Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.1981, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981 Þessi ritgerð var skrifuð fyrir alþjóðaþing til heiðurs Andrei Sakharov, sem haldið var við Rockefeller-háskólann í New York 1. maí 1981. Fyrir þinginu stóðu Vísindaakademían í New York, Ameríska eðlisfræðistofnunin og Ameríska eölis- fræðifélagið. Þessi þýðing er gerð eftir enskri útgáfu ritgeröarinnar, sem birtist í New York Review of Books 25. júní síðastliðinn. íslenzku andófsnefndinni þótti ástæða til að koma þessari ritgerð á framfæri við íslenzka lesendur. Guð- mundur Heiðar Frímannsson sneri á íslenzku. Dr. Arnór Hannibalsson bar þýðinguna saman við rússneska frumtextann og veitti mikilsverða að- stoð. eftir Andrei Sakharov j Vegna alþjóðlegs eðlis starfs síns mynda vísindamenn eina raunverulega alþjóðafélagið, sem enn hefur orðið til og er til nú um stundir. Það leikur ekki nokkur vafi á þessu um viðfangsefni vísindanna: jöfnur Schrödingers og formúlan E=mc2 eru jafn gildar í öllum heimsálfum. En samhæf- ing samfélags vísindamanna á að fara og fer óhjákvæmilega út fyrir takmörk starfsins. Þetta samfélag hlýtur að láta til sín taka fjölmörg almannleg viðfangsefni, þar á meðal siðferðileg. Eg held, að þessi þróun eigi og muni halda áfram. Vísindamenn, verkfræðingar og aðrir sérfræðingar öðlast í krafti sérþekkingar sinnar og stöðu víð- tækan og djúpan skilning á hag- nýtingu visindalegrar þekkingar í þágu manna — en einnig á hættum, sem hljótast af vísindum og tækni. Með þeim þroskast einnig vitund um böl og blessun framfara yfirleitt og mögulegra afleiðinga þeirra. Gífurlegir möguleikar eru fyrir hendi til að færa sér í nyt nýlegar framfarir í eðlisfræði, efnafræði og líffræði, tæknifræði og verk- fræði, tölvuvísindum, læknisfræði og erfðafræði, lífeðlisfræði og heilbrigðisfræði, sameindalíffræði (þar með taldar rannsóknir á þessu sviði í iðnaði), stjórnunar- fræði iðnaðar og landbúnaðar, sálarfræði og öðrum form- og félagsvísindum. Og við getum vænzt frekari afreka. Við deilum öll ábyrgðinni á, að niðurstöður vísindalegra rannsókna séu nýttar til hins ítrasta í veröld, þar sem líf flestra manna er enn erfitt, þar sem svo margir búa við hungur, þjást af sjúkdómum og endist lítt aldur. En vísindamenn og fræðimenn geta ekki leitt hjá sér að hugsa um hætturnar, sem fylgja óskipulögð- um framförum, einkum í iðnaði, sem ekki lýtur neinni stjórn, og sérstaklega þó um hætturnar af nýtingu vísindalegra afreka í hernaði. Víða um heim eru á dagskrá vandamál, sem fylgja framförum vísinda og tækni: kjarnorka, mannfjölgun, erfða- verkfræði, umhverfisvernd vegna iðnaðarmengunar, verndun lofts, dýralífs og plantna, áa, vatna og sjávar, áhrif fjölmiðla. Þótt við- fangsefnin séu alvarleg og brýn bera umræðurnar oft vott um þekkingarskort og stjórnast um of af fordómum og flokkshollustu og eru stundum einfaldlega óheiðar- legar. Sérfræðingum ber því skylda til að taka þessi mál til óvilhallrar og nákvæmrar rann- sóknar og gera almenningi tiltæk- ar allar mikilvægar, handbærar