Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 11 niöurstaða að hann virðist nýt- anlegur með nókkurri íblöndun, en einnig má nota hann, eins og hann kemur fyrir. Hagstæðara væri þó að blanda hann efni frá járnblendinu til-að fá fram betri eiginleika. Eftir að félagið Dala- leir var stofnað hefur Iðntækn- istofnunin haft málið til með- ferðar og fékk m.a. styrk frá iðnaðarráðuneytinu á sl. ári til að halda þeim tilraunum áfram. En eftir félagsstofnunina byrjuðum við með því að taka sýni og senda til Clarks Ceram- ics Consultation í Englandi. Og þegar þær niðurstöður komu að hann væri nýtanlegur í tígul- stein og flísar fannst okkur ástæða til að halda málinu áfram. — Við höfum mikinn hug á því að koma upp vinnustofu hér í Búðardal og ung stúlka sem hefur lært þetta fag er reiðubúin að koma og sjá hér um tilrauna- vinnslu í sex mánuði. Hún myndi vinna ein við vinnsluna þann tíma, enda væri tilgangurinn aðeins sá að kanna hvort hér væri um að ræða fyrirtæki sem kæmi til með að borga sig. Ef það kæmi upp úr dúrnum að svo virtist ekki vera er engin ástæða til að fara út í að stofna fyrirtæki sem væri dauðadæmt frá byrjun. En við sem erum í stjórn þessa félags teljum leirinn nýtanlegan og ennfremur væri það mikil lyftistöng fyrir byggðarlagið að fá vísi að iðnaði hingað. Dala- sýsla byggir einvörðungu á land- búnaði og hingað kemur víst áreiðanlega ekki skuttogari. En einmitt vegna fábreytni atvinnu- lífsins væri þetta til góðs — svo framarlega að það sýndi sig að leirinn stæðist allar kröfur og prófanir. Við eigum kost á því að fá leigt húsnæði, en leirbrennsluofninn hefur ekki verið keyptur, hann kostar sem svarar 5—6 gömlum milljónum og það liggur ekki fyrir hvernig verður með fjár- mögnun á ofninum svo og þess- ari tilraunavinnslu. Hins vegar erum við bjartsýn og erum sannfærð um að þessu verði hægt að ýta úr vör. Við vonumst sem sé til að tilraunavinnslan geti byrjað með haustinu, helzt ekki síðar. Það eru vissulega nokkuð skiptar skoðanir um þetta mál, eins og gengur, en yfirleitt hafa heimamenn sýnt þessu máli mikinn áhuga og skilning. Enda er það náttúru- lega til farsældar fyrir alla ef þetta kæmist í kring. Og ef tilraunavinnslan skilaði jákvæð- um niðurstöðum býst ég við að næsta skrefið verði að stofna hlutafélag til að reka þennan iðnað. En við erum nú ekki komin að því. Þetta mál hefur þrátt fyrir velvilja margra verið lengi að velkjast og við viljum sem sagt reka endahnútinn á það, og komast að þeirri niður- stöðu sem leiddi til þess að annað hvort yrði gert eitthvað stórátak í málinu ellegar það yrði lagt á hilluna. Það er ekki hægt að vera með þetta svona endalaust í takinu án þess að neitt komu út úr því. — Hér í Búðardal kynni að blasa við stöðvun ef ekkert verður að gert, heldur Þrúður áfram — ég segi ekki að Búðar- dalsleirinn eigi að bjarga þar öllu. En hann gæti orðið til framdráttar í fábreyttu atvinnu- lífi okkar. Það má segja að þetta „pressuleysi" í atvinnumálum geri það að verkum að menn sinna hér félagslífi á veturna, sem væri óhugsandi ef til dæmis væri sjávarafla að sinna. Hér er tónlistarskóli, leikfimi er mikið stunduð á veturna, leiklist með blóma. Svo mætti lengi telja. Og það er fjarska gott að vera hér með börn. Það yrði engin koll- steypa í þessu þótt leirvinnsla hæfist hér, það gæti hins vegar komið að einhverju leyti í veg fyrir atvinnulega upplausn sem hefði það í för með sér að fólk færi að flýja héðan. