Morgunblaðið - 03.07.1981, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981
Friðrik Þorsteins-
son - Síðbúin kveðja
Fa*ddur 3. júlí 18%.
Dáinn 4. nóvember 1980.
í dág hefði Friðrik Þorsteins-
son, tengdafaðir minn, orðið 85
ára hefði hann lifað, en hann
andaðist í nóv. sl. Þegar mér
verður hugsað til hans get ég ekki
annað en staldrað við, hve gífur-
legar breytingar hann upplifði á
ævi sinni. Hann ólst upp við
fátækt og fjarri sínum nánustu, en
hófst upp af eigin verðleikum,
þrautseigju, útsjónarsemi og með-
fæddum smiðshæfileikum, sem
hann nýtti af alúð og umhyggju
þess, sem fæddur er smiður.
Eitt sinn heyrði ég eftir honum
haft, að í hans orðaforða væri ekki
til setningin: „Það er ekki hægt,“
og lýsir jætta honum raunar betur
en nokkuð annað, því aldrei vissi
ég til að hann gæfist upp á nokkru
sem hann tók sér fyrir hendur, þó
oft væru það slík stórvirki að
flestum hefði þótt þau næsta
óframkvæmanleg.
Þegar ég tengdist Friðrik var
hann orðinn ail roskinn. Hann tók
mér strax vel, og leitaði ég oft
ráða hjá honum þegar á þurfti að
halda. Samt var það svo, að eftir
að Friðrik varð elli og sjúkleika að
bráð, þá var eins og að við
tengdumst sterkar og ég fann enn
betur að í honum átti ég góðan vin
og áttum við saman stundir sem
eru mér dýrmæt minning. Áhugi
hans á málefnum lands og þjóðar
var enn mikill og ræddi hann þau
mál oft af hita og fylgdi hugur
máli.
Friðrik var dulur og erfitt að
kynnast honum vel, og efa ég ekki
að aðstæður hans í æsku, er hann,
lítill drengur, var hjá vandalaus-
um og hafði engan til að trúa fyrir
sínum leyndustu tilfinningum,
hafi átt stóran þátt í því, enda
minntist hann einu sinni á það
sjálfur. Þó taldi hann sig hafa
verið heppinn að lenda á því
heimili sem honum var komið
fyrir á, úr því hann á annað borð
varð að yfirgefa foreldra sína,
vegna fátæktar þeirra. En þegar
inn úr skefinni var komið, þá var
þar mikil hlýja og viðkvæmni, og
velferð okkar allra í fjölskyldunni
var honum mjög hugstæð.
Hann var alltaf fús til að hjálpa
t
Maöurinn minn og faöir okkar,
BJÖRGVIN ÓLAFUR STEFÁNSSON,
Heiöarbraut 39, Akraneai,
andaöist í Sjúkrahúsi Akraness, föstudaginn 26. júní s.l.
Jaröarförin fer fram laugardaginn 4. júlí frá Akraneskirkju kl.
11.15.
Rannveig Arnadóttir og börn.
Bróöir okkar,
ÁSLAUGUR í. STEFANSSON,
lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja aöfaranótt 1. júlí. Jaröarförin
auglýst síöar.
Fyrir hönd systkinanna,
Helgi Helgason.
Útför + MARINÓS H. PÉTURSSONAR,
Norðurgötu 11, Akureyri,
fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 6. júlí, kl. 13.30.
Halldóra Kjartansdóttir,
Sverrir Marinósson, Kolbrún Pálsdóttir, Drífa Björg Marinósdóttir, Þröstur Pétursson, Friðþjófur Pétursson og barnabörn.
t
Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö
fráfall og jaröarför
ÞORVALDS RAFNS HARALDSSONAR.
Sérstakar þakkir til JC-Borg og JC-Ísland.
Kolbrún Jarlsdóttir,
Ævar Jarl Rafnsson,
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Kristín Bjarnadóttir,
Haraldur Kr. Jóhannsson, Jarl Sigurósson,
Haraldur Kr. Haraldsson, og tengdasystkini.
t
Þökkum innilega samúö, hlýhug og hjálp viö fráfall mannslns míns,
fööur okkar og sonar,
ÞORSTEINS JÓNS BJORGÓLFSSONAR,
sem fórst meö Þernu ÁR 22.
