Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 21 Um Torfuna Þorsteinn ö. Stephensen miövikudagskvöld, fyrirvara- laust og án auglýsinga. Þær 20 manneskjur sem hún haföi smalaö á fundinn, til aö greiöa atkvæöi meö „traustinu" eru ekki Torfusamtökin. Þaö mun sýna sig aö þau bera ekki traust til þessarar stjórnar. Reyndar er rangt aö segja aö þarna hafi verið aö verki 20 manns. Þaö hafa í hæsta lagi veriö 12. Því meö tillögunni hafa auðvitaö greitt atkvæöi stjórnin sjálf (5 atkvæði) ásamt flutningsmanni tillögunnar Siguröi Haröarsyni, formanni skipulagsnefndar Reykjavíkur, Magnúsi Skúlasyni, formanni bygginganefndar Reykjavtkur, og Álfheiöi Inga- dóttur, formanni umhverfis- og* Torfusamtökin í viðtali sem fréttamaöur Morgunblaösins átti viö mig fimmtudagskvöldið 30. júlí sl. og birtist í blaöinu daginn eftir, var allt rétt eftir mér haft. Aöeins fyrirsögnin var ekki eins og ég heföi viljaö, en hún var „Torfu- samtökin eiga ekkert traust skil- iö“. Hún heföi átt aö vera „Stjórn Torfusamtakanna á ekk- ert traust skiliö.“ Þaö mun nú oröið á allra vitorði aö stjórn Samtakanna haföi ekkert samráö viö félags- menn sína þegar hún féllst á skemmdarverkin framan viö Torfuhúsin. Meö samþykki sínu viö fyrirætlanir borgaryfirvalda um hervirkiö brást hún gersam- lega hugsjón Torfusamtakanna aö fá gömlu húsin, og auðvitað líka umhverfi þeirra, friöaö. Meö þessari einræöislegu samþykkt hefur stjórnin bakaö fullkomið vantraust félagsmanna. Hún hefur aö vísu, meö óburöugum tilraunum sínum reynt aö bera þaö fyrir sig aö borgarstjórn hafi kúgaö sig hálfnauöuga til aö samþykkja verknaöinn. Hvers- vegna fór hún svona leynt meö þetta? Voru kannski einhverjir persónulegir hagsmunir í húfi? Stjórnin hélt loks fund sl. eftir Þorstein Ö. Stephensen verndarráðs Reykjavíkur (3 at- kvæöi). Annars skiptir atkvæöa- talan ekki miklu máli. Hitt er óverjandi framkoma af þrem síöasttöldu aöilunum aö blanda sér í umræöur á fundinum og taka síöan þátt í atkvæöa- greiöslu til aö foröa stjórninni frá falli, en þaö tókst í þetta sinn. Þau áttu aö skilja þaö sem ábyrgir forustumenn borgarinn- ar, hvert á sínu sviöi, aö þó þau væru félagar í Torfusamtökun- um voru þau líka oröin aöilar gagnvart þeim, og áttu ekki aö hafa afskipti af félagsstarfinu á meðan þau væru í þessari stööu, ekki einu sinni koma á fundi Samtakanna. Ég sé í blaðaviötali viö Ernu Ragnars- dóttur aö hún hefur lýst þessu sem sinni skoöun á fundinum, en ekki rætt það frekar, og þess vegna hef ég farið um þetta mörgum oröum, þó það sé auövitað óþarfi, því hér er um aö ræöa atriöi sem allir hljóta aö sjá og skilja. Athæfi grjótamanna má aö sumu leyti líkja viö snjóskriöu sem fellur óvænt á hús og mannvirki og molar allt mélinu smærra. Sá er þó munurinn aö snjóskriður eru blindar náttúru- hamfarir, en grjótmenn eiga aö heita vitkaöar verur og því vorkunnarlaust aö ráögast viö félag sitt, og almenning áöur en þeir létu skriöuna falla. En þegar snjóskriöa hefur falliö bíöa menn ekki boðanna aö bæta þaö tjón sem oröiö hefur, og þaö þó miklu þurfi til aö kosta. Aö bæta fyrir skriöuhlaup grjót- manna veröur áreiðanlega kostnaöarsamt. Þeir hafa nú yfir verslunarmannahelgina látiö tugi manna böölast í gryfjunni á hækkuöu kaupi. Eigi aö