Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981 51 MinningarorÖ: Benedikt Hjart- arson, trésmiöur Fæddur 6. marz 1908. Dáinn 16. júli 1981. Benedikt Hjartarson var fædd- ur að Kjarlaksvöllum, Saurbæ í Dalasýslu, sonur hjónanna Sigur- línar Benediktsdóttur og Hjartar Jenssonar. Ólst hann þar upp til 12 ára aldurs að hann fluttist að Bjarnastöðum í sömu sveit ásamt fjölskyldu sinni. Hann var næst- elstur níu systkina, en þau eru Kristín, Stefán er andaðist 28.2. 1953, Karvel, Eggert, Borghildur, Olga, Ólafur og Magnús. Bjó þessi stóra fjölskylda að Bjarnastöðum þar til 1931 að foreldrarnir bregða búi og taka þá bræðurnir Bene- dikt, Stefán og Karvel á leigu jörðina Hjarðarholt í Laxárdal, Dalasýslu og búa þar til ársins 1939 og voru foreldrarnir þar í skjóli þeirra. Ásamt búskapnum skiptust þeir bræður á að fara suður á vertíðar. Einnig stundaði Benedikt smíðar sem til féllu í sveitinni. Eftir búskap að Hjarðarholti flytur hann til Reykajvíkur og tekur til við smíðar sem hann stundaði alla tið eftir það og þar af síðustu þrjá áratugina rúmlega, hjá Flugmálastjórn. Hann hóf búskap með Sigríði Ingþórsdóttur frá Óspaksstöðum í Hrútafirði árið 1941 og giftust þau síðar. Foreldrar hennar voru Ingþór Björnsson og Hallbera Þórðar- dóttir er bjó á heimili Sigríðar og Benedikts síðustu 25 ár ævi sinn- ar, og reyndist Benedikt henni ákaflega vel alla tíð. Sigríður og Benedikt eignuðust tvo syni, ann- ar andaðist skömmu eftir fæð- ingu, hinn er Hjörtur Benedikts- son, kvæntur undirritaðri og eiga Þúsundir gang- andi til fund- ar í Dyflinni Dyflinni. 24. júlt. AP. ÞÚSUNDIR manna streymdu i dag til Dyflinnar til að taka þátt i útifundi til stuðnings kröfum hinna sveltandi hryðjuverka- manna i Maze-fangelsinu á Norður-írlandi. Lögreglumenn hafa verið kvaddir úr leyfi þar sem óttast er að ofbeldisaðgerðir kunni að brjótast út samfara fundinum, sem haldinn verður á morgun. Hinn ólöglegi írski lýðveldisher (IRA) stendur að þessum aðgerð- um, og fyrir þremur dögum lögðu þúsundir manna af stað gangandi til Dyflinnar frá Newry norðan landamæranna og frá þremur borgum í lýðveldinu. Ganga göngumenn undir svörtum fánum. Talsmaður stjórnmáladeildar IRA sagði í dag, að tveir hinna sveltandi fanga væru nær dauða en lífi. Þeir hafa ekki neytt matar í röska tvo mánuði. þau tvo syni, Brynjólf og Benedikt. Benedikt kom í föðurstað syni Sigríðar, Ingþór Björnssyni, sem kvæntur er Köllu Lóu Karlsdóttur og eiga þau fimm börn, ólöfu, Garðar, Sigríði, Benedikt og Hjört. Benedikt var mjög traustur maður og vinnusamur alla tíð frá barnæsku. óskaði hann þess, að þegar hann ekki gæti unnið leng- ur, fengi hann hvíldina og fékk þá ósk uppfyllta, hafði aðeins verið frá vinnu í nokkrar vikur þegar kallið kom. Hann var mjög barn- góður og hafði þann eiginleika að geta samlagast fólki á öllum aldri, enda félagslyndur og varð kunn- ingjahópur hans stór. Honum var mjög annt um ætt sína og upp- runa, las nokkuð