Alþýðublaðið - 05.06.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.06.1931, Blaðsíða 2
ÆLPÝÐUBLAÐIÐ Lýðveldl. Jók Þorlákssoíi í nýju hlut- verki, en Eggerz í gömlu. Á þingi 1928 rauk eftirmaður Bjarna Jónssonar frá Vogi í þing- sœti, Sig. Eggerz, með afarmikl- um bæxlagangi upp á endann og ætiaði að sýna að kominn væri 'paðuh" í manns stað. Hann heimt- aði skilnað við Dani 'strax, irnirina mátti ekki gilda. Það var skemti- Biegt að sjá Eggerz í því hlutverki. Það var eins og að siá tveggja ára gamalt harn í rosabullUm af veðurbörðum, gömlum sjómanni. Og íhaklið fyrverandi tók undir faie'ð honum og húrraði fyrir sjálf- stæðinu, og lét einna hæzt í Jöni Þorlákssyni, sem jafnvel skrifaði ' sannfærandi greinar í Mgbl. um , að rétt væri að skilja við Dani. En þegar jafnaðarmenn neíndu að leggja niður konungsembættið', drá nokkuð niður í hinum nýju freteishetjuni Þó ekki aiveg, því óhætt var enn að tala digurharka- íega. Það var nefnil. ekki fyrirsjá- antegt, að hægt væri að skilja við Dani fyrir 1943, og skilnaðurinn var því ekki yfirvofandi. Ýmsum þeim . mönnum, sem höfðu séð og heyrt til Jóns Þor- lákssonar við kosiningarnar 1908, er hann barðist fýiir pví með hnúum og hnefum að innlimun- aafOTmvarpið frá 1907 yrði. sam- þykt, jþótti stakkaskiftin mjög einkennileg, pví a'ð það er talið staðreynd, að menn verði aftur- haídssamari með aldrinum, en ekki frjálslyndari, og trú peirra á sjálfstæ'ðismenzku Jóns var því nokkuð dauf. Þeim, sem höfðu. séð Eggerz í hans fyrsta ráð- herradómi, þegar hann einhvern tíma snemma á öldinni lék for- eæíisráðherra í „Alt Heidelberg", og sem síðar höfðu séð hann leika Islandsrá'ðherra 1915, þegar fánamálið var á döfinni, þektu hina sannfærandi brjósttóna hans og vissu, að hann lék alt af jafnvel og í „Alt Heidelberg". Það var því ekki nema að von- um, að sjálfstæðisbrölt íhalds- flokksins væri talið sæmálegur vi'ðbóíarþáttur við þenna hjart- . næma táraleik. Á þinginu á Þingvöllum 1930, þegar gestir úr öllum heimi horfðu á starf þess, hafði Jón , Þorláksson ágætis tækifæri til þess að sýna, hver afbragðs stjórnmálamaður hann er og hve djúpan skilning hann hefir á því, hvar og hvenær er réttur staður og réttttr tími. Hann ætla'ði frám- an i öllum heiminum að fara a'ð halda stórþvott á heláur'ó- þrifalegum nærfötum Ihalds- og Framsóknar-flokkanna og fiutti tillögu um geðveikismálið fræga. Ihaldsflokkurinn .vissi ekki sitt rjúkandi ráð, þvi að hann skildi það, sem Jón, skildi ©kki. Svo bjargaoi Ásgeir Ásgeirsson öllu sanxan, beitti Jón ofbeldi, braut á honum þingsköp og lét ekki býta út tillögunni. Það hefði ein- hvern tíma kostað umtal að beita foringja íhaldsmanna slíkum ó- rétti, en enginn sagði neitt, og íhaldið pakkaði í hjarta sínu mildiríkri forsjón. Svoná voru hinar miklu sjálf- stæðishetjur. 