síöur er ég þeirrar skoöunar aö Torfu- samtökin, þegar þau hafa þjappaö sér saman, og aörir Reykvíkingar sem fylgja þeim aö málum, muni ekki telja eftir sé aö bæta þaö sem eyðilagt hefur veriö á Bernhöftstorfu — þess- um reit sem viö höfum nú, eftir áratuga baráttu, fengið friöaö- an, þessum reit í miöborg gömlu Reykjavíkur sem borgararnir vilja og ætla sér aö gera þannig úr garöi, aö ekki aöeins þeir, heldur ókomnar kynslóöir megi glaöar og ánægöar líta hann augum sem lítinn, en fagran og verndaöan blett frá liöinni tíð. Ekki má gleyma aö minnast á grein Hannesar Davíössonar í Morgunblaöinu þ. 30. júlí sl., og er ég um leið vel minnugur margra góöra manna og kvenna, sem hafa reynt aö stilla ofsa grjótmanna. En grein Hannesar lýsir því meö sterkum rökum aö meö bramboltinu á Torfunni hafi veriö framiö lög- brot, friðunarlögin hafi veriö brotin. Hér er komin til sögunn- ar ný hliö á málinu og ekki ómerkileg. Getur ekki hugsast aö grýtingar veröi aö drepa á svo sem einum lofthamri, á meöan þeir svara til þeirra saka? En aö síðustu þetta: Ég hef oröiö þess áskynja að margir þeir sem áöur fyr voru því andvígir aö friöa húsin á Torf- unni hafi skipt um skoöun. Og þegar Torfusamtökin hafa eflst, og gert sér Ijóst hver hætta er búin málstað þeirra, munu þau ekki aöeins bæta þá svíviröu sem framin hefur veriö á gras- brekkunni (grasiö var oröiö lé- legt, þaö varö að byggja tafl: rök grjótmanna) heldur einnig færa í rétt lag þá byggingagalla sem orönir eru á húsunum, og sem víkja frá upphaflegri gerö þeirra. Þaö er e.t.v. hægt aö skilja þá menn sem álíta aö hver lófastór blettur í þéttbýli sé lóö. Hitt er erfiöara aö skilja, sálarlíf þeirra manna sem hatast viö gras og vilja ólmir breyta því í grjót. Sigurjón Pétursson kemur fram fyrir alþjóö, klappar á kollinn á Reykvíkingum, eftir aö þeir hafa mótmælt óvefengjanlega, bæði meö undirskriftum og blaöa- greinum, og segir: Þiö vitið ekkert hverju þiö eruö aö mót- mæla. Vér einir vitum. Tafliö okkar veröur dvergasmíö. — Þaö er enginn vandi aö búa til snotra hluti, jafnvel úr stein- steypu, meö því aö moka í þaö nógu miklum peningum. Slíka hluti veröur a.m.k. aö byggja á réttum staö. En grjóttafliö á ekki þarna heima hve fínt sem þaö verður. Óbilgirni jíeirra sem aö þessu standa er næsta furöuleg. Þeir halda áfram verknaöi sínum og ögra borgarbúum meö því aö hamast meira en nokkru sinni fyr, og sóa fjármunum þeirra af enn meira blygöunarleysi. Þaö er því augljóst aö baráttunni fyrir friöun Torfunnar er ekki lokiö. Reykvíkingar láta ekki stinga sig svefnþorni í þessu máli. Og Torfusamtökin munu lifa. Breytingin á innflutningsgjöldum bifreiða: 100 þúsund króna bíll lækkar um 5.000 kr. INNFLUTNINGSGJÖLD aí bifreiðum hafa verið lækkuð úr 50% í 35% oi? veldur það um 5% lækkun á útsöluverði bifreiða frá innflytjanda. Lækkunin er bundin við það, að sprengirými vélar sé inn- an við 2200 rúmsentimetrar. Morgunblaðið hafði i gær samhand við nokkra bif- reiðainnflytjendur og spurð- ist fyrir um áhrif þessarar lækkunar. Þorbergur Guðmundsson hjá Sveini Egilssyni h.f. sagði sem dæmi, að Ford Taunus frá Þýzka- landi, 1600 GL, 4ra dyra hefði kostað um 105 þúsund krónur fyrir breytinguna, en kostaði nú rétt tæplega 100 þúsund krónur. Hann