Morgunblaðið - 03.07.1981, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ1981
2 mörk eða minna í um helm-
ingi leikja í 1. deild!
— gluggað í skýrslur og bókhald
MHL. BIRTI i tcar stöAuna i
rinkunnaKjöIinni, cn i dag vcrrt-
ur hins vcgar kíkt á hinar ýmsu
tölur ok staðreyndir varöandi
liöin scm lcika í 1. deild. Rcnnum
yfir IclöKÍn:
ÍBV:
Liðið hefur notað 15 leikmenn
til þessa ok gengi liðsins verið
sveiflukennt, slakt upp á síðkastið,
ef bikarkeppnin er ekki talin með.
Liðið hefur skorað 10 mörk í 1.
deildar-keppninni og hafa þau
dreifst á fjóra leikmenn. Þar af
hafa bræðurnir Sigurlás og Kári
Þorleifssynir botnað sjö sóknar-
lotur, Kári skorað 4 mörk en
Sigurlás 3 stykki. Báðir komust
einnig á blað gegn KA í bikarnum.
Ómar Jóhannsson hefur skorað
tvö mörk, Viðar Elíasson eitt.
Betra væri fyrir ÍBV, ef fleiri
leikmenn væru hættulegir við
mark andstæðinganna.
ÍA:
Varla þarf að minna á furðulegt
gengi liðsins, en það skoraði fjög-
ur mörk í tveimur fyrstu leikjun-
um, síðan ekki eitt kvikindi í
næstu sex, Ioks fjögur í viðbót í
níundu umferðinni gegn FH.
Varnarleikurinn er þéttur og nái
sóknin sér á strik, verður ÍA eitt
sterkasta liðið. Hin 8 mörk liðsins
hafa 5 menn séð um að skora.
Guðbjörn Tryggvason 3, Júlíus
Ingólfsson 2, Sigþór Ómarsson,
Sigurður Lárusson og Kristján
Olgeirsson eitt hver. Skagamenn
hafa teflt fram 16 leikmönnum
það sem af er.
Víkingur:
Efsta liðið hefur notað 15 menn
og 5 þeirra hafa skipt með sér 14
mörkum liðsins. Þar er Lárus
Guðmundsson í algerum sérflokki
með sín 8 mörk og er hann
jafnframt markhæstur í 1. deild.
Hafþór Helgason, sem hefur ekki
unnið sér fast sæti í liðinu, hefur
skorað tvívegis, bæði í sama leikn-
um, Jóhann Þorvarðarson hefur
einnig tvö mörk í sarpnum. Auk
þess hafa þeir Ragnar Gíslason og
Þórður Marelsson komist á blað
með sitt markið hvor. Athyglis-
vert er, að í sex af sjö sigurleikjum
sínum í vor, hafa Víkingar unnið
andstæðinga sína með aðeins eins
marks mun.
KR:
KR-ingar eru í logandi fall-
hættu og það skín svo sem út úr
leikmannafjölda þeim sem félagið
hefur teflt fram. 21 leikmaður
hefur leikið meira og minna með
KR í 9 fyrstu umferðunum og er
slíkt oft stimpill fall-kandídata.
Aðeins Þór hefur skorað færri
mörk en KR, sem hefur 5 sinnum
komið knettinum í markið. Fjórir
skipta mörkunum á milli sín,
Óskar Ingimundarson með sín tvö
og þeir Vilhelm Frederiksen, Sig-
urður Björnsson og Sverrir Her-
bertsson eitt hver.
Valur:
Valsmenn hafa notað 18 leik-
menn og 19 mörk liðsins hafa
heilir níu leikmenn séð um að
skora. Getur ekkert félag annað
sýnt fram á aðra eins breidd í
markaskorun. Er þetta atriði hik-
laust styrkur hjá Val. Félagið
hefur hins vegar átt erfitt með að
tefla fram sínu sterkasta og breyt-
ingar oft talsverðar frá einu liði
til annars. Er það meðal annars
væntanlega skýringin á sveiflu-
kenndum leikjum Vals. Þorsteinn
Sigurðsson hefur skorað 7 mörk,
Njáll Eiðsson 3, Jón Bergs 2,
Hilmar Harðarson 2, Matthías
Hallgrímsson, Þorvaldur Þor-
valdsson, Hilmar Sighvatsson,
Valur Valsson og Þorgrímur
Þráinsson eitt hver.
