Morgunblaðið - 03.07.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981
19
Kjartan Lárusson:
Nauðsynlegt að
fá fleiri erlenda
ferðamenn hing-
að til lands
Á I»ESSU ári á Ferðaskrifstofa
ríkisins 45 ára afmæli ok þá eru
tuttugu ár síðan rekstur Eddu-
hótelanna hófst. Á undanförn-
um árum, sérstaklega eftir hin-
ar miklu oliuverðhækkanir
hafa ferðaskrifstofur erlendis
myndað eins konar samsteypur.
Er þetta gcrt til haKræðinKar
ok sparnaðar ok til að mæta
hækkandi ferðakostnaði. Á ís-
landi hefur þessi þróun ekki átt
sér stað enn að minnsta kosti.
Er _ferðamannaiðnaðurinn“ nú
orðin næststærsta „iðngrein“ í
heiminum. Aðeins oliuiðnaður-
inn er stærri.
„Að þessu sinni leggjum við
megináherslu á að fá Islendinga
til þess að ferðast innanlands,"
sagði Kjartan Lárusson forstjóri
Ferðaskrifstofu ríkisins í sam-
tali við Morgunblaðið fyrir
skömmu.
„Okkur hefur fundist íslend-
ingar leggja of mikla áherslu á
að ferðast erlendis og kynnast
því ekki eigin landi og þjóð sem
skyldi. Til þess að gera allt
streymi ferðamannahópa sem
auðveldast þá höfum við reynt
að koma upp samfelldri keðju af
Eddu-hótelum víðs vegar um
landið þar sem ferðamenn helst
fara um hringveginn.
Af þessu tilefni höfum við
auglýst sérstakar „íslendinga-
ferðir" og eru þetta fimm til tíu
daga ferðir um þá hluta landsins
Kjartan Lárusson, fram-
kvæmdastjóri. U<»m. Mbl. Kristján.
sem ferðamenn fara lítið til s.s.
Snæfellsnes og Vestfirði.
í langflestum tilfellanna þarf
aðeins að koma íslendingunum
af stað og sýna þeim landið.
Þetta er hlutur sem margir hafa
ætlað að gera í mörg ár, jafnvel
áratugi, en aldrei látið verða af.
Síðan þegar þetta sama fólk
hefur lokið ferðinni kemur fyrir
að það tárfelli eftir að hafa
heimsótt gamlar heimabyggðir
og yfir því að hafa ekki gert
þetta miklu fyrr og oftar.
Ilótel Edda. Laugarvatni.
Merki sem Ferðaskrifstofa
ríkisins hefur látið búa til i
tilefni Vikingaársins i fyrra i
Englandi og notað er i kynn-
ingarskyni íyrir Ferðaskrif-
stofuna og ísland.
Kjartan kvað það mikilvert
fyrir okkur íslendinga að fá
erlenda ferðamenn í meiri mæli
hingað til lands en hingað til.
Það væri allt til staðar til þess
að taka á móti þeim. Flugvélar
til að flytja bá, hótel til gist-
ingar o.s.frv. „Þá geta útlend-
ingar alveg eins borðað lamba-
kjötið hér á landi eins og útflutt
og niðurgreitt heima hjá sér. Við
getum gert ýmislegt til þess að
fá ferðamenn hingað, jafnvel
síðla vetrar. Við getum boðið
þeim upp á skíðaferðir. Einn
vinur minn stakk upp á því við
mig að við auglýstum þorrablót-
in sérstaklega. Þetta væri hlutur
sem útlendingar væru áreiðan-
lega hrifnir af því þetta tíðkast
hvergi annars staðar og er nokk-
uð sérstakur siður."