kvað breytinguna lítið ná til bandarískra bíla, þó lækkaði Mercury Lynx með fjórgengisvél, vökvastýri og sjálfskiptingu úr 165 þúsund krónum í um það bil 157 þúsund krónur. Þá kostaði Suzuki frá Japan nú 67 þúsund krónur, en hefði fyrir breytinguna kostað um 70 þúsund krónur. Allar þessar tölur kvað hann vera dagverð, þar sem örar gengis- breytingar ættu sér stað. Þær væru þó viðskiptavinunum nú í vil, ef t.d. væri um þýzka bíla að ræða, en gengisþróun væri óhag- stæð gagnvart bandarískum bíl- um. Steinn Sigurðsson hjá Bílaborg, sem flytur inn Mazda-bifreiðir kvað algengustu gerðina af Mazda 323 hafa kostað 84 þúsund krónur fyrir breytingu, en hún kostaði nú rúmlega 81 þúsund krónur. Mazda 626 kostaði 94 þúsúnd, en kostar nú um 90 þúsund og Mazda 929 kostaði 107 þúsund krónur, en kostar nú rúmlega 101 þúsund. Árni Filippusson, sölustjóri hjá Velti h.f. kvað algengustu gerð af Volvo 345 hafa kostað 105.400 krónur, en kostaði nú 100.130. Volvo 244 DL hefði kostað 138 þúsund krónur fyrir breytinguna, en kotaði nú 131 þúsund krónur. Sprengirými vélarinnar í DL-gerðinni er 2100 rúmsenti- metrar, en í GL-gerðinni, sem hefur verið hvað vinsælust er sprengirýmið 2300 rúmsentimetr- ar, svo að breytingin nær ekki til hennar. Hins vegar nær breyting- in til Volvo 244 Turbo, sem hefur sama sprengirými og DL-gerðin og lækkar sá bíll um það bil um 10 þúsund krónur, kostaði 199.900 krónur, en kostar nú um 189.000 krónur. Ólafur Kristinsson sölustjóri hjá Kristni Guðnasyni, sem flytur inn BMW kvað breytinguna ná til allra gerða BMW, sem fluttar hefðu verið inn af fyrirtækinu. 316-gerðin hefði kostað 118 þús- und, en kostaði nú um það bil 113 þúsund, 320-gerðin hefði kostað 139 þúsund, en kostaði nú 133 þúsund og 518-gerðin hefði kostað 148 þúsund, en kostaði nú 142.500 krónur. Sigurður Tómasson, sölustjóri hjá Heklu h.f. kvað fyrirtækið ekki eiga neina þýzka bíla, 81-ár- gerð af Volkswagen væri uppseld. Miðað við 82-árgerð kvað hann Volkswagen Golf, venjulegustu gerð, sem kostað hefði 91.600 krónur myndu kosta 86.900 krón- ur. Milligerð af Golf kvað hann hafa kostað 96.300 krónur, en hún myndi lækka í 91.300 krónur. Audi 100, sem kostað hefði 142.700 krónur kvað hann myndu lækka í 135.000 krónur. Sigurður kvað Audi 100 rétt sleppa undir mörkin, þar sem sprengirýmið væri 2144 rúmsentimetrar. Þá kvað Sigurður Tómasson Colt, sem kostað hefði á bilinu 87 til 90 þúsund krónur, kosta eftir breytinguna 82 til 85 þúsund krónur. Akranes: Eldri borg- urum boðið í skemmtiferð Akranesi. 5. agust 1981. FIMMTUDAGINN 30. júlí sl. bauð Rotarvklúhbur Akra- ness eldri borgurum Akra- ness til sinnar árlegu skemmtiferðar. 98 manns tóku þátt í ferðinni. Ekið var yfir Fróðárheiði í Stykkishólm og Kerlingaskarð til baka. Viðdvöl var höfð í Grundarfirði og Ólafsvík þar sem kirkja staðarins var sér- staklega skoðuð. Sr. Guðmund- ur Karl Ágústsson sóknar- prestur lýsti kirkjubyggingu og ýmsu m.a. hinum fallegu gluggum og tákni þeirra, gerð- um af Gerði Helgadóttur. Sungnir voru tveir sálmar. Veitingar voru þáðar í hinu myndarlega hóteli í Stykkis- hólmi. Mikil ánægja var með ferðina og veðrið sem var yndislegt, hvergi skýhnoðri á lofti. Július

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.