Morgunblaðið - 03.07.1981, Side 23

Morgunblaðið - 03.07.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981 23 ’AKíKVSINCi.V. SÍMINN KR: 22480 Clifford Hermann Hillman - Minning og var hann hreykinn af. Foreldr- ar hans voru hjónin Jón Rögn- valdur Hermannsson (f. 1. sept. 1886 að Fjalli í Skagafjarðarsýslu) og Halldóra Sigríður Johannsson (f. 13. nóv. 1891 í Calgary, Al- berta). En 1887 tóku foreldrar Jóns Rögnvalds, hjónin Hermann Jónsson frá Hóli í Skagafirði og kona hans, Margrét Ögmundsdótt- ir frá Brandaskarði í Húnavatns- sýslu, sig upp og fiuttust til Vesturheims og tóku hvítvoðung- inn með sér. Var ferðinni heitið til Pembina í Norður-Dakota, en þar dvöldu þau ekki nema fáein ár og fluttust til Alberta og námu land í Evarts-héraði og þar tók Her- mann Jónsson upp ættarnafnið Hillman en það sama gerðu bræð- ur hans tveir sem áður voru sestir að í Norður-Dakota en fluttust búferlum þaðan um leið og Her- mann og fjölskylda hans settust að í Alberta árið 1891. Óx Jón Hillman upp við margskonar störf og skilyrði og gerðist brátt leiðtogi og forsvarsmaður fólksins í byggðarlaginu. Þann 5. maí 1917 giftist hann konu sinni, en hún var ekkja Hannesar Sigurðssonar Eymundsson og átti hún með honum tvö börn. Hjónaband þeirra Jóns Hillman og Dóru var farsælt og áttu þau barnaláni að fagna. Atti Cliff, sem var elstur, sjö systur og einn bróður, sem öll eru á lífi, auk tveggja hálfsyst- kina. Óx Cliff upp í glaðværum og söngelskum systkinahópi og var fyrst og fremst starfandi við búskapinn af mikilli atorku enda var mikið unnið í þá daga. Þann 15. mars 1947 kvæntist Cliff Doreen Stauffer, stórbónda- dóttur í byggðarlaginu. Bjuggu þau í ástríku hjónabandi á ættar- X Cybernet ferðasegulband Ps. 101. Hágæða tveggja rása segulband með umhverfishljóðnema. Verö aðeins kr. 1.550.-. Benco Bolholt 4, s. 91-21945. Fæddur 9. júní 1918. Dáinn 27. maí 1981. Nýlátinn er á heimili sínu í Evarts-héraði í Alberta-fylki í Kanada Clifford H. Hillman sem margir íslendingar kannast við frá ferðum sínum til Vestur- Kanada eða frá heimsóknum hans til íslands. Bjó hann myndarbúi og var vel þekktur í héraðinu og utan þess, sem best kom í ljós við útför hans, sem gerð var í Red Deer (líkbrennslan í Calgary) en útfararkapellan rúmaði aðeins um helming viðstaddra svo að margir urðu að fylgjast með útförinni utan dyra, en veður var hlýtt og sólríkt þann dag. Ættir sínar rakti Cliff, en svo var hann almennt kallaður af vinum og kunningjum, til íslands leifð hennar og eignuðust tvo syni og eina dóttur. Fyrir nokkrum árum kenndi Cliff hjartameins og hlífði hann sér eftir það, enda var þá unga fólkið tilbúið að taka við búskapn- um. Cliff féll þó aldrei verk úr hendi enda var hann hagur smiður bæði á tré og málm. Það sem auðkenndi Cliff sér- staklega var glaðværð hans, at- orka og hjálpsemi og örlæti enda var hann vinmargur. En mesta áhugamál hans og hugaryndi síð- ari árin var ísland og ættingjar hans á Isiandi, sem hann þekkti og hitti marga er hann fór til íslands fyrir fáum árum og var það von hans að geta farið aftur til íslands. Cliff var minnisstæður maður hverjum þeim sem honum kynnt- ist og duldist engum að þar fór góður maður, góður íslendingur, sem gott er að minnast. g þ SSS2s-t3SSf-*. \eguPlolu assettv Verö Pr?8,o. aðeinskr. ^ e\ ■'i u\n.w Garðabær — Lóðaúthlutun Úthlutaö veröur um 30 einbýlishúsalóðum á svæðinu austan Silfurtúns. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Umsóknareyöublöö afhent á bæjarskrifstofunni. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Upplýsingar gefur byggingafulltrúi í síma 42311. Bæjarritari. Höfum fengið nýtt símanúmer 25700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.