Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1981 47 Attræö: Marta Guðmunds- dóttir frá Laufási Marta Guðmundsdóttir er fædd í Stykkishólmi 27. júlí 1901, dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Guðmundar Lárussonar. Hún flutti með foreldrum sínum árið 1902 til Bíldudals og 1913 fluttu þau í Bakkadal í Ketildalahreppi. Þar bjuggu þau að Vinaminni, en Guðmundur stundaði sjósókn ásamt smábúskap svo sem títt var á þeim tímum. Marta giftist 19. nóvember árið 1921 Þórhalli Guðmundssyni og eiga þau því 60 ára brúðkaupsaf- mæli í haust. Þórhallur er fæddur að Setbergi í Fellum, N-Múla- sýslu, og voru foreldrar hans Guðmundur Hallsson og Margrét Einarsdóttir. Ungu hjónin reistu Sænskir bræður skrifa og óska eftir pennavinum: Stefan Anderson (12 ára), Serenadgatan 23, 214 73 Malmö, Sverige. Peter Anderson (14 ára), Serenadgatan 23, 214 73 Malmö, Sverige. Sextán ára japönsk stúlka óskar eftir að fræðast um land og þjóð og skrifast á við íslenzka jafn- öldru sína: Emiko Takao, 669 Kamiiwanari Miyuki chyo, Fukuyama city, Hiroshima, 720 Japan. Fjórtán ára japönsk stúlka sem áhuga hefur á tónlist og skrifar á ensku, eins og reyndar allir þeir Japanir sem skrifa til Mbl. í þeirri von að eignast pennavini: Michiko Nakajima, 399-2 Kuiseke Kosyoku City, Nagano, 387 Japan. Tveir átján ára skólapiltar frá Ghana skrifa. Þeir hafa marg- vísleg áhugamál, svosem borð- tennis og póstkortaskipti: Cebiba Sylvester, Box 84 Berckum, Chana. K. Manu Alexander, Box 84 Berckum, Ghana. Frá Bretlandi barst bréf frá 32 ára konu sem starfar í verk- smiðju. Hún dundar sér helzt við prjónaskap, póstkortasöfnun og bréfaskriftir: Susan Pearson, 58 Berry Landsroad, Moreton, Wirral, L46 7UA, England. Breti nokkur skrifar og óskar eftir að skipta á 50 frímerkjum við einhverja lesendur Mbl. Hann býður upp á aðild að svokölluðum „50 frímerkja klúbbi", en hún er ókeypis og eintak af félagaskrá, en tilgang- ur klúbbsins er að koma á frímerkjaskiptum einstakiinga í hinum ýmsum heimshornum: Warren Edwardes, 58 Colin Park Road, Colindale, London NW9, England. sér bú að Laufási í landi Bakka ásamt öðrum ungum hjónum, Kristjönu Ólafsdóttur og Bjarna Árnasyni, og nefndu þau bæinn Laufás. Þórhallur stundaði sjómennsku ásamt búskapnum og var tíðum fjarverandi á vertíð eða við aðra vinnu til fanga fyrir heimilið. Kom það því oft í hlut Mörtu að sjá um búið, þótt lítið væri, ásamt stórum hópi barna. Mörtu fórst hvorttveggja vel úr hendi og kom henni þar að góðum notum hennar helstu eiginleikar, mikið þrek og létt lund. Mörg voru handtökin innanhúss og utan og ekki voru nútímaþægindi til að létta undir, og varð hún að búa sem mest að sínu. Marta og Þórhallur eignuðust níu börn og lifa sjö þeirra í dag. Guðmundur, frumburður þeirra, fórst með bv. Sviða 2. des. 1941, 19 ára gamall. Öll börn þeirra fædd- ust í Laufási en þaðan fluttu Marta og Þórhallur til Bíldudals árið 1947. Þegar öll börnin voru flutt að heiman, ýmist til náms eða starfa annars staðar, fluttu þau frá Bíldudal, árið 1957. Hafa þau búið í Reykjavík síðan, að undanskildu einu ári. Marta hefur notið þess að vera nálæg börnum sínum og vinum en hún hefur jafnan verið vinamörg og munu margir þeirra heimsækja hana að Furugerði 1, þar sem Marta tekur á móti gestum í samkomusalnum sunnudaginn 26. júlí nk. Árna ég Mörtu til heilla með afmælið og megi vinir og vanda- menn njóta samvista hennar í mörg ókomin ár. Guðjón Ó. Hansson ökukennari er sextugur í dag sunnudag 26. júlí 1981. Guðjón er fæddur í Olafsvík og alinn þar upp til tólf ára aldurs. Tveggja ára missti hann móður sína en var hjá ömmu sinni til tíu ára aldurs, eftir það var hann hjá vandalausum hjónum í þrjú ár og fluttist síðan í Borgar- fjörð. Frá þrettán ára aldri hefur hann unnið fyrir sér, daginn eftir ferminguna fór hann í vegavinnu að aka hestvögnum og var búið í tjöldum með skrínukost. Guðjón hefur því kynnst harðri lífsbar- áttu sem mótað hefur hans hörðu Sextugur: Guðjón O. Hans- son ökukennari baráttu í ýmsum málum. Þegar Guðjón var í Borgarfirði var hann í Reykholti í tvo vetur. Það er eina skólaganga hans sem þætti ekki mikið í dag, en hinn harði skóli lífsins hefur verið hans Háskóli. í Reykholti kynntist hann ung- mennafélagshreyfingunni og tók hann mikinn þátt í íþróttum. Á þessum árum var hann sérstak- lega í frjálsum íþróttum í Ung- mennafélaginu Borg. í stríðsbyrj- un fluttist hann til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan. Þegar Guð- jón kom til Reykjavíkur réðst hann í vinnu hjá hernum og vann að auki í ýmsri annarri vinnu. 