ættfræði og ófáar voru ferðir hans vestur, þegar tími gafst til. Lagði hann þá gjarnan leið sína til Búðardals eða Kýrunnarstaða til systkina sinna. Eigi get ég látið hjá líða að þakka Benedikt fyrir margar ánægju- legar samverustundir og ljúfar eru þær endurminningar sem upp koma í huga mér. Einnig vil ég flytja kveðju frá drengjunum okkar hjóna og óska þeir afa sínum alls hins besta í nýjum, björtum heimkynnum. Guð blessi minningu Benedikts Hjartarson- ar. Elin Brynjólfsdóttir Maðurinn með ljáinn gefur eng- in grið og heggur jafnt og þétt í raðir eldri starfsmanna flugmála- stjórnar og nú siðast hnígur Bene- dikt Hjartarson trésmiður í val- inn. Benedikt hóf störf hjá flug- málastjórn á Reykjavíkurflugvelli árið 1950 og starfaði við trésmíða- verkstæðið allt fram á þetta ár. Verkefni trésmíðaverkstæðisins eru hin margvíslegustu, bæði hér á flugvellinum og einnig á flug- völlum úti á landi svo og við fjarskiptastöðvar flugmálastjórn- ar víðsvegar. Vinnudagur var oft langur, sérstaklega úti á landi og reyndi þá á þrek manna en Benedikt brást aldrei og leysti öll sín verkefni af mestu samvisku- semi og prýði. Benedikt vann undir stjórn yfir- verkstjórans, Auðuns Sigurðsson- ar, í tuttugu ár og Bjarna Bents- sonar sl. rúm tíu ár og báðir luku þeir loforði á störf hans, enda leysti hann þau af hendi af samviskusemi og dugnaði. Hin síðari ár átti Benedikt við nokkra vanheilsu að stríða, sér- staklega þjáði hann augnveiki sem hann mun ekki hafa fengið bót á. Samt var hann starfandi þar til að sl. vori. Benedikt var maður hæg- látur í fasi en þó ákveðinn, og vel látinn af öllum samstarfs- mönnum. Að leiðarlokum vil ég þakka þessum góða dreng störf hans í þágu flugmálanna, svo og per- sónulega kynningu, aðstandendum votta ég samúð mína. Gunnar Sigurðsson SAIMVO - VIDEO - © SANYO - VIDEO - © SANYO ★ Allt að 3 klst. og 15 mín. kassettuspólur. ★ Verð og fyrirferð spólanna í lágmarki. ★ Minni fyrir sjálfvirka upptöku í 7 daga. ★ Beta-kerfiö er þekkt um heim allan, Fischer, Sony, Toshiba, Sanyo og fleiri helztu videoframleiöendur eru með það. ★ Sanyo video er japönsk gæöavara og ★veröið er alveg ótrúlegt. KYNNTU ÞER BETUR . . . kerfið þeirra! Þá kemstu að því að Sanyo Beta er tækið fyrir þig. KYNNTU ÞÉR BETUR . . . verðið þeirra! Og þá kemstu að því að Sanyo Beta er fyrir þig. Staðgreiðsla: V©rÖe 11.960 EFTIRSTÖÐVAR Á^S MÁN. 11.300 Sanyo myndsegulbandseigendur gerast meðlimir í Videoklúbbi um leið og kaupin eru gerö. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200 FLJÚGIÐ TIL AMSTEBDAM aMÖ frials um Evrópu! Vegna hagstæöra samninga viö bílaleigu í Hollandi getum viö boöiö sérstakt kynningarverö sem gildir til 14. ágúst. Aöeins fá sæti til ráðstöfunar á þessu ótrúlega lága kynningarveröi. Flugferöir og bíll meö ótakmarkaöri aksturs- notkun í heila viku, allt fyrir aöeins kr. 2.239.- ISCARGO Au$tur*træti 3. Símar 12125—10542.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.