1931 brýtur konungur á ábyrgð og að undirlagi Framsóknar- stjórnarinnar stjórnarskrána, og hefir ekki heyrst að neinn af foringjum íhaldsins hafi neitað pví. Stjórnin ber með fé og fjörvi ábyrgð á slíku, en kon- ungur á ekkert á hættu mema að missa stöðu sína. Hann hefir unnið eið að stjórnarskránni, og hann hefir pví skyldu til þess að halda hana, hvað sem hver segir. Hendi hann það slys, að gera það ekki, þá —-~. Nú fengu íhalds«sjálfstæðis-menn tækifæjri tal þess að sýna, hve alvaran hafði verið mikil 1928. Nú var sainbandinu sjálfslitið, ef þeir vildu. Nú gat Jón Þorláksison sýnt það, að hann kynni betur skil á stað og stundu en reynst hafði á Þingvöllum, og Eggerz gat fengið að sýna, að hann kynni fleiri stjómmálahlutverk en forsætisráðherradóminn í „Alt Hieidelberg". Því frekar hefði mátt búast við þessu, sem kon- ungsvaldið virtist hafa talað ein- kennilega tveim tungum, alt af þózt vera að bíða eftir skýrslum frá forsætisráðherra, en hins veg- ar ekkert látist bqtha í því, er hann spurði hvort óskað væri eftir frekari skýrslum frá sér. Og svo hraustlega sriaraðist íhaldið úr jakkanum, og svo hraustlega hrækti það í lófana 2—3 fyrstu dagana, áð sumir fóru að halda, að þeir hefðu gert íhaldinu rangt til. En það var ekki — því miður. Nú eru íhaldsmenn mestu reg- insto'ðir heilagrar kirkju. Þeir hafa sem kunnugt er samþykt að sty'ðja hana meöan hún getur staðið, og er það ,eins og allir vita mikið afrek, að styðja þá, sem staðið geta og láta fallna liggja. Það er því ekki nema að vonum, að þeir leiti yéfrétta í ritningunni um hvernig þeir skuli aka pólitískum seglum. Með djúp- um skilmngi á eðli þess rits detta þeir ofan á 127. sálm Davíðs, sem ekki er nema eðlilegt, þar sem Davið var konungur, þ6 að visu ekki væo-i í Danmörku. „Ef drott- inn byggir ekki húsið, vinna þeir til ónýtis; sem húsið smíða. Ef drottinn ekki verndar ríkið, vakir sá til ónýtis, sem þess gætir." — Gunnar á Selalæk. — Það var á honum sem valt Ef hann ekki bygði hið íslenzka lýðveldi unnu íhaldsmenn til ónýtis, ef hann ekki verndaði ríkið þá var and= vökum, þeirra á glæ kastað. Án Gunnars eru íhaldsmenn duft og aska. Það er leiðinlegt, því aö það eru ekki minstu líkur til þess að hann 'leggi nokkru sinni lag sítt við þá, svo að það er fyrir WLlémé A«listaran« sjáanlegt, að þeir munu aldrei geta lagt stofnun hins íslenzka lýðveldis lið. En hitt er annað' mál, hvort hið íslenzka lýðveldi komist nú ekki á laggirhar • eftir alt saman án Jóns Þorlákssonar og Sigurðar Eggerz. Það er furðulegt hvað sömu menn geta verið sjálfum sér 6- svipaðir um hugrekki. Með Gunn- ari þora íhaldsmenn allra þegn- samlegast að sitja á þingi í trássi við allramildilegast bréf hans hátignar konungsins, en án hans þora þeír ekki að ganga á svig við lítilfjörlega grein í þingsköp- unum til pess á'ð gera fsland að lýðveldi, sem þeir útmála þó að sé því svo fjarskalega nauðsyn- legt. En auðvitað er ein smágrein í þingsköpurium 'margfalt meira virði en hagur landsins. Annars hlýtur pað að vera óhugsandi að íhaldsmenn bjöði mánn fram á móti Gunnari á Selalæk, úr því svona alt veltur á honumi, og sjálfstæði landsins er í veði nema hann sé í verki. Jón Þorláksson er búinn að sýna, að hann er jafn tíma- og staöar-viltur hér og á Þingvöll- ¦um. En.