upplýsingar, og þær ber að fá frá fyrstu hendi, ekki úr umsögnum annarra. Umræðurnar um kjarn- orku, sem skipta höfuðmáli, eru fróðlegt dæmi. Ég hef látið þá skoðun í ljósi annars staðar, að menn á Vesturlöndum ýktu hætt- ur kjarnorkunnar, og slíkt væri skaðvænlegt. Vísindamenn eru ekki einungis betur að sér en almenningur, heldur leita þeir eftir og njóta meira sjálfstæðis og frelsis en aðrir, með mikilvægum undan- tekningum þó, sérstaklega í al- ræðisríkjum. En frelsi fylgir ævinlega ábyrgð. Vísindamenn og aðrir sérfræðingar hafa nú þegar áhrif á eða geta haft mikil áhrif á almenningsálitið og stjórnvöld í löndum sínum. (Það er ástæðu- laust að ýkja þessi áhrif, en þau eru umtalsverð.) Skoðanir mínar á stöðu vísindamanna í veröld sam- tímans hafa sannfært mig um, að þeir hafa sérstakar skyldur stöðu sinnar og starfs vegna. Það er oft erfitt að greina þetta tvennt sundur — að miðla upplýsingum, gera þekkingu vísindanna skiljan- lega almenningi og samþykkja eða andmæla einhverju opinberlega eru dæmi um skyldur við starf sitt og samfélagið. Hið sama á við um glímu vísindamanna við afvopnunar- vandamálið: þeir skipuleggja og taka þátt í alþjóðlegum viðræðum, þeir setja fram tillögur eða heita á stjórnvöld og almenning og setja fram hugmyndir og viðvaranir. Afvopnun er sérstakt viðfangs- efni, sem krefst þess, að á því sé tekið af djúphygli, nákvæmni og vísindalegu hugrekki. Ég geri mér ljóst, að efnið krefst ítarlegri umfjöllunar, og nú mun ég einung- is nefna fáeinar hugmyndir mín- ar. Ég tel afvopnun nauðsynlega og mögulega einungis á grundvelli jöfnuðar í vopnabúnaði. Það þarf frekara samkomulag um öll stór- tækari vopn. Þegar jöfnuði í hefðbundnum vopnabunaði er náð — og tillit tekið til stjórnmála- legra, sálrænna og landfræðilegra þátta — og eftir að bundinn verður endir á útþenslu alræðis- ins, þá ættu að nást samningar, sem bönnuðu árás með kjarnorku- vopnum, og síöar samningar, sem bönnuðu slík vopn. Annað efni, sem er nátengt friði, trausti og skilningi milli þjóða, er hin alþjóðlega barátta fyrir mannréttindum. Skoðana- frelsi, frelsi til að miðla upplýs- ingum og ferðafrelsi er nauðsyn- legt til að stjórnvöld beri raun- verulega ábyrgð á gerðum sínum, en það leiddi í Ijós misnotkun valds innanlands og á alþjóða- vettvangi. Ég trúi því, að slík ábyrgð hefði komið í veg fyrir sorgleg mistök á borð við innrás Sovétríkjanna í Afghanistan og myndi stemma stigu við útþenslu- stefnu í utanríkismálum og kúgun innanlands. Óheft sala á blöðum, tímaritum og bókum, sem gefnar eru út erlendis, væri stórt skref í áttina að raunverulegu upplýsingafrelsi í alræðislöndum. Það skipti ef til vill meira máli, ef ritskoðun yrði aflögð, en fyrir því ættu fyrst og fremst vísinda- og menntamenn í alræðislöndum að beita sér. Það er mikilvægt að krefjast þess, að hætt verði að trufla sendingar erlendra útvarpsstöðva, en það sviptir milljónir manna aðgangi að óritskoðuðum upplýsingum, sem eru nauðsynlegar til að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á atburðum líðandi stundar. (Eftir sjö ára hlé var