Morgunblaðið - 03.07.1981, Side 17

Morgunblaðið - 03.07.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981 17 Séra Ólafur Skúla- son dómprófastur: Ég sam- þykkti það á sínum tíma Séra Ólaíur Skúlason dóm- prófastur er þjónandi í Bústaðakirkju. Hefur hann mikið verið nefndur við bisk- upskjör og tók bim. hann tali og spurði hvernig það legðist í hann að biskupinn, herra Sig- urbjörn Einarsson, væri að hætta störfum. — Við söknum hans, það er enginn vafi á því. Það er einhug- ur allra. En við náttúrulega horfumst í augu við það að hann eldist eins og aðrir og hann verður að sætta sig við þessi ákvæði í lögum, svo við erum að kveðja hann núna. — Hvaða verkefni blasa við þeim biskupi sem tekur við af herra Sigurbirni? — Það hlýtur að vera fyrst og fremst að halda því áfram sem markað hefur verið undanfarið. Kirkjan er ekki eingöngu stofn- un, hún er lifandi trúarsamfélag, en það þarf að standa skipulega að verkum og biskupinn er oddviti, kallar menn til þjón- ustu, setur ýmsar nefndir á laggirnar og reynir að veita söfnuðum sem einstaklingum í kirkjunni sem besta vaxtar- möguleika. —Heldur þú að það verði ekki erfitt fyrir næsta biskup að feta í fótspor núverandi biskups? — Ég held að það hljóti alltaf að vera, hver sem hefur gengið á undan. Og ekki síst þegar maður hugsar til þess ljóma sem stafar af nafni herra Sigurbjörns og hvað hann hefur raunverulega lyft okkur í hæðir á stórum stundum og verið sá leiðtogi sem allir hafa hlustað á. — Jú, jú, það verður mikill vandi hver sem svo fylgir á eftir honum. — Þú munt, Ólafur, gefa kost á þér sem biskup ef til kastanna kemur? — Kosningarnar eru afstaðn- ar, síðasti dagurinn til að skila var í dag. Og eftir því sem ég best veit, þá munu þó nokkrir hafa skrifað mitt nafn á at- kvæðaseðilinn og ég samþykkti það á sínum tíma. Sr. Pétur Sigurgeirs- son vígslubiskup: Tilbúinn til þess ef svo vill verkast Pétur Sigurgeirsson vígslu- biskup er þjónandi prestur á Akureyri og við tókum Pétur tali og spurðum hvernig það legðist i hann að þetta væri siðasta sínóda herra Sigur- björns sem væri að láta af störfum á þessu ári. Það leggst þannig í mig, að mér finnst sárt að missa svo mikilhæfan og ágætan mann úr forystustarfi kirkjunnar því það höfum við séð, finnum og vitum, að hann er okkar manna hæfast- ur til að leiða kirkjuna og þess vegna þykir mér ákaflega sárt að missa hann vegna þess að hann hefur bæði heilsu og kraft til þess að halda áfram. Eru einhver sérstök verkefni sem blasa nú við næsta biskupi? — Verkefnin sem blasa við honum eru að mínu viti ná- kvæmlega þau sömu og þau eru í dag. Það þarf reyndar alltaf á hverjum tíma að vera að takast á við kannski sömu verkefnin en í öðrum búningi, því að vandamál þjóðlífsins eru í raun alltaf þau sömu en þau koma fram á nýjan og nýjan hátt með breyttum lifnaðarháttum, og með aukinni tækni og vísindum sem koma fram í dag verður ávallt að vera á verði og mæta verkefnunum með nýjum aðferðum til þess að ná því fram sem kirkjan vill á hverjum tíma þó hún sé alltaf með sama boðskapinn. En hún verður kannski að klæða hann í nýjan búning svo að hún nái eyrum fólksins, og hjarta. Nú hefur þú gefið kost á þér til biskups. — Það held ég að liggi nokkuð ljóst fyrir. Ég geri það og myndi taka því ef ég yrði valinn. Ég skorast ekki undan því og hef látið það í ljós að ég er tilbúinn til þess ef svo vill verkast. Verður ekki erfitt að feta í fótspor herra Sigurbjörns? — Það er ekkert vafamál, en ég held að það sé þannig með hvern okkar sem er, að við komust ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana. list hans hefur mrinn í gær“ lur Skúlason listmálari við vinnu sína. þau hjón að í París tveimur árum seinna. Þá skall heims- styrjöldin síðari á og þegar þýski herinn nálgaðist Parísarborg fluttust þau til Tours við Leiru, ásamt ungri dóttur sinni. Þaðan flýði fjölskyldan undan fram- sókn þýska hersins árið 1940 og náði heim til Islands í lok júlí það ár, þar sem Þorvaldur hefur búið síðan. Þorvaldur Skúlason hefur haldið margar einkasýningar á verkum sínum og auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hérlendis og erlendis. Meðal þeirra eru hinar þekktu Sept- embersýningar, sem haldnar voru á árunum 1947 til 1952. Einnig hefur hann tekið þátt í sýningum „Septem“-hópsins, sem sýnt hefur árlega frá því árið 1974, en hann er að hluta til skipaður þátttakendum gömlu Septembersýninganna. í sýningarskrá ritar Björn Th. Björnsson um listamannsferil Þorvaldar og segir þar meðal annars að enginn íslenzkur mál- ari hafi á sama hátt og Þorvald- ur tengt saman sögu myndlistar okkar á þessari öld. Sjálfur sé hann nemandi gömlu málaranna Þórarins B. Þorlákssonar og Ásgríms Jónssonar, en nú sé hann hins vegar meistari þeirra sem í dag eru í blóma starfs síns. Síðan segir Björn: „Því stóra hlutverki hefur hann aðeins get- að gegnt vegna þess, að Þorvald- ur hefur sjálfur gengið alla þá leið og jafnan plægt fyrir sér, svo hver nýr morgunn í list hans hefur haft annan blæ en dagur- inn í gær. Því stendur hann nú, hálfáttræður, enn í broddi þeirra sem hæst hefja hina hreinu myndlist í landi okkar." Sýningin á verkum Þorvaldar verður sem áður segir opnuð á morgun, laugardag, og stendur fram til 16. ágúst. Hún verður opin daglega frá klukkan 14.00 til 19.00. Á þessari mynd sjást nokkrar af elstu myndum Þorvaldar á sýningunni. Lj«.sm. Mbi. Emiu». Ilér sýnir Björn Th.Björnsson blaðamanni tvær af hinum svonefndu kreppumyndum Þorvaldar. Þær niyndir er Þorvaldur máiaði á árunum 1940 til 1943 einkenndust mjög af kreppunni, og kom það fram í því að myndefnið varð mjög hversdagslegt, líkt og yrkisefni skálda á þessum tíma. Þorvaldur fór þá að mála umhverfið í kringum sig, báta og fólk við vinnu sína, en slíkt þótti algjör óhæfa þegar nóg var til af fallegum jöklum og fjöllum til að máia. Haldin var sýning á kreppumyndum Þorvaldar árið 1942 til þess að sýna fólki hvernig ætti ekki að mála og voru verk hans þar talin meðal hinna „úrkynjuðu*.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.