Morgunblaðið - 03.07.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981 „ pú HAMBORGARAMM ÓKEVPIS. þú EKT 5A FyRSTI SEM HEFUR KOMIE> TVlSV/AR!" Við Gísli vorum að ræða um Nei, Kaman að sjá að þú skulir stöðu konunnar í þjóðfélaginu. kominn hingað aftur. HÖGNI HREKKVlSI A'Æsr/.." Herfileg misnotk- un á fréttaefni Örn Harðarson skrifar: Ögmundur Jónasson fréttamað- ur kemur einu sinni enn með neikvæða frétt á sjónvarpsskjá- inn, sunnudagskvöldið sl. (28. júní ’81) og er nú mikið niðri fyrir, því hann hefur í öllum erlenda filmu- staflanum fundið fréttaefni, sem að hans dómi á mjög brýnt erindi við íslensku þjóðina. Ögmundur kemur ekki sjálfur á skjáinn í þetta skipti, en við fáum fyrir hans náð að sjá stutta kvikmynd frá iðnaðarbænum Cubatao í Brasilíu og rödd Ögmundar segir okkur á dramatískan hátt og með sérstökum alvöru þunga, að þetta séu myndir frá þessum iðnaðarbæ, sem eigi líklega heimsmet í meng- un og í framhaldi af því hvernig vonda ríka fólkið búi annars staðar, en komi aðeins til vinnu sinnar þangað, furðulegt „nokk“, á meðan hinir góðu fátæku verði að dvelja þarna allan sólarhring- inn um ókomna framtíð. Það sjást spúandi reykháfar stórra verksmiðja og iðnfyrir- tækja á skjánum. Hann Ögmund- ur talar líka um barnadauða í þessum bæ og maður verður að álíta eftir umfjölluninni að hann sé líka skipulagður af þessu vonda ríka fólki. Við sjáum þrátt fyrir það brosandi pattaralega krakka og nærmynd af bringu drengs, sem gæti fljótt á litið, alveg eins verið nýkominn úr sólarlanda-fríi með flagnaða húð, eins og hver annar sonur verkamanns í Álver- inu í Straumsvík, þó það verði ekki fullyrt hé rí mörg þúsund kíló- metra fjarlægð frá Brasilíu. En hvað svo, jú myndirnar á skjánum sýna líka óvænt skipu- lagsfræðinga og líkön af tillögum á breytingum í Cubatao og greini- legt er að þar er búið að vinna mikið undirbúningsstarf um stór- feldar breytingar til varnar gegn mengun. En Ögmundur heldur sínu striki í sínum skýringum og minnist náttúrlega ekkert á það, en heldur áfram þessari uppáhalds iðju sinni að mála djöfulinn upp á skjáinn. Ég fuilyrði hins vegar að þessi og annar iðnaður vonda ríka fólksins í Brasilíu og víðar í S-Ameríku hefur orðið þessu góða fátæka fólki, til meiri hjálpar og framdráttar, en öll kommúnista- froðan og undirróðurstarfsemi þeirra samanlögð á þessum slóð- um í mörg undanfarandi ár og þó víðar væri leitað. Það sem hefði getað réttlætt þessa frétt og hafið hana yfir allan grun um hinn vafasama tilgang, því ekki er of mikið af upplýsingum hér í sjónvarpinu frá S-Ameríku, Mið-Ameríkuríkjun- um og Mexico, hefði auðvitað verið hlutlaust mat og nokkur orð um það jákvæða, sem verið er að gera í Brasilíu og það er ekkert lítið, þó svo Ögmundur sé persónulega ekki dús við stjórnarfarið í þessum löndum flestum. Nú er t.d. varla minnst á Chile þar sem stór- uppbygging á sér stað og miklar framfarir á mörgum sviðum, síðan kommúnistum var komið frá stjórn landsins. Mexico er að verða eitt mesta olíu-framleiðslu- ríki heimsins, með stöðugleika á stjórnmálasviðinu og vaxandi ef- nahagslif. Nei — okkur er ekkert sagt um hvað þessar stjórnir hafa á prjónunum, þegnum sínum til farsældar, en stöðugt er verið að nudda salti í sárin og þannig búin til afskræmd mynd af raunveru- legu ástandi og allt gert tortryggi- legt á sama tíma sem öllu er hampað sem foringjar kommún- ista gera, þó svo að draga megi í Að loknu starfsári Sin- fóníuhljómsveitar Islands „Ein áhugasöm úr röðum hljómleikagesta* skrifar: Að loknu starfsári hjá Sinfóní- unni okkar vildi ég biðja þig að koma á framfæri rödd frá hlust- anda og fastagesti á hljómleikum Sinfóníunnar um nokkurra ára skeið. Mér finnst hljómleikagestir lítið láta í sér heyra, nema með lófaklappi og stundum er kannski klappað af kurteisisástæðum meira en sannfæringu. Nú hafa orðið talsverðar umræður um starf hljómsveitarinnar og verk- efnavalið á síðastliðnum vetri, en ég man ekki til þess að við hljómleikagestir höfum verið spurð álits á því, hvað við viljum hlusta á og ég man ekki til þess heldur, að neinn úr okkar hópi hafi kveðið sér hljóðs og sagt álit sitt. Tónskáldin létu í sér heyra og voru óánægð. Annars hefði heldur ekki heyrst í þeim; þeir ánægðu þegja alltaf. En tónskáldum þykir sinn hlutur fyrir borð borinn. Aftur á móti þori ég að fullyrða, að við áheyrendur erum afskap- lega fegnir, þegar framúrstefnu- verk er ekki á skránni. Ég leyfi mér að fullyrða, að ég mæli fyrir munn margra hljómleikagesta, þegar ég lýsi fullum stuðningi við verkefnavalsnefnd og stjórn hljómsveitarinnar og þá er ég að tala um val þeirra síðastliðinn vetur. Mér og flestum hljómleikagest- um, sem ég hef rætt við, finnst ekki saka þótt eitt og eitt fram- úrstefnuvefk fljóti með, ef þau eru stutt. En ég vil minna á eitt: Bókaútgefendur hafna handritum að bókum, sem þeim þykir ekki nógu góðar og Þjóðleikhúsið hafn- ar örugglega leikriti eftir mig eða einhvern annan, ef það þætti ekki álitlegt. En mér skilst á blessuð- um tónskáldunum, að það sé hneisa, ef nýtt verk fæst ekki flutt. Eru verk þessara manna sjálfkrafa svona góð, að þar þurfi aldrei að hafna neinu? Mér virðist að höfundar framúrstefnutón- verka séu einskonar þrýstihópur, sem segir eins og kerlingin: Það skal í þig skömmin þín. Efnisskrá hljómsveitarinnar veturinn 79—80 var ekki eins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.