í Ráðstjórnarríkj- unum tekið að trufla útsendingar erlendis frá 1. ágúst 1980.) Ég er sannfærður um, að það skiptir miklu máli að styðja áskorun Amnesty International um náðun samvizkufanga um víða veröld. Náðanir, sem kunngerðar hafa verið í mörgum ríkjum á síðustu árum, hafa bætt and- rúmsloftið. Náðun samvizkufanga í Ráðstjórnarríkjunum, í Austur- Evrópu og öllum öðrum löndum, þar sem menn sitja í fangelsi vegna stjórnmálaskoðana, væri ekki einungis mikið mannúðar- verk, heldur myndi hún auka traust og öryggi þjóða heims. Hin alþjóðlegu einkenni samfé- lags vísindamanna öðlast sérstakt mikilvægi, þegar fengist er við slíkan vanda. Með því að verja ofsótta vísindamenn og aðra þá, sem réttur hefur verið brotinn á, á alþjóðavettvangi staðfestir sam- félag vísindamanna alþjóðlegan rétt sinn, sem er svo nauðsynlegur til að vísindaleg vinna heppnist og verði samfélaginu til gagns. Vestrænir vísindamenn þekkja nöfn margra sovézkra starfs- bræðra sinna, sem hafa orðið að þola ólögmætt ofbeldi. (Ég held mig við Ráðstjórnarríkin, en al- varleg mannréttindabrot eiga sér stað í öðrum löndum, þar á meðal í löndum Austur-Evrópu.) Ein- staklingarnir, sem ég nefni, hafa hvorki æst til ofbeldis né beitt því vegna þess, að þeir álíta opinbera umræðu einu réttu leiðina til að verja mannréttindi, einu leiðina, sem er öllum skaðlaus og hefur áhrif. Því eru þeir allir samvizku- fangar, eins og Amnesty Internat- ional skilgreinir hugtakið. Ævi- ferill þeirra á margt annað sam- eiginlegt. Allar réttarfarsreglur voru svívirðilega brotnar við rétt- arhöld yfir þeim og gengið var gegn lágmarkskröfum heilbrigðr- ar skynsemi. Vinur minn, Sergei Kovaljoff, var sakfelldur 1975 að honum fjarstöddum og án verj- anda, þ.e.a.s. án þess að hann hefði nokkurn möguleika á að verja sig. Hann var dæmdur til sjö ára fangelsisvistar og þriggja ára út- legðar í eigin landi fyrir andsov- ézkan áróður, sem talinn var felast í samizdat-tímaritinu Ann- áll samtímaatburða, en efnisatriði kærunnar voru alls ekki athuguð. Svipuð lögbrot einkenndu rétt- arhöldin yfir Juri Orloff, stofn- anda Helsinki-hópsins, og öðrum meðlimum þess hóps og nefnda honum tengdra: Viktor Nekípéloff, Leonard Térnofskí, Mykola Rud- énko, Alexander Podrabinek (og bróður hans Kirill), Gleb Jakunin, Vladimir Slépak, Malva Landa, Robert Nazarjan, Eduard Arut- júnjan, Vjatseslaf Bakhmin, Oles Berdnik, Oksana Méshko, Mykola Matusévits og konu hans, Mir- oslav Marínovits, Tatiana Osip- ova, Irina Grivnina og Felix Ser- ebrof hafa verið sett í fangelsi, meðan á réttarhöldum þeirra stendur. Lögmaður Juri Orloffs missti af hluta réttarhaldanna, þegar hann var læstur með valdi inni í hliðarherbergi við réttarsal- inn. Það var leitað á eiginkonu Orloffs með ruddalegum hætti og föt hennar rifin, þegar leitað var að skrifuðum blöðum og segul- bandi. Allt stafar þetta af ótta við, að hin skelfilega leynd réttarsal- arins yrði rofin. Samvizkufangarnir sæta grimmilegri meðferð í þrælkunar- ÞAÐ BESTA ER ALDREIOF GOTT I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.