Morgunblaðið - 03.07.1981, Page 18

Morgunblaðið - 03.07.1981, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981 Norrænt tölvunarnámskeið Baldur Jónsson, dósent Hvernig nota má tölvur við málfræðirannsóknir Baldur Jónsson, dósent, námskeiðsstjóri á Norræna máltölvunar- námskeiðinu, sem haldið er i Háskóla íslands. í Iiáskóla ísiands er nú hald- ið norrænt máltölvunarnám- skeið <>k taka þátt i þvi tuttugu málíra'ðinttar <>k tölvufræð- inKar frá norðurlöndum. betta er í fyrsta skipti sem slíkt námskeið er haldið hérlendis en áður hafa verið haldin sams- konar námskeið í Svíþjóð. Nor- etfi ok Danmörku. Þetta nám- skeið er haldið m.a. með styrk frá stjórn Norrænna vísinda- námskeiða. Námskeiðsstjóri er Baldur Jonsson. dósent, <>k saKði hann að í þessu fælist viðurkenninK á því starfi, sem hér fer fram á sviði máltölvun- ar. því styrkurinn væri aðeins veittur til staða þar sem að- staða til rannsókna þykir K*>ð. Mbl. átti stutt spjall við Baldur ok spurði hann fyrst hvað mál- tölvun væri: „Máltölvun snýst um það hvernig nota meKÍ tölvur til að leysa málfræðileK verkefni af ýmsu taKÍ,“ saRði Baldur. Notkun tölva í þessu skyni hófst fyrir alvöru á sjötta tUK aldarinnar en þá voru tilraunir Kerðar til þess að láta tölvu þýða texta. Þetta er hinsveKar mjöK erfitt ok menn snéru sér að einfaldari verkefn- um, könnun á tíðni orða, Kerð orðalykla o.fl. — Geturðu nefnt ákveðin dæmi um vandamál í málfræði sem unnt er að leysa með aðstoð tölvu? — Tölvur hafa verið notaðar til þess að kanna tíðni orða ok stafa í tunKumálum eða ákveðnum texta ok þessháttar rannsóknir hafa verið Kerðar á íslensku máli við Háskólann. HæKt er að finna hvaða stafir raðast oftast saman o.s.frv. Með aðstoð tölvu er hægt að fá lista yfir öll orð sem ríma o.s.frv. — Við hverslaKs textarann- sóknir er haKkvæmt að hafa orðin á tölvu og hafa tölvur t.d. verið notaðar til að leita að höfundi texta, sem ekki var vitað um höfund að áður. — Fyrsta verkefnið af þessu tagi, sem unnið var að hérlendis var framkvæmt af þeim Baldri Jónssyni, dósent, Birni Ellerts- syni og Sven Þ. Sigurðsson og hafa niðurstöður þess komið út á prenti. „Megintilgangurinn með þessari tilraun var að kanna hvort mögulegt væri að nota tölvu við rannsóknir á íslensku ritmáli og þar sem við gerðum okkur góðar vonir um að það væri mögulegt var verkefnið mótað með það í huga að árangurinn kæmi að beinum notum ef ráðist yrði í að tölvuvinna orðabók. Við völdum skáldsöguna „Hreiðrið" eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og komum henni í tölvutækt form. Við væntum þess að fá þríþættar niðurstöður. í fyrsta lagi væri með þessu úrtaki hægt að gera tíðniorðabók, þ.e. skrá orð eftir því hvað þau kæmu oft fyrir í textanum. í ljos kom að orðið „að“ kom oftast fyrir í bókinni. í öðru lagi var með þessu ætlunin að gera orðstöðulykil, þ.e. skrá orða í stafrófsröð ásamt samhengi hvers orðs í textanum. Samhliða þessu var svo athugað ýmislegt annað, t.d. tíðni stafa og stafasambanda. Stafurinn „a“ mun vera algeng- astur en á eftir koma „n“, „i“, „r“ og „s“. Upplýsingar um hvaða orð séu algengust í ákveðnu tungu- máli má nota