það skyldi þó eklu eiga eftir a'ð verða, að hann og Jónas frá Hriflu yrðu ráðherrar í saima ráðuneytinu ? Sigurður Éggerz og íhaldsmenn verða nú fyrsta kastið að halda áfram að leika „Alt Heidelberg". Þeim fer það vafalaust sæmilega úr hendi. Það er ósvikinn kon- ungsdaðursAeikur með öllu (til- heyrandi, auðmýktarhjali, bugti og beygingum, og þeir eru ekki viðvaningar í því. En skrítið er að sjá Sigurð Eggerz þora að horfa framan í kjósendur Bjarna frá Vogi núna í sumar, Guðbr. Jónsson. Aðvðruii. Verkamenn eru varaðir. við því að ráða sig í skurðigraftar- og jarðabóta-vinnu á Korpúlfsstöð- um og Lágafelli eða aðra vinnu hjá Þorleifi Ben. Por'grímssyni, án þess fyrst að ráðgast við stjórn verkamannafélagsins Dags- brúnar. Félagsskrifstofan er í Hafnarstræti 18 uppi, sími 724. Stjórn Dagsbrúnar. Fumduir i kvðld. Ungir jafnaðarmenn boða tll opinbers fundar í| kvöld kl. 8V2 í Góðtemplarahúsinu við Templ- arasund. Ræðumðnnum frá and- stæðingafélögunum er boðið á funtíinn, Má búast við fjölmenn- um fundi og harðsnúnum deilum. KJésIð A-Mstnrara, Fjárniálastjörn fhaldsins. Ihaldið hefir'lengi verið hreyk- ið yfir fjármálastjórn sinni. En óneitanlega er Islandsbanki á» gætt dæmi um fjármálastjórn í- haldsins. Þar tókst ihaldinu og gæðingum þess að koma í lóg um 2 millj. kr. á ári á síðustu 10 árum. Og brezka láriið með veðsetningu tollteknannia frá 1921 er einnig ágætt dæmi um skör- ungsskap íhaldsins og forsjálni þess í fjármálum. íhaldið hefir ráðið lögum og lofum í bæjarstjórn Reykjavík- ur frá þvi fyrsta. Og í síðusitu fjárhagsáætlun bæjarins þurfti að* gera ráð fyrir að' fá % millj. kr. lán til þess að halda í horfinu með verklegar og óhjákvæmileg- ar framkvæmdir bæjarins. Og það, sem verra er. Borgarstjóri hefir þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-; ir ekki til þessa getað fengið sæmilegt lán handa bænum til vatnsveitunnar og þessara framkvæmda. Og sjaldan hefir nokkur, bær orðið að sjá fram á að erlendir lánardrottnar liafj. sent inn óskammfeilnara lánstil- boð 'heldur en Knútur borgar- stjóri -fékk frá brezku vátrygg- ingarfélagi, sem hann hefir áður- skift við fy'rir bæjarinis hönd. Fé-- lag þetta vildi auk okurvaxta fá sérstakan trúnaðarmann sinn tii: þess að endurskoða reikninga bæjarins. Bæinn átti að gera hálf- ómyndugan af erlendum lánar- drottni. Á síðastliðnum vetri og í vor hefir Knútur borgarstjóri orðið að þrábiðja bankana iitn bráða- birgðalán til þess að geta staðist daglegar greiðslur, eftir þó að hafa notað alla þá sjóði, sem til-- tækilegir voru. Og um síðustu mánaðamót hef ði bærinn alls ekki ,getað greitt út laun, ef hann hefði ekki á síðustu stundu getað fengið bráðabirgðalán. Og það, sem er þó allra verst Borg- arstjóri lýsti, yfir því fyrir skömmú í bæjarstjórn, að óvist væri að hægt yrði að framkvæjma þau bæjarverk, sem ákveðin voru í síðustu fjárhagsáætlun, vegna, fjárskorts. Von er að ihaldið hróá fjájr— 5 lórn málastjófn sinni. S. fófésið A-listaran. Verkfallsbrjóíar og rfklslog- íi Noregi, NRP. 4. júní. FB. Und- anfarna daga hefir verið óeirða- samt við verksmiðjur Norsk Hydro í Menstad vegna þess,, að vinnu hefir verið haldið áfram me'ð verkfallsbrjótum. — Þrjátrá manna lögœglulið hefir verið sent þangað frá Skien og Larvik,_

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.