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir skín og fjöldi fólks liggur í sólbaði á götunni og aðrir eru í slagsmál- um. Þá er ástandið ekki geðslegt á Hallærisplani og í Austurstræti og á Lækjartorgi eftir annatíma vikunnar. Rusl frá blóma- og grænmetissölum, pylsubréf og matarleifar söluvagnanna og ótrú- legt magn af brotnum flöskum setur svipmót sitt á hjarta mið- bæjarins — þegar svo á verslun- artíma hávaðinn frá glymskrött- um táningaverslunar bætist við er miiðbæjarmyndin fullkomnuð. Ég efast ekki um að þetta svipmót og þessi tegund örtraðar fæli marga frá miðvæjarviðskiptum, og þegar sólin skín á göngugötu Áustur- strætis er ég hissa á að nokkur hætti sér í að ryðja sér braut inn í Útvegsbankann. Aðalgöturnar eiga ekki að byggjast upp með þarfir sólbaðs- manna í huga. En í miðbæ Reykja- víkur eru nokkur auð svæði sem passa vel fyrir þá sem vilja njóta sólar. Ef þeir eru klæddir og sæmilega rólegir er gamli kirkju- garðurinn við Aðalstræti og Aust- urvöllur tilvalin sóldýrkendasvæði — en þau svæði eru sjaldnast fullnotuð. Þá höfum við nokkur gullfalleg auð svæði í miðbænum, það er Arnarhóll, Hljómskálagarðurinn og auðu hlutar tjarnarsvæðisins, svæði þar sem ekkert er athuga- vert að striplingar haldi til. Að vísu er of lítið gert til að gera þessa staði aðgengilega fyrir al- menning. Þessir staðir allir eru oftast alveg mannlausir jafnvel á björtustu sólardögum. Á meðan ástandið er þannig er ekki ástæða til að fjölga sólbaðsstöðum í mið- bænum. I görðum Lundúnaborgar er ætíð fjöldi fólks þegar sólin skín — sumir hafa með sér mat og drykk og eru þarna í „picnic". Bond Street, Piccadilly og götur Citys eru sjaldnast notaðar til sólbaða — og alls ekki hannaðar með tilliti til þeirrar notkunar. HuKdettur Á lóðinni Austurstræti 20 mætti reisa hús þar sem væri 2000—2500 fm af verslunar- og veitingahúsnæði í kjallara og 2 neðstu hæðum. Ef verkefnið væri unnið af hugmyndaríkum og hæfum arki- tekt væri hægt að bjarga garði Hannesar Thorsteinssonar og skapa gegnumgang allt að Skóla- brú og samt skapa á þessu svæði verslunaraðstöðu fyrir ca. 30—40 smáfyrirtæki, í kjallara og á 2 neðstu hæðum. Á efri hæðum mætti koma fyrir skólagarði sem tæki ca. 80—120 nemendur að vetrum en mætti nota fyrir ódýrt ferðamannahótel á sumrum. Ég efast um að nokkuð betra mætti gera við þessa lóð, ef menn hafa hug á að endurvekja og bæta miðbæinn. Svæðið frá Aðalstræti að Lækj- argötu á að vera verslunar- og viðskiptasvæði og svæði veitinga- húsa, stjórnvörslu og banka. Þeir sem vilja sinna viðskiptum og verslun og erindum við stjórn- vörsluna eiga að fá óhindraðan aðgang að götum miðbæjar — þeir eiga rétt á að yfirvöld útrými þeim rusla- og eymdarblæ sem nú er að skapast í miðbænum og minnir mest á aumustu fátækrahverfi stórborganna. Slys í kappaksturskeppni ‘ Vatni dælt á kappakstursgarpinn Herm Johnson og slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum elds í bíl hans á kappakstursmóti í Michigan. Nokkrir slösuðust í eldsvoðanum og gera varð hlé á keppninni. þú kröfur? Dá velur þú MEST SELDA LITSJÓNVARPSTÆKIÐ Á MARKAÐNUM I BORGARTÚN118 REYKJAVÍK S(MI 27099 SJÓNVARP5BÚMN CM CM Vorð: 9.350.- Staögr.: 8.880.- Útborgun: 1/3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.