr. Sigurbirni?
— Það verður áreiðanlega erfitt
að feta í fótspor hans. Ég geri ekki
ráð fyrir því að nokkur geti það.
Enginn er heldur steyptur í sama
mót og hann. En sjálfsagt reynir sá
sem verður næsti biskup að gera
sitt besta í þeim efnum að halda í
horfinu en það er mikil eftirsjá að
biskupi, hr. Sigurbirni Einarssyni
því hann hefur mótað kirkjuna á
mjög svo áberandi hátt, og mikið
hefur gerst í hans biskupstíð.
„Hver nýr morgunn í
haft annan blæ en da;
ÞEGAR fjöldi norrænna gcsta á
íslandi er hvað mestur yfir
sumartímann hefur Norræna
húsið jafnan staðið fyrir sýn-
ingum á verkum íslenskra mál-
ara og þar með viljað kynna
íslenzka list erlendum ferða-
mönnum. bæði frá Norðurlönd-
unum og öðrum löndum. Á
morgun, laugardag. opnar
sjötta sumarsýning Norræna
hússins af þessu tagi og cr hún
helguð listamanninum Þorvaldi
Skúlasyni.
Hér er um að ræða yfirlitssýn-
ingu á verkum Þorvaldar, en þeir
Björn Th. Björnsson og Sverrir
Sigurðsson sáu um uppsetningu
sýningarinnar og sýningarskrá.
Á sýningunni eru verk frá at-
hyglisverðustu tímabilum lista-
mannsins eða frá 1928 til 1981.
Nýjasta myndin er máluð á
þessu ári, en samtals eru lista-
verkin 88, þar af 50 í eigu
listamannsins sjálfs, 17 myndir
eru í eigu Listasafns Háskóla
Islands og 21 mynd er í einka-
eign.
Þorvaldur Skúlason er fæddur
á Borðeyri við Hrútafjörð þann
Ein mynd Þorvaldar, sem varð-
veist hefur frá þeim tíma er
hann bjó í Tours í Frakklandi.
Þaðan þurfti hann að flýja
vegna heimsstyrjaldarinnar síð-
ari og urðu þá myndirnar hans
eftir. Gunnlaugur Þórðarson
fann þessa mynd fyrir tilviljun
i Frakklandi og kom með hana
til íslands.
Yfirlitssýning
á verkum Þorvaldar
Skúlasonar opnuð
í kjallara
Norræna hússins
30. apríl 1906. Tlann er sonur
hjónanna Elínar Theodórsdóttur
og Skúla Jónssonar. Sem barn
fluttist hann með foreldrum
sínum til Blönduóss, þar sem
faðir hans gerðist kaupfélags-
stjóri, og þar ólst hann upp til
fimmtán ára aldurs.
Strax árið 1923 var Þorvaldur
byrjaður að mála, en þá málaði
hann röð lítilla vatnslitamynda
frá umhverfi Blönduóss. Til
Reykjavíkur fluttist hann árið
eftir, en fyrstu einkasýningu
sína opnaði hann í Bárunni við
Vonarstræti árið 1928. Sama ár
veitti Alþingi honum styrk til
náms og um haustið sigldi Þor-
valdur til Oslóar, þar sem hann
hóf nám við Listaháskólann.
Þorvaldur kvæntist Astrid
Fugmann árið 1937 og settust
Myndir Þorvaldar hafa breyst mikið frá því að hann fyrst byrjaði að mála. Hér sjást nokkrar af
nýjustu myndum hans, sem margir telja að séu kröftugustu og æskureifustu myndirnar er hann hefur
málað um ævina. Þorvalc