Regína Guðjónsdóttir og börn,
Þórhalla Þorsteinsdóttir, Björgólfur Jónsson.
og systkini.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför eiginkonu minnar,
PÁLÍNU MAGNÚSDÓTTUR,
Hraunbraut 44,
Kópavogi.
Fyrir mína hönd. barna og annarra vandamanna,
Hilmar Ingólfsson.
Kveðjuorð:
Jón Lárusson
loftskeytamaður
ef aðstoðar var leitað og man ég
sérstaklega eitt sinn er hann var
að hjálpa okkur að setja upp
geymslu í nýju húsnæði. Hann
mun þá hafa verið 78 ára gamall,
og þótti okkur nóg um hvað hann
vildi vinna lengi fram eftir eitt
kvöldið, en hann vildi klára ákveð-
ið verk, og við það sat. Svo um
nóttina vaknaði hann við sáran
verk fyrir hjarta, en hann hafði
lengi verið veill fyrir hjarta, og
mátti búast við hverju sem var, að
því leyti. Það fyrsta sem kom í hug
hans þá, var að biðja tengda-
mömmu, ef eitthvað kæmi fyrir
hann, að segja okkur að það hefði
ekkert verið í sambandi við það, að
hann hefði verið að vinna þetta
fyrir okkur. Sem betur fór leið
þetta þó hjá, en þessu munum við
aldrei gleyma, þeirri hlýju í okkar
garð, sem þetta sýndi.
Af þeim mörgu góðu mönnum
sem ég hef kynnst, mun Friðrik
verða mér einna ógleymanlegast-
ur, ekki vegna tengsla okkar,
heldur vegna þess hve stórbrotinn
maður hann var, og hvað hann
reyndist mér vel. Blessuð sé minn-
ing hans.
Hörður Viktorsson
Það grunaði engan, þegar Donni
kom til vinnu á Veðurstofunni að
morgni hvítasunnudags, að hans
síðasta vakt væri hafin. Og hún
varð reyndar ekki löng. Rúmum
hálftíma síðar var hann kominn á
sjúkrahús, og líf hans hékk á
bláþræði. Hann komst aldrei til
meðvitundar og lést hálfum mán-
uði seinna, þann 20. júní. Rúmlega
35 ára starfi á fjarskiptadeild
Veðurstofunnar var lokið.
Jón Lárusson var fæddur í
Reykjavík 12. júlí 1912, og var því
tæplega 69 ára er hann lést. Hann
var loftskeytamaður að mennt, og
til þeirra starfa réðist hann á
Veðurstofunni árið 1946. Starf-
semi Veðurstofunnar óx mjög um
þessar mundir og var að komast í
það horf, sem hún hefur verið í
síðan: Á fjarskiptadeild er safnað
veðurskeytum víðsvegar að úr
heiminum og þau færð veðurspár-
deild til úrvinnslu. Reyndar hafa
orðið örar framfarir í fjarskipta-
tækni á þessum tíma, í stað
heyrnartóla og morse-lykils komu
fjarritar og loks tölvubúnaður, og
störfin á fjarskiptadeildinni hafa
breyst í samræmi við þær. Starfs-
menn deildarinnar hafa því oft
orðið að tileinka sér ný vinnu-
brögð. Donni var reyndar ekki
sérlega nýjungagjarn í starfi, hon-
um var efst í huga að vinna sín
störf eins vel og kostur var, og því
kunni hann best þeim aðferðum,
sem hann þekkti til hlítar. En
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VALDIMAR ÞÓRÐARSON,
kaupmaóur,
Freyjugötu 46,
lézt á Öldrunardeild Landspítalans. Hátúni 10B, 1. júlí.
Þorkell Valdimarsson,
Sigríður A. Valdimarsdóttir,
Sigurður Valdimarsson,
Bryndís Friöþjófsdóttir
og barnabörn.
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
INGIBJÖRG MARGRÉT SIGURDARDÓTTIR,
Skipholti 10,
andaöist í Borgarspítalanum miövikudaginn 1. júlí.
Guðmundur Ingvarsson, Bragi R. Ingvarsson
Baldur Ingvarsson, Aöalheiður i. Hafliöadóttír
og barnabörn.