við tungumála- kennslu, þegar ákveðið er hvaða orð skuli höfð í lesefninu. Þegar miklum fjölda orða hefur verið komið inn í tölvu má nota þann forða til þess að fá fram margvíslegar upplýsingar um tíðni orða og stafa, beygingar- fræði, setningarfræði o.fl. Á námskeiðinu nú er athyglinni einkum beint að merkingarfræð- inni, hvernig best er að skýra merkingu orða þannig að unnt sé að nota orðasafn á vélrænan hátt við textagreiningu. Kennarar á námskeiðinu eru þau Jerry Hobbs, frá Stanford Research Institute, Sture Allén, vararektor Gautaborgarháskóla, Maurice Gross, forstöðumaður máltölvun- arstofnunar við Parísarháskóla, Bente Maegaard og Hanne Ruus frá Kaupmannahafnarháskóla. Þeir sem taka þátt í námskeiðinu eru allir reyndir fræðimenn og sumir vel þekktir. Bandaríkjamaðurinn hefur ver- ið að kenna okkur að nýta forrit- unarmál, LISP, sem er sérstak- lega vel fallið til rannsókna í málvísindum, og höfum við m.a. verið að æfa okkur í notkun þess,“ sagði Baldur. Sturc Allén, vararektor Gautaborgarháskóla: Bæði fræðilegt og hagnýtt gildi Meðal kcnnara á norræna máltölvunarnámskeiðinu er prófessor Sture Allén, vararekt- or Gautaborgarháskóla. en hann er frumkvöðull á sviði máltölvunarrannsókna <>g stjórnar máltölvunarstofnun háskólans i Gautaborg (Sprákdata). Iiann er norrænu- fræðingur að mennt ok er vara- formaður sænsku málnefndar- innar. í fyrra var hann kjörinn í Sænsku akademiuna. Hann var fyrstur manna á Norður- löndum til að kanna ritaðan texta mcð aðstoð tölvu <>k gaf út fyrstu alhliða tíðniorðabokina i heiminum. Mbl. ræddi stuttlega við Ailén. „Máltölvunarfræði hefur bæði hagnýtt og fræðilegt gildi. Tölv- ur geta komið að gagni t.d. við bókaútgáfu og sparað mikinn prófarkalestur. Tölvan getur skipt orðum milli lína ef hún er mötuð á þeim reglum, sem gilda í því sambandi. Það getur einnig verið hagnýtt við kennslu að vita hvaða orð koma oftast fyrir í tungumálinu. Sprákdata er nú að vinna að gerð orðabókar fyrir erlenda farandverkamenn í Svíþjóð, og við það verk er tekið mið af tölulegum upplýsingum um hvaða orð eru oftast notuð í daglegu lífi. Tölvutækur orðaforði er hag- nýtt hjálpartæki fyrir fræði- menn, því þeir geta leitað til hans viiji þeir fá dæmi um ákveðin málfræðileg atriði í miklu magni. Hjá Sprákdata höfum við safnað saman miklum upplýsingum um notkun og merkingu orða, sem geta komið fræðimönnum að gagni við margvíslegar rannsóknir, t.d. á sagnorðum, samsettum nafnorð- um o.fl. í Svíþjóð og víðar hafa verið framleiddar tölvur fyrir mál- leysingja, sem hafa að geyma níu hundruð orð og getur mál- leysinginn kallað fram það orð sem hann vill með því að ýta á einn takka. — Hvernig fékkstu áhuga á tölvumálfræði? „Ég var að vinna að doktors- ritgerð, sem fjallaði um texta frá 17. öld og fól verkefnið m.a. í sér útgáfu á textanum. Ég komst fljótt að því að mér var nauðsyn- Sture Allén, kennir á Norræna tölvunámskeiðinu. Ilann er m.a. vararektor Gautahorgarhá- skóla og félagi i Sænsku aka- demiunni. legt að geta flett upp mismun- andi rithætti og notkun orðanna í textanum og ég sá að tölva gat verið hagnýtt hjálpartæki til þess. Þetta var árið 1961 og ég vann að útgáfu þessarar bókar með aðstoð tölvunhar. Þetta var í fyrsta skipti sem þessari tækni var beitt við bókaútgáfu á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Þremur árum síðar skipulagði ég rannsókn á merkingu og notkun sænskra orða og margs- konar orðabækur hafa verið ger- ðar sem byggja á þeirri ran- nsókn. Sem efnivið í rann- sóknina völdum við milljón orð úr sérstaklega völdum greinum sænskra dagblaða frá 1965.