1944 tók Guðjoi. bílpróf og meira- próf og hefur stundað leigubíla- akstur síðan eða í 37 ár, fyrst á Litlu bílastöðinni og gerði þá út marga bíia á stöðinni, síðan á Hreyfli þegar Litla bílastöðin var sameinuð Hreyfli. 1954 hóf Guð- jón ökukennslu og hefur verið einn af umsvifamestu ökukennurum síðan og starfað mikið að umferð- armálum. Margur ökumaðurinn hefur fengið sínar fyrstu leiðbein- ingar í akstri og umferðarreglum hjá Guðjóni, en hann hefur kennt á þriðja þúsund manns á bíl. Guðjón hefur unnið milkið að félagsmálum og var formaður ökukennarafélagsins í 12 ár auk þess sat Guðjón lengi í umferðar- ráði og vann mikið að hægribreyt- ingunni þegar breytt var úr vinstri umferð í hægri umferð hér á landi. Guðjón hefur setið í stjórn Hreyfils og í ýmsum nefndum þess félagsskapar (nú Frami) og svo í Samvinnufélaginu Hreyfli. Ekki er vafi á að Guðjón býr yfir ýmsum fróðleik úr starfi sínu í gegnum árin og er það áreiðan- lega efni í margar bækur eins og „79 af stöðinni". Guðjón hefur unnið mikið í Sjálfstæðisflokknum, sat meðal annars í stjórn Óðins í mörg ár og ýmsum nefndum og ráðum innan flokksins, hann hefur verið í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík árum saman og setið á mörgum landsfundum og aldrei farið troðnar slóðir en talist til frjálslyndari manna í flokknum. Oft hefur hann tekið til máls á fundum, komið með nýjar tillögur í lýðræðisátt og fylgt þeim eftir af sínu alkunna kappi. Þá hefur Guðjón ekki sofnað á verðinum hafi honum þótt flokksforustan komin út af línuni og bent á það sem betur mætti fara í flokks- starfinu og fengið stundum heldur óblíða gagnrýni fyrir, en Guðjón hefur aldrei vikið frá stefnunni og oftast reynst sannspár þegar fram liðu stundir. Fjölmargt af því sem flokkurinn hefur í sinni stefnu- skrá er komið frá Guðjóni. Það hafði kannski ekki alltaf fengið hljómgrunn í byrjun en seinna orðið að baráttumálum flokksins. Ég kynntist Guðjóni Hanssyni í Sjálfstæðisflokknum fyrir aldar- fjórðungi, allan þennan tíma hef- ur hann verið á fullri ferð í sjálfboðavinnu fyrir flokkinn og hef ég engum manni kynnst í flokknum sem hefur haft jafn mikinn áhuga á málefnum flokks- ins og alltaf verið tilbúinn í að vinna fyrir flokkinn, t.d. man ég vel eftir hlutaveltunum í Lista- mannaskálanum hér áður fyrr en þá var Guðjón á fullri ferð að útvega vinninga og í fjáröflun fyrir flokkinn. Það er ómetanlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa slíka starfskrafta. Frá því að Guðjón fór að vinna fyrir sér 13 ára gamall hefur hann aldrei skort fé, allt hefur orðið að peningum í hans höndum. Hann hefur hjálpað mörgum manninum í gegnum árin sem hafa átt í tímabundnum erfiðleikum, með alls konar aðstoð og greiðasemi og hefur maður oft undrast þá miklu starfsorku sem hann hefur. 1950 giftist Guðjón Hansson Guðrúnu Brynjólfsdóttur frá Sólheimum í Hrunamannahreppi og eiga þau fiögur uppkomin börn. Innilegar hamingjuóskir á af- mælisdaginn. Kristján Guðbjartsson. Guðjón Hansson tekur á móti gestum í Ilreyfilshúsinu eftir kl. 18.00 á sunnudaginn 26. júli 1981. KENNY komin út ný hljómplata með banda- ántrýsöngvaran- um Kenny Rogers. Sjaldan hefur kappan- um tekist jafn vel upp og nú, og á þessari plötu kemur vel Ijós af hverju Kenny er jafnan kallaður konungur kántrýsöngvaranna. Fæst í öllum hljómplötuversl- unum KENINY R0GERS - Y0UR FALKINN Suðurlandsbrau LaUgavegi24 — Austurveri — síi 8 — sími 84870 sími 18670 i 33360 ni L0VE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.