Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 19 Xilræði og aftökur í íran færast í aukana Beirút. 5. ágúst. AP. ÍRANSKA þinBið staðfesti í daB skipun klerksins Hojatol- eslam Mohammad AVyad Ba- honar í embætti forsætisráð- herra samtímis því sem bana- tilræði og aftökur færðust í aukana. Bahonar, sem er aðalritari islamska lýðveldisflokksins, fékk traustsyfirlýsingu, sem var samþykkt með 130 atkvæðum gegn 14, en 24 sátu hjá. Hann tekur við af Mohammad Ali Rajai, sem varð forseti. Einn helzti hugmyndafræð- ingur lýðveldisflokksins, þing- maðurinn Hassan Ayat, var skotinn til bana þegar hann ætlaði að aka til þinghússins frá heimili sínu í morgun og árásar- mennirnir, þrír svartklæddir „gagnbyltingarmenn", komust undan. Talsmaður ríkisstjórnarinnar fordæmdi tilræðið, sem hann kallaði „hryðjuverk", og aðrir ráðamenn skelltu skuldinni á Khalq-flokk marxista, sem hef- ur skorið upp herör gegn klerka- veldinu. Níu vinstrisinnaðir uppreisn- armenn voru leiddir fyrir af- tökusveit í borginni Dezful í suðvesturhluta írans og í borg- unum Rasht og Ashad í Norð- ur-íran í gærkvöldi og í morgun. Einn þeirra var Abbas Saberi, sem er sagður einn af stofnertd- um og miðstjórnarmönnum Ranjbaran-flokks maoista, sem er í bandalagi með Khalq- flokknum í neðanjarðarbarátt- unni gegn Khomeini-stjórninni. Þar með hafa 38 vinstrisinnar verið líflátnir og 260 menn alls af pólitískum ástæðum síðan Abolhassan Bani-Sadr var vikið úr stöðu forseta 22. júní. Heimildir í Teheran herma að dr Ahmad Moghadam, Harvard menntaður krabbameinssér- fræðingur, hafi verið tekinn af lífi í nótt í Evin-fangelsi fyrir ótilgreindar sakir. Reza II, sjálfyfirlýstur írans- keisari, sagði í yfirlýsingu í Kaíró að stjórn Khomeinis væri „ógnarstjórn og harðstjórn, stjórn dauða og tortímingar." Hann kvaðst vinna að „mark- vissum áætlunum" í samráði við ónafngreinda andstæðinga Khomeinis um að steypa honum af stóli. Skipun Bahonar í embætti forsætisráðherra treystir tök islamska byltingarflokksins á framkvæmdastjórninni, löggjaf- arvaldi og dómsvaldi. Talið er að harðlínuleiðtogar úr flokknum fái mikilvægustu ráðherraemb- ættin í stjórn hans. Tilræðið við Ayat varð til þess að Ali Akbar Hashemi þingfor- seti lýsti því yfir á þingfundin- um í dag að herða yrði á öryggisráðstöfunum og veita þingmönnum og embættis- mönnum hámarksvernd. Myrkyun í 2 tíma í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn. 5. ájfúst. AP. RANNSÓKN er hafin á orsök- um mikillar rafmagnsbilunar, sem olli myrkvun í Kaupmanna- höfn og á Sjálandi í allt að tvo klukkutíma í gærkvöldi. 150 felldir San Salvador. 5. átfúst. AP. SKÆRULIÐAR í E1 Salvador segja að minnst 150 stjórnarher- menn hafi fallið i nýlegri sókn stjórnarhersins gegn skæruliðum í nágrenni eldfjallins Guazapa. 53 km norðaustur af San Salvador, að sögn talsmanns skæruliða i dag. Heimildir í hernum herma að 1.000 hermenn, sem bandarískir ráðunautar í E1 Salvador þjálfa, hafi tekið þátt í sókninni. Herinn segir að fjórir hermenn hafi fallið. Bandaríski sendiherrann sagði á föstudaginn að skæruliðar hefðu fellt um 1.300 stjórnarhermenn á undanförnum sex mánuðum — tíu sinnum fleiri en herinn hefur viðurkennt. Yfirvöld hafa síðan játað að talan sé rétt, en segja að flestir hinna föllnu séu smábændur úr hjálparsveitum. Jörgen Gullev, talsmaður dönsku rafmagnsveitnanna (Nesa), sagði að myrkvunin, sem hófst laust eftir kl. 21 að staðar- tíma, hefði náð til allt að einnar milljónar rafmagnsnotenda. Almenningur tók biluninni með jafnaðargeði, en 50 hjálpar- beiðnir bárust vegna fólks, sem festist í lyftum milli hæða. Raf- magnssporvagnar Kaupmanna- hafnar stöðvuðust í um tvo klukkutíma, en enginn stöðvaðist þó neðanjarðar. Margar þjófabjöllur glumdu eftir bilunina, en í fæstum tilfell- um reyndist vera um innbrot að ræða og innbrot voru ekki fleiri en vanalega. Gullev sagði að myrkvunin stafaði sennilega af bilun í kapli frá Suður-Svíþjóð. Hann sagði að bilunin hefði orðið á sama tíma og mörg dönsk orkuver væru lokuð vegna venju- legra viðgerða. Það tók frá 15 mínútum upp í tvo tíma að koma aftur á rafmagni í Kaupmanna- höfn og annars staðar á Sjálandi, sagði Gullev. Afsögn forsetans í Bólivíu