Fram:
19 leikmönnum hefur félagið
teflt fram, en illa hefur gengið.
Aðeins sjö mörk í 9 leikjum og
dreifast þau á fjóra leikmenn. Þar
hefur Guðmundur Torfason geng-
ið skörulegast fram, skorað fjögur
stykki, en þeir Marteinn Geirsson,
Arsæll Kristjánsson og Pétur
Ormslev hafa einnig skorað sitt
markið hver. Mark Péturs var
skorað beint úr hornspyrnu.
FH:
FH-ingar hafa að öðrum ólöst-
uðum verið mesta sveifluliðið í
deildinni, þeir hafa tapað 1—5 og
0—4 og skotið inn eiginn 5—1 sigri
á milli. 18 leikmenn hafa verið í
notkun til þessa og breiddin í
markaskoruninni er all góð, þ.e.
a.s. 6 leikmenn hafa komist á blað.
Hins vegar mættu mörkin vera
fleiri, en þau eru aðeins tíu. Ingi
Björn og Pálmi Jónsson eru
markakóngarnir með 3 mörk hvor,
en þeir Magnús Teitsson, Viðar
Halldórsson, Guðmundur
Hilmarsson og Tómas Pálsson
hafa allir skorað einu sinni.
UBK:
Eina taplausa liðið í deildinni,
en þó í 2. sætinu. Vörnin er sterki
hlutinn, framlínumennirnir eru
fljótir og leiknir, en ekki að sama
skapi ýkja markheppnir. 6 leik-
menn hafa skorað 11 mörk í 9
leikjum, Sigurjón Kristjánsson 4,
Jón Einarsson 3, Vignir Baldurs-
son, Hákon Gunnarsson, Helgi
Bentsson og Helgi Helgason 1
mark hver. Blikarnir eru ásamt
Fram jafntefliskóngarnir með
fimm jafntefli.
KA:
Liðið byrjaði frísklega, en hefur
dalað. 16 leikmenn hafa fengið að
spreyta sig. Liðið hefur að vísu
leikið aðeins 7 leiki, en framlínan
er greinilega ekki nægilega ákveð-
in, því 5 af sjö mörkum liðsins í
umræddum sjö leikjum, komu öll í
sama leiknum. Meira að segja eitt
sjálfsmark. Gunnar Gíslason og
Jóhann Jakobsson, miðvallarleik-
mennirnir, hafa skorað tvívegis
hvor, Gunnar Blöndai og Hinrik
Þórhallsson eitt hvor.
Þór:
Botnliðið virðist lakasta liðið í
deildinni þrátt fyrir umtalsverða
stigasöfnun í fyrstu umferðunum,
er liðið lagði Fram að velli. En það
er enn eini sigur liðsins. Aðeins
fjögur mörk í 9 leikjum, Guð-
mundur Skarphéðinsson 2, Jón
Lárusson og Bjarni Sveinbjörns-
son eitt hvor. Liðið hefur þó notað
einna fæsta leikmenn, aðeins 15.
Kannski hrjáir mannekla félagið?
Ýmisle>ft:
Einn leikmaður hefur skorað
þrennu, en Þorsteinn Sigurðsson í
Val gerði reyndar enn betur,
skoraði 4 mörk í einum leik, gegn
Þór, og er það langbesta einstakl-
ingsframtakið í mótinu til þessa.
Lárus Guðmundsson í Víkingi á
Úr leik Fram og Vals. Liðin hafa átt sveiflukennda leiki.