“ Að hverju vinnur Sprákdata nú? „Um helmingur starfsfólksins vinnur að gerð nýrrar orðabók- ar. Eins og ég nefndi áðan er unnið að gerð orðabókar fyrir innflytjendur, en innflytjendur í Svíþjóð tala um 150 mismunandi tungumál. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kosta nýja heildarút- gáfu á verkum August Strindb- ergs. Hún verður sjötíu bindi og verður hún unnin í tölvu. Nýlega gerðum við könnun á málfari þingmanna á sænska þinginu. Við höfðum aðgang að öllu því sem sagt var í ræðustól í þinginu á árunum 1978—79. Alls féllu 4 milljónir orða af vörum þingmanna á þessu tímabili. Gera má samanburð á umræðu- efni ungra og gamalla þing- manna, ka.'la og kvenna o.s.frv. Hvað áttu von á að textar- annsóknir með aðstoð tölvu geti náð langt? „Tölvurannsóknum á máli verða alltaf ákveðin takmörk sett og ég á ekki von á að tölva eigi eftir að geta greint texta til hlítar, en tölvan gerir kleift að læra margt um málið, sem enn er órannsakað," sagði Sture All- én að lokum. TIL ÍSLAi LESTUNÍ ERLENDUM AMERIKA PORTSMOUTH Berglind Ðakkafoss Berglind Bakkafoss NEWYORK Goöafoss Bakkafoss Bakkafoss HALIFAX Goöafoss 13. júlí 22. júlí 3. ágúst 12. ágúst 11. júlí 24. júlí 14. ágúst 13. júlí BRETLAND/ MEGINLAND Eyrarfoss 6. júlí Álafoss 13. júlí Eyrarfoss 20. júlí Álafoss 27. júlí ANTWERPEN Eyrarfoss 7. júlí Álafoss 14. júlí Eyrarfoss 21. júlf Álafoss 28. júlí FELIXSTOWE Eyrarfoss 8. júlí Álafoss 15. júlí Eyrarfoss 22. júlí Álafoss 29. júlí HAMBORG Eyrarfoss 9. júlí Álafoss 16. júlí Eyrarfoss 23. júlí Álafoss 30. júlí WESTON POINT Urriöafoss 15. júlí Urriöafoss 29. júlí Urriöafoss 10. ágúst Urriöafoss 26. ágúst NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 13. júlí Dettifoss 27. júlí Dettifoss 10. ágúst KRISTIANSAND Mánafoss 6. júlí Mánafoss 20. júlí Mánafoss 3. ágúst MOSS Mánafoss 7. júlí Dettifoss 14. júlí Mánafoss 21. júlí Dettifoss 28. júlí ÞRÁNDHEIMUR Selfoss 6. júlí GAUTABORG Mánafoss 8. júlí Dettifoss 15. júlí Mánafoss 22. júlí Dettifoss 29. júlí KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 9. júlí Dettifoss 16. júlí Mánafoss 23. júlí Dettifoss 30. júlí HELSINGBORG Mánafoss 10. júli Dettifoss 17. júlí Mánafoss 24. júlí Dettifoss 31. júlí HELSINKI Múlafoss 10. júlí írafoss 20. júlf Múlafoss 28. júlí RIGA Múlafoss 13. júlf írafoss 23. júlí Múlafoss 30. júlí GDYNIA Múlafoss 14. júlí írafoss 24. júlí Múlafoss 31. júlf THORSHAVN Mánafoss frá Reykjavík 16. júlí VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - fram og til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ISAFIRDI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SIMI 27100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.