kölluð gabb Im Paz. 5. áxúst. AP. LEIÐTOGAR uppreisnarinnar gegn Luis Garcia Meza Bóliviu- forseta drógu i efa í dag fréttir um að hann hefði sagt af sér, köiluðu þær gabb og lýstu þvi yfir að þeir mundu halda bar- áttu sinni áfram. Heimildir í Santa Cruz herma að uppreisn- armenn krefjist þess að þriggja manna herforingjastjórn Iands- ins segi einnig af sér. Heimildir í Lima, Perú, herma að Garcia Meza sé á leið til Miami í Braniff-flugvél sem hafi komið við í Lima, þótt það fengist ekki staðfest. Garcia Meza fól völdin í hendur herforingjastjórninni í kjölfar uppreisnarinnar, hinnar fimmtu gegn honum á þremur mánuðum. Hann veittist harkalega að and- stæðingum sínum í útvarpsávarpi þegar hann tilkynnti afsögnina. „Garcia Meza hershöfðingi er engin gunga eins og allir vita,“ sagði hann. Fyrrverandi forseti og fyrrver- andi forseti herráðsins, er Gazia Meza rak í útlegð fyrir tveimur mánuðum, hershöfðingjarnir Al- berto Natusch og Lucio Anez Rivero, höfðu forystu um upp- reisnina sem var gerð í Santa Cruz, annarri stærstu borg Bóli- víu. Heimildir herma að um 6.500 hermenn úr nokkrum herdeildum á þessu svæði fylgi leiðtogum uppreisnarinnar að málum. Herforingjastjórnin mun hitta að máli helztu yfirmenn hersins úr öllum landshlutum og skipa nýjan forseta úr röðum þeirra. Ólíklegt er að herforingjastjórnin reyni að fara ein með völdin, því að áður hafa slíkar tilraunir mistekizt. Uppreisnarmenn krefjast að Garzia Meza segi af sér og aflétt verði banni við starfsemi verka- lýðsfélaga og stjórnmálaflokka er hefur verið í gildi síðan Garcia Sir Dawda Jawara Gambíuforseti fyrir utan sendiráð Gambíu í Lundúnum eftir að fréttir bárust um upproisnina á dögunum. Eiginkonu forseta Gambíu sleppt Meza kom til valda. Anez Rivero sagði í samtali að leiðtogar uppreisnarinnar væntu þess að herforingjastjórnin gengi að öllum kröfum þeirra. En einn ráðherranna sagði að stjórnin mundi í aðalatriðum fylgja sömu stefnu og Garcia Meza. Sérfræðingar segja að ef Garcia Meza hefði ekki sagt af sér kynni borgarastríð að hafa brotizt út. Fáir búast við skjótri lausn á valdabaráttunni. í Bólivíu hafa 190 ríkisstjórnir setið við völd síðan 1825. BanKjul. 5. áKÚst. AP. EIGINKONA Sir Dawda Jaw- ara Gambíuforseta og fjögur átta barna hans voru látin laus í dag. sex dögum eftir að uppreisnarmenn tóku þau i gíslingu. Tveir ókunnir Evr- ópumenn slepptu þeim er þau fengu læknismeðferð að sögn hennar. Evrópumennirnir tóku tvo uppreisnarmenn til fanga án þess að þeir sýndu mót- spyrnu. Senegalskt herlið sótti í dag inn á Bakau-svæðið nálægt höf- uðborginni til að umkringja búðir uppreisnarmanna sem hafa haft um 30 gísla að sögn Sir Dawda Jawara forseta. Fyrri fréttir hermdu að seneg- alska herliðið hefði þegar um- kringt bygginguna. Yfirheyrslur yfir uppreisnar- mönnum hófust í dag og maður nokkur var handtekinn er hann reyndi að koma matvælum og hergögnum til uppreisnar- manna. Lífið í Banjul er yfirleitt að færast í eðlilegt horf. Jawara viðurkenndi á blaðamannafundi að uppreisnin hefði komið stjórninni algerlega að óvörum og kvað ástæðuna lélega upplýsingaþjónustu og slæma öryggisgæzlu. Fréttamönnum voru sýndir 15 rifflar sem fundust við húsleit og eru af sömu gerð og þjóðvarð- lið Gambíu notar. Jawara sagði að viðræður við uppreisnarmenn um gíslana væru ekki hafnar. Hann taldi gíslana yfirleitt sæta sæmilegri meðferð. Hann kvað gíslatökuna hafa fengið mikið á sig „persónulega og tilfinningalega“, og bætti við: „Það bætir ekki úr skák að ég er mikill tilfinningamaður, svo að ég reyni að vera hlutlægur." Jawara kvaðst sofa í neðan- jarðarskýli byggingar þar sem aðgerðir gegn uppreisnar- mönnum eru skipulagðar, því annað gæti hann ekki af tilfinn- ingaástæðum þar sem fjölskylda hans væri í gíslingu. Forsetinn, sem virtist vera í góðu skapi, kvaðst hafa meinað brezkri herflugvél að flytja út- lendinga úr landi, þar sem þá yrði litið svo á að stjórn lands- ins réði ekki við ástandið. Rúm- lega 1.000 útlendingar eru í Gambíu, þar af um 850 Bretar. ERLENT Mótatimbur Hagstætt verð/góð greiðslukjör ▼ Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTIG 1 S. 18430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.