„Rekstur Ferðaskrifstoí-
unnar hefur gengið
nokkuð vel“
Kjartan sagði að rekstur
Ferðaskrifstofunnar hefði geng-
ið nokkuð vel á sl. ári og hefði
orðið veruleg aukning í helstu
ferðum skrifstofunnar, auk þess
sem töluverð aukning hefði verið
á annarri þjónustu sem skrif-
stofan veitti erlendum og ís-
lenskum ferðamönnum. „Hagn-
aður af heildarrekstri skrifstof-
unnar var um 200 milljónir
gamalla króna á sl. ári og þar af
42 milljónir gamlar vegna rekst-
urs Eddu-hótelanna.“ Kjartan
gat þess einnig að Ferðaskrif-
stofan þæði engan styrk úr
ríkiskassanum. Greiddi hins
vegar tekjuskatt í formi lands-
útsvars auk aðstöðugjalds og
annarra opinberra gjalda sem
lúta að atvinnurekstri.
Þá sagði Kjartan að lokum að
rekstur Eddu-hótelanna yrði
með svipuðu sniði og undanfarin
tvö ár. Reynt yrði að bjóða
hótelgestum upp á ýmsa afþrey-
ingu og nefndi hann í því
sambandi sund, badminton, sil-
ungaveiði, hestaleigu, hjólaleigu,
o.f' . eftir því sem við væri komið
á hverjum stað.
Akranes:
Gestir á Höfða frá
Soro í Danmörku
Akranesi. 1. júli.
ÁGÆTIR gestir frá Danmörku
eru nú í heimsókn á dvalarheimil-
inu Ilöfða á Akranesi. Þeir komu
til landsins 29. júni og dvelja hér
í 10 daga. Flestir eru frá Rauða-
krossheimilinu i Sorö, en þar er
mciri hluti vistmanna hreyfi-
hamlaðir.
Auk þeirra er með í förum
íslenzk kona frá Brogaardshöj í
Gentofte, Halldóra Jensen, en hún
hefur búið í Danmörku síðan 1945.
Eiginmaður hennar, Henry Jen-
sen, starfaði sem matsveinn á
Hótel Borg á stríðsárunum en þar
starfaði Halldóra einnig. Uppeld-
isbróðir Halldóru bjó lengi á
Akranesi. Hann hét Magnús
Jónsson frá Króki, en hann er
Iátinn fyrir nokkrum árum.
í dag, 1. júlí, var gestunum
boðið að koma í heimsókn til
Sigurðar Guðmundssonar í Heið-
arskóla, en hann hefur haldið
námskeið fyrir fatlað fólk nokkur
undanfarin sumur.
Á morgun, fimmtudag, verður
farin sameiginleg skemmtiferð
með vistmönnum Höfða upp í
Borgarfjörð, og m.a. komið við í
Munaðarnesi, hjá Barnafossum, í
Borgarnesi og víðar.
Dönsku gestirnir róma mjög
fegurð landsins og hafa mikinn
hug á að fara fleiri skoðunarferð-
ir, ef vel viðrar næstu daga.
Július.
Gestirnir frá Sorö fyrir framan dvalarheimilið Höfða. Sitjandi frá
vinstri: Halldóra Jensen, Svend Erik Gjörnvig og Else Larsen.
Standandi frá v.: Forstöðukona Rauðakrossheimilisins, Birte Bruus
Jensen, maður hennar, Ole, Birte Pedersen og Anette Lykkegárd.
Pinotex grund
Þessi Pinotex-viðarvörn er ætluð
til að grunna ófrágenginn við.
Seld í 1, 2Vfe og 5 lítrum iitlaus
og svört.
Pinotex extra
Nýjung á Pinotex-sviðinu. Þessi
viðarvörn lekur ekki niður, er
óvenjulega litheld og að auki
búin mikilli endingu og varnar-
hæfileika. Seld í 1, 2V% og 5
lítrum. Níu litir og auk þess
litlaus.
Pinotex struktur
Þessi Pinotex-viðarvörn skýrir
og varðveitir fagra og eðlilega
æðagerð og byggingu viðarins.
Seld í 1, 2%, 5 og 25 lítrum í 28
litum og litlaus.
FÆST í ÖLLUM HELZTU
MÁLNINGARVÖRUVERZLUNUM LANDSINS.