Hreinn varpaði 19,84 m
IIREINN Halldórsson. KR, si-
graði í kúluvarpi á mjöK fjöl-
mcnnu móti I Mendcn í Þýska-
landi sl. miðvikudaK. Varpaði
hann kúlunni 19,48 m. Ágúst
ÁsKCÍrsson varð fimmti í 1500 m
hlaupi á 3:50.03 mín scm cr hans
besti tími í ár. Gunnar Páll
Jóakimsson. félagi hans úr ÍR,
var tíundi í sama hlaupi á 3:56,21
mín ok sagðist hann hafa
„sprunKÍð" gjörsamlega eftir
þúsund mctra. Ilann saKðist jafn-
framt hafa kcppt þarna i fyrsta
skipti síðan i Evrópubikarnum.
en hann hcfur átt við meiðsli að
stríða undanfarið.
Sigríður Kjartansdóttir, KA,
varð önnur í 100 m hlaupi á 12,90
sek. Þórdís Gísladóttir, ÍR, varð
fjórða á 13,15. Að sögn Guðmund-
ar Þórarinssonar, sem dvalist hef-
ur með keppendunum í Þýska-
landi, var mótvindur í þessu
hlaupi mikill eða 3,5—4 metrar á
sek. — JE
Frjðlsar Ibrðttir
v-..... ........ ... -
fl
Lárus Guðmundsson hefur sprungið út i sumar. hann er nú
markhæstur i 1. deild.
einu þrennuna til þessa, glæsilegt
afrek gegn félagi Þorsteins, Val, í
3—2 sigri Víkings. Þorsteinn skor-
aði eitt af mörkum Vais. Nokkrir
leikmenn hafa skorað tvö mörk í
leik, en það verður ekki tíundað
hér.
Aðeins þrjár vítaspyrnur hafa
verið dæmdar í fyrri hluta Is-
landsmótsins, óvenjulega fáar, en
ýmislegt athyglisvert í kringum
þær til að bæta fæðina upp. Til
dæmis fóru tvær í súginn, en þá
þriðju varð að þrítaka áður en
úrslit fengust. KR fékk víti gegn
UBK, brenndi af, IA fékk víti gegn
Víkingi, brenndi af, og IA fékk
þriðja vítið gegn FH og þá skoraði
Júlíus Ingólfsson loks löglega í
þriðju tilraun!!
Aðeins einn leikmaður hefur
verið rekinn af leikvelli, Ólafur
Björnsson fyrirliði UBK. Hann
hafði fengið gult spjald í leiknum
gegn KA og handlék síðan knött-
inn vísvitandi til að hindra sókn
KA. Slatti hefur verið um gulu
spjöldin og of langt mál að tíunda
leikmannalistann hér.
43 leikir hafa farið fram og er
mál margra, að knattspyrnan hafi
verið fremur þurr og slök. Leikur
og leikur sker sig þó blessunarlega
úr. Er fróðlegt að líta á marka-
skorið. 9 viðureignum hefur lokið
án þess að mark væri skorað, 0—0,
og 8 leikir hafa endað 1—0. Fimm
hefur lyktað 1 — 1, eða 0—2 mörk í
alls 22 leikjum af 43.
Fróðlegt er einnig að athuga
markaskorið í hverri umferð, eða
fimm leikjum. Sú fyrsta byrjaði
ekki sérlega gæfulega og þrátt
fyrir 4 mörk í einum leik, urðu
mörkin í heild aðeins 9 (reyndar
var einum leik frestað). Síðan fóru
mörkin upp í 14 í 2. og 4. umferð.
Botninn var í sjöttu umferð, þegar
aðeins sex mörk voru skoruð í
leikjunum fimm. Síðasta umferðin
var hins vegar sú besta til þessa,
18 mörk, og vonandi verður fram-
hald á því. Við skulum að lokum
kynna okkur stöðuna í 1. deild.
Víkingur
Breiðabiik
Valur
Akrancs
Fram
ÍBV
KA
KR
FH
J»ór
9 4
9 3
8 1
1 1 14-5 15
5 0 11-4 13
2 19-8 11
8-5 10
7-9 9
10-9 8
7-8 5
5-12 5
10-19 5
4-15 5
Hreinn var nálægt 20 metrunum i Þýskalandi.