Faðir okkar.
+
GUÐMUNDUR P. ASMUNDSSON
frá Krossi,
Haukadal, Dalasýslu,
andaöist á Landakotsspítala 23. júní. Utför hans hefur fariö fram í
kyrrþey, samkvæmt ósk hins látna.
Þökkum starfsfólki Hrafnistu góöa umönnun í gegnum árin og
einnig þakklæti til allra þeirra sem sýndu honum tryggö og vináttu.
Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna,
Börnin.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, fósturfaöir og afl,
INGVARJÓNSSON
frá Laxárnesi,
Tröllagili 2, Mosfellssveit,
veröur jarösunginn frá Lágafellskirkju laugardaginn 4. júlí, kl. 2.
e.h.
Blóm og kransar afbeöin en þeim sem vildu minnast hans er bent
á líknarstofnanir.
Úrsúla Þorkelsdóttir,
Olafur Ingvarsson,
Auöur Ingvarsdóttir,
Þrúður Ingvarsdóttir,
Halldór Kjartansson,
Hrelnn Þorvaldsson,
Guðmundur Þ. Jónsson
og barnabörn.
Artha Ingvarsson,
Hreinn Eyjólfsson,
Kristin Valdimarsdóttir,
Unnur Jónsdóttir,
engu að síður lagði hann sig allan
fram við að ná sem fyrst fullu
valdi á þeim nýju vinnubrögðum,
sem tæknin krafðist, og varð
jafnan vel ágengt.
Starf eftirlitsmanns fjarskipta,
eins og staða hans hét nú síðustu
árin, er vandasamt ábyrgðarstarf.
Við minnsta andvaraleysi geta
mikilvægar upplýsingar farið for-
görðum, starfið krefst því mikillar
árvekni og samviskusemi, og þá
eiginleika átti Donni í óvenju
ríkum mæli. Það má fullyrða, að
við fráfall hans sér Veðurstofan á
bak einum sinna allra bestu
starfsmanna.
Sagt er að maður komi í manns
stað. En það rúm, sem Donni átti í
hugum samstarfsmanna sinna er
stórt og vandfyllt. Hann var
einstakt ljúfmenni, öllum, sem
kynntust honum, þótti vænt um
hann. Hann var hógvær og lítillát-
ur, vildi öllum vel og aldrei
heyrðist hann hallmæla nokkrum
manni. Hann var léttur í skapi og
gamansamur, en gamanið varð
aldrei grátt. Þessir ágætu eigin-
leikar hans höfðu góð áhrif á
vinnufélagana, og á vöktunum
með Donna ríkti sérstaklega nota-
legt andrúmsloft.
Hann var viðræðugóður, en var
þó aldrei margmáll um sig og sína.
Við, sem kynntumst honum ein-
göngu á vinnustað, vissum því
raunar lítið um fjölskyldu hans.
Þó duldist engum, að samband
hans við fjölskylduna var ákaflega
hlýlegt, og hann og hans ágæta
eiginkona, Helga Guðjónsdóttir,
voru mjög samhent. Það var
auðfundið, að hann hlakkaði til að
setjast í helgan stein og njóta
samvista við fjölskyldu sína á
næsta ári, eftir langt ævistarf í
erilsamri vaktavinnu. En margt
fer öðruvísi en ætlað er.
Eg vil, fyrir hönd starfsfélaga
hans á Veðurstofunni, votta ást-
vinum hans, eiginkonu, börnum og
barnabörnum, samúð okkar. Þó
sorgin sé þungbær við svo skyndi-
legt og óvænt fráfall þess, sem
manni er kær, er það víst að
tíminn læknar öll sár, og þá er
hollt að rifja upp ljúfar minnþigar
frá liðnum samverustundum. Ég
þykist vita, að þar sé af nógu að
taka.
Þá viljum við að lokum þakka
Donna fyrir samveruna. Það hlýt-
ur að bæta hvern mann að fá að
kynnast slíkum öðlingi, og við,
sem áttum því láni að fagna að
vinna með honum, lengur eða
skemur, munum minnast hans
með innilegu þakklæti.
Fyrir hönd samstarfsmanna á
Veðurstofunni.
